Morgunblaðið - 19.04.2018, Qupperneq 84
FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 109. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Hrikalegar lýsingar á flugatviki
2. Flugmiði nóg til að flýja land
3. „Hvernig er hægt að segja nei?“
4. Liv keypti sögufrægt hús á Arnarnesi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Sópransöngkonan Alda Ingibergs-
dóttir og píanóleikarinn Antonía He-
vesi halda hádegistónleika í dag kl.
12.15 í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þær
munu flytja íslensk sönglög eftir Sig-
fús Halldórsson og léttar aríur úr
óperettuheiminum og er aðgangur að
tónleikunum ókeypis.
Lög Sigfúsar og létt-
ar aríur úr óperettum
Boðið verður til
þjóðlaga- og þjóð-
dansagleði í Ráð-
húsi Reykjavíkur í
dag kl. 15 í
tengslum við
Barnamenning-
arhátíð í Reykja-
vík. Þjóðlagasveit-
irnar Þula og
Regnboginn úr Tónlistarskóla Kópa-
vogs og danshópar ungmenna úr
Þjóðdansafélagi Reykjavíkur efna til
viðburðarins og leiða gesti með söng,
hljóðfæraleik og dansi.
Þjóðlaga- og þjóð-
dansagleði í ráðhúsi
Hólmfríður Jóhannesdóttir messó-
sópran, Victoria Tarveskaia sellóleik-
ari og Julian Hewlett, orgel- og píanó-
leikari, halda barokktónleika í dag í
Aðventkirkjunni við Ing-
ólfsstræti. Þekktar
ítalskar aríur ást-
arinnar fá að
blómstra og örin
gróa, eins og seg-
ir í tilkynningu
um tónleikana
sem hefjast
kl. 15.
Aríur ástarinnar
blómstra og örin gróa
Á föstudag Hæg norðlæg eða breytileg átt. Súld með köflum
norðan heiða, en stöku skúrir með suðurströndinni. Hiti 3 til 12
stig, hlýjast á Suðurlandi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægari en í gær og dálítil væta á Suður- og
Vesturlandi, en þurrt að kalla í öðrum landshlutum. Hiti 6 til 14 stig
að deginum.
VEÐUR
„Veturinn var einn lærdóm-
ur fyrir mig. Ég er ánægður
með að hafa fengið tæki-
færi til þess að þjálfa, fyrir
að hafa stigið skrefið þegar
það bauðst. Eftir 14 ár sem
leikmaður í atvinnu-
mennsku vissi maður orðið
að hverju maður gekk. Ég
fann fyrir þörf á takast á við
nýjar áskoranir,“ segir
Snorri Steinn Guðjónsson,
annar þjálfari karlaliðs Vals
í handknattleik. »2
Fann þörf fyrir
nýja áskorun
„Ögmundur á möguleika á að komast
á HM og við viljum ekki taka þann
möguleika frá honum. Markverðirnir
eru svipaðir að getu. Það yrði frábært
fyrir leikmann Excelsior að komast á
HM,“ segir þjálfari hollenska
úrvalsdeildarfélagsins Excelsior,
Mitchell van der Gaag.
Hann vill auka líkurnar á
því að Ögmundur Krist-
insson verði einn
þriggja mark-
varða íslenska
landsliðsins sem
fer á HM í knatt-
spyrnu í sumar og hef-
ur ákveðið að Íslend-
ingurinn leiki síðustu
leiki liðsins í hol-
lensku deildarkeppn-
inni á leiktíðinni. »1
Þjálfarinn vill auka
möguleika Ögmundar
Úrslitarimman um Íslandsmeist-
aratitilinn körfuknattleik kvenna
hefst í kvöld þegar Haukar taka á
móti Val. Þessi lið hafa mæst fjórum
sinnum í vetur og hafa Haukar unnið
þrjá leiki og Valur einn. Benedikt
Guðmundsson, körfuknattleiks-
sérfræðingur Morgunblaðsins, rýnir í
kristalskúlu sína og veltir mögu-
leikum liðanna fyrir sér. »4
Slagurinn um Íslands-
bikarinn er að hefjast
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Foreldraráð Hafnarfjarðar óskar
árlega eftir tilnefningum og veitir
þeim sem þær hljóta hvatningar-
verðlaun. Viðurkenningu fyrir að
hafa stuðlað að auknu foreldra-
samstarfi milli heimilis og skóla og
óeigingjarnt starf í þágu grunn-
skólabarna hlaut Sigurborg Geirdal
Ægisdóttir grunnskólakennari. Hún
kennir á miðstigi í Öldutúnsskóla,
núna 5. bekk, allar bóklegar greinar.
