Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Blaðsíða 8
Í PRÓFÍL
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.4. 2018
LEROY SANÉ minnir á köflum meira á svigmann en knattspyrnumann. Það
eru ekki bara mjaðmahreyfingarnar, sem sjálfur Elvis hefði öfundað hann af,
heldur er hraðinn slíkur að það er engu líkara en að kappinn sé á leið niður
brekku þegar hann rennir sér framhjá höggdofa varnarmönnunum sem á
sama tíma líta út eins og þeir séu að rogast upp þessa sömu brekku – á inni-
skónum. Það er á mörkunum að þessi leikur geti talist sanngjarn í dag, þegar
Sané er aðeins nýorðinn 22 ára, hvernig verður það eftir þrjú til fimm ár,
þegar flestir sparkendur toppa í grein sinni?
Eftir prýðilegt fyrsta tímabil hjá Manchester City í fyrra hefur Sané held-
ur betur sprungið út í vetur; verið einn jafnbesti leikmaðurinn í gríðarlega
sterku liði sem tekið hefur ensku úrvalsdeildina kverkataki. Yfirburðir topp-
liðsins hafa ekki verið eins miklir í manna minnum og dagskránni í reynd lok-
ið strax um áramót.
Samkeppni um sæti í liði City er hörð en Sané
hefur látið sér fátt um finnast, komið við sögu í 26 af
31 leik City á leiktíðinni, og oft og tíðum haldið eldri
og reyndari mönnum fyrir utan liðið. Þvert á móti
má raunar segja að samkeppnin hafi hert hann upp
og gert hann ennþá betri. Þannig virkar það yf-
irleitt þegar leikmenn búa að gæðum og þjálfarinn
kann með mannskap sinn að fara.
Það er ekki bara unun að horfa á Sané á velli;
hann er ekki síður skilvirkur. Kominn með átta
mörk í deildinni og fjögur að auki í öðrum mótum,
auk þess sem hann hefur átt næstflestar stoðsend-
ingar allra leikmanna í deildinni, 11 talsins. Kemur
þar á hæla félaga sínum Kevin De Bruyne sem lagt
hefur upp 15 mörk. Metið er orðið fimmtán ára
gamalt, Thierry Henry, leikmaður Arsenal, átti 20
stoðsendingar veturinn 2002-03. De Bruyne og
Sané gætu, eins og City-liðið spilar, gert atlögu að
því í vor. Nú eða á næsta ári – eða því þarnæsta.
Framtíðin er sannarlega björt hjá hinum unga
Þjóðverja og engin ástæða til að ætla annað en að
hann eigi eftir að bæta sig enn frekar er fram líða
stundir. Það eru ekki hughreystandi tíðindi fyrir
varnarmenn úrvals- og Meistaradeildarinnar. Né
heldur andstæðinga þýska landsliðsins. orri@mbl.is
Á RÉTTUM STAÐ Leroy Sané kom til Manchester
City frá Schalke 04 sumarið 2016 en hann skoraði
13 mörk í 57 leikjum fyrir þýska félagið. Kaupverðið
var 37 milljónir punda, sæmilegasta upphæð fyrir
tvítugan pilt, en hrein skiptimynt í dag. Hann átti á
köflum í erfiðleikum með andardrátt á síðasta
tímabili vegna þrengsla í nefi og notaði sumarið til
að gangast undir aðgerð, þar sem öndunarvegurinn
var opnaður upp á gátt. Í nýlegu viðtali við Sky-
sjónvarpsstöðina ber Sané lof á knattspyrnustjóra
sinn, Pep Guardiola, sem hann segir óragan við að
gagnrýna leikmenn sína, halda þeim við efnið og
þrýsta þeim upp á hærra plan. Hann kveðst líka
vera lánsamur að vera hluti af svo sterku liði og
nefnir Kevin De Bruyne sérstaklega. Sané segir
ensku úrvalsdeildina mun hraðari, jafnari og harð-
ari en Búndeslíguna og að fyrirmyndir sínar á velli
séu Lionel Messi og einkum Ronaldinho. „Hann
naut þess svo að spila fótbolta að álagið náði aldrei
til hans.“
Sané lítur mest upp til Lionels Messis og Ronaldinhos en
þeir voru um skeið samherjar hjá Barcelona á Spáni.
AFP
Ronaldinho helsta
fyrirmyndin á velli
FJÖLSKYLDA Foreldrar
Leroys Sanés eru senegalski
knattspyrnumaðurinn Souley-
mane Sané og þýska fimleika-
drottningin Regina Weber sem
vann meðal annars brons-
verðlaun á Ólympíuleikunum í
Los Angeles 1984. Hann á tvo
bræður sem einnig hafa leikið
knattspyrnu. Sá eldri, Kim, hef-
ur raunar lagt skóna á hilluna
en sá yngri, Sidi, sem er fjórtán
ára, er í unglingaliði Schalke
04. Leroy heitir í höfuðið á
Claude Le Roy sem þjálfaði
föður hans meðan hann lék
með landsliði Senegal.
Sportelsk
fjölskylda
Leroy Sané ásamt foreldrum sínum og bræðrum. Frá vinstri Sidi Sané, Regina
Weber, Leroy Sané, Souleymane Sané og Kim Sané.
LANDSLIÐ Leroy Sané var
gjaldgengur í þrjú landslið; Þýska-
land, þaðan sem móðir hans er
og þar sem hann fæddist sjálfur,
Senegal, þar sem faðir hans
fæddist, og Frakkland, þar sem
faðir hans ólst upp og hefur rík-
isfang. Þar sem drengurinn
ólst upp í fyrstnefnda landinu
og fékk sína sparkmenntun þar
var hann aldrei í vafa; Þýskaland
skyldi það vera. Hann lék sinn
fyrsta landsleik árið 2015 og á
núna níu leiki að baki en hef-
ur ekki ennþá skorað mark.
Minnstu munaði að Sou-
leymane veldi Frakkland
á sínum tíma, þar sem
hann ólst upp, en faðir
hans og fyrrnefndur
Claude Le Roy töldu
hann á að leika fyrir
hönd föðurlands-
ins, Senegal.
Sané í þýska
landsliðsbúningnum.
Valdi þýska
landsliðið
Stenmark
grasbalans
Leroy Sané
reiðubúinn að
gera árás.
AFP
Leroy Sané hristir af
sér Danny Welbeck,
leikmann Arsenal, í leik
liðanna fyrr í vetur.
AFP
’Sané hefur heldur betur sprungið útí vetur; verið einn jafnbesti leikmað-urinn í gríðarlega sterku liði sem tekiðhefur ensku úrvalsdeildina kverkataki.
Sané gæti líklega ekki verið í
betri höndum en hjá Pep Guardiola.
Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is
ELDSTÆÐI
39.900 kr.
OLÍULUKT
4.600 kr.
STÓLL
4.900 kr.
BORÐ
8.900 kr.
TASKA FYRIR
NESTIÐ
3.900 kr.
Njótið
útiverunnar