Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Blaðsíða 21
kynjaójafnvægi í stéttinni og þar var gerð rannsókn sem sýnir svart á hvítu hversu skökk hlutföllin voru í bransanum yfir höfuð. Það eru um það bil jafnmargar konur og karlar sem fara í námið og um það bil jafnmargt af báðum kynj- um sem útskrifast en síðan eru örfá prósent af konum sem ná alla leið upp í stjórnunarstöður. Þá er líka auðvitað talað um kynbundinn launa- mun og fleira sem speglast í þessu og síðan þessi ákvarðanataka sem skipt- ir svo miklu máli. Hinn punkturinn varðar fund sem haldinn var í fyrra á vegum Ímarks og Sambandsís- lenskra auglýsingastofa, SÍA, þar sem umræðan var kynjaójafnvægi í auglýsingageiranum. Við eigum þessar tvær vísbendingar en við vilj- um bara gera hlutlausa könnun og úttekt og kanna hverju við þurfum að breyta til þess að laga þetta. Það er í rauninni kveikjan að þessu. Svo er auðvitað fullt af óvísinda- legum könnunum og sögum og slúðri sem maður heyrir útundan sér sem eykur forvitni á málefninu,“ útskýrir hún og bætir við að allar manneskjur vilji tilheyra og hafa áhrif. „Ef þú gerir það ekki þá kannski finnst þér þú ekki eiga heima í þeim hóp og þá ferðu og leit- ar annað.“ Auglýsingabransinn orðinn gamaldags Þórhildur segir auglýsingabrans- ann, módelið sjálft, vera orðið svolít- ið gamaldags og talar þá meira um kerfið heldur en manneskjurnar sem eru inni í kerfinu og segist finna að það eru ákveðin hefðbundin gildi ennþá mjög ríkjandi. Hún segir að með Grapíku vilji konur leggja áherslu á að breikka sviðið en ekki að vera að fara inn á svið annarra. „Við viljum auka fjöl- breytni og veita fleiri röddum áheyrn og við trúum því, sjáum, og vinnum við það dagsdaglega, að það hefur áhrif sem maður setur þarna út í samfélagið. Þetta er auðvitað sama umræðan og við erum búin að sjá varðandi Hollywood þaðan sem Meetoo-byltingin sprettur. Þetta einsleita sjónarhorn og örfáu eins- leitu menn sem hafa áhrif á hvernig allt lítur út. Það er fullt af allskonar og það má alveg sýna það. Þetta snýst ekki um að þeir sem að eru við völd segi „já ég skil, þið meinið að það þurfi meiri fjölbreytni, þá gerum við það.“ Þetta virkar þannig að fleiri og fjölbreyttari koma að borð- inu við ákvarðanatöku.“ Bjarney Hinriks- dóttir sigraði í lógó- samkeppninni. ’ Við erum ekki að stillaokkur upp gegn félagiíslenskra teiknara eða rífaokkur úr þeim hópi heldur erum við hreyfiafl sem leggur alfarið áherslu á máefni kvenna. Það var mikil stemning á sýningu Grapíku á HönnunarMars. 15.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Helga Mogensen Kristin Sigfríður Garðarsdóttir Vagg og velta Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | www.misty.is Misty CATE Haldari 7.990 kr. Buxur 2.990 kr. Dekraðu við línurnar Dóra Ísleifsdóttir prófessor, María Kristín Jónsdóttir, ritstjóri hönnunartímaritsins Ha, og Þór- hildur Laufey sátu í dómnefnd. Í umsögn dómnefndar um lóg- ið sem sigraði keppnina segir meðal annars; Vinningsmerkið er stílhreint, kröftugt og hvasst og það er mikilvægt að konur og stúlkur á öllum aldri tengi við merkið, geti teiknað það sjálfar og tileinkað sér það í myndmáli sínu. Merkið er í sínu einfaldasta formi táknrænt fyrir hefðbundið valdakerfi sem er umturnað og sett á hvolf. Þannig að dóm- nefndin telur að vinningsmerkið dragi fram sérstöðu félagsins þannig að í því myndbirtist kyn og hugvit sem eitt, sköpin og sköpunin. Þannig að við erum að horfa á líffræðilegt form kon- unnar, sköpin, og svo sköpunina þar sem þú getur horft á lógóið sem annaðhvort blýant eða sköp. MIKILVÆGT AÐ KONUR OG STÚLKUR Á ÖLLUM ALDRI TENGI VIÐ MERKIÐ

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.