Sigurborg fékk tilnefningu for-
eldra fyrir að vera góður kennari en
einnig fyrir að hafa tekist að leysa úr
erfiðum málum.
„Ég legg mig fram faglega við að
vera góður kennari og hugsa vel um
krakkana mína,“ segir Sigurborg að-
spurð hvers vegna hún telji að hún
hafi verið tilnefnd. „Samvinna á milli
mín og foreldranna við að sinna
bekknum hefur gengið vel og ég
held að foreldrarnir séu ánægðir.
Þetta snýst allt um að krökkunum
líði vel,“ segir Sigurborg sem leggur
jafnframt áherslu á fagleg vinnu-
brögð, að fara eftir aðalnámskrá,
gott skipulag og undirbúning.
Samvinna með foreldrum
„Það þarf að reyna að ná til
barnanna á þeirra forsendum en þau
eru eins mismunandi og þau eru
mörg,“ segir Sigurborg. Hún segist
vera í miklum samskiptum við for-
eldrana og að árgangurinn sé með
Facebook-síðu þar sem séu sam-
skipti við foreldra, í gegnum
tölvupóst og vinnubækur og
hróspóstar séu sendir ásamt
póstum um það sem betur
má fara.
Hún segist leggja
áherslu á að foreldr-
arnir hafi frum-
kvæði að því að
hafa samband,
hún kveðst dugleg
við að hafa samband við þá. For-
eldrasamstarfið hafi því gengið vel.
„Ég er með börnin þeirra stóran
hluta úr deginum og vil vinna með
foreldrunum að því að krökkunum
líði vel, þá geta þau lært, en góð
samvinna er lykilatriði.“
Til að nálgast börnin á þeirra for-
sendum segir Sigurborg mjög mikil-
vægt að sýna hverjum og einum
nemanda einlægan áhuga.
„Börn finna um leið ef maður hef-
ur ekki einlægan áhuga á þeim sem
manneskjum. En sýni maður hann
er auðveldara að mæta þörfum
barnanna í náminu. Maður verður
bara að taka hverjum og einum eins
og hann er og finna styrkleika og
kosti hvers og eins. Það er aldrei
hægt að ætlast til þess sama af öll-
um.“
Einlægur áhugi skiptir máli
Kennari í Öldu-
túnsskóla hlýtur
viðurkenningu
Morgunblaðið/Valli
Í Öldutúnsskóla Sigurborg með nemendum sínum í kennslustofu prýddri orðunum „virðing, virkni, vellíðan“.
Sigurborg Geirdal Ægisdóttir hef-
ur kennt í Öldutúnsskóla í nær
13 ár. „Ég hef alltaf kennt hér,
þetta er dásamlegur skóli,“
segir Sigurborg. Kennarar
þar njóti mikils faglegs
trausts og frelsis við að
útfæra kennsluna.
„Það er svo margt
nýtt framundan, spjald-
tölvuvæðing sem breyt-
ir kennsluháttum og
-áherslum alveg töluvert, hver nem-
andi verður kominn með sitt tæki til
að vinna á. Minn árgangur fær
spjaldtölvur í haust, með aðgang að
netinu og gagnvirkri vinnu. Ég er á
fullu að undirbúa það, sækja nám-
skeið, t.d. í Google classroom. Að-
spurð segist hún harðákveðin í að
halda áfram að kenna. „Það er frá-
bært að vera kennari og forréttindi
að fá að eyða vinnudeginum með
svona skemmtilegum krökkum.“
Hefur kennt í á þrettánda ár
FORRÉTTINDI AÐ EYÐA VINNUDEGI MEÐ KRÖKKUNUM
Sigurborg Geirdal
Ægisdóttir