Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Qupperneq 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Qupperneq 23
8.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Kannski kemur einhvern tíma að því að búfé verði flutt hingað til lands og þá höfum við þetta allt skráð í Bragðörkinni sem eitthvað hefðbundið íslenskt,“ segir Dominique. Sérstaða íslenska skyrsins Næsta skref er að fá vörurnar úr Bragðörk- inni skráðar í svokallað Slow Food Presidia sem er eins konar framleiðslusamfélag þar sem afurðir úr Bragðörkinni eru lífvænlegar á opnum markaði og smáframleiðendur nógu margir til að tryggja framtíð þeirra. Þar er varan skilgreind og stöðluð eftir hefðbundnum uppskriftum og samkvæmt hugmyndafræði Slow Food. Með því að fá vöruna á þetta stig fær hún sérmerkingu og er auglýst um allan heim. ,,Við erum kóngulóin sem reynir að byggja tengsla- og stuðningsnetið fyrir litlu framleiðendurna,“ segir Dominique en þar vís- ar hún í samtökin Slow Food sem setja regl- urnar og styðja við framleiðendur í ferlinu. Ís- lenska skyrið og geitin eru komin á þetta stig og eru nokkrir litlir framleiðendur að koma vöru sinni á framfæri eftir þessu fyr- irkomulagi hér á landi. „Íslenska skyrið eins og það var gert í gamla daga er alveg sérstök aðferð á heimsvísu og mikilvægt að hún deyi ekki út því hún er algjör undirstaða iðnaðar- skyrsins sem er verið að selja um allan heim,“ segir hún. Í skýrslu frá Matís frá árinu 2011 sem nefn- ist „Sérstaða hefðbundins skyrs“ kemur fram að iðnvæðing í framleiðslu skyrsins og mjólk- urafurða á árunum í kringum 1930 hafði þær afleiðingar að aðrar kröfur voru gerðar um framleiðslu og dreifingu þeirra. Smám saman lagðist heimaframleiðslan af og færðist í hend- ur afurðastöðva og sérhæfðra verslana og seinna stórmarkaða. Því sé mikilvægt að þekkja sérkenni afurð- arinnar og þær hefðir sem tengjast hinu sér- íslenska heimagerða skyri því þær séu hluti af menningararfi okkar. „Með verksmiðjufærslu skyrgerðarinnar komu fram kröfur um staðl- aðri vöru, aukna hagkvæmni og afköst. Þetta leiddi af sér breytingar á aðferðum við skyr- gerðina og þar með á skyrinu sjálfu. Á sama tíma og framleiðsla skyrs í mjólkurbúum hef- ur stóraukist hefur dregið úr skyrgerð heima- við og nú er svo komið að fáir gera skyr að staðaldri,“ segir í skýrslunni. Argan-trjám og úlfaldaosti bjargað „Að varðveita hefðbundnar afurðir og menn- ingararf flokkast ekki undir afturhaldssemi heldur eru þær merkilegar og skapa sér- stöðu,“ segir Dominique. Búið sé að þróa ákveðnar aðferðir í gegnum aldirnar og mikil- vægt að þær gangi áfram með okkur inn í framtíðina. Þær skapi sérstöðu hvers lands og megi því ekki deyja út. Til þess að útskýra betur það sem Slow Food-samtökin gera til að sporna gegn því að iðnaðarvæðingin drepi endanlega þessa fjöl- breytni tekur Dominique dæmi frá landinu Malí í Vestur-Afríku þar sem sérstakri fram- leiðslu var bjargað. Kvennasamfélagið hrundi þar í landi vegna þess eins að G-mjólk fór að fást í stórmörkuðum í landinu og fólk hætti að kaupa úlfaldamjólk sem konurnar seldu og byggðu afkomu sína á. En framleiðslan þeirra var einstök og það vissi Slow Food. Úlfaldaosturinn þeirra var einstakur á heimsvísu og var skráður í Bragð- örkina og samtökin hjálpuðu konunum þannig að þær gátu haldið áfram að framleiða ostinn. Á ákveðnu svæði í Suður-Marokkó vaxa ein- stök tré sem einungis eru til þar. Slow Food- samtökin komu að björgun þeirra ásamt Unesco fyrir nokkrum árum. Konurnar á svæðinu höfðu lengi unnið svokallaða Argan- olíu úr trjánum sem þær notuðu til matar- gerðar og í snyrtivörur en á þeim tíma var ol- ían aðeins þekkt á meðal þeirra. Þegar stór fyrirtæki komu á svæðið til að rækta tómata, banana og fleira í gróðurhúsum breyttist allt. Flestir karlmennirnir á svæðinu fóru að vinna hjá þeim því það gaf miklu meira af sér. Bændur voru með litlar ekrur í kringum trén en þær fóru í órækt vegna þess að þeir fengu vinnu í gróðurhúsunum. Þá gekk sandurinn frá eyðimörkinni óhindraður að trjánum og vistkerfið á svæðinu breyttist mikið. Konurnar sem eftir voru náðu ekki eins auðveldlega í hneturnar af trjánum til að vinna úr þeim olíu- na. Vinnsla Argan-olíunnar minnkaði því mikið og konurnar unnu aðeins olíu til eigin nota næstu 20 árin. Svo kom Unesco til bjargar og svæðið fékk viðurkenningu sem einstakt vist- kerfi (Biosphére), sem sé að hverfa, og í kjöl- farið kemur Slow Food inn í þetta líka. Gerðar voru prófanir á olíunni og hún sýndi marga góða eiginleika eins og margir þekkja í dag því olían fæst nú um allan heim. Eftir þetta átak mynduðust sterk kvennasamvinnufélög á svæðinu. Verðmæti Argan-olíunnar urðu við- urkennd á heimsvísu, vistkerfinu var bjargað og verðmætasköpun varð að mestu eftir á staðnum. Slow Food- samtökin standa fyrir hátíð annað hvert ár í borginni Tóríno á Ítalíu. Mörg þúsund manns koma á hátíðina þar sem hægt er að sækja fyrirlestra og kynningar sem tengjast hugmyndafræði sam- takanna og einnig rís upp heilmikið matarsamfélag á svæðinu frá mörgum þjóðum sem stendur yfir í nokkra daga. Getti Images/iStockphoto ’ Slow Food- samtökin viljafyrst og fremst stuðla að þvíað góður og næringarríkur matursé til staðar fyrir alla. Hann ætti að vera hreinn og ómengaður og viðskiptin með hann sanngjörn. Greinin er unnin sem hluti af skólaverkefni höfundar í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. landi fyrir um 50 árum síðan en þá var stofn- inn einungis rúmlega 100 dýr en sé nú kominn upp fyrir 1000. „Það sem mikilvægt er fyrir framtíðina er að varðveita fjölbreytileikann. Við eigum dýr sem þola kulda, Afríkubúar eiga dýr sem þola þurrk og hita. Allt skiptir þetta máli þegar til lengri tíma er litið. Ís- lensk matvæli eru með þeim allra hreinustu og bestu í heiminum, af þeirri einföldu ástæðu að við notum lítið af efnum og mengunin er lít- il. Hráefnið er bara svo gott hér landi, en við flytjum samt gríðarlega mikið inn af matvöru. Við þurfum að gæta þess að fórna ekki fæðu- og matvælaöryggi þjóðarinnar fyrir skamm- tímahagsmuni. Á Íslandi er minna af sjúk- dómum í plöntum og dýrum en almennt gerist og við erum með gömul og góð búfjárkyn í landinu sem hafa mikið alþjóðlegt vernd- argildi. Þar höfum við vissulega Slow Food samtökin með okkur,“ segir Ólafur. Skráning í Bragðörkina Bragðörkin (Ark of Taste) er gagnabanki Slow Food þar sem skráðar eru afurðir sem hafa menningarlegt gildi fyrir samfélög og eiga á hættu að deyja út. Um 10 þúsund matvæli eru skráð í Bragðörkina frá öllum heimsálfum. Hér á Íslandi hafa verið skráðar 15 tegundir í Bragðörkina þær eru íslenskt sauðfé, mjólkur- kýr, geitur, landnámshænur, hjallaverkaður harðfiskur, bæði ýsa og þorskur, sólþurrkaður saltfiskur, hangikjöt, hveraverkað salt, rúllu- pylsa, magáll, söl, kæstur hárkarl, lúra og ís- lenska skyrið. Að sögn Dominique Plédel Jónsson, formanns samtakanna Slow Food á Íslandi, eru mjög strangar kröfur gerðar til að fá afurðirnar skráðar í Bragðörkina. En með því að fá skráninguna er kominn ákveðinn stimpill á þær. „Nú er til dæmis komin lýsing á því hvernig hefðbundið íslenskt hangikjöt er verkað og hefðbundið íslenskt skyr búið til.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.