Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Síða 34
LESBÓK Leikhópurinn Lotta sýnir Galdrakarlinn í Oz í síðasta sinn í Tjarnarbíóií dag, laugardag, kl. 13 og 15. Uppfærslan minnir á að ferðalagið er oft
mikilvægara en áfangastaðurinn og vináttan dýrmætasta veganestið.
Galdrakarlinn í Oz kveður
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.4. 2018
É
g hef ekkert gaman af að ráða
krossgátur,“ segir Jónas Ingi-
mundarson píanóleikari þegar
spurt er hvenær hann hafi fundið
sér tíma til að semja sönglög. „Ég
er ekkert tónskáld, og eiginlega ekki lagasmið-
ur heldur, þetta er meira gert að gamni,“ bæt-
ir hann við.
Ástæða þess að píanóleikarinn vinsæli og
virti er spurður út í sönglög sem hann hefur
sjálfur samið er tónleikarnir „Sólin glitrar –
gullfallegir dúettar og sönglög“ sem eru á dag-
skrá Tíbrár-tónleikaraðarinnar í Salnum á
sunnudag kl. 16. Þar koma fram Hallveig Rún-
arsdóttir sópran, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir
mezzósópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleik-
ari og á efnisskránni eru ný sönglög eftir Jón-
as, útsetningar hans á þjóðlögum fyrir dúett,
auk dúetta eftir Henry Purcell, Mozart, Deli-
bes og Camille Saint-Saëns.
Þær Hallveig, Sigríður Ósk og Hrönn hafa
allar unnið náið með Jónasi og langar með
þessum tónleikum að kynna lítt þekktari hlið
hans sem tónskáld. Jónas hefur verið afar
virkur í íslensku tónlistarlífi áratugum saman
og ekki síst verið öflugur við að kynna íslenska
sönglagið. Færri vita að auk þess að flytja lög
ótal höfunda hefur hann sjálfur samið lög við
ljóð skálda á borð við Kristján frá Djúpalæk,
Jón úr Vör og Jóhann Hjálmarsson.
Sannkallaður meistari sönglagsins
Hallveig segir að þær stöllur hafi lengi verið
vinir Jónasar og ekki síst Hrönn en Jónas hafi
verið kennari hennar og mentor, og það hafi
verið fyrir áhrif frá honum að Hrönn hafi gert
söngmeðleik að sínu aðalstarfi.
„Við höfum í nokkur ár rætt um að flytja
sönglög eftir Jónas sem hann gaf út á bók árið
2011,“ segir Hallveig. „Við Sigríður Ósk höfum
unnið nokkuð saman og þegar Jónas frétti að
við værum að sækja um að halda tónleika í Tí-
brár-tónleikaröðinni þá fór hann að grafa upp
fleiri lög sem hann átti í sínum fórum; sum
hafa sjaldan heyrst og við frumflytjum önnur.
Svo fór hann líka út í að semja sérstaklega
músík fyrir okkur og útsetja líka! Auk þess að
hann var með okkur í því að velja dúetta eftir
önnur tónskáld sem við flytjum.
Jónas er sannkallaður meistari sönglagsins
og þekkir það frá a til ö. Það hlaut líka að koma
að því að hann færi sjálfur að semja enda er
þetta afskaplega falleg músík.
Og þetta verða fjölbreytilegir og skemmti-
legir tónleikar,“ lofar Hallveig.
Reyni að tónglæða ljóð
Þegar minnst er á það við Jónas að tónlistar-
konurnar séu ánægðar með lögin hans, segir
hann að það gleðji sig mikið. En þegar spurt er
hvernig og hvenær hann semji er svarið að lög-
in hafi „komið í gusum“ þegar hann hefur átt
tíma. „Þegar ég sé ljóð sem ég heyri tóna í, þá
dunda ég við þetta í rólegheitum,“ segir hann.
– Svo ljóðin kalla á tónana?
„Já. Ég er ekki að búa til lög með undirspili
heldur reyni ég að tónglæða ljóð. Til þess hef
ég söngröddina og ljóðmælandann, og píanóið
sem hjálpar upp á umhverfið og stemninguna.“
– Alla þína starfsævi hefur þú verið að leika
sönglög eftir aðra, með ótal söngvurum. Það
hlýtur að hafa mótað þína skoðun og nálgun.
„Ó já, ég vona það,“ svarar hann. „Mér
finnst þetta form heillandi. Ef ljóðskáld hittir
naglann á höfuðið, og orðin höfða til mín, þá
finnst mér freistandi að reyna að grípa það og
láta ljóðin fljóta í tónum.
Stundum heyrast popparar segja að þeir
hafi fengið einskonar vitrun þegar lög koma til
þeira. Ég hef aldrei orðið fyrir slíku. Ef ég les
ljóð og það hrífur mig þá á ég til að setjast nið-
ur og byrja að vinna.“ Jónas bætir við að hann
kjósi að semja við ljóð sem séu stutt og hægt
sé að skynja allan kjarnann í, frekar en að
semja við löng kvæði þar sem þurfi að sleppa
einhverjum erindum. Hann snýr sér svo aftur
að innblæstrinum:
„Ég ætla ekki að gera lítið úr því sem er
kallað innspírasjón, en ég held að innspíra-
sjónin – hvað sem það nú er – komi með
vinnunni. Ég trúi ekki á það að lesa ljóð og
bíða eftir að eitthvað gerist – að lag verði til.
Ég byrja á að setjast niður við hljóðfærið og
kann að því loknu að vera þokkalega ánægður;
en næst þegar ég kem að því kann mér að finn-
ast lagið tóm vitleysa.“
Furðulítið til af dúettum
„Ég hef gríðarlegar fyrirmyndir í þeim þús-
undum viðfangsefna sem ég hef glímt við
gegnum árin. Hugsaðu þér það að hafa lifað og
starfað heila starfsævi við að vera alltaf með
meistaraverk í höndunum! Það er mikill fjár-
sjóður. Ekki bara íslensk lög heldur allra
þjóða. Því fylgir líka ábyrgð. Ég veit ekkert
hvort ég hafi átt erindi, aðrir verða að dæma
um það …“
Jónas segir að sönglögin hafi alltaf orðið til
hjá sér öðru hverju og flestum hafi hann
gleymt. „Svo hafði ég nýlega búsetuskipti og
þá kom í fangið á mér ýmislegt dót. Ég kláraði
einhver lög og þegar stúlkurnar komu svo til
mín með hugmyndina um að flytja eitthvað nú
á tónleikunum, þá bjó ég líka til nokkra dúetta
handa þeim. Þá er þarna lítið safn af ættjarð-
artextum og sumir við þekkt lög, eins og „Ó,
blessuð vertu sumarsól“, og „Ó, fögur ertu
fósturjörð“ við lag eftir Emil Thoroddsen sem
alltof sjaldan heyrist, og ég bjó til undirspil við
þau og gerði línur fyrir tvær raddir. Mér
fannst spennandi að Hallveig og Sigríður
syngju eitthvað saman, því satt best að segja
er furðulítið af dúettum í íslenskum söng-
lögum. Ég þekki það, er sæmilega heima í ís-
lensku einsöngslögunum; ætli ég eigi ekki á
nótum rúmlega þrjú þúsund.“
Jónas ítrekar að tónleikarnir í Salnum séu
hugmynd tónlistarkvennanna þriggja. „Og ég
er glaður yfir því að þær telji lögin mín flutn-
ingshæf. Ég var á æfingu hjá þeim og gladdist
yfir að heyra hvað þær fara fallega með þetta.
Við eigum mikið af góðu hæfileikafólki.“
– Þú hefur nú átt þinn þátt í uppeldi margra.
„Jæja, ég hef ekki komið í veg fyrir að þau
legðu þetta fyrir sig. Ég á satt best að segja
furðumarga nemendur sem hafa gert þetta að
starfi sínu,“ segir Jónas.
Flytjendurnir Hrönn Þráinsdóttir, Hall-
veig Rúnarsdóttir og Sigríður Ósk Krist-
jánsdóttir með Jónasi Ingimundarsyni á
æfingu fyrir Tíbrár-tónleikana í Salnum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Að láta ljóðin fljóta í tónum
Á tónleikunum „Sólin glitrar – gullfallegir dúettar og sönglög“ í Salnum á sunnudag flytja söngkonurnar Hallveig Rúnarsdóttir
og Sigríður Ósk Kristjánsdóttir og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari sönglög eftir Jónas Ingimundarson og frumflytja nokkur.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
’Ég hef gríðarlegar fyrir-myndir í þeim þúsundumviðfangsefna sem ég hef glímt viðgegnum árin. Hugsaðu þér það
að hafa lifað og starfað heila
starfsævi við að vera alltaf með
meistaraverk í höndunum! Það
er mikill fjársjóður.