Morgunblaðið - 05.05.2018, Side 8

Morgunblaðið - 05.05.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is MARALUNGA Hönnun: Vico Magistretti Karl Heinrich Marx fæddistþennan dag fyrir 200 árum í Prússlandi. Það var fjarri því aug- ljóst þá, og raunar ekki fyrr en löngu eftir dauða Marx, að kenningar hans myndu valda þeim hörmungum sem síðar kom í ljós. Kenningar Marx voru undirstaða byltingarinnar í Rússlandi, fyrir rúmri öld, sem svo þandist út og varð Sovétríkin, og fáum áratugum síðar í Kína.    Margar smærribyltingar hafa verið gerðar á sömu forsendum og enn eru til ríki sem kúga íbúana á grunni kenninga Karls Marx.    Afleiðingarnar eru alls staðarþær sömu, fátækt og gríðarleg misskipting, kúgun og margvísleg mannfyrirlitning. Á heildina litið er talið að um eða yfir 100 milljónir manna hafi látist í hungursneyð og ofbeldi í nafni kommúnismans og sósíalismans.    Það er þess vegna athyglisvert aðí gær skuli hafa komið fram framboð til borgarstjórnar Reykja- víkur sem kennt er við þessi ósköp. Sósíalistaflokkur Íslands gefur Reykvíkingum kost á að kynnast kenningunum af eigin raun.    Ekki er síður athyglisvert aðframboðinu er haldið uppi af verkalýðsfélaginu Eflingu, sem á nokkra frambjóðendur ofarlega á listanum, þar með talinn formann fé- lagsins.    Og svo situr uppgjafakapítalisti áfjósbitanum og togar í spott- ana. Þetta væri broslegt, væri þetta ekki svona dapurlegt. Karl Marx 200 árum síðar STAKSTEINAR Sólveig Anna Jónsdóttir Veður víða um heim 4.5., kl. 18.00 Reykjavík 2 skýjað Bolungarvík 2 snjókoma Akureyri 5 skýjað Nuuk -3 skúrir Þórshöfn 9 rigning Ósló 10 heiðskírt Kaupmannahöfn 12 heiðskírt Stokkhólmur 14 heiðskírt Helsinki 11 skýjað Lúxemborg 20 heiðskírt Brussel 18 heiðskírt Dublin 17 léttskýjað Glasgow 14 alskýjað London 18 heiðskírt París 18 heiðskírt Amsterdam 16 heiðskírt Hamborg 16 heiðskírt Berlín 18 heiðskírt Vín 23 heiðskírt Moskva 19 heiðskírt Algarve 19 léttskýjað Madríd 11 heiðskírt Barcelona 18 heiðskírt Mallorca 15 skýjað Róm 17 skúrir Aþena 26 léttskýjað Winnipeg 18 léttskýjað Montreal 12 alskýjað New York 20 þoka Chicago 17 alskýjað Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:46 22:04 ÍSAFJÖRÐUR 4:32 22:27 SIGLUFJÖRÐUR 4:15 22:11 DJÚPIVOGUR 4:11 21:38 Innkauparáð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að ganga að tilboði Geislasteins ehf. í byggingu vallar- húss við frjálsíþróttavöll í Mjódd. Alls bárust þrjú tilboð í verkið og hljóðaði tilboð Geislasteins upp á 150 milljónir króna. Var það 23% yfir kostnaðaráætlun, sem var 122 millj- ónir. Verkið var boðið út fyrr á árinu og bárust tvö tilboð. Þau voru langt yfir kostnaðaráætlun og var þeim hafnað. Verkið var boðið út að nýju eftir að því hafði verið skipt upp og nokkrir þættir teknir út. Vallarhúsið verður við nýjan frjálsíþróttavöll ÍR sem lagður verð- ur í Suður-Mjódd. Í húsinu verður aðstaða til mótahalds, s.s. tímatöku- og mótsstjórn. Einnig verður þar veitingasala, snyrtingar, aðstaða fyrir notendur vallarins og geymslur. Byggingin verður tvær hæðir og heildarflatarmál 442,8 fer- metrar. sisi@mbl.is Tilboði tek- ið í vallar- hús í Mjódd Fjórðungsþing Vestfjarða var haldið á Tálknafirði á miðvikudaginn. Arc- tic Fish bauð gestum þingsins að koma og skoða uppbygginguna á seiðaeldisstöðinni sem er að rísa í Norður-Botni í Tálknafirði. Tálkna- fjarðarhreppur bauð upp á léttar veitingar á meðan gestir skoðuðu að- stöðuna. Seiðaeldisstöðin er hin fullkomn- asta hér á landi. Nýbreytnin felst í því að hún er svokölluð endurnýting- arstöð þar sem um 85 prósent af vatninu verða endurnýtt. Auk venju- legra aðalfundarstarfa var á dagskrá tillaga milliþinganefndar FV um 4. grein samþykkta sambandsins, en hún fjallar um atkvæðavægi sveitar- félaga á þingi þess. Ársfundur Byggðasamlags Vestfjarða um mál- efni fatlaðra var haldinn samhliða þinginu. Skoðuðu seiðaeldið á Tálknafirði Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Arctic Fish Þingfulltrúum var boðið að skoða uppbyggingu seiðaeldisins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.