Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.4. 2018
Ý
mislegt furðulegt getur
gerst þegar vörur eru
keyptar heimsálfna á milli
og val neytandans í Norð-
ur-Atlantshafi á vöru frá
fjarlægum stöðum veltur á kannski
einni ljósmynd. Íslendingar hafa ekki
síður en aðrar þjóðir lent í ýmsu
skrautlegu í sínum viðskiptum, stund-
um bara vegna eigin misgánings,
stundum vegna ósvífinna svikahrappa
sem senda stóra bleika plast-
glimmerrós til Jóns í Fossvogi sem
ætlaði bara að panta sér úlpu. Fyrir
síðustu jól greindi Morgunblaðið frá
því að netverslun hefði aukist um 60%
milli ára og eru erlendar pakkasend-
ingar þar í miklum meirihluta. Ekkert
lát virðist vera á netversluninni og
segja sérfræðingar að hún muni halda
áfram að blómstra. Einnig hafa rann-
sóknir sýnt að konur nýta sér netið
frekar en karlar til viðskipta og bera
næstu síður þess merki. Næstu
blaðsíður eru hugsaðar til að hafa
gaman, njótið! Gettu Images/iStockphoto
Heimsend
vitleysa
Vonbrigðin geta vissulega verið mikil þegar pakkinn
langþráði dúkkar loksins upp á pósthúsinu, með eitt-
hvað allt annað en maður pantaði sér í netversl-
uninni. Stundum eru sendingarnar bara svo hræði-
lega fyndnar að pöntunin var þess virði.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Brynja og sonur hennar,
Andrés Blomsterberg,
hress í sveitinni.
„Ég safna fílum og ég var búin að panta mér
fallegan útskorinn fíl úr steintegundinni
jaði. Svo líður og bíður og aldrei kemur fíll-
inn,“ segir Brynja Lyngdal Magnúsdóttir
sápugerðarkona og húsmóðir með meiru en
Brynja notar netið talsvert til pantana þar
sem hún býr í Hvalfjarðarsveit.
Eftir margar vikur barst Brynju loks til-
kynning í sveitina að pakkinn með forláta
fílnum væri kominn en næsta pósthús er á
Akranesi.
„Dóttir mín keyrir mig og þú
hefðir átt að sjá svipinn á
henni þegar pakkinn var
opnaður á Akranesi:
„Mamma, ertu orðin
eitthvað rugluð, léstu
mig keyra alla þessa
leið fyrir lyklakippu
með önd!“
Þegar ég svo kreisti
öndina þá í þokkabót
hoppa augun út og hún er
auðvitað mjög furðuleg á
svipinn með þetta
augnaráð,“ segir
Brynja og hlær.
Eftir þessa uppá-
komu pantar Brynja
bara þess heldur meira
og öndin er helgigripur í stof-
unni.
„Þetta var svo mikill gleði-
dagur þótt ég viðurkenni að ég
get varla lýst vonleysinu sem
skein úr andlitinu á eigin-
manni mínum yfir þessu kvik-
indi.“
„Læturðu mig keyra alla
þessa leið fyrir þetta?“
„Ég fæ enn hláturskast, átta árum síðar, yfir
kuldaskónum sem ég ætlaði að kaupa handa
tveggja ára dóttur minni,“ segir Linda Ólafsdóttir
myndskreytir.
„Við vorum að flytja heim frá Bandaríkjunum,
og ég ætlaði að vera voða séð og kaupa einhver úti-
föt og slíkt fram í tímann handa henni. Ég fann
þessa líku fínu kuldaskó handa dömunni sem hent-
uðu íslenska vetrinum, bleika, vel fóðraða og á góðu
verði. Þegar kassinn kom sá ég mér til skelfingar
að skórnir sem ég pant-
aði í stærð 8 fyrir börn,
voru í stærð 8 fyrir full-
orðna. Þannig að ég
fékk risastóra bleika leikskólakuldaskó sem pöss-
uðu mér!“
Lindu fannst þetta of fyndið til að skila skónum.
„Ég á þá ennþá til og fór einu sinni í þeim gang-
andi í vinnuna í vondu veðri. Mér leið eins og of-
vöxnu barni alla leiðina og hef ekki notað þá síðan.“
Ofvaxið barn í
bleikum kuldaskóm
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Linda Ólafsdóttir skemmti
sér svo konunglega yfir
skónum að hún tímir ekki
að farga þeim.
NETVERSLUN