Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Blaðsíða 20
H reyfingin Grapíka var stofnuð á kvennafrídaginn 24. október síðastliðinn. Hreyfingin var stofnuð í kjölfar umræðu á lokuðum hóp félags íslenskra teiknara á Fa- cebook um hvort að það þyrfti ekki aðskilda hreyfingu fyrir konur í grafískri hönnun á Íslandi. „Ég fór í að stofna lokaðan hóp á Facebook í kjölfar umræðunnar og til þess að gera langa sögu stutta þá hafði ég ekki undan að samþykkja beiðnir í hópinn. Eftir tvo daga voru þetta orðnar 200 konur þarna inni og út frá því var skorað á mig að stofna fé- lag eða hreyfingu,“ útskýrir Þórhild- ur. „Í kjölfarið hittumst við nokkrar konur í grafískri hönnun og ræddum hvort það væri þörf á svona hreyf- ingu og til hvers hún ætti að vera og fleira. Við komust síðan að því með samtali að það er gífurleg þörf á að gera konur í faginu sýnilegri.“ Þórhildur segir að með hreyfing- unni séu meðlimir Grapíku að sækja styrk í hver aðra og lyfta hver ann- arri upp því að grafíski hönn- unarheimurinn sé mjög karllægur geiri. Á stofnfundinum setti félagið sér tvö markmið fram að aðalfundi sem var haldinn í mars. „Annars vegar ætluðum við að stofna til lógó- samkeppni, finna andlit og merki á hreyfinguna og hinsvegar vildum við skapa okkar rými á HönnunarMars og vera sýnilegar þar.“ Grapíka hélt stóra sýningu á HönnunarMars þar sem meðal ann- ars nýtt merki hreyfingarinnar var afhjúpað. Þar bar Bjarney Hinriks- dóttir sigur úr býtum með merki sitt á lógó-samkeppni en tæplega 80 lógó voru send í keppnina. Einblína á konur í faginu Grapíkur eru í dag orðnar rúmlega 100. „Samkvæmt lögum félagsins þá erum við að einblína á konur í graf- ískri hönnun og félagið er félag kvenna í grafískri hönnun. Hins- vegar, eins og með svo margt í þess- um geira, þá verður flæði á milli starfstitla. Þetta er meira hreyfing en félag og við erum ekki að stilla okkur upp gegn félagi íslenskra teiknara eða rífa okkur úr þeim hópi heldur erum við hreyfiafl sem leggur alfarið áherslu á málefni kvenna.“ Spurð af hverju þurfi sérstakt fé- lag fyrir konur árið 2018 svarar Þór- hildur: „Það er í rauninni svolítið spurningin sem við erum að spyrja okkur og er í rauninni kannski „hitt“ atriðið sem við ætlum að reyna að uppfylla núna á þessu ári. Okkur langar til þess að gera hlutlausa út- tekt á geiranum og við viljum fá að sjá stöðuna svart á hvítu. Okkur grunar ýmislegt og höfum tilfinn- ingu fyrir öðru. Okkur langar að fá á hreint og fá meira en bara tilfinn- ingu fyrir því til dæmis hversu margar konur sækja sér menntun í grafískri hönnun, bæði hérlendis og erlendis, hversu margar konur hrökklast úr faginu eftir menntun eða hvort þær geri það yfir höfuð. Hversu margar konur þrífast inni á stóru auglýsingastofunum og hversu margar hlutfallslega kjósa að vera einyrkjar og af hverju.“ Þórhildur segir meðlimi Grapíku hafa tilfinningu fyrir því að umhverf- ið henti kannski ekki og til dæmis þá varðandi fjölskylduaðstæður, vinnu- tíma og fleira. „Við erum einmitt að spyrja okkur þessara spurninga; er þörf á því að við myndum hreyfingu og samstöðu 2018? Erum við ekki bara orðnar nógu sterkar og flottar og getum við ekki bara reddað okk- ur sjálfar? Við erum bara að velta þessu fyrir okkur og ætlum að leita til stærri fyrirtækja hérna á Íslandi og athuga hvort þau vilji styrkja okkur í því að vinna þessa úttekt. Það er sigur fyrir alla ef við getum breikkað sviðið og boðið fjölbreytt- ari möguleika í að skapa, eins og til dæmis ímyndir því að grafísk hönn- un snertir svo margt. Hún snertir allt auglýsingaefni, umbúðahönnun, vefhönnun, dagblöð, umbrot og upp- setningu, hvað þú velur sem mynd- efni, bókakápur, plakötin fyrir bíó- myndirnar og margt fleira. Þetta er svo ótrúlega breytt svið og rosalega mikil ákvörðunartaka sem liggur á bak við það sem augun þín eru að sjá alla daga.“ Örfá prósenta kvenna í stjórnunarstöðum Aðspurð hvernig aðallega hafi hallað á konur í geiranum nefnir Þórhildur könnun sem gerð var fyrir tímaritið Mænu árið 2009, en mæna er tímarit nema í grafískri hönnun við Listahá- skóla Íslands sem gefið er út á hverju ári. „Í því tímariti var lögð áhersla á Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mikilvægt að veita fleiri röddum áheyrn Þórhildur Laufey Sigurðardóttir, grafískur hönnuður og vörumerkjastjóri Krónunnar, er formaður Grapíku Íslandicu, sem er hreyfing kvenna í grafískri hönnun. Þórhildur segir eitt af markmiðum Grapíku vera að gera konur í faginu sýnilegri. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Þórhildur Laufey segir Grapíkur sækja styrk í hver aðra og lyfta hver annarri upp því að grafíski hönnunarheimur- inn sé mjög karllægur geiri. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.4. 2018 HÖNNUN Laugardaginn 14. apríl verður Bókverka- og prentblót Reykjavíkur haldið áKjarvalsstöðum á milli klukkan 11 og 16. Þar gefst almenningi tækifæri til aðkynna sér og kaupa bókverk, ritlinga, teiknimyndasögur, prentverk og sjálf- útgefið efni úr ýmsum áttum. Bókverka- og prentblót Reykjavíkur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.