Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Blaðsíða 37
ekki hugsað um þetta svona því ég sigli sífellt áfram… En, Kona var á vissan hátt kúvend- ing hjá mér, þótt Fingraför hafi á vissan hátt lagt þá línu. Ég sveiflaðist þá nokkuð á milli stíla og áhrifavalda, eins og ekkert væri. Nú heyri ég að helstu áhrifavaldar á Konu eru Cohen, Tom Waits og Leon Redbone. En á Sögum af landi er ég orðinn raffineraðri. Ég var búinn að finna ákveðinn tón og karakter í mér.“ Og Bubbi hlakkar mikið til að spila öll lögin af plötunum á tónleikunum. „Já, ég hlakka til að vera á sviðinu og spila öll lögin. Þetta verður geggjað,“ segja hann. Andrýmið á milli Á báðum plötunum eru lög sem aðdá- endur Bubba vilja gjarnan heyra á öllum hans tónleikum, eins og „Talað við gluggann“, „Systir minna auð- mýktu bræðra“ og „Rómeó og Júlía“ á Konu og „Stúlkan sem starir á haf- ið“, „Systir minna auðmýktu bræðra“ og „Syneta“ á Sögum af landi, og hann hefur flutt þau ótal sinnum. En á þessum tónleikum núna mynda öll þessi lög heildir með hinum sem sjaldnar heyrast. „Þannig verður það – og við spilum lögin í þeirri röð sem þau eru í á plöt- unum. Byrjum á „Frosin gríma“ og keyrum Konu eins og hún kemur fyr- ir, og sama með Sögur af landi. Ég er á móti öllu sem heitir hlé en ég verð að taka hlé á þessum tón- leikum, fyrir andrýmið, að leyfa gest- um að melta fyrri plötuna áður en þeir fara inn í þá seinni.“ Og Bubbi er greinilega ekki hrifinn af því að taka hlé eða upplifa hlé. „Nei, því hlé í bíó hefur eyðilagt alla mína bíóupplifun síðan ég var ungur maður! Og hlé á tónleikum er eitur í mínum beinum – ég veit ekki hversu oft ég hef verið á tónleikum með tón- listarmönnum sem ég held upp á en svo kemur hlé og þá þarf að byrja að búa til stemningu aftur. Bruce Springsteen spilar bara og þegar uppklappið kemur þá veistu að það verður klukkutími í viðbót.“ Hann hlær. „En þetta eru tvær plötur og því er skynsemi í því að hafa andrými á milli, að þessu sinni.“ Að lokum er Bubbi spurður hvort hann sé að öllu samanlögðu, og í bak- sýnisspeglinum, sáttur við þá leið sem hann fór með báðar þessar plöt- ur á sínum tíma. „Já!“ er svarið. „Ég get ekki verið annað. Þetta er leiðin sem ég fór og þetta er niðurstaðan og ég segi bara: Bravó Bubbi – helvíti var þetta vel gert hjá þér!“ Bubbi Morthens ásamt nokkrum hljóðfæraleikar- anna sem koma fram með honum í Hörpu, Hauki Gröndal, Jakobi Smára Magn- ússyni, Eyþóri Gunarssyni og Guðmundi Péturssyni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ’Ég hef verið nú meðanvið æfum að hlustatöluvert á báðar þessarplötur og er komin á þá skoðun að Konu-platan sé æði góð en það sem kem- ur ekki síst á óvart með Sögur af landi er hvað hún er tímalaus. 15.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 TÓNLIST Rokkarinn Jack White lýsti því á skemmtilegan hátt í kvöldþætti Jimmy Fallon hvern- ig tónlist sem glæpaforinginn Al Capone spilaði með fangelsishljómsveit í Alcatraz veiti honum inn- blástur. Nánar tiltekið er um að ræða „Humoresque“ lokalagið á nýrri plötu White sem ber nafnið Boar- ding House Reach. White keypti á uppboði handrit- aðar nótur úr eigu Al Capone sem reyndist vera tón- verkið „Humoresques“ eftir Antonín Dvorák. Capone var í hljómsveit í Alcatraz en hann fékk fang- elsisstjórann til að kaupa hljóðfæri. White komst að því að sveitin hefði borið nafnið Rock Islanders og Machine Gun Kelly hefði verið trommarinn í sveit- inni. White fékk innblástur frá Capone Jack White FÓLK Hurðin að herbergi tónlistar- mannsins Bobs Dylan í hinu fræga Chelsea-hóteli í New York seldist fyr- ir um tíu milljónir króna á uppboði. Hún var á meðal 50 hurða af hótelinu á uppboðinu en hótelið hefur hýst margar stjörnur í gegnum árin. Hurðin að herbergi sem notað var af Janis Joplin, Leonard Cohen og Joni Mithcell, seldist fyrir 8,5 millj- ónir. Jack Kerouac skrifaði bók sína On the Road þar á sjötta áratugnum. Hurðin hans seldist fyrir þrjár millj- ónir. Hótelhurðir seldar háu verði Þessi hurð að herbergi Humphreys Bogart seldist fyrir rúma hálfa milljón króna. VEFURINN Mashable tók saman sjö viðbætur fyrir Chrome-vafrann sem gera Netflix-áhorfið enn betra. Þetta eru Flix Plus, Netflix Party, Super Browse, Super Netflix, Flix Assist, No Netflix Originals og Net- flip. Sumar þessar viðbætur eru viðamiklar og krefjast áskriftar uppá um 300 kr á ári eins og Super Browse en með þessari viðbót er hægt að leita eftir þáttum og mynd- um eftir meira en 200 leynilegum flokkum eins og „teiknimyndafanta- sía“ eða „varúlfahryllingsmynd“. Aðrar eru einfaldari eins og Netflip, sem leyfir áhorfandanum að snúa myndinni á hlið og Flix assist sem tekur út hnappinn sem spyr hvort áhorfandinn sé enn að horfa. Drew Barrymore leikur aðalhlutverkið í Netflix-þættinum Santa Clarita Diet. AFP Betri leið að Netflix Með sjálfbærni að leiðarljósi Finnsk innanhússhönnun 02.03–02.09.2018 www.norraenahusid.is Innblásið af Aalto SÍGILDIR SUNNUDAGAR Fyrsta flokks kammertónlist Sígildir sunnudagar eru klassísk tónleikaröð þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval kammertónleika. Sunnudaga kl. 17:00 í Hörpu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.