Morgunblaðið - 19.04.2018, Page 70

Morgunblaðið - 19.04.2018, Page 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 VIÐTAL Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þótt klukkan sé aðeins rétt rúmlega átta að morgni þá gengur sýnilega mikið á í skemmu í Gufunesi. Það heyrist glamur í málmi og þegar gengið er inn má sjá hvar neistum rignir niður á steingólfið frá suðu- tækjum manns sem er hátt þar fyrir ofan, inni í í flennistóru höfði úr járni. Á gólfinu stendur höfundur verksins sem er þar að taka á sig mynd, Helgi Gíslason myndhöggv- ari, og þegar einn sveigður bútur til hefur bæst í skúlptúrinn ræða þeir félagi hans með suðutækið næstu skref. Helgi keppist hér við að ljúka við stóran skúlptúr, nær sex metra há- an, sem honum hefur verið boðið að sýna í Svíþjóð í sumar, í hinum vin- sæla skúlptúrgarði Pilane á eynni Tjörn í Bohuslän-skerjagarðinum. Þetta verður tólfta sumarið sem skúlptúrsýning er opnuð í Pilane, sem er svæði þekkt fyrir fornar graf- ir og mannvistarleifar frá járnöld, og þar standa meðal annars uppi skúlp- túrar eftir heimskunna listamenn á borð við hin breska Tony Cragg og Spánverjann Jaume Plensa. Helgi er einn níu listamanna sem munu eiga verk á sýningunni í sumar en hún verður opnuð 19. maí. Mátum okkur við heiminn „Sýningarstjóri skúlptúrgarðsins bauð mér að sýna þetta verk,“ segir Helgi þegar hann er truflaður í vinnunni við að setja það saman. „Þetta er hugmynd frá árinu 2012 – og vinnuheiti verksins var Mind,“ segir hann – eða Hugur. „Ég kynnti það þá fyrst á sýningu í Gerðarsafni í Kópavogi undir heitinu Heimur í huga manns og útskýrði í tölvugerð- um myndum hvernig ég sæi fyrir mér að það ætti að vera, sex metra hátt, og ég setti það í raunhæft sam- hengi þar sem það stæði austur í Hreppum, í landi Kópsvatns fyrir of- an Hvítá þar sem hún kemur úr gljúfrunum neðan Gullfoss. Ég sá strax fyrir mér að þar myndi verkið standa stakt á opnu landi, algjörlega eitt og sér og án tenginga við mann- inn, og næstu byggingar í órafjar- lægð,“ segir Helgi. Hann sýnir mér bæklinginn Heimur í huga manns – Tillaga að höggmynd á bökkum Hvítár, með nokkrum myndum þar sem hann hefur komið þessu manns- höfði úr málmneti fyrir, með víðáttur Suðurlands í kring, og „teiknar höf- uðform sitt í himininn,“ eins og þar segir. Og eru himinn og jörð, sem umlykja verkið, skoðuð í gegnum op- in form þess. „Þannig mátum við okkur við heiminn og finnum sam- svörun í þeirri hugsun sem mælir hann og ákvarðar stærð hans,“ segir þar. Mannshugurinn er ramminn Helgi segir þetta verk kallast á við þau höfuð sem hann hefur lengi verið að móta og fólk þekkir úr listsköpun hans. „Ég kalla það Heimur í huga manns vegna hugleiðinga um hug- ann og svo koma hér inn þessar pæl- ingar mínar um stærð og þanþol skúptúrsins,“ segir hann. „Auðvitað er maður alltaf að reyna á sjálfan sig, annað er ekki hægt. Það kemur margt hér saman,“ og hann rennir augum upp eftir járngrindinni sem teygist upp undir loft fyrir framan okkur. Í henni miðri er burðarsúla sem verður fjarlægð þegar búið er að sjóða allt höfuðið saman – enn vantar efstu „höfuðbeinin“ – og þá halda járnstangir sem teygjast út í veggi og kaðlar höfðinu á sínum stað með- an unnið er að því. Helgi gerði fyrst smáskúlptúra, eins og hann segir, eða skissur að verkinu. „Þá bjó ég til úr svona neti,“ segir hann og teygir sig í litla og silf- urbjarta útgáfu af höfðinu sem stendur þarna á borði. „Þetta er í raun frummyndin af skúlptúrnum. Þegar ég hafði fengið boðið um að sýna hann sex metra háan í Svíþjóð þá gerði ég ekki neinar teikningar heldur horfði bara á þessa útgáfu hér og stækkaði hana upp og mótaði … Sjáðu, þetta er í raun hin plat- ónska hugmynd um frumform, þetta eru allt ferningar“ – hann stingur fingrum gegnum málmnetið inn í höfuðið – „og þessar mannlegu pæl- ingar um lengd og breidd. Og í upp- hafi sá ég fyrir mér að stækka þetta höfuð svona upp með þessum fern- ingslaga formum og setja upp úti í náttúrunni, og vekja með þeim sem sæju spurningar um það hversu stór hún er þessi veröld þarna úti. Þegar horft er í gegnum ferninginn á heim- inn getur verið að heimurinn virðist jafn stór og hugurinn sem hugsar um hann. Þetta er ramminn, manns- hugurinn er alltaf ramminn. Því þar fyrir utan hlýtur heimurinn að vera óendanlega stór. Auðvitað er þetta leit að hug- myndum og merkingu, leikur að orð- um, sú hugmynd sem er föst í hendi er skúlptúrinn sem slíkur,“ segir hann og lyftir þeim litla svo hann ber við þann stóra sem er að mótast. Nýjar reglur og ný lögmál Þegar boðið barst til Helga um að sýna verkið í Svíþjóð töldu Svíar að verkið væri þegar til sex metra hátt „En þá kom upp úr dúrnum að ég hafði ekki gert verkið sjálft heldur bara kynnt það sem slíkt og við sömdum einfaldlega um að ég myndi koma því á koppinn,“ segir hann. Þá þurfti að leggjast yfir útreikninga, eins og að minnka hæðina niður í 5,70 metra, svo verkið passaði í gám og svo þurfti verkfræðing til að skoða útfærsluna með listamann- inum. Meðal annars vegna þess að þótt verkið verði nú sett saman í Gufunesi, þá þarf að búta það aftur í þrjá hluta fyrir flutninginn. „Verkfræðingurinn sagði þurfa fúndament undir verkið og benti á aðrar góðar breytingar sem þörf var á. Svo gerði ég teikningu af verkinu og stækkaði hana svo upp – við „Geri þetta bara með mjólkur- peningunum mínum“  Nær sex metra hátt verk eftir Helga Gíslason á leið á sýningu í vinsælum skúlptúrgarði í Svíþjóð Morgunblaðið/Einar Falur Sköpunin „Ég er auðvitað að skapa verk til þess að sýna – þótt umfangið nú sé slíkt að það sé varla á færi ein- staklings,“ segir Helgi og bætir við: „Þörfin til að sýna er þess eðlis að maður verður bara að sýna!“ Helgi Gíslason er einn níu skúlptúrista sem munu eiga verk á sýningu skúlptúrgarðsins í Pilane á eynni Tjörn við Svíþjóð í sumar. Sýningin hefur verið opin hvert sumar frá árinu 2007 undir heit- inu Skulptur i Pilane. Í ár verður sýningin opnuð 19. maí næstkomandi og er opin til 30. september. Sum verkin eru varanleg á svæðinu en önnur sett upp tímabundið. Heimsfrægir samtímalistamenn eru meðal sýnenda, eins og Jaume Plensa og Tony Cragg, en auk Helga og þeirra tveggja má í sumar sjá verk eftir Laura Ford, Hanneke Beaumont, Ida Koitila, Maria Miesenberger, Per Svensson og Hed- vig Bergman. Breska dagblaðið The Guardian valdi Pilane einn af tíu áhugaverðustu skúlptúrgörðum Evrópu um þessar mundir og einn þriggja á Norðurlöndum sem eru á þeim lista – hinir eru garður Lousiana- safnsins í Danmörku og Vigeland-garðurinn í Osló. Um 90 þúsund gestir heimsóttu Pilane í fyrra. Fyrir utan frægð hinnar árlegu skúlptúrsýningar á síðustu árum er Pil- ane-svæðið á Tjörn, sem er sjötta stærsta eyja við Svíþjóð og um klukku- stundar akstur norðan við Gautaborg, þekkt fyrir fornar mannvistarleifar og grafarhauga frá járnöld. Verk víðkunnra skúlptúrista SÝNING Í VINSÆLUM SKÚLPTÚRGARÐI Í SVÍÞJÓÐ Anna, marmaraverk eftir Jaume Plensa frá 2016 í garðinum í Pilane. Loftkæling Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 og varmadælur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.