Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Side 12
VETTVANGUR
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.4. 2018
10 - 12 milljarðar í lúxus
Ætla má að ferðamenn sem koma í lúx-
usferðir til Íslands hafi lagt a.m.k. 10-12
milljarða kr. til efnahagslífsins í fyrra.
Talið er að 10-12 þúsund slíkir ferða-
menn hafi komið og að meðaltali eyði
þeir einni milljón kr. í fimm daga ferð.
Hefðbundinn ferðamaður er talinn verja
240 þúsund kr. í sjö daga ferð.
Dauðans alvara
Erlendur ferðamaður lét lífið í um-
ferðarslysi skammt austan Víkur í
Mýrdal um miðja viku. Í byrjun vik-
unnar slösuðust fjórtán manns í
tveimur umferðarslysum. Annað
varð í nágrenni Blönduóss en hitt á
Grindavíkurvegi. Í báðum tilfellum
var öðrum bílnum ekið á röngum
vegarhelmingi.
Milljarðar í húfi
Jóhann Helgason ætlar að stefna útgáfunni
Universal Music, norska lagahöfundinum Rolf
Løvland og fleirum fyrir hugverkastuld í lag-
inu You Raise Me up. Segir hann að um sé að
ræða augljósan þjófnað á dægurperlunni Sökn-
uði sem Jóhann samdi og kom út á plötu 1977.
Kröfur munu hlaupa á milljörðum.
VIKAN SEM LEIÐ
Það er erfitt að kaupa fyrstu íbúðina sína. Égvorkenni þeim sem standa í þeim sporum. Enþað hefur alltaf verið erfitt og verður örugg-
lega alltaf erfitt. Þetta er venjulega stærsta fjárfest-
ingin í lífi fólks. Samt er eins og núna sé það sér-
staklega erfitt. Íbúðir virðast vera færri og meiri
samkeppni um hverja sem kemur á sölu. Þær hækka
endalaust og vextirnir eru ömurlegir og útlending-
arnir eru svo margir. Þetta er allt eitthvað svo glat-
að.
Miðað við allar þessar sögur er eins og ég hafi
bara keypt fyrstu íbúðina mína eins og þegar maður
kippir með rakvélarblöðum við kassann í Krónunni.
Ekkert mál. En ég get alveg lofað því að það var
ekki þannig. Það var mikil vinna og mikið vesen.
Þess vegna fer aðeins í taugarnar á mér þegar látið
er eins og þetta hafi bara ekki verið neitt mál fyrr en
þessi kynslóð mætti á svæðið.
Ég sá unga konu á Twitter kvarta daga eftir dag
um að hún gæti örugglega aldrei keypt sér íbúð. Hún
væri að vísu enn í námi og þetta var allt eitthvað svo
glatað. En svo gladdist hún því hún var komin með
miða á tónlistarhátíðir í Danmörku og Englandi.
Nú er ég enginn sérfræðingur í fjármögnun fast-
eigna en ég veit að ef maður skellir sér á tvær tón-
listarhátíðir í útlöndum þá gerir það ekki mjög mikið
fyrir sparnaðinn. Eiginlega bara ekki neitt.
Ég get líka fullyrt það að enginn af minni kynslóð
hefði látið sér detta það í hug að kaupa sér íbúð með
námi. Í það minnsta ekki með eigin peningum.
Hefst nú miðaldra kaflinn í þessum pistli: Þegar ég
keypti mína fyrstu íbúð fór ég ekki til útlanda í
nokkur ár. Ég fór ekki út að borða og ég sparaði
hverja krónu sem ég komst yfir. Það var það sem
þurfti til að ná að hífa sig upp í greiðslumatið, sem
sumir láta eins og sé glæný uppfinning. Ég vann alla
yfirtíð sem bauðst, enda á þeim tíma þegar ekki var
búið að finna upp hugtakið að lifa af dagvinnu. Ef
það hefðu verið samfélagsmiðlar í boði hefði ég
örugglega röflað yfir þessu dagana langa. Það hefðu
foreldrar mínir gert líka og örugglega amma og afi
líka.
Það hefur nefnilega alltaf verið erfitt að kaupa sér
íbúð. Nema kannski rétt fyrir hrun þegar bankarnir
hentu peningum í fólk. En svo var reyndar mjög erf-
itt að halda íbúðum, en það er önnur saga.
Auðvitað væri meiriháttar ef það væri ekkert mál
að kaupa sér íbúð og allir gætu það. En það er ekki
að fara að gerast. Aldrei. Ég komst nefnilega að því í
vikunni þegar ég talaði við hagfræðing og ætlaði nú
aldeilis að láta hann segja mér að ástandið hefði aldr-
ei verið verra. Það tókst ekki. Hann yppti bara öxl-
um og sagði að þetta hefði alltaf verið eins og myndi
sennilega ekki breytast á næstunni. Munurinn er
kannski helst sá að það er kominn vettvangur til að
segja hvað okkur finnst um það, og reyndar allt ann-
að sem nauðsynlega þarf að laga. Strax.
Hver sagði að þetta
væri auðvelt?
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Á meðan ég man
’Það hefur nefnilega alltaf verið erfitt að kaupa sér íbúð. Nema kannskirétt fyrir hrun þegar bankarnir hentu peningum í fólk. En svo varreyndar mjög erfitt að halda íbúðum, en það er önnur saga.
UMMÆLI VIKUNNAR
Við veltum því fyrir okkur hvort það
sé góð læknisfræði að meðhöndla 5-
10 ára börn með þunglyndislyfjum
Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá Landlækni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sextán ára sló í gegn
Ungt lið Íslands tapaði 31:29 gegn Noregi á æf-
ingamóti ytra, í fyrsta leik Guðmundar Guðmunds-
sonar þjálfara. Mesta athygli vakti Selfyssing-
urinn Haukur Þrastarson sem er aðeins 16
ára og einn fimm nýliða í leiknum. Hann
lék í 15 mín., gerði þrjú mörk og átti
eina stoðsendingu.
Gífurlegt tjón
Stórbruni varð í Miðhrauni 4 í
Garðabæ að morgni fimmtudags. Í
húsinu voru verslun Icewear, skrif-
stofur Marels og vörugeymslur sem
leigðar eru almenningi. Ljóst er að
margir hafa misst mikil verðmæti.
SÍGILDIR SUNNUDAGAR
Fyrsta flokks
kammertónlist
Sígildir sunnudagar eru klassísk
tónleikaröð þar sem boðið er upp
á fjölbreytt úrval kammertónleika.
Sunnudaga
kl. 17:00 í Hörpu
/////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
Atvinna