Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.4. 2018
Þ
ýskir dómstólar brugðust ekki í máli
Puigdemont, leiðtoga sjálfstæð-
issinna í Katalóníu og áður forseta
þings héraðsins. Ekki enn að
minnsta kosti.
Ekki gert hreint fyrir dyrum
Það var þó óþarfi að halda þessum landflóttamanni í
fangelsi í Þýskalandi, eins og gert var, þar til úr-
skurðurinn féll. Frá því að hann flúði heimaslóðir hef-
ur hann aldrei verið með feluleik um sinn verustað.
Og það var líka lakara að dómstóllinn skyldi setja
farbann á Puigdemont og gera honum að greiða háa
tryggingu áður en rimlunum yrði lokið upp.
Farbannið er sett með vísun í sýndarásökun yfir-
valda í Madrid. Sá málatilbúningur gengur út á það,
að þar sem þjóðaratkvæði um sjálfstæði teljist land-
ráð í skilningi stjórnarskrár þá hafi ekki mátt veita
opinberu fé til að undirbúa atkvæðagreiðslu, auglýsa
hana eða prenta kjörgögn. Puigdemont hafi því gerst
sekur um misnotkun á opinberu fé. Þessa sérstöku
kröfu sagðist dómstóllinn þurfa að fara yfir síðar. Það
er hreinn skrípaleikur.
Þýski dómstóllinn hefur úrskurðað að framsal hins
meinta sakamanns gangi ekki upp gagnvart land-
ráðakröfunni. Kröfu, sem Spánarstjórn segir að geti
leitt til þess að honum verði gert að dúsa í fangelsi í
aldarfjórðung. Slík refsiákvæði finnast ekki í þýskum
lögum, sagði dómstóllinn.
En með því að skipta málinu upp með þessum hætti
gefur hann til kynna að ekki sé útilokað að framselja
megi Puigdemont til Spánar á grundvelli þess að
hann hafi misfarið með fé. Því í þýskum refsilögum
eru auðvitað mörg ákvæði um afleiðingar þess að
misfara með fé, ekki síst opinbert fé.
Nú blasir við að verði Puigdemont framseldur
vegna fjármálamisferlis, sem þannig er hannað, þá
mun stjórnin á Spáni ekki vera bundin af hjali þýsks
dómstóls um fyrri hluta kröfunnar.
Hæstiréttur Spánar hefur þegar látið handsama
fjölda manns sakaðs um landráð og tekið það sér-
staklega fram að það sé vegna þeirra þungu ásakana
sem verði að halda mönnunum ótímabundið á bak við
lás og slá. Spánarstjórn hefur að vísu sagt að hún
virði niðurstöðu þýska dómstólsins. Það er einungis
formlegur frasi þegar menn geta ekkert í því máli
gert.
Engin vettlingatök
Á síðustu mánuðum hafa allir helstu ráðamenn Spán-
ar, þar með talinn sjálfur konungur landsins, lýst því
yfir margsinnis að ákvæði stjórnarskrárinnar séu
skýr og þau hafi verið brotin. Við það var ekki látið
sitja heldur málinu fylgt eftir af ótrúlegri hörku.
Fyrst voru 800 herlögreglumenn sendir með leynd til
Katalóníu og gefin fyrirmæli um að beita óvænt mik-
illi hörku gagnvart almenningi sem var á leið á kjör-
stað í góðri trú.
Í framhaldinu voru allir þeir leiðtogar sjálfstæð-
isbaráttunnar sem náðist í fangelsaðir eftir dagsparts
réttarhald og það var sjálfur Hæstiréttur landsins
sem verkið vann þannig að hinir ákærðu áttu ekki í
nokkurt hús að venda.
Þegar Puigdemont var laus í bili úr þýsku fangelsi
sagði hann að það væru eðlilegustu viðbrögð við nið-
urstöðu þýska dómstólsins að hinir pólitísku fangar í
Madrid yrðu þegar látnir lausir. Spánarstjórn hafnar
því með þögninni. Það segir allt sem segja þarf um
það sem gerast mun nái seinni krafan fram.
Hver er maðurinn og hvert
er almenningsálitið?
Puigdemont er 55 ára, tveggja barna fjölskyldufaðir,
sem hafði starfað við blaða- og fréttamennsku allt þar
til að hann sneri sér að stjórnmálum.
Hann kemur úr bakarafjölskyldu og afi hans barð-
ist í spænsku borgarastyrjöldinni en flýði til Frakk-
lands eftir sigur Francos. Afinn hafði stofnað Past-
isseria Puigdemont árið 1928 og rekur fjölskyldan
það bakarí enn.
Það er þó líklegast að Spánarstjórn telji fjölskyld-
una og stuðningsmenn og samverkamenn forsetans
landflótta nú orðið baka fátt annað en erfiðleika og
vandræði.
En á móti kemur að þótt sanngjarnt fólk víða kunni
að undrast hörku stjórnvalda á Spáni er líklegast að
einmitt það styrki stjórnina í sessi á landsvísu.
Hvernig slíkur stuðningur endist fer þó mjög eftir
framvindu málsins.
ESB löndin lúta nú öll sömu talpunktunum frá yfir-
völdum sínum í Brussel, en meðal almennings gætir
þó víða tortryggni og vaxandi reiði. En þess er einnig
að gæta að allmörg lönd í Evrópu búa við svæðis-
bundinn vanda þar sem sjálfstæðisvilji blundar, er
byrjaður að rumska eða jafnvel tekinn að nudda stír-
urnar úr augunum. Þetta ræður miklu um afstöðu
leiðtoga einstakra ríkja til „sjálfstæðisbrölts“ Kata-
lóníu, og innan héraðsins er reyndar fjarri því að vera
einhugur um hversu langt skuli ganga.
Hingað heim
Það er ekki frítt við að margir þeirra sem blanda sér í
stjórnmál með virkum hætti telji að óhætt sé að taka
nokkurt mið af meintu öfundareðli fólks og reyndar
ýta undir það. Í skjóli þess sé einatt hægt að spila á
neikvæðar tilfnningar þannig að önnur rök, sem hafa
þýðingu og skipta máli fyrir farsæld heildarinnar,
víki til hliðar. Um þetta eru mörg dæmi.
Þessi leikur ætti þó að vera örðugri hér en víðast,
því jöfnuður er hér mun meiri en annars staðar, eins
og skýrslur aðila sem um slíkt véla sanna glöggt.
Auðlegðarskattur var
aðeins öfundarskattur
Þegar svokallaður auðlegðarskattur var lagður á fór
ekki á milli mála að í yfirgnæfandi hluta tilvika var
hann beinlínis notaður til eignaupptöku og var því í
raun andstæður stjórnarskrá. Afraksturinn hafði
sáralitla hernaðarlega þýðingu fyrir uppbyggingu
landsins eftir „hrun“. Þeir sem hugsuðu skattinn sem
hefndarráðstöfun gagnvart þeim sem safnað höfðu
auðæfum í aðdraganda kreppunnar, ekki síst með
greiðum aðgangi að lánsfé, sem þeir báru í raun litla
eða enga ábyrgð á, höfðu lítið upp úr krafsinu. Þeir
höfðu flestir komið fé sínu undan til útlanda í tæka
tíð.
Þegar krónan hafði fallið um tugi prósenta, þá var
það ekki látið duga þeim sem hentaði að koma með
hluta fjár síns heim, heldur veitti seðlabankinn að
auki sérstaka tuga prósenta ívilnun, að hreinum geð-
þótta innanbúðarmanna. Neitað var að gefa upp
hverjir hefðu notið slíkrar ívilnunar og vitnað í
Genetísk
öfundarlaun
’
Fyrir allmörgum árum vöktu lista-
mennirnir heimsþekktu og sósíal-
demókratarnir Astrid Lindgren og Ingmar
Bergman mikla athygli í Noregi og Sví-
þjóð þegar þau bentu á að jaðarskattar í
þeim löndum væru komnir vel yfir 100
prósentin. Bæði sögðu skilið við sinn
stjórnmálaflokk og Bergman flutti lög-
heimili sitt úr landi.
Reykjavíkurbréf06.04.18