Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.4. 2018
Allra augu eru á réttarhaldinu
yfir Bill Cosby enda er þetta
umtalaðasta málið sem kom-
ið hefur fyrir dóm eftir
#metoo-byltinguna. Leikarinn
sem lék aðalhlutverkið, sjálf-
an fyrirmyndarföðurinn, í The
Cosby Show á níunda ára-
tugnum hefur kallað yfir sig
mikla reiði og í vikunni
hljóp berbrjósta
kona fyrir utan dóm-
húsið með áletrunina
„líf kvenna skiptir
máli“ málaða á sig.
Það jók á drama-
tíkina að konan, Ni-
colle Rochelle, kom á
sínum tíma fram í
nokkrum þáttum af
The Cosby Show.
Ég féllst ekki á þetta. Þarna var„faðir Ameríku“ ofan á mér.Giftur maður, fimm barna
faðir, ofan á mér. Hversu rangt er
þetta? hugsaði ég með mér. Hversu
innilega rangt?“
Þetta sagði fyrirsætan Janice
Dickinson fyrir dómi í Norristown í
Bandaríkjunum fyrir helgi en hún
er ein rúmlega fjörutíu kvenna sem
halda því fram að gamanleikarinn
Bill Cosby hafi byrlað þeim ólyfjan
og nauðgað þeim.
Dickinson notaði orðið „við-
bjóðsleg“ um árásina sem mun hafa
átt sér stað árið 1982, þegar fyrir-
sætan var 27 ára en leikarinn 45 ára.
Hann stendur nú á áttræðu.
Dickinson vitnaði að hún hefði
kynnst Cosby eftir að hann hringdi í
umboðsmann hennar og óskaði eftir
því að hitta hana og mögulega leið-
beina henni en fyrirsætan lét sig á
þeim tíma dreyma um frama í leik-
list og söng. Önnur kona sem vitnað
hefur gegn Cosby, Heidi Thomas,
kveðst hafa kynnst honum með
sama hætti.
Eftir að þau höfðu hist tvisvar
bauð Cosby Dickinson til Lake
Tahoe, þar sem hún fékk leiðsögn
hjá tónlistarleiðbeinanda hans. Að
því loknu snæddi hún með mönn-
unum tveimur á hótelinu sem Cosby
dvaldist á. Þar byrjaði Dickinson, að
því er fram kom í vitnisburði henn-
ar, að finna fyrir tíðaverkjum.
Cosby dró þá litla bláa pillu úr pússi
sínu og gaf fyrirsætunni. Fljótlega á
eftir varð hún ringluð og utan við
sig. Tónlistarleiðbeinandinn vék þá
frá borði og Cosby mælti: „Við höld-
um þessu samtali áfram uppi.“
Hann leysti frá sér slopp-
inn
Dickinson var með myndavél á sér
og tók ljósmyndir af Cosby í litrík-
um slopp á hótelherbergi hans að
tala í símann. „Skömmu eftir að ég
tók myndirnar og hann sleit símtal-
inu, fór hann upp á mig. Hann leysti
frá sér sloppinn ... ég gat mig
hvergi hrært. Ég flaug ekki til
Tahoe til að hafa kynmök við herra
Cosby,“ sagði Dickinson fyrir dómi.
Fyrirsætan fann til í leggöng-
unum og tók eftir sæði milli fóta sér
þegar hún vaknaði morguninn eftir.
Hún segir Cosby hafa litið á hana
eins og hún væri gengin af göflunum
þegar hún bar þetta upp á hann.
„Mig langaði að slá hann í andlitið.“
Dickinson er ein fimm kvenna
sem komu fyrir dóm í vikunni að
beiðni ákæruvaldsins en tilgangur-
inn er að sanna að Cosby hafi stund-
að það að eitra fyrir og misnota kon-
ur löngu áður en hann var ákærður
fyrir að brjóta gegn Andreu Con-
stand á heimili hans í Fíladelfíu árið
2004. Leikarinn heldur því fram að
hann hafi haft mök við Constand
með hennar vilja og kviðdómur
klofnaði við fyrsta réttarhaldið. Sjálf
mun Constand stíga í vitnastúkuna
síðar í réttarhaldinu.
Verjendur Cosbys vísa framburði
kvennanna fimm á bug og segja að
með því að kalla þær fyrir dóm sé
ákæruvaldið að drepa málinu á
dreif. „Þessar konur hafa sannað að
þær eru hingað komnar til að styðja
við bakið á systur sinni,“ sagði tals-
maður leikarans við fjölmiðla fyrir
utan dómhúsið. Cosby og
verjendur hans hafa
alltaf haldið því fram
að Constand hafi
leitt leikarann í
gildru með það fyrir
augum að féfletta
hann. Í opnunar-
ræðu sinni í vikunni
fullyrti saksóknari
að Cosby hefði greitt
Constand 3,4 milljónir Bandaríkja-
dala, andvirði 337 milljóna króna, til
að tryggja þagmælsku hennar.
Þurfti á tekjunum að halda
Verjendur þráspurðu Dickinson um
misræmi milli þess sem hún heldur
fram nú og þess sem kemur fram í
endurminningum hennar sem komu
út árið 2002. Þar er ekki minnst á að
fyrirsætan hafi haft samfarir við
Cosby, hvað þá að hann hafi nauðg-
að henni. Hún svaraði því til að hún
hefði viljað segja allt af létta í bók-
inni en útgefandinn hefði hafnað því;
lögfræðingar útgáfunnar myndu
aldrei samþykkja að slíkar ásakanir
á hendur Cosby næðu alla leið á
prent. Dickinson sagði kviðdómi að
hún hefði látið það yfir sig ganga af
tveimur ástæðum; annars vegar
þurfti hún á tekjunum af bókinni að
halda og hins vegar var hún hrædd
um að Cosby myndi leggja feril
hennar í rúst. „Þetta er tóm steypa
þarna [í bókinni]. Þetta var allt
skrifað af skuggahöfundum. Ég vildi
bara ávísunina.“
Þarna var
„faðir Ameríku“
ofan á mér
Fyrirsætan Janice Dickinson dró upp dökka mynd
af samskiptum sínum við leikarann Bill Cosby
fyrir dómi í vikunni en hún fullyrðir að hann hafi
byrlað henni ólyfjan og nauðgað henni árið 1982.
Lögregla
hand-
samar
Nicolle
Rochelle.
Líf kvenna
skiptir máli
AFP
Fyrirsætan Janice Dickinson
í dómhúsi Montgomery-
sýslu fyrir helgina, þar sem
hún vitnaði gegn Bill Cosby.
’
Ég treysti honum vegna þess að hann er
„faðir Ameríku“. Ég treysti honum vegna þess
að hann er persóna sem fólk treysti árum saman.
Lise-Lotte Lublin, sem hefur sakað Bill Cosby um að byrla sér
ólyfjan og nauðga sér árið 1989.
ERLENT
ORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is
ÞÝSKALAND
MÜNSTER Varaformað-
ur hægriöfgafl okksins Alt-
ernative für Deutschland
hefur beðist velvirðingar
á því að hafa kennt
íslamistum um árásina í
borginni á dögunum. „Mér
varð á í messunni þegar
ég tísti um Münster og biðst afsökunar. Eins og milljónir Þjóðverja gekk
ég út frá því að þetta væri íslömsk árás,“ sagði Beatrix von Storch.
BANDARÍKIN
LOS ANGELES Saksóknarar skoða nú hvort
ástæða er til að höfða mál á hendur leikaranum
Kevin Spacey vegna kynferðislegrar áreitni eftir að
lögregla lauk rannsókn sinni á máli manns sem segir
leikarann hafa misnotað sig árið 1992. Yfi r þrjátíu
karlar hafa vænt Spacey um kynferðislega áreitni
undanfarna mánuði. Talsmaður leikarans vildi ekki tjá
sig um málið þegar eftir því var leitað.
BOSNÍA OG HERZEGÓVÍNA
SARAJEVÓ Scream For Me Sarajevo kallast
heimildarmynd sem frumsýnd verður í byrjun
næsta mánaðar. Fjallar hún um tónleikaferð
Bruce Dickinson, söngvara Iron Maiden, og
þáverandi sólóbands hans til borgarinnar árið
1994, þegar stríðið í Bosníu stóð sem hæst og
umsátursástand ríkti í Sarajevó. Í myndinni kem-
ur fram að þetta ferðalag breytti lífi Dickinsons.
KÍNA
JIANGSU Barn fæddist nýverið í Kína, sem myndi ekki sæta
tíðindum nema fyrir þær sakir að báðir foreldrar þess létust í
bílslysi árið 2013. Parið lét eftir sig fósturvísa og eftir japl, jaml
og fuður tryggðu foreldrar hinna látnu sér forræði yfi r þeim fyr-
ir dómi. Að því búnu fundu foreldrarnir staðgöngumóður í Laos,
staðganga er bönnuð í Kína, og ól hún þeim heilbrigt sveinbarn.