Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Síða 18
VIÐTAL
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.4. 2018
H
eyrðu, hérna er hjólið hans
Lárusar, þannig að hann er
örugglega heima,“ segir kona
nokkur sem býðst til að lóðsa
mig að lyftunni í blokkinni og
bendir á forláta rafskutlu sem stendur þar
álengdar. Á henni fer hinn 103 ára gamli verð-
andi viðmælandi minn ferða sinna, eftir að
hann lagði bílnum, fyrir þremur árum. Ég
held sem leið liggur upp á fjórðu hæð með
lyftunni og sambýliskona Lárusar, Kristín
Gísladóttir, tekur á móti mér frammi á gangi.
Vísar mér til stofu þar sem Lárus situr mak-
indalegur fyrir framan sjónvarpið. Hann
stendur á fætur og heilsar mér með þéttu
handabandi. „Hvað segistu aftur heita, góði?“
Orri Páll.
„Kristín, ætlarðu að hjálpa mér að muna
það?“
„Já,“ svarar sambýliskonan og slekkur á
sjónvarpinu.
Er líður á viðtalið kemur í ljós að ekki þarf
að hjálpa Lárusi að muna marga hluti. Hann
kann meira og minna skil á þessu öllu sjálfur
enda þótt hann trúi mér fyrir því að honum
þyki hann ekki alveg eins sprækur og þegar
hann var „bara“ 100 ára.
Lárus og Kristín eru bæði ekkjufólk en hafa
búið saman í að verða tvo áratugi. „Ég er orð-
in hundgömul líka, 92 ára,“ segir hún áður en
hún færir sig inn í eldhús og lætur okkur um
spjallið í stofunni.
Hlustar á sjónvarpið
– Horfirðu mikið á sjónvarp, Lárus?
„Nei, svo sem ekki. Sjónin byrjaði að svíkja
mig eftir að ég varð hundrað ára og nú sé ég
ekki til gagns á sjónvarpið lengur. En ég get
hlustað á það.“
– Hvenær manstu fyrst eftir þér?
„Ég man fyrst eftir mér árið 1918. Það var
kallað frostaveturinn mikli. Hefurðu heyrt tal-
að um hann?“
Heldur betur.
„Húnaflóinn var allur fullur af hafís, sér-
staklega Hrútafjörður og Miðfjörður. Frostið
var mest eftir áramótin og hélt áfram alveg
fram í mars. Ísinn dugði fram á vorið. Til allr-
ar hamingju hefur annað eins ekki átt sér stað
síðan.“
– Komu ísbirnir í heimsókn?
„Nei, ekki til okkar.“
– Hvar ólstu upp?
„Á Stóru-Hvalsá í Hrútafirði. Við vorum
fjórtán fædd systkinin og lifðum þrettán. Eitt
dó á fyrsta ári. Ég var þriðji elstur. Núna er-
um við bara þrjú á lífi. Mörg hver náðu háum
aldri en ég er sá eini sem hefur orðið hundrað
ára. Systir mín nær þeim áfanga í júní næst-
komandi, ef Guð lofar. Lífið í sveitinni var
ágætt í sjálfu sér, enda miklu fjölbreyttara í þá
daga. Við hjálpuðumst að og tókum hvert við
af öðru eftir því sem aldur og geta leyfðu.
Þetta voru góðir tímar og mikið fjör og gam-
anleikir hjá börnunum. Það voru ekki bara við
systkinin, fleiri börn voru á næstu bæjum.
Ekki var óalgengt að börnin væru fleiri en tíu
á bæjunum, sérstaklega þar sem var tvíbýli.
Núna eru flestir þessir bæir farnir í eyði en
einhver sumarhúsabyggð, meðal annars á
Stóru-Hvalsá. Það er góð laxveiðiá þarna og
laxinn togar í fólk.“
Fátækt var ekki fátækt
– Þið hafið haft til hnífs og skeiðar?
„Já, það voru ekki neinar áhyggjur. Þótt
það kallaðist fátækt var það í raun og veru
ekki fátækt. Hvernig getur fólk verið fátækt
þegar það er að ala upp börn, sinna skepn-
unum og er með sjóinn við höndina? Það var
fiskur í sjónum í Hrútafirði nánast allt árið; að
minnsta kosti fram að jólaföstu og svo kom
hann aftur með vorinu.“
– Hvenær fluttirðu að heiman?
„Þegar ég byrjaði að búa. Það var árið 1937.
Ekki kom annað til greina en að verða bóndi
og ég hóf búskap á bæ í sveitinni, Kolbeinsá.
Maður fór ungur að huga að alls konar hag-
ræði fyrir landbúnaðinn, svo sem að kynbæta
skepnur. Með búskapnum var ég vetrarpóstur
frá Stað í Hrútafirði að Hólmavík. Bar póstinn
út á hestum, frá tveimur og upp í fjóra. Það
var ekki alltaf auðvelt starf, maður lenti reglu-
lega í vondum veðrum og þurfti að nýta kraft-
ana til hins ýtrasta. Þá var ég um tíma for-
maður bæði hestamannafélagsins og
ungmennafélagsins í sveitinni. Eftir tuttugu
Lárus Sigfússon segir Ísland í dag ansi ólíkt og það var þegar hann
var að vaxa úr grasi. „Unga fólkið í dag skilur þetta auðvitað ekki
og trúir ekki að lífið hafi verið eins og það var,“ segir hann.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Eins og maður búi ekki
lengur í sama heimi
Hann er 103 ára síðan í febrúar og man fyrst eftir sér frostaveturinn mikla 1918. Svo kalt hefur honum ekki
orðið síðan. Sem betur fer. Lárus Sigfússon gerðist ungur bóndi í Hrútafirði en brá búi um fertugt vegna veik-
inda. Flutti þá suður og gerðist sölumaður og síðar leigu- og ráðherrabílstjóri áður en hann sneri sér aftur að
búskap. Hann hætti að keyra bíl 100 ára og fór síðast á hestbak ári síðar. Nú fer hann ferða sinna á rafskutlu,
að því gefnu að sambýliskonan vísi veginn. Sjón Lárusar er nefnilega farin að daprast.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is