Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Qupperneq 10
Má skila gjöfum? Má gefa þær áfram? Hver kannast ekki við að hafa fengið gjöf semmanni líkar ekki. Það getur verið vandræðalegt– en þegar fólk hefur gefið öðrum þá er þiggj- andinn nýr eigandi og er í raun í sjálfsvald sett hvað hann gerir við glaðninginn. Dæmi um þetta er þegar fólk fær tvö eintök af sömu bókinni, skilar öðru eintakinu (eða báð- um). Sumu er ekki hægt að skila en það er stundum hægt að gefa áfram, þó slíkt sé aldrei fyrsti kostur. Auðvitað tökum við tillit til gefandans og reynum eins og hægt er að móðga engan, a.m.k. ekki viljandi. Hvað skal gera? Albert Eiríksson albert.eiriksson@gmail.com 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.4. 2018 VETTVANGUR Fjármálaáætlun ríkisstjórn-arinnar fyrir árin 2019-2023var kynnt í vikunni. Hún end- urspeglar sterka stöðu. Staða rík- issjóðs hefur ekki verið traustari um árabil, landsframleiðsla hefur aldrei verið meiri og markmið um lækkun skulda eru á undan áætlun. Allt þetta skapar sterkan grund- völl undir kröftuga sókn. Og sóknin birtist skýrt og greinilega í fjár- málaáætluninni. Hún felur í sér skyn- samlega ráðstöfun á svigrúminu sem sterk staða gefur okkur til að efla inn- viði Íslands, bæði efnislega og fé- lagslega. Sókn á flestum sviðum Fjárfestingar í innviðum verða stór- auknar strax á næsta ári og halda svo áfram að aukast þar til þær ná há- marki árið 2021. Alls munu innviða- fjárfestingar nema 338 milljörðum á næstu fimm árum. (Og rétt tæplega 400 milljörðum ef yfirstandandi ár er meðtalið.) Þar af munu 124 milljarðar eða rúmur þriðjungur fara í samgöngur og fjarskipti, enda öllum ljóst að brýnt er að hraða framkvæmdum í vegamálum og öðrum samgöngu- innviðum, þar sem risavaxið verkefni bíður okkar. Framlög til samgöngu- framkvæmda munu á næsta ári hækka sjöunda árið í röð. Sé horft á næstu þrjú ár nema þau 75 millj- örðum, eða 25 milljörðum á ári. Ljóst er að þörfin er enn meiri og sam- gönguráðherra hefur réttilega opnað á þann möguleika að ganga lengra og þá með einhvers konar gjaldaleið. Framlög til heilbrigðismála hækka um 19% á tímabilinu á föstu verðlagi. Mestu skiptir auðvitað að þjónustan eflist og þar getur fleira skipt máli en bara framlögin. Útgjöld til málefna aldraðra og ör- yrkja, sem voru um 80 milljarðar árið 2012 á verðlagi yfirstandandi árs, verða árið 2023 orðin 160 milljarðar á sama verðlagi. Þetta er tvöföldun að raunvirði á áratug. Umhverfismál fá einnig drjúgan skerf og framlög til þeirra hækka um ríflega þriðjung yfir tímabilið sam- anborið við árið 2017. Þar munar mik- ið um stórfellda uppbyggingu á ferða- mannastöðum og stuðning við aukna landvörslu, auk áherslu á loftslags- mál. Löggæsla verður styrkt og áhersla meðal annars lögð á rannsókn og meðferð kynferðisbrotamála, efl- ingu landamæravörslu og aukna lög- gæslu, m.a. vegna fjölgunar ferða- manna. Framlög á hvern nemanda á fram- halds- og háskólastigi hækka. Fæð- ingarorlof verður lengt og hámarks- fjárhæðir hækkaðar. Greiðsluþátttaka sjúklinga verður minnkuð. Framlög til þróunar- aðstoðar verða aukin. Stuðningur við rannsóknar- og þróunarstarf fyr- irtækja verður aukinn til að bæta starfsumhverfi framsækinna þekk- ingarfyrirtækja; það skiptir sköpum fyrir okkur sem samfélag. Rétt er að leggja áherslu á að allt ofangreint kemur til viðbótar við aukningu á framlögum til samgöngu- framkvæmda, helstu velferð- armálaflokka og menntamála, sem þessi ríkisstjórn stóð fyrir í fjárlögum yfirstandandi árs. Fjárlög 2018 sam- anborið við 2017 fólu þannig í sér 8,7% raunaukningu til heilbrigð- ismála á milli ára, 6,3% aukningu til félags-, húsnæðis- og tryggingamála og 4,8% aukningu til mennta- og menningarmála. Skattalækkanir: vatnaskil Það er gleðilegt að samhliða sókn á fjölmörgum sviðum verða skattar lækkaðir svo um munar. Neðra þrep tekjuskatts einstaklinga lækkar um eitt prósentustig, sem þýðir í raun 1% launahækkun á öll laun sem tilheyra neðra skattþrepi. Tryggingagjald verður lækkað strax á næsta ári. Ýmsar fleiri skattkerfisbreytingar eru boðaðar en heildarniðurstaðan er myndarleg skattalækkun. Raunar felur þetta í sér vatnaskil. Samkvæmt spá um skatttekjur ríkis- sjóðs gera þessar breytingar nefni- lega að verkum að skatttekjur sem hlutfall af vergri landsframleiðslu munu lækka á næsta ári. Undanfarin átta ár hafa þær alltaf nema einu sinni hækkað, þrátt fyrir lækkun ým- issa skatta og gjalda, sem sýnir að þær lækkanir hafa undanfarin ár ekki náð að halda í við kerfislega inn- byggðar hækkanir vegna meiri vel- megunar og hærri launa. Skatttekjur hafa því hækkað sem hlutfall af lands- framleiðslu þrjú ár í röð, en með þess- ari fjármálaáætlun er snúið af þeirri braut, sem er gleðiefni. Forsenda árangurs Eins og hér hefur verið rakið munu ótal verkefni og málaflokkar njóta góðs af því á næstu árum hve okkur hefur tekist að skapa sterkan grund- völl fyrir kröftuga uppbyggingu. En öll sú viðleitni stendur og fellur með því að okkur takist að viðhalda góðri stöðu efnahagsmála, auka verðmæta- sköpun og koma í veg fyrir að óvenju- lega mikil kaupmáttaraukning lands- manna á undanförnum misserum verði verðbólgu að bráð. Þegar öllu er á botninn hvolft eru það brýnustu verkefnin. Sýnt á spilin: sterkara samfélag ’Stuðningur við rann-sóknar- og þróunar-starf fyrirtækja verðuraukinn til að bæta starfs- umhverfi framsækinna þekkingarfyrirtækja. Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is Það má velta því fyrir sér hvort hin full- komna gjöf sé til, þó svo að oft takist sem betur fer vel til. Öll lendum við einhvern tímann í vandræðum þegar kemur að því að finna „réttu“ gjafirnar. Ef maður er í vandræðum eru gjafir sem eyðast fyrirtaks kostur. Þær henta vel fólki „sem á allt“ og í raun öllum. Gjafabréf, mat- artengdar gjafir, fót- og handsnyrting, kerti, leikhús- eða tónleikamiðar henta mjög vel við öll tækifæri. Hvað á maður þá að drífa upp? Það er vel þekkt að brúðhjón birti gjafalista, eða láti vita af gjafa- lista í ákveðnum verslunum, óski eftir peningum eða öðru. Slíkt fyrirkomulag hjálpar mörgum en sumum finnst eins og fólk sé að fara fram á að fá gjafir. Við gleðjumst með fólki sem stendur okkur nærri á merkum tímamótum með gjöfum, blómum eða öðru, jafn- vel þó við komumst ekki í veisluna. Gjafalistar Stundum er engu líkara en skotleyfi séu gefin á jólagjafir fyrirtækja til starfsfólks. Slíkt er ekki til fyrirmyndar. Það getur verið snúið að finna gjafir sem öllum líkar og næstum því ógjörningur ef um fjölmennan vinnustað er að ræða. Árlegar kvartanir yfir fyrtækjajólagjöfum geta endað með því að fyrirtækið hætti að senda gjafir til starfsfólks. Jólagjafir fyrirtækja Það getur verið frekar óheppi- legt í stórum afmælum, ferm- ingar- eða giftingarveislum að gjafirnar séu teknar upp á með- an veislan stendur yfir, gjöfum lyft upp og tilkynnt hátt og snjallt frá hverjum þær eru. Samanburðurinn getur verið óþægilegur fyrir suma og stundum til lítillar gleði. Það er góður sið- ur að taka gjafir upp, að lokinni veislu eða viðburði, þegar gestir eru farnir til síns heima. Hér áður fyrr var til siðs að senda þakkarbréf og þakka fyrir hverja gjöf fyrir sig. Sá siður fyrirfinnst ennþá, þó sjaldgæfur sé orðinn. Nú til dags notast flestir við samfélagsmiðla til að þakka fyrir sig. Margir taka með sér blóm eða einhverja litla gjöf þegar þeim er boðið í kvöldverð hjá vinum. Ef blóm eru gefin, væri betra að senda þau á undan sér, sér- staklega ef um mjög formlegan kvöldverð er að ræða, þannig að gestgjafinn hafi tæki- færi til að koma þeim fyrir í vasa áður en gestirnir koma. Öll erum við dálítið forvitin Það er gefandi að samgleðjast og falleg hefð að gefa gjafir: jólagjafir, fermingargjafir, af- mælisgjafir, tækifærisgjafir og brúðkaups- gjafir. Listaverk, styttur, myndir í ramma eða annað slíkt sem haft er fyrir augum fólks ætti að forðast eins og hægt er – nema gjöfin sé valin með aðstoð þess sem hana á að fá, maka eða nánustu ættingja. Vandi að velja Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Svansvottuð betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig Almött veggjamálning Dýpri litir - dásamleg áferð ColourFutures2018 Cobalt Night

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.