Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.4. 2018
LESBÓK
SJÓNVARP Í tilefni af því að hálf öld er nú liðin frá því
að Robert F. Kennedy bauð sig fram til forseta í Banda-
ríkjunum hefur Netflix látið gera um hann glænýja
heimildarmynd, Bobby Kennedy for President, sem
verður aðgengileg á efnisveitunni frá og með 27. apríl
næstkomandi. Leikstjórinn, Dawn Porter, kveðst hafa
tekið verkefnið að sér fyrir þær sakir að það sé svo
margt ósagt um Kennedy. „Eðli málsins samkvæmt
fjalla ég um dauða hans en ég vildi samt einblína á fleiri
þætti vegna þess að oft þegar fjallað er um Bobby Kenn-
edy er áherslan á morðið og samband hans við bróður
sinn, John F. Kennedy. Þessir þættir hverfast um sögu
sem þú telur þig þekkja en þekkir í raun ekki,“ sagði
Porter í samtali við tímaritið Variety.
Kennedy í nýju ljósi
Robert F. Kennedy í pontu í Los Ang-
eles rétt áður en hann var myrtur.
KVIKMYNDIR Nýjasta mynd hins virta franska leik-
stjóra Claire Denis, Let the Sunshine In, verður frum-
sýnd síðar í mánuðinum. Byggist hún lauslega á bók-
inni A Lover’s Discourse eftir Roland Barthes.
Juliette Binoche leikur aðalhlutverkið; konu sem
komin er aftur út á stefnumótamarkaðinn á sex-
tugsaldri og kemst að raun um að ekki verður
auðveldara að slá sér upp eftir að árin færast yfir.
Í Variety kemur fram að stíll Denis skíni í gegn
enda þótt húmorinn sé ef til vill ekki eins
áberandi og oft áður. „Denis veit, eins og
allir góðir listamenn, að lífið er ein
allsherjar skrýtla, en með dapur-
legum endi.“
Lífið er skrýtla með dapurlegum endi
AFP
Kelly Clarkson er meðal dómenda.
Raddleit
SJÓNVARP SÍMANS Fjörið held-
ur áfram á laugardagskvöldið í The
Voice USA sem kallaður er vinsæl-
asti skemmtiþáttur veraldar á
heimasíðu stöðvarinnar. Þar fá
hæfileikaríkir söngvarar tækifæri
til að slá í gegn. Þjálfarar í þessari
seríu eru söngvararnir og aldavin-
irnir Adam Levine og Blake Shelt-
on, sem eru gamlir í hettunni, og
svo söngkonurnar Kelly Clarkson
og Alicia Keys, sem koma með
ferska sýn að borðinu.
RÚV Í þriðja þætti
Úti á sunnudags-
kvöldið slást
stjórnendur í för
með Brynhildi
Guðjónsdóttur
leikkonu og Maríu
Ögn Guðmunds-
dóttur hjólreiða-
konu og fara á
fjallahjólum af Pokahrygg, með-
fram Laufafelli, að Álftavatni og
eftir Laugavegi í Hvannagil. Í síð-
ari hluta þáttarins verður farið með
sjónvarpsfólkinu Helga Seljan og
Ísgerði Gunnarsdóttur í klifurferð í
Öræfasveit þar sem þau reyna fyrir
sér í kletta- og ísklifri. „Ævintýrið
reyndi vel á og ekki komust allir al-
veg óskaddaðir frá þessum við-
ureignum,“ segir í kynningu.
Úti að hjóla
Brynhildur
Guðjónsdóttir
STÖÐ 2 Önnur röð þáttanna Queen
Sugar, sem byggðir eru á met-
sölubók og framleiddir af Opruh
Winfrey, hefur göngu sína á sunnu-
dagskvöldið. Þættirnir fjalla um líf
þriggja afar ólíkra systkina sem
taka við fjölskyldufyrirtækinu í
hjarta Louisiana. Fljótlega fer að
hrikta í stoðum þegar í ljós kemur
að þeim er ekki vel tekið af öllum
þeim sem koma að fyrirtækinu.
Oprah Winfrey framleiðir þættina.
Meiri sykur
Það verður tilfinningaþrunginstund í kvöld, laugardags-kvöld, þegar hinn gamal-
reyndi útvarpsmaður Guðni Már
Henningsson kveður hlustendur
Næturvaktar Rásar 2 í hinsta sinn. Í
næstseinasta þættinum um páskana
mátti glöggt heyra að þeir eiga eftir
að sakna vinar síns; einn hlustandi
beygði hreinlega af þegar hann náði
inn í beina útsendingu. Góðar kveðj-
ur fylgja Guðna Má sem er að flytja
til Tenerife eftir helgina.
„Ég var ráðinn 3. maí 1994 og hef
stjórnað Næturvaktinni óslitið síð-
an, fyrir utan tvö ár sem ég bjó í Sví-
þjóð,“ segir Guðni Már. „Ég var líka
með Popplandið í mörg ár og nú er
einfaldlega komið nóg. Það er kom-
inn tími á mig í útvarpi. Þetta eru
auðvitað blendnar tilfinningar. Í
aðra röndina er ég mjög feginn að
losna en á móti kemur að ég veit að
Næturvaktin er í senn óskalagaþátt-
ur og vinalína og það verður örugg-
lega skrýtið að kveðja alla þessa
dyggu hlustendur í síðasta skipti.“
Guðni Már segir vaktina hafa ver-
ið farna að rífa í. „Ég er ekki fertug-
ur lengur og það er dálítið síðan ég
fór að finna að Næturvaktin var far-
in að fara illa með mig um helgar.
Útsendingu lýkur klukkan tvö og ég
var ekki kominn heim fyrr en um
klukkan þrjú; bjó síðast í Vogum á
Vatnsleysuströnd. Þá átti maður eft-
ir að ná sér niður og ég var kannski
ekki sofnaður fyrr en klukkan sex.
Það er ekki gott þegar maður er með
sex ára gamla dóttur.“
Símtölin, þar sem hlustendur
hringja inn í beina útsendingu, eru
snar þáttur í Næturvaktinni. „Ég
var að reikna þetta út um daginn og
telst til að ég hafi tekið fimmtán þús-
und símtöl gegnum tíðina. Það er
slatti,“ segir Guðni Már og bætir við
að stór hluti útsendingarinnar fari í
að leita að óskalögum fyrir hlust-
endur og adrenalínflæðið í hljóð-
verinu sé fyrir vikið mikið.
Guðni Már segir það hafa verið
einstakt að kynnast þjóðinni, alltént
þverskurði af henni, með þessum
hætti. „Ég hef eignast marga góða
vini gegnum útvarpið og þættina;
fólk sem ég er í góðu sambandi við
og verð örugglega áfram. Ég hef líka
verið mjög heppinn með yfirmenn
og samstarfsmenn. Þetta hefur verið
svakalega fínn tími í það heila. Það
hafa verið forréttindi að fá að vera í
aldarfjórðung í útvarpi allra lands-
manna.“
Fjölbreytni í lagavali er óvíða
meiri í útvarpi en á Næturvakt Rás-
ar 2 enda ráða hlustendur þar
mestu. Þannig getur Slayer hæglega
komið næst á eftir Pálma Gunnars-
syni sem aftur leysti Jim Reeves af
hólmi. Næst kæmi mögulega UB40.
„Það er það skemmtilega við Nætur-
vaktina, henni er ekkert óviðkom-
andi. Þetta hefur verið ótrúleg
blanda af tónlist gegnum árin,“ segir
Guðni Már. „Allt á erindi og öll þessi
ár hef ég bara einu sinni neitað að
spila lag. Það var fyrir nokkrum
mánuðum þegar eldri maður hringdi
inn og bað um aríu eftir Händel. Nú
hef ég ekkert á móti Händel, hlusta
stundum á hann heima, en hann
passar ekki á Næturvakt. Frekar á
Rás 1. Þess utan kunni ég ekki að
leita að Händel í safni Ríkisútvarps-
ins. Það sem ég mun sakna mest er
að geta ekki lengur spilað tónlistina
sem fólk heyrir ekki annars staðar.“
Guðni Már kveðst oft vitna í Jón
Múla Árnason í þessu sambandi en
hann mun hafa sagt að til væri bara
tvennskonar tónlist: Skemmtileg
tónlist og leiðinleg tónlist. „Jón Múli
sagði líka að sama ætti við um út-
varpsmenn; þeir væru annaðhvort
heppnir eða óheppnir. Ég veit að ég
hef verið óskaplega heppinn út-
varpsmaður og ætli mesta heppnin
sé ekki að hafa vit á því að hætta.“
Ætlar að mála og yrkja
En hvað tekur nú við? Guðni Már
skellir upp úr þegar spurt er hvort
það verði ekki skrýtið fyrir hann að
sitja bara og slappa af á laugardags-
kvöldum. „Það er einmitt það sem ég
ætla ekki að gera, sitja og gera ekki
neitt. Núna fer ég að mála og skrifa,
bæði texta og kvæði. Einn Face-
book-vinur minn stakk upp á því að
ég handskrifaði ljóðabók og mér
finnst hugmyndin svo góð að ég ætla
að taka hann á orðinu. Mun hand-
skrifa fimmtíu ljóðabækur og teikna
einhverjar fígúrur framan á hverja
og eina. Sendi svo upplagið heim frá
Spáni.“
Guðni Már ætlar að setjast að í
sólinni á Tenerife. „Fyrst ætlaði ég
að flytja til Alicante en góður vinur
minn, Karl Th. Birgisson, ráðlagði
mér eindregið að koma frekar til Te-
nerife, þar sem hann býr. Karl hefur
verið mér frelsandi engill undan-
farin eitt til tvö ár og er bæði búinn
að útvega mér íbúð og bíl. Ég mæti
bara á svæðið.“
Hann hlær.
„Annars er tilgangurinn með
þessu ósköp einfaldur,“ segir hann
alvarlegri í bragði. „Að geta lifað.
Hér á Íslandi get ég það ekki.“
Tilhlökkuninni fylgir söknuður en
sex ára dóttir Guðna Más verður eft-
ir heima hjá móður sinni. „Það er
gallinn við þetta en hún mun örugg-
lega koma reglulega að heimsækja
mig. Heimurinn er alltaf að minnka
og vegalengdir að styttast.“
Þá stendur bara ein spurning út
af. Er þetta endanlegt eða gerir
Guðni Már Henningsson ráð fyrir
að snúa aftur í útvarp síðar?
„Nei, það verður alveg
örugglega ekki.“
Guðni Már Henningsson
hefur tekið um fimmtán
þúsund símtöl í útvarpi.
Ljómsynd/Atli Már Hafsteinsson
Næturvaktin heldur áfram á
Rás 2 enda þótt Guðni Már
hverfi frá borði og mun
Heiða Eiríksdóttir, gjarnan
kennd við hljómsveitina Un-
un, taka við keflinu, að
minnsta kosti fram á haust-
ið.
„Ég óska Heiðu alls hins
besta; hún er mjög flink út-
varpskona og með víðtæka
tónlistarþekkingu sem er
bráðnauðsynlegt í þessum
þætti. Hún á eftir að gera
þetta vel,“ segir Guðni Már.
Hafandi sagt það veltir
hann fyrir sér hvort ekki
hefði átt að fara einhverja
allt aðra leið; leggja Næt-
urvaktinni og setja þátt af
öðru tagi á dagskrá í staðinn.
„Næturvaktin er búin að
vera á dagskrá nánast
frá upphafi Rás-
arinnar og allt líð-
ur undir lok, eins
og við þekkjum.
Nýjasta tækni
og vísindi er
ekki lengur
á dagskrá
Sjón-
varps.“
Heiða tekur
við keflinu
Heiða
Eiríksdóttir
Hefur bara hafnað Händel
Eftir 24 ár stjórnar Guðni Már Henningsson sinni seinustu Næturvakt á Rás 2 í kvöld, laugardags-
kvöld, og flytur af landi brott á þriðjudaginn. Hann kveður sáttur og segir tíma kominn á sig.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Juliette Binoche
slær sér upp í
nýju myndinni.