Morgunblaðið - 05.05.2018, Síða 17

Morgunblaðið - 05.05.2018, Síða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is Nýtt hótel í Reykjavík til leigu Viðskiptatækifæri: Nánari upplýsingar: Guðni Halldórsson, gudni@kontakt.is og Gunnar Svavarsson, gunnar@kontakt.is H au ku r0 5. 18 Til leigu nýtt og glæsilegt 48 herbergja hótel í fallegu húsi a góðum stað í Reykjavík. Hótelið verður innréttað og afhent fullbúið í upphafi árs 2019. Hönnun innra útlits verði unnin í samráði við leigjanda. Leigjandi þarf að greiða fyrir lausamuni hótelsins, leggja fram tryggingu fyrir húsaleigu og geta sýnt fram á þekkingu á atvinnugreininni. Verulega spennandi verkefni i ferðaþjónustu í höfuðborginni. Framboðslisti T-listans, Traustra innviða, í Mýrdalshreppi hefur verið kynntur, en um er að ræða frjálst og óháð framboð skipað áhugafólki um eflingu innviða og samfélags í Mýrdalshreppi, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Listann leiðir Einar Freyr El- ínarson ferðaþjónustubóndi, í 2. sæti er Drífa Bjarnadóttir fisk- eldisfræðingur og í 3. sæti er Ingi Már Björnsson bóndi. T-listinn í Mýrdals- hreppi liggur fyrir Framboðslisti Sjálfstæðismanna og óháðra í Hrunamannahreppi var samþykktur 1. maí síðastliðinn. Fyrsta sæti listans skipar Jón Bjarnason, verktaki, ferða- og sauðfjárbóndi, í 2. sæti er Bjarney Vignisdóttir, sem er m.a. sveitar- stjórnarmaður, og í 3. sæti er Sig- fríð Lárusdóttir sjúkraþjálfari. Meðal helstu stefnumála listans eru opin stjórnsýsla, framþróun at- vinnumála og heildarstefna í lóða- málum. Einnig er lögð áhersla á eflingu lýðheilsu, ferðaþjónustu og að leik- skólagjöld lækki jafnt og þétt á komandi kjörtímabili. Framboð Listi Sjálfstæðisflokksins í Hrunamannahreppi liggur nú fyrir. Framboð X-D í Hrunamannahreppi Listi Framtíðarinnar sem bjóða mun fram í Mýrdalshreppi í sveitar- stjórnarkosningunum í vor hefur verið kynntur. Ragnheiður Högna- dóttir fjármálastjóri leiðir listann, í öðru sæti er Páll Tómasson tré- smiður og í því þriðja er Þórey R. Úlfarsdóttir rekstrarstjóri. Í fréttatilkynningu frá aðstand- endum listans segir að um sé að ræða óháð framboð öflugra ein- staklinga úr ólíkum áttum, með fjölbreyttan bakgrunn sem bera hag samfélagsins fyrir brjósti. Framtíðin í framboði í Mýrdalshreppi VIÐTAL Sigurður Ægisson sae@sae.is Þór, félag safnara á Siglufirði, er 25 ára í dag og opnar af því tilefni afmælissýningu í Ráðhúsi Fjalla- byggðar, á 2. hæð, kl. 14. „Upphafið að þessu félagi var það að ég var búinn að vera með þessa hugmynd í kollinum lengi,“ segir Þór Jó- hannsson, for- sprakkinn, sem félagið er nefnt í höfuðið á. „Þannig var að Hafdís Ólafs- son og mamma unnu saman á sjúkrahúsinu og Hafdís var mikill safnari. Hún kom oft í heimsókn til okkar upp á Hverfisgötu og þannig kynntist ég henni, og ég fór svo seinna meir að heimsækja hana og skoða það sem hún var að dunda sér við, sem var æði margt. Ég var sjálfur byrjaður að safna þá, en vissi ekki að hún væri svona rosalegur safnari. Svo kynntist ég henni betur og fór að segja henni frá þessari hugmynd minni, að stofna eitthvert félag, og hún dreif í þessu og ýtti á þetta með mér og við gerðum þetta í sameiningu.“ Liði safnað saman Félagið var stofnað 5. maí 1993. „Við byrjuðum á því að smala saman einhverju liði, það var Arn- finna Björnsdóttir, Abbý, síðar bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2017, Jóhannes Friðriksson, Sig- urður Gíslason með allt sitt, hann átti eitt stærsta safn í heimi, held ég, af eldspýtnastokkamiðum, Jón- ína Hallgrímsdóttir eða Ninna í Skútu, eins og hún var oftast nefnd, hún safnaði m.a. litlum, fal- legum vínflöskum, og svo voru Jó- hanna Þorsteinsdóttir, Sveinn Þorsteinsson og eiginkona hans Berta Jóhannsdóttir og fleiri – ætli við höfum ekki verið um fjór- tán lengi vel.“ Félagið var í fyrstu með aðstöðu í Aðalgötu 8 á Siglufirði, þar var fundað og fyrsta sýningin sett upp, á 5 ára afmælinu. „Svo fórum við niður í Eyr- argötu 16, vorum uppi hjá úr- smiðnum, þar funduðum við á tímabili. Svo fórum við í Aðalgötu 22, sem Rúdolf Sæby átti, þar var Abbý fyrst með vinnustofu, þar funduðum við uppi og vorum í smá tíma. Síðan fórum við niður í Að- algötu 13, þar sem hún er núna, og höfum verið að funda þar undanfarið,“ segir Þór. Ríkisdalir og jólakort Sýningar hafa verið haldnar á fimm ára fresti. „Við höfum látið gera svona ým- islegt í gegnum tíðina, þar á meðal eru spilastokkar í tilefni tímamót- anna núna. Á 10 ára afmælinu lét- um við gera jólafrímerki. Á 15 ára afmælinu keypti ég mér stimpla og blek og handstimplaði yfir hitt. Og lyklakippu létum við gera ein- hverju sinni.“ Sem dæmi um það sem fé- lagsmenn hafa verið að safna, fyr- ir utan það sem áður var minnst á, má nefna peningaseðla, þar á meðal eru nokkrir ríkisdalir frá því undir lok 18. aldar, jóla- og póstkort, fingurbjargir, lyklakipp- ur, og listar með nöfnum sigl- firskra fermingarbarna, svo bara fátt eitt sé nefnt. Og sjálfur á formaðurinn ýmis- legt í pokahorninu. „Já, ég safna öllu,“ segir Þór. „Ég á t.d. stórt safn af golfkúlum, merktum íslenskum fyrirtækjum og golfklúbbum, þetta eru 500-600 kúlur. Meiningin var að gefa þetta í nýja golfskálann í Hólsdal, sem vonandi rís innan skamms. Ég hef bara tekið þetta og hent í kassa, þegar ég hef fundið