Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Blaðsíða 40
SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2018
„Persónulega er þetta ótrúlega
merkilegt og skemmtilegt. Maður
ólst upp við að spila Mario á Nintendo
NES-tölvunni og síðan er maður allt í
einu búinn að gefa
sjálfur út leik með
þessu fyrirtæki,“
segir Sigursteinn
Jóhannes Gunnars-
son leikjahönnuður.
Þetta er til marks
um hve Sigursteinn
og félagar hans í
Studio Wumpus,
sem bjó til leikinn,
hafa náð langt en leikurinn byrjaði
sem útskriftarverkefni þeirra úr
námi við New York University.
Sumer byggist á borðspilahefðinni
en Sigursteinn og félagar vilja koma
„borðspilagullöldinni“ sem hefur ver-
ið ríkjandi að undanförnu inn í leikja-
tölvurnar.
„Þetta er fjölskylduleikur. Eins og
Catan er fjölskylduspil þá byggist Su-
mer mikið á spilamekaník og hug-
myndinni um að spila saman. Það er
ekkert ofbeldi í honum. Þetta er ein-
stakur leikur; það er enginn annar
leikur sem er nákvæmlega eins, sem
reynir að ná fram þessari fjölskyldu-
borðspilastemningu.“
Hann segir leikinn henta vel fyrir
Switch.
„Þetta er leikur sem er best að
spila fjórir saman fyrir framan sjón-
varpið. Við vorum búnir að gefa leik-
inn út á Steam, sem er til að spila í PC
en það eru svo fáir sem eiga fjórar
fjarstýringar til að spila með í tölvu.
Nintendo Switch gengur hinsvegar út
á að spila saman. Tvær fjarstýringar
fylgja með tölvunni en svo kaupa
margir auka par af fjarstýringum og
þá geta fjórir spilað saman.“
Sumer er leikur sem öll fjölskyldan getur spilað saman.
Borðspil í leikjatölvu
Leikurinn Sumer, sem
Íslendingur stendur að,
kom út á Nintendo
Switch í Evrópu í gær.
Sigursteinn
Jóhannes
Gunnarsson
Í Morgunblaðinu 8. apríl 1918
var skrifað um íslensk húsa-
kynni. Þar segir að torfbæir séu
tiltölulega ódýrir, endingargóðir
og hlýir og að ekki sé heppilegt
að hverfa algjörlega frá gamla
byggingarlaginu. „Það verður
eigi sagt um timburhús, og þótt
steinhús endist vel, þá eru þau
hvorki ódýr né hlý. Þvert á
móti,“ stendur í greininni.
„Það er sjálfsagt að bæta
húsakynnin svo mjög sem unt er.
En heimska er það, að líta fyrir-
litningaraugum á gamla íslenzka
byggingarlagið. Það er óvíst, að
nokkur bóndi á landinu búi í
verri húsakynnum, eða óhollari,
heldur en fjöldi manns verður að
sætta sig við hér í sjálfri höfuð-
borg landsins. Og heldur vildi eg
eiga heima í lélegum torfbæ, en í
sumum kjallarakytrunum hér,“
stendur þar.
„Hitt er annað mál, að
torfbæir þurfa eigi að vera svo
slæmir, sem þeir eru víða. Og
hér er verkefni fyrir byggingar-
fróða menn, að ráða fram úr því,
hvernig heppilegast verður að
bæta húsakynnin — hvernig bezt
má sameina það, að byggingar-
lagið sé sem hagkvæmast, ódýr-
ast og um leið samboðið siðuð-
um mönnum og eigi heilsu-
spillandi. Er enginn efi á því, að
hægt er að gera torfbæi svo, að
það verði eigi óheilsusamlegra
að búa í þeim, heldur en í öðrum
húsakynnum.“
GAMLA FRÉTTIN
Ódýrir og
hlýir
Glaumbær í Skagafirði er einn af merkustu torfbæjum landsins.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Katla Margrét Þorgeirsdóttir
leikkona.
Bryce Dallas Howard
leikkona.
Jessica Chastain
leikkona.
TEMPUR®Hybrid
Hönnuð fyrir sneggra viðbragð
TEMPUR® Contour
Hönnuð fyrir meiri stuðning
TEMPUR® Cloud
Hönnuð fyrir meiri mýkt
MicroTech frá Tempur
Fyrir þá sem kjósa
Tempur® á betra verði
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
AFSLÁTTUR
25%
KOMDU NÚNA!
TEMPUR-DAGAR
AÐ SOFA ER EITT – AÐ HVÍLAST ER ANNAÐ
ALLT ÞAÐ NÝJASTA
FRÁ TEMPUR®
MEÐ 25% AFSLÆTTI Á TEMPUR-DÖGUM Í BETRA BAKI
Nýjar gerðir
og fjölbreytt úrval
heilsukodda
VEFVERSLUN
www.betrabak.is
OPIN
ALLAN
SÓLARHRINGINN