Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Síða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Síða 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.4. 2018 Þ að kemur ekki á óvart að Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skuli hafa verið nýkominn frá París þegar blaðamaður hitti hann strax eftir páska. Blaðamaður tók fyrst eftir honum vegna facebooksíðu sem hann heldur úti sem heitir Ævintýri Rúnars. Þar segir hann frá ferðalögum sínum víða um heim og öðru sem liggur honum á hjarta. Þar eru aðgengismál ofarlega á baugi en Rúnar er for- maður NPA-miðstöðvarinnar, formaður mál- efnahóps ÖBÍ um sjálfstætt líf, formaður Pí- rata í Reykjavík og stjórnarmaður í Öryrkjabandalagi Íslands og SEM. Rúnar lamaðist í slysi þegar hann var 21 árs en hann er nú 36 ára. Fatlað fólk gerir alls konar Hann segist hafa byrjað með Ævintýri Rúnars til að halda utan um ferðalögin sín. „Ég hugs- aði þetta eins og ljósmyndaalbúm þannig að ég hefði allar upplýsingarnar um ferðalögin á ein- um stað og svo þróaðist þetta út í að vera með einn bloggvettvang um allt sem ég er að gera,“ segir hann. Í fyrstu ætlaði hann aðeins að taka saman upplýsingar fyrir sjálfan sig en smám saman fjölgaði fylgjendunum, sem eru nú rétt rúmlega 1.500 talsins. „Í raun og veru er tilgangur síðunnar líka að sýna og normalísera fatlað fólk. Tilgangurinn upprunalega var að sýna að ég væri að gera ýmsa hluti og ég veit að fólk hefur gaman af því að fylgjast með mér. Ég hitti annað slagið fólk niðri í bæ sem heilsar mér og segist hafa gaman af að fylgjast með Ævintýrum Rúnars. Fólk hefur oft einhverja tengingu við málefnin á meðan aðrir hafa bara gaman af að fylgjast með. Aðaltilgangurinn er að sýna að fatlað fólk gerir alls konar. Ranghugmyndirnar eru kannski að hlutirnir séu ekki eins mikið vesen og þeir eru og líka að fólk veit varla af því að það sé til fatlað fólk. Fatlað fólk er ekki í sviðs- ljósinu. Það sem ég er líka að sýna er að litlir hlutir geta verið mikið vandamál en svo geta litlar lausnir verið rosalega stórar lausnir,“ segir Rúnar sem sá í Parísarferðinni skemmti- lega lausn á því hvernig fólk í hjólastól getur farið inn í verslanir sem eru með einu þrepi upp, eins og t.d. margar búðir á Laugaveg- inum. Þarna var að finna handhægan ramp á lömum sem kemur út eftir þörfum en er ann- ars innbyggður í þrepið. „Þetta fannst mér mjög áhugavert,“ segir hann og bendir á að þetta geti verið góð lausn hér á landi. Hann grínast með að þetta sé nokkuð sem standi kannski ekki almennt upp úr hjá fólki eftir Parísarferð en það eru hlutir sem þessir sem Rúnar kemur auga á. Eins rifj- ar hann upp Amsterdamferð þar sem allar búðir á ákveðnu svæði voru með eins álrampa og hverfið því allt aðgengilegt. Rúnar var nýlega staddur í Kaliforníu og birti mörg skemmtileg myndbönd frá því ferðalagi á síðunni sinni. M.a. er þar mynd- band frá bryggjunni í Venice með þeim orðum að þegar gert sé ráð fyrir því að fatlað fólk sé hluti af þjóðfélaginu, þá sé gert ráð fyrir því alls staðar. Þessi veiðibryggja ber því vitni. „Það voru örugglega 20 niðurfellingar á allri bryggjunni,“ segir hann en þessi svæði voru þá frátekin fyrir fólk í hjólastól til að veiða, með lægra handriði til að tryggja gott aðgengi og útsýni. Annað sem hann var ánægður með í Kali- forníu voru borð á skyndibitastöðum en þar var jafnan boðið upp á eitt lengra borð en venja er. „Ég gat keyrt undir borðið án þess að keyra á borðfótinn en vanalega kemst maður ekki auðveldlega undir þessi borð sem eru föst og oft lítil því fóturinn er fastur í miðjunni.“ Aðskilnaðarstefna í Hörpu Þarna er nefnilega gert ráð fyrir fötluðu fólki alls staðar. „Í Bandaríkjunum var þetta gert að reglu þegar „Americans with Disabilites Act“ var sett í lög árið 1990, að í öllu sem gert er þarf að hafa fatlað fólk í huga. Fatlað fólk 5- 10% af þjóðfélaginu. Ef þú ert að teikna hús eða búa til bílastæði eða verslun þarftu að hafa þennan hóp í huga líka. Fatlað fólk er hluti af þjóðfélaginu. Ef þú ætlast til þess að það sé það þarftu að gera ráð fyrir því alls staðar og alltaf. Það er það sem gleymist svolítið hérna,“ segir hann og rifjar upp vonbrigðin þegar hann fór í fyrsta sinn í Hörpu. Þar þarf fatlað fólk að fara inn í hliðarherbergi og upp í lyftu hálfan metra eða svo til að komast í Eldborg- arsalinn, útskýrir hann. „Af hverju voru tröpp- ur þarna? Af hverju var ekki gert ráð fyrir því að fatlað fólk færi inn með hinu fólkinu um að- alinnganginn í Eldborg? Ef ég er í för með hópi þarf ég að fara inn annars staðar en hinir. Þetta er skiljanlegt í húsi eins og Þjóðleikhús- inu, sem er gamalt, en í húsi sem er glænýtt er fráleitt að það skuli ríkja aðskilnaðarstefna. Þegar ég fór að skoða Hörpu í fyrsta skipti varð ég bara reiður. Þetta er svo mikið bras og vesen. Í stað þess að ég geti hlaupið fram í hléi og fengið mér bjór eða farið á klósettið fer ég ekki neitt út í hléi því það er svo mikið vesen. Þá verður líklegra að ég nenni ekki að fara þangað.“ Hann var hins vegar ánægður með strætis- vagnana í París. „Þar var rampur aftan í vagn- inum sem kom sjálfkrafa út. Bílstjórinn ýtir bara á takka hjá sér þegar hann sér að ég ætla með. Þetta er lítið vesen. Hérna eru rampar í flestöllum strætóum en þeir eru handvirkir og virka misvel. Það er í raun og veru ekki hlut- verk strætóbílstjórans að aðstoða þig með rampinn heldur þarftu að vera með aðstoðar- mann. En sumir strætóbílstjórar eru rosalega almennilegir og vilja gera þetta og segja jafn- vel að þetta sé þeirra starf því þeir vilji gera vel. En ef maður er með aðstoðarmann finnst mér það nú bara fljótlegra. Mér finnst ég vera meira fyrir ef strætóbílstjórinn þarf að fara úr sætinu sínu en þá er ég farinn að tefja aðra „Þetta er viss endurfæðing. Maður þarf að læra að fúnkera upp á nýtt og finna hvað maður vill gera og hefur áhuga á og líka hvað maður hefur getuna í að gera,“ segir Rúnar um tímann eftir slysið. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alltaf til í ævintýri Rúnar Björn Herrera Þorkelsson lamaðist í slysi þegar hann var 21 árs. Núna er hann virkur í ýmsum samtökum fatlaðs fólks og ferðast líka mikið. Hann líkir því við endurfæðingu að lenda í slysi sem þessu og segir það taka mörg ár að ná jafnvægi á ný. Hann hefur mörg góð ráð til systur sinnar, Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall úti á Spáni í janúar. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.