Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.4. 2018
NETVERSLUN
Hulda Sif Hermannsdóttir, aðstoðarmaður
bæjarstjóra á Akureyri, hefur ýmsa fjöruna
sopið í netviðskiptum. Hulda stundaði net-
verslun einkum af krafti í fæðingarorlofi sínu
en þá fóru furðulegir hlutir að gerast þar
sem henni fóru að berast ýmsir óumbeðnir
hlutir frá Aliexpress sem hún hafði aldrei
pantað.
„Eitt skipti fékk ég svona grímu eins og
íbúar í Asíulöndunum nota víða vegna meng-
unar. Ég gæti kannski notað hana reyndar á
Grensásvegi eða Hringbraut ef ég bregð mér
í bæinn en allt var þetta drasl með stóru D-i.
Þetta var orðið frekar spennandi hvað Ali
myndi senda mér næst því þetta voru líka
hryllilega fyndnar gjafir, mjög furðulegt hár-
skraut fyrir sítt hár en ég er stutthærð, agn-
arsmáar töskur en samband mitt við Ali náði
nýjum hæðum þegar ég
fékk mjög persónu-
legt vélritað
bréf, langt og furðulegt, þar sem verið var að
afsaka eitthvað sem ég mundi ekki einu sinni
eftir að hafa kvartað yfir, enda upphæðirnar
sem ég verslaði fyrir aldrei þannig að ég
nennti að kvarta.
Þess vegna var þetta bréf mjög skondið,
og já, með bréfinu fylgdu svo að sjálfsögðu
fleiri litlar skrítnar gjafir.“
Mengunargríma að gjöf
Morgunblaðið/Ómar
Mengunargríman hefur ekki
komið Huldu Sif að gagni á
Akureyri en það er spurn-
ing hvort hún bregði sér í
bæinn til að nýta hana.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Spariskórnir glæsilegu
breyttust í skrímslaskó á
leiðinni í póstinum.
Ekki alveg eins og í
auglýsingunni
Eva Huld ásamt dætrum
sínum, Ásdísi Önnu og
Lilju Rós Ólafsdætrum.
sólinn var rifflaður eins og hann væri vopn.
Hins vegar var ein á heimilinu sem var svona
hrifin af þessum herlegheitum, miðjudóttir
mín, sem hertók skóna og nýtti þá mjög vel en
skónum var þó hent nýlega,“ segir Eva Huld.
Eva Huld viðurkennir að þetta hafi þótt
frekar fyndið á heimilinu, hún hafi hins vegar
yfirleitt pantað af netinu með góðum árangri.
Evu Huld Valsdóttur grunnskólakennara leist
stórvel á sígilda spariskó sem hún fann á Ebay;
með nettum hæl, lágir, klassískir og látlausir.
„Þeir sem ég fékk svo senda voru eins og
einhvers konar grínútgáfa af þeim sem ég
pantaði, ekkert líkir,“ segir Eva Huld.
Skórnir sem hún fékk voru vel loðfóðraðir,
með mikilfenglegum dúsk framan á ristinni og
Morgunblaðið/Valli
Ofursakleysisleg kaup Arnars Þórs Ing-
ólfssonar blaðamanns á látlausu leður-
belti vöktu nokkra lukku í vinahóp hans.
„Ég nota netið mikið til að panta mér
vörur og tel mig því vanan mann. Þarna
á Asos sá ég ósköp venjulegt brúnt karl-
mannsbelti sem mig vantaði og á mynd-
inni var alls ekki að sjá að þetta belti
væri neitt frábrugðið venjulegum belt-
um,“ segir Arnar.
Þegar á pósthúsið var komið dró hann
upp úr pakkanum allt öðruvísi belti en
hann bjóst við.
„Beltið var alsett löngum hárum, eins
konar gervifeldi. Þetta hefur lengi þótt
fyndið og ég geymdi beltið nokkuð
lengi. Fór bara nýlega með það í Rauða
krossinn til einhvers stálheppins nýs
eiganda.“ Morgunblaðið/Valli
Beltinu uxu hár á leiðinni
til Íslands sem var orðið
kafloðið við komuna.
Má bjóða þér loðbelti?
Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upp-
lýsingafulltrúi Veitna, hugðist aldeilis
gera góð kaup á púðaverum á AliEx-
press. Hún pantaði nokkur með frið-
sælum og fallegum náttúrumyndum,
af blómstrandi trjám. Þegar sendingin
barst leyndist innan um blómaverin
fremur ógnandi púðaver, með mynd af
illúðlegum manni sem sveiflaði gadda-
kylfu.
„Ég var að leika mér inni á AliEx-
press 11.11., en sá dagur er stærsti
tilboðsdagur ársins þar. Þetta er kar-
akter úr einhverjum þætti, minnir að
það sé Walking Dead“ segir Ólöf en
það hefðu ekki allir tekið þessari
sendingu með jafnmiklu jafnaðargeði
og Ólöf gerði, hún sá húmorinn í
þessu.
„Skemmtunin vegna mistakanna var
hverrar krónu virði og ég endaði á að
vera hrikalega ánægð með þetta!“
Ógnandi kauði í kaupbæti
Morgunblaðið/Sigurgeir S.