Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Blaðsíða 36
Bubbi Morthens flytur á tónleikum í Hörpu á mið- vikudaginn kemur, ásamt vaskri sveit hljóðfæra- leikara, öll lögin af tveimur af sínum þekktustu plötum, Konu og Sögum af landi. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ég hef á undanförnum árum ofthugsað með mér hvers vegnaég hafi ekki spilað þessar tvær plötur á tónleikum með hljómsveit eftir að þær komu út,“ segir Bubbi Morthens þegar rætt er við hann um tónleikana sem hann heldur í Eld- borgarsal Hörpu á miðvikudags- kvöldið kemur. Hann mun þá flytja í fyrsta skipti í heild öll lögin af tveim- ur af sínum þekktustu og vinsælustu hljómplötum, Konu, sem kom út árið 1985, og Sögum af landi, sem kom á markað fimm árum síðar. Bubbi segir að hann muni flytja ásamt framúrskarandi hljómsveit sinni, tónlistarmönnum sem hafa leikið mikið með honum gegnum ár- in, lögin í upprunalegum útgáfum, eins og þau koma fyrir á plötunum. Á bassa verður Jakob Smári Magnús- son, Eyþór Gunnarsson á hljómborð, Guðmundur Pétursson á gítar og Kristinn Snær Agnarsson á tromm- ur, auk gestaleikara á fleiri hljóðfæri. Tvær á ári næstu tíu árin „Það er farið að styttast í annan end- an hjá manni, ég veit ekki hvað ég mun eiga langa ævi, og ég hef aldrei spilað þessar plötur læf eins og þær eru. Það er heldur betur kominn tími til þess,“ segir Bubbi. „Á þessum ár- um þegar þær komu út þá spilaði ég mikið einn og það var orðin hefð að ég spilaði lögin af plötunum mínum á tónleikum með kassagítarinn. En nú hef ég hugsað mér að spila á næstu tíu árum öll lögin af tveimur plötum á tónleikum á hverju ári,“ upplýsir hann. Christian Falk sem stýrði upptök- unum á Sögum af landi kallaði til dæmis til allskyns hljóðfæraleikara, á flautur, harmónikkur og annað, og ég man að það var erfitt að koma því í kring á sínum tíma, en nú hef ég allt þetta fólk með mér á tónleikunum. Selló fær að hljóma eins og á Konu og blásturinn, og sama má segja um útsetningarnar á Sögum af landi. Þetta er áskorun fyrir okkur sem tökum þátt en líka rosalega skemmtilegt.“ Bera nútímann í sér Á báðum þessum plötum vann Bubbi með upptökustjórum sem voru virtir bassaleikarar og eru nú báðir látnir, Tómas M. Tómasson Stuðmaður með meiru stýrði upptökum á Konu og hinn sænski Christian Falk, sem var á sínum tíma bassaleikari hljómsveit- arinnar Imperiet, stýrði upptökum á seinni plötunni. Bubbi segir þá báða hafa haft gríðarleg áhrif á sig, hvor á sinn hátt. „Tommi hafði mjög mikil áhrif á mig á mínum mótunarferli. Þar kom hann inn á hárréttu augnabliki,“ seg- ir hann. „Tommi var frumlegur og til að mynda voru synthar ekki efst á baugi á þessum tíma, á þann hátt sem hann beitti þeim, og svipað má segja um Falk. Báðar þessar plötur eru með þjóðlagaskotinni tónlist en báðar bera líka nútímann í sér. Það er gam- an að heyra hvernig Christian vefur í Sögum af landi saman þjóðlaga- tónlist og syntha-sándum, sem gaf til kynna hvað koma skyldi með hans eigin tónlistarferil. Á þeirri plötu eru lög eins og „Að eilífu ung“, sem er einhverskonar pönk-þjóðlag, og Tommi kemur á Konu-plötunni til dæmis með sánd eins og það sem Peter Gabriel var að leika sér með uppúr 1983-84, það er mjög for- vitnilegt.“ Af sama trénu Og Bubbi heldur áfram að rifja upp samstarfið við upptökustjórana tvo. „Tommi vann með mér Fingraför, Pláguna, Utangarðsmenn, Egóið, og Konu-plötuna. Það var mjög frjótt samstarf. Svo kom Christian Falk inn og vann fyrst með mér Frelsi til sölu og svo Sögur af landi. Hann var mjög frjór og það má heyra, hann kallaði til dæmis í Oliver Manoury til að spila á bandéon, argentínska nikku, Einar Kristjánsson á klassískan gít- ar, Steina Magg – Þorstein Magnús- son á rafmagnsgítar, Reyni Jónasson á nikkur… Tommi Tomm spilar meira að segja á bassa í einu lagi þótt Christian spili á bassann í þeim flest- um. Ég hef verið nú meðan við æfum að hlusta töluvert á báðar þessar plötur og er komin á þá skoðun að Konu- platan sé æði góð en það sem kemur ekki síst á óvart með Sögur af landi er hvað hún er tímalaus. Hún hefði þess vegna getað verið samin í gær. Þetta eru tvær mjög ólíkar plötur en að einhverju leyti af sama trénu.“ Fann tóninn og karakterinn Ekki voru nema fimm ár á milli út- gáfu þessara tveggja platna og Bubbi var ekki einu sinni orðinn þrítugur þegar hann samdi lögin á og hljóðrit- aði Konu. Hvaða augum horfir hann á þessar plötur í dag, orðinn sextug- ur? Ekki stendur á svari. „Það sem mig undrar er að þegar ég gerði Konu, þá var ég búinn að gera Ís- bjarnarblús, búinn að gera Fingra- för, Pláguna, báðar Egó-plöturnar, Utangarðsmanna-plöturnar… og Das Kapital. Og var bara búinn að vera fimm ár í bransanum!“ Hann hlær og hristir höfuðið yfir afköst- unum. Bætir svo við: „Annars hef „Bravó Bubbi – helvíti var þetta vel gert!“ 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.4. 2018 LESBÓK Mirren óttast streymið Helen Mirren KVIKMYNDIR Leikkonan Helen Mirren segir að auknar vinsældir þess að horfa á kvikmyndir heima í stofu í gegnum streymisþjónustur séu ekki góðar fréttir fyrir þá sem vilji gera kvikmyndir til að sýna í kvik- myndahúsum. „Þetta er hræðilegt fyrir fólk eins og eiginmann minn, kvikmyndaleikstjóra, sem vill að fólk horfi á myndir þeirra í bíóum með hópi fólks,“ sagði Mirren í samtali við tímaritið Total Film. Mirren, sem er 72 ára, er gift Taylor Hackford, sem m.a. leik- stýrði myndinni Ray frá 2004, sem segir ævisögu tónlistarmanns- ins Rays Charles. Hún segir að þessi sameiginlega reynsla sem maður upplifi með öðru fólki í kvikmyndahúsum eigi á hættu að deyja út. „Bíó- gestir eru í þessu saman. Þeir eru hræddir, þeir hlæja og gráta saman. Þetta er sameiginleg reynsla. Og hún er að hverfa.“ KVIKMYNDIR Spike Lee frumsýnir mynd í aðalkeppninni á kvikmyndahátíðinni í Cann- es í ár. Myndin sem fjallar um Ku Klux Klan keppir við sautján aðrar myndir um gull- pálmann í næsta mánuði. Framleiðandi myndarinnar sem ber nafnið BlacKkKlansman er Jordan Peele, sem er þekktur fyrir verðlaunamyndina Get Out. Í aðalhlutverki er John David Washington, sonur Denzels, en hann leikur löggu sem tek- ur þátt í félagsskap KKK. Öfugt við í fyrra verða engar kvikmyndir frá Netflix á hátíðinni í ár vegna þess að þær eru ekki sýndar í kvikmyndahúsum. Spike Lee frumsýnir í Cannes Spike Lee og Jordan Peele. AFP Góðkunningj- ar á skjánum RÚV Kvikmyndir sem hafa valdið straumhvörfum í kvikmyndasögunni eru á dagskrá RÚV á laugardags- kvöldum. Að þessu sinni segir leikarinn Hannes Óli Ágústsson frá Óskarsverðlaunamyndinni The Usual Suspects frá árinu 1995. Myndin byggist á frásögn hreyfi- hamlaða smákrimmans Verbal af ótrúlegri atburðarás sem hefst þeg- ar lögreglan í New York tekur fimm ólíka menn fasta vegna glæps. Leik- stjóri er Bryan Singer og með aðal- hlutverk fara Kevin Spacey, Gabriel Byrne, Chazz Palminteri, Benicio Del Toro og Stephen Baldwin. SJÓNVARP SÍM- ANS Þættirnir Kokkaflakk eru á dagskrá Sjónvarps Símans á sunnu- dagskvöldum. Í þeim heimsækir Ólafur Örn Ólafs- son íslenska mat- reiðslumenn sem hafa gert það gott úti í hinum stóra heimi. Borgir kokkanna eru skoðaðar með þeirra augum og líka hvað veitir þeim inn- blástur, hvert þeim finnst gott að fara að borða auk þess sem áhorf- endur kynnast fjölskyldum þeirra og vinum. Þættirnir eru alls fimm og er þá alla að finna í premium- þjónustu Sjónvarps Símans en það er þriðji þátturinn sem er á dag- skrá á sunnudagskvöldið. Ólafur Örn Ólafsson Kokkur á flakki STÖÐ 2 Margir eru hrifnir af nor- rænum spennuþáttum en hinn sænski þáttur Gåsmamman með Alexöndru Rapaport í aðal- hlutverki svíkur ekki. Stöð 2 sýnir nú þriðju þáttaröðina á sunnudags- kvöldum. Tommy Körberg og Alexandra Rapaport. Sænsk spenna AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.