Morgunblaðið - 19.04.2018, Síða 69

Morgunblaðið - 19.04.2018, Síða 69
DÆGRADVÖL 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Samræður sem að öllu jöfnu eru stuttar og snarpar lengjast og flækjast því fólk vill nota tjáskipti til þess að komast und- an einhverju. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að bregðast við öllum þeim streituvöldum sem hrjá þig dags daglega. Með hjálp góðra vina tekst þér að sigla þín- um málum í höfn. Staðan er betri en þú held- ur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er erfitt fyrir þig að lifa í núinu án þess að vita hvað kemur næst. Hafðu aug- un á takmarkinu og ekki einu sinni horfa í aðrar áttir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þegar maður spyr margra spurninga getur alltaf farið svo að sum svörin falli manni ekki í geð. Einhver nákominn þér mun þó þurfa að skoða sinn gang. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér finnst þú hafa verið aðkrepptur í nokkurn tíma og langar til þess að varpa af þér okinu. Segðu öðrum hvað þér finnst um þá og láttu þá um að hafa áhyggjurnar ef ástæður eru til. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú vinnur þér aðdáun vinnufélaga þinna fyrir alla ósérhlífnina en þarft að gæta þess að ganga ekki fram af þér. Reyndu því að hvíla þig og endurnýja orkuna. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur mikinn metnað og setur markið hátt. Hægðu aðeins á þér, kláraðu þau verk- efni sem þú ert með og taktu svo til við ný. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Veittu því athygli hvað góðvild fólksins í kringum þig skiptir þig miklu máli. Mikilvægir einstaklingar kunna að meta það sem þú hefur fram að færa. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú kemst hraðar þangað sem þú ætlar þér ef þú leggur á þig að lesa þér til um viðfangsefnið. Gættu að því hvert hvatvísin leiðir þig í dag því það er hætt við ruglingi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hlustaðu á eðlisávísun þína þegar kemur að máli sem snertir þig og þína nán- ustu. Láttu hlutina ekki koma þér úr jafnvægi því fæstir hlutir eru þess virði. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ef þú átt í útistöðum við einhvern skaltu hafa hugfast að þú ert maður að meiri ef þú leggur niður vopnin. Alvarlegar sam- ræður geta komið fram bótum í dag. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hættu að bera þig saman við annað fólk því engir tveir eru eins. Reyndu að sjá hlutina í réttu ljósi og bregstu við þeim sam- kvæmt því. Þegar ég hafði lesið spökurÓlafs Stefánssonar fór ég að velta fyrir mér hvaðan nafnið á bragarhættinum væri komið og fletti auðvitað upp í Vísnahorni, – meðan Pétur sonur minn sá um það! Þar stendur 22. júní 2012: „Spaka er ferhend spakmælavísa, sem margir hafa spreytt sig á, en í formála að Tíundum Jóhanns S. Hannessonar skrifar Kristján Karlsson: „Í kveðskap Jóhanns Hannessonar er sundurgreinandi hugsun uppistaða ljóðsins. Þessa gætir auðvitað skýrt í spökum; orð- ið er þýðing Jóhanns á epigram. Þar yrkir hann fyndin vísdómser- indi undir bragarhætti Edwards Fitzgerald á Rubáiyát, en í raun nær hinum rökbyggða stíl Alexand- ers Pope og annarra átjándu aldar skálda. Svona hljóðar Spaka III eft- ir Jóhann: Af öllu sem í æsku mér var kennt að óttast man ég bara þetta tvennt: annað var gamalórar – hvað var hitt hefur nú fyrir skemmstu í gleymsku lent.“ Og þá er komið að hinum snjöllu spökum Ólafs Stefánssonar. Spaka 1: Þú getur skipt um götu , nafn og frú, gengið upp að hnjám og stofnað bú, en allt er þetta ónýtt sjónarspil, ef ekki að marki sjálfur breytist þú. Spaka 2. Mörg á vegi víst er æviraun, því verðu mörgum á að blása í kaun. En allir koma að endingu í höfn, og innheimta sín verðug starfalaun. Spaka 3. Himnaríki er heldur tómt að sjá, hvíla og sofa í garði látnir fá, uns dómsins lúður drynur yfir fold og dauðir flykkjast upp til himna þá. Spaka 4. Vitleysan í veröld ríður húsum, – viðurkennum það með huga fúsum. Við höfum ekki’ í annan stað að venda, svo ekki dugir neitt að vatna músum. Spaka 5. Heimsólán er hending ber sem skeður, huggun þeim sem varla annað gleður. Hitt það getur heimska jafnt sem vísa, svo hvergi skulum gera úr því veður. Þessu lýk ég með spöku úr Rubá- iyát í þýðingu Magnúsar Ásgeirs- sonar sem ég lærði barn: Við brauðhleif, fulla flösku og ljóðakver í forsælu undir grein, – við hlið á þér, sem andar söng á öræfanna þögn, er auðnin Paradís – sem nægir mér! Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Spökur – vísdómserindi „ÉG HÉLT AÐ ÞAÐ YRÐI MEIRA FJÖR AÐ VERA GIFT RÓDEÓTRÚÐ.“ „EF ÞÚ VILT SJÁ EITTHVAÐ „HRÆBILLEGT“, SKALTU HORFA Í ÞENNAN SPEGIL.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að leyfa honum að njóta sín í öðru áhugamáli. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann VERÐURÐU LEIÐUR ÞEGAR ÉG FER ÚT? Ó JÁ! ÉG SET Á MIG SKEIFU OG DANSA MJÖG DAPUR… ÉG ÆTLA AÐ GISKA Á „NEI“ …Í VÆLU- TEITINU SEM ÉG HELD STUNDUM GETUR ÞÚ VERIÐ GAGNRÝNASTA OG KALDHÆÐNASTA KONA Í ÖLLUM HEIMINUM! ÞÚ HVETUR MIG TIL AÐ SKARA FRAM ÚR! Víkverji ákvað að gera sér glaðandag um helgina, þegar hann og sonur hans brugðu sér í Hús- dýragarðinn. Víkverji yngri er enda mikill dýravinur og fer helst hvergi út úr húsi nema hann hafi að minnsta kosti eitt leikfangadýr í hvorri hendi. Uppáhaldsdýr erfingjans eru hestar og var hann verulega spenntur að sjá þá á beit þarna á einum reitnum, þar sem að vísu var ekkert nema grjót fyrir hestana til að japla á. x x x Nema hvað, Víkverji yngri ákvaðað gefa sig á tal við einn hestinn. „Hæ, hestur,“ gall í þeim stutta. Vík- verji spurði þá soninn hvað hest- urinn segði. „Hæ, Víkverji yngri, ég heiti hestur.“ Faðirinn átti þá frekar bágt með sig gagnvart þessu ein- læga svari. x x x Á bakaleiðinni úr Húsdýragarð-inum átti sér hins vegar stað leiðinlegt atvik. Víkverjafeðgar voru þá, ásamt vinum þeirra á leið yfir Sundlaugaveg, rétt hjá hringtorginu við Dalbraut. Þaðan kom hins vegar aðvífandi bíll, kirfilega merktur Reykjavíkurborg, sem hægði hins vegar ekkert á sér, jafnvel þó að beggja vegna vegarins væru gang- andi vegfarendur sem voru á leiðinni yfir. Skapaðist nokkur hætta af þessu háttalagi starfsmanns Reykja- víkurborgar, fyrir utan það að sjálf- sögð kurteisi hefði verið fyrir mann- inn að hægja á sér. x x x Ef Víkverji væri í meira fýlustuði,myndi hann eflaust reyna að snúa þessum pistli upp í nöldur og kvart um það, að þarna ætti hinn endanlegi yfirmaður þessa manns, sjálfur borgarstjórinn, að axla ábyrgð, sjá sína sæng uppreidda og taka pokann sinn. Já, og í leiðinni mætti hann biðjast afsökunar á rign- ingunni. En Víkverji nennir því hreinlega ekki. Það er sumardag- urinn fyrsti, og þó að Víkverja finn- ist líklegt að fátt verði sumarlegt við þennan dag, biður hann lesendur sína vel að lifa og njóta. Sumarið er einfaldlega of stutt til þess að eyða því í kvabb. Gleðilegt sumar! vikverji@mbl.is Víkverji Enginn er heilagur sem Drottinn, eng- inn er til nema þú, enginn er klettur sem Guð vor. (1. Sam 2.2) Frískandi húðvörur úr suðrænum sítrusávöxtum Hin dásamlega sítruslína frá Weleda inniheldur afurðir úr lífrænt ræktuðum sítrónum frá Salamita Cooperative á Sikiley. Hún dekrar við og frískar húðina - í samhljómi við mann og náttúru. www.weleda.is. Útsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir. Since 1921 Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/WeledaIceland
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.