Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Blaðsíða 17
15.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Glæsilegi strandkjóllinn Sólveigu Þorsteinsdóttur vantaði léttan strandkjól fyrir sólarlandaferðina sína. Hún fór á netið og pantaði sér rauðan kjól eftir mynd. „Þetta var útkoman, og trúið mér, ég prófaði að snúa honum á alla vegu og prófa allt, svona lítur hann út og það var ekki nokkur leið að hann myndi líta út eins og á myndinni,“ segir Sólveig. „Svo svona var þetta, þetta var „smekklegasta niðurstaðan, fleg- ið niður á nafla og klauf upp að mitti og eitt alls- herjar hláturs- kast. Að sjálf- sögðu á ég kjólinn ennþá.“ Sólveig reyndi allt hvað hún gat til að telja sér trú um að kjólinn væri eins og á myndinni. Það gekk ekki. „Mig vantaði svo stóla á pallinn hjá mér og fékk strákana mína og eigin- mann til að vafra með mér á netinu og skoða stóla. Við rákumst loks á þessa líka fínu stóla, pöntuðum þá og svo leið og beið þar til þeir komu loksins,“ seg- ir Birna Baldursdóttir, íþróttakona og kennari með meiru. Loks kom tilkynningin frá pósthús- inu og Birna var heldur hissa þegar afgreiðslumaðurinn rétti henni lítinn pakka, þetta hlyti að vera eitthvað annað en stólarnir. Í pakkanum voru þó vissulega stólar, vandmálið var að þeir voru í stærð fyrir barbídúkkur sem vilja hafa það huggulegt. „Ég hló svo mikið þennan dag að ég fékk strengi og þegar maðurinn minn kom heim sagði ég; „Elskan, stólarnir eru komnir“ og hann skim- aði út um allt. Þótt ég hefði komið þeim fyrir fyrir framan nefið á honum fann hann þá hvergi, enda agnarlitlir. Einum fjölskyldumeðlimi varð svo mikið um þetta að hann spurði mig hvort ég ætlaði ekki örugglega að fara með þessi kaup sem leyndarmál, vera nokkuð að segja fólki frá þessu! Ég tek það hins vegar fram að þetta var vel dulbúin auglýsing á net- inu, sölumyndin var af manneskju sitjandi á stólnum, ef ég hefði rýnt í agnarsmáa letrið neðst hefði ég séð að þar stóð að stólarnir væru 15 cm á hæð.“ „Elskan, stólarnir eru komnir“ Stólarnir hentuðu barbídúkkunum en ekki fjölskyldu- meðlimum. Eyjamanninum Jóhanni Inga Norðfjörð var ekki skemmt yfir sínum fyrstu og síðustu kaupum á AliExpress, að minnsta kosti ekki í fyrstu þar sem jakkinn hafði verið keyptur fyrir lokahóf ÍBV og átti að gleðjast í nýja jakkanum. „Það er hægt að hlæja að þessu í dag en miðað við stærð- irnar þarna hefði ég líklega þurft fjórum sinnum extra large til að hann gæti mögulega pass- að. Ég pantaði jakkann í X- large en engu að síður er hann svona. En það hefði víst ekki dugað að panta stærra númer því efnið sjálft var hræðilegt, einhvers konar viskustykki eða þunnar gardínur,“ segir Jó- hann en hann hafði beðið í þrjá mánuði eftir jakkanum og segist ekki geta lýst vonbrigðunum á pósthúsinu. Í dag pantar hann á Asos þar sem hann hefur verið heppnari og ekki enn lent á samanskroppinni viskustykkisflík. Og svo eru það stærðirnar … Það má viðurkennast að jakkinn kom aðeins betur út á gínunni. lágt, bara svipað og hausinn hafði kostað í Epal. Þegar ég fer á pósthúsið renna á mig tvær grímur þegar ég fæ afhentan agnarlítinn pakka og í honum leynist legóhaus á stærð við fingurnögl. Ég grét úr hlátri og tel þetta enn það fyndnasta sem hefur gerst. Enda er þessi haus allt- af á besta stað í stofunni uppi í hillu þótt hann reyndar týnist reglulega, nú síðast í gær þegar ég var að reyna að finna hann fyrir ljósmyndara Morgunblaðs- ins!“ Í dag á Svana einnig haus í fullri stærð en hún náði síðar að kaupa sér hirsluna eftir öðrum leiðum. „Sonur minn á stóra hausinn og ég þann litla. „Ég var búin að ætla mér svona hirslu, stóran legóhaus, lengi. Síðan hafði ég veð- ur af því að hann væri kannski að fara að hætta í framleiðslu og ég hafði rétt misst af þessum hausum hér heima, voru upp- seldir í Epal. Ég fór á stúfana og mér til mikillar gleði fann ég einn á Ebay,“ segir Svana Lovísa Kristjánsdóttir hönnuður sem er með hið vinsæla hönnunarblogg Svart á hvítu. Hausinn sem Svana Lovísa vísar til og taldi sig vera að panta hefur notið mikilla vinsælda enda góðar hirslur þar sem hægt er að opna hausinn og geyma til dæmis kubba þar ofan í. „Það var ekkert skrítið við þessa auglýs- ingu, verðið var ekkert asnalega hátt eða Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Agnarlítill legóhaus í stað geymslukassa Svana Lovísa Krist- jánsdóttir með pínuponsu hausinn sem hún borgaði sama verð fyrir og þann stóra. Þegar Alda Úlfars- dóttir pantaði sér glæsilegan kjól í gegnum netið bjóst hún í fyrsta lagi við að hann yrði eins útlits og það sem hún bjóst alls ekki við var að mittis- beltið væri saumað á kolröngum stað, þvert yfir brjóstin. Þannig var það nú samt. „Það var engin leið að spretta belt- inu upp, því var ekki tyllt á eða laust saumað held- ur fastneglt við blúnduna,“ segir Alda en þess má geta að þegar hún hafði samband við seljandann skrifaði hann henni: „Kæri vinur, geturðu vin- samlegast fært beltið í mittið. Ef beltisstærðin pass- ar ekki mælum við með að þú takir það af kjólnum.“ Sem var vissulega ekki hægt að gera. Belti yfir brjóst

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.