Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Blaðsíða 35
Þegar ég nefni það við Bjarnaað mér þyki þessar bækurþrjár, LSD lykillinn, Maður
að moldu og Glerhamur ljóss og
skugga, stinga dálítið í stúf við
bækur síðustu ára, bæði hvað
varðar útlit og eins sumpart að
efni tekur hann undir það og bætir
við að listamenn séu náttúrlega
alltaf að brjóta upp eigin hug-
myndir: „Ég er stöðugt að reyna
að þróa mig og það er ekkert eins
skelfilegt eins og það að sitja fast-
ur í sama farinu. Ég er alltaf að
endurskoða sjálfan mig og gagn-
rýna sjálfan mig og má kannski
nota það annars neikvæða orð
naflaskoðun með góðum árangri.
Svo ég noti nú gamla klisju þá á
ég mér draum og einhversstaðar í
hugskoti mínu eru þær bók-
menntir sem ég vil skrifa og ég
hef verið að reyna að nálgast frá
ýmsum hliðum í gegnum tíðina.
Ég er orðinn svolítið þreyttur á
módernismanum gamla og vil þróa
hann áfram. Ég hef verið kallaður
einn af síðustu síð-módernistunum
og ég hef aldrei verið alveg sáttur
við það. Mér finnst ég því verða að
brjótast útúr því og það er nú
bara þannig með okkur rithöfund-
ana og skáldin og myndlistar-
mennina að við verðum alltaf að
vera að brjóta einhverja múra. Í
mínum huga þá hefur formið engin
takmörk, það er hægt að snúa upp
á það alla vegana.“
— En þú ert þá að takast á við
sjálfan þig.
„Já, já, það er nú það og ef mað-
ur fær frið til þess að takast á við
sjálfan sig, eins og ég hef reynt að
tryggja mér með því að liggja ekki
undir neinum kvöðum eða skyld-
um. Ég ert algerlega frjáls í minni
bókagerð, ekki bundinn neinni út-
gáfu eða ritstjórum. Auðvitað er
ég að taka ákveðinn séns og
kannski missir þetta allt marks, ég
veit það ekki, en andskotinn hafi
það, þá er betra að missa marks
en að taka ekki sénsinn, þá getur
maður bara hætt þessu.“
— Þessar bækur þrjár tala allar
saman og mætti kannski kalla
bókasveig.
„Ég kalla þetta systrabækur og
þær skarast hver við aðra. Það
liggur mikil vinna á bak við þessar
bækur hjá mér og miklar pæl-
ingar, ég er búinn að liggja yfir
þessu í allan vetur. Bækurnar voru
til í frumgerð í haust en svo var ég
veturinn að koma þeim í þetta
form sem þær eru. Ég var með
ákveðna hugmynd í huga og lét til-
finningarnar ráða til að ná henni
fram.“
Verðum að brjóta múra
Í vikunni sendi Bjarni Bernharður Bjarnason frá sér þrjár bækur ólíkar en þó
tengdar. Hann segir ekkert eins skelfilegt og að sitja í sama farinu
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Bjarni Bernharður
Bjarnason
15.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
BÓKSALA 4.-10. APRÍL
1 Dagar höfnunarElena Ferrante
2 Í nafni sannleikansViveca Sten
3 Ég er að spá í að slútta þessuIain Reid
4 Um harðstjórnTimothy Snyder
5 Mið-AusturlöndMagnús Þorkell Bernharðsson
6 LukkuriddarinnJan-Erik Fjell
7 ÞorstiJo Nesbø
8 Stóra bókin um volpasveitinaMary Tillworth
9
Konan sem át fíl og
grenntist (samt)
Margrét Guðmundsdóttir
10 Þitt annað lífRaphaëlle Giordano
Allar bækur
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Stóra bókin um volpasveitinaMary Tillworth
2
Hulduheimar 4
– Hafmeyjarif
Rosie Banks
3 Hvernig gleðja á pabbaJean Reagan
4
Hulduheimar 3
– Skýjaeyjan
Rosie Banks
5
Lói þú flýgur aldrei einn
Styrmir Guðlaugsson/
Sigmundur Þorgeirsson
6
Hugrún breytir heims-
myndinni
Sunna Guðnadóttir
7 Risasyrpa – Sögufrægar endurWalt Disney
8
Fuglar
Hjörleifur Hjartarson/
Rán Flygenring
9 Víti í VestmannaeyjumGunnar Helgason
10 Saga tveggja töfraandaBoveda Spackman
Barnabækur
Ég er nýbúin með
eina fullorðinsbók,
Lífið á ísskáps-
hurðinni eftir
Alice Kuipers. Sag-
an í henni er sögð
með skilaboða-
miðum milli móður og dóttur.
Mjög auðlesin bók og kom mér á
óvart. Ég hélt að þetta væri
meira léttmeti en ég fékk mikið
út úr lestrinum.
Svo er ég að fara að flytja í
einbýlishús og eignast þá garð og
hef verið að lesa Aldingarðinn
eftir Jón Guðmundsson til að
fræðast um ávaxtatré og berja-
runna. Ég er núna að lesa
Galdra-Dísu eftir Gunnar Theo-
dór Eggertsson og svo líka
Skrímslið kemur eftir Patrick
Ness.
ÉG ER AÐ LESA
Hólmfríður Björk
Pétursdóttir
Hólmfríður Björk Pétursdóttir er
barnabókavörður Amtsbókasafns-
ins á Akureyri.
við þau. Íslendingar eru svo hjálp-
samir; þegar þeir átta sig á því að ég
er ekki bara enn einn ferðamaðurinn
heldur sé ég að reyna að fanga
mannlífið, náttúruna og öll smáat-
riðin sem mynda íslenskt samfélag,
þá taka þeir mig að sér, sýna mér
leynistaðina sína, bjóða mér inn á
heimilið og þar með inn í samfélagið
sitt. Um leið og ein manneskja eða
ein fjölskylda er búin að taka mig
inn í hópinn er ég orðinn einn af
samfélaginu og fæ að fylgja fólki eft-
ir og taka þátt í þeirra lífi.“
Milligan segist verja allt upp í
heilu ári í að skoða og kynnast lönd-
um áður en hann ákveður hvernig
hann vill sýna það í bókunum sínum.
Í grunninn tekur hann abstrakt
myndir, óræðar náttúrumyndir sem
njóta sín líkt og risastór málverk
hangandi á vegg, en í Íslandsbókinni
hans mun fjölbreytnin vera í fyrir-
rúmi. „Ég vil sýna Ísland eins marg-
brotið og það er: náttúruna, fólkið,
söguna og nútímann, svo þetta er
allt frá landslagsmyndum og dýra-
lífsmyndum til portrettmynda og
einhverra smáatriða úr mannlífinu
sem fæstir staldra við,“ segir hann
og sýnir mér mynd af gömlum bát í
túnfæti þar sem hey liggur í skárum
og myndar grænar öldur í forgrunni.
„Þarna sérðu Ísland í hnotskurn,
landbúnaður og sjávarútvegur á
einni og sömu myndinni.“
Hann segist vera flakkari að eðlis-
fari en Milligan er alinn upp í Eng-
landi þó fjölskyldan sé skosk. Hann
flytur hálfpartinn til hvers þess
lands sem hann vinnur að bók um
hverju sinni en á lítið býli í Perú og
dvelur mikið í London þegar hann
vinnur að verkefnum í Evrópu. Út
hafa komið stórar ljósmyndabækur
eftir Milligan um Líbanon og Ghana
og dvaldi hann því mikið þar en einn-
ig hefur hann gert bók um föður-
landið sitt, Skotland, og segist sjá
margt líkt með náttúrunni og mann-
lífinu þar og hér. Síðustu þrjú árin
hefur hann komið til Íslands á um
tveggja mánaða fresti og dvalið í
nokkrar vikur í senn. Toyota á Ís-
landi styrkti hann til verkefnisins
svo í stað þess að fara til Japan er
Milligan búinn að keyra allan hring-
inn og þvers og kruss yfir miðhá-
lendið á japönskum Land Cruiser
jeppum og þótti það góð skipti. „Ég
þekki Ísland núna sennilega betur
en margir Íslendingar, jafn vel og
margir leiðsögumenn.“ Milligan seg-
ist notast mest við Airbnb gistingu
úti á landi því þannig sé best að
kynnast heimafólki. „Þar virkar sú
hugmyndafræði best; ég fæ að gista
inni á heimilum fólks og sitja til
borðs með því og rabba í morgun-
matnum. Og ég hef hitt Íslendinga
sem ferðast lítið, fara sjaldan til
Reykjavíkur og nær aldrei til út-
landa, en hafa svo fólk frá öllum
heimshornum við matarborðið og
kynnast heiminum þannig, það er
frábært!“
Ljósmyndabók til að fagna
fullveldisafmælinu
Milligan á enn eftir að dvelja hér í
nokkrar vikur til viðbótar, síðustu
myndirnar hafa ekki enn verið tekn-
ar, en eftir það bíður hans það erfiða
verkefni að velja rúmlega 300 mynd-
ir úr þeim 5000 sem hann hefur tek-
ið, til að birta í bókinni sem kemur út
í nóvember, í tilefni fullveldisafmæl-
isins. „Já, þetta verður hluti af full-
veldishátíðahöldunum sem standa
yfir allt árið. Ég á eftir að taka
myndir af Guðna forseta og Vigdísi
Finnbogadóttur og hlakka til að
hitta þau.“
En hann er ekki aldeilis búinn að
fá nóg af Íslandi. „Ef þú trúir á fyrri
líf þá held ég að það gæti verið að ég
hafi verið hér áður,“ segir Milligan
og hlær.
„Ég er þegar búinn að ákveða að
gera tvær bækur til viðbótar með
myndefni frá Íslandi og mig langar
að vera hér lengur. Ég þarf líka að
læra tungumálið, fara á íslensku-
námskeið, til að skilja menninguna
betur. Ég held að það sem eftir er
ævinnar eigi ég eftir að verja tíma
mínum hér og í Perú til skiptis, mér
líður þannig.“
Þessir „dansandi“ spóar gætu sem best verið teikning en hérna náði Max að
smella af á hárréttu augnabliki.
„Ef ég gæti málað myndi ég mála svona abstrakt landslag en í staðinn tek ég
bara þannig ljósmyndir,“ segir Milligan sem hefur sérhæft sig í landslags-
myndum sem líta helst út fyrir að vera vatnslitamyndir eða blýantsteikningar.