Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Blaðsíða 24
HEILSA Með hlýnandi veðri eru hjólin dregin fram. Þeim sem vilja selja sittgamla eða gera góð kaup á notuðum hjólum má benda á að hægt er að gera góð kaup á facebookhópnum Hjóladót til sölu. Hjól fyrir vorið 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.4. 2018 Bókin er um jóga og núvitund og einfald-asta skýringin er að hún er leiðarvísirað lukkulegra lífi,“ segir Eygló Egils- dóttir jógakennari með meiru. Eygló hefur gert garðinn frægan með Jakkafatajóga sem hún stofnaði fyrir fimm ár- um þar sem hún heimsækir fyrirtæki og stofn- anir og fer með starfsmönnum í gegnum stutt- ar jógaæfingar og slökun. Eygló byrjaði ein með Jakkafatajóga en starfsemin hefur undið upp á sig þannig að í dag eru starfsmenn 11 og í dag er kennt víða um land. Eygló er líka menntaður einkaþjálfari og með viðskipta- fræðimenntun. Nú er hins vegar komið að bókaútgáfu þar sem Eygló miðlar af visku sinni til lesenda í bókinni #ómetanlegt. Eygló skiptir bók sinni upp í kafla eftir tíma dagsins. Þannig gefur hún fólki góð ráð um hvernig æfingar og slökun henta mismunandi hluta dagsins og nefnir kaflana rismál, mið- degi, nón, miðaftan og náttmál. „Í bókinni eru líkamlegar og huglægar æfingar í jóga og nú- vitund og fylgja tímalínu dagsins þannig að æf- ingarnar falla vel að daglegri rútínu og því auðvelt að bæta þeim inn í líf sitt eftir kafla- skiptingunni. Þannig er hægt að koma inn ein- földum skrefum inn í líf sitt og bæta það þann- ig. Mitt markmið er alltaf að fólk hafi tækifæri til að nota þessi frábæru jógatól án þess að þurfa að fara eitthvað, eða setja allt annað til hliðar á meðan, því þessar æfingar sem við lærum inni í jógasalnum, þær eiga alveg við líka bara við uppvaskið, eða þegar ég stoppa á rauðu ljósi.“ Hugmyndin er því að hjálpa fólki að gera þessar æfingar að venju. Að venja sig á eitt- hvað gott sem er að lokum komið inn í rút- ínuna. „Líkamlegu æfingarnar í bókinni snúast um þessi litlu en þó ótrúlega mikilvægu atriði, eins og hvernig við hreyfum líkamann þegar við vöknum og samtalið sem við eigum við okkur áður en dagurinn hefst, til að byrja daginn vel. Það er persónubundið hversu langan tíma það tekur að venja sig á eitthvað en þó er stundum talað um þrjár vikur. En maður þarf líka að vera með skýra ástæðu af hverju maður vill venja sig á eitthvað, ekki að einhver annar segi manni að gera það heldur að maður viti að maður geti kannski eignast betra líf, seinkað því að fá brjósklos eða komið í veg fyrir heilsu- farsleg vandamál.“ Eygló segir bókina eiga erindi við alla, hún sé einfaldur leiðarvísir að betra lífi og skipti þá engu máli hvar fólk er statt líkamlega. „Góð heilsa er ekki bara líkamleg, heldur hvernig hugsa ég um mig og til mín, það þarf bara eina manneskju til að breyta heiminum og það er- um við sjálf.“ Morgunblaðið/Hari Einföld skref að betra lífi Eygló Egilsdóttir hefur í starfi sínu haft það að mark- miði að bæta líf fólks með huglægum og líkamleg- um æfingum. Nú gefur hún út sína fyrstu bók. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Eygló Egilsdóttir hefur verið jóga- kennari í níu ár og hefur haft það að markmiði að færa jógað inn í líf þeirra sem eru önnum kafnir. Bók Eyglóar sem kom út í vikunni heitir #ómetanlegt. Morgunblaðið/Ásdís ● Komdu þér fyrir í þægilegri sitjandi stöðu með lyklakippu í öðrum lófanum ● Lokaðu augunum og andaðu djúpt einu sinni til þrisvar sinnum og leyfðu svo and- ardrættinum að róast. ● Slakaðu nú markvisst á fótum; iljum og ökklum. ● Slakaðu á upp eftir fótleggjum og inn í hné og lærvöðva. ● Öndunin er djúp, losaðu þig við spennu í kviðnum. ● Slakaðu á upp eftir bakinu og í öxlum. ● Slakaðu á niður eftir handleggjum. ● Finndu hvernig slaknar svo á andlitinu, kringum augu og munn. ● Þegar lófinn slaknar og lyklarnir losna úr honum, þá rankar þú ósjálfrátt við þér. ÚR BÓK EYGLÓAR Lyklakippu- slökun Öll fáum við einhvern tímann kvef en ef til vill er ekki öllum kunnugt um að það er hægt að vera með tvö kvef í einu. Þetta fyrirbæri er kallað samsýking (coinfection) og gerist þegar tvenns konar vírusar valda sýkingu á sama tíma. Yfir hundrað vírusar geta valdið hinu venjulega kvefi þannig að það er ekki óal- gengt að verða fyrir því að fá tvo vírusa í einu. Samsýkingu kvefs hefur hingað til ver- ið erfitt að sanna, vegna fjölda vírusanna. Framfarir á sviði genavísinda hafa gert vís- indamönnum kleift að greina betur á milli þessara kvefvírusa. Læknar við Wayne-háskóla í Michigan gerðu rannsókn árið 2013 á leikskólabörn- um og komust að því að af þeim börnum sem urðu veik bar tæpur helmingur þeirra fleiri en einn vírus. Þau börn voru ekki veik- ari en börn sem báru einn vírus en þau voru veik lengur. Þannig að þótt þú sért með tvö kvef í einu, þarf það ekki að þýða að þér líði verr en ef þú værir aðeins með eitt kvef. En kvefið gæti enst lengur. YFIR HUNDRAÐ VÍRUSAR GETA VALDIÐ KVEFI Afsakið yfirmaður, ég er með tvö kvef Það er hægt að vera með tvo kvefvírusa í sér í einu. Kvefið verður ekki verra en gæti staldrað við lengur en ella. Getty Images/iStockphoto

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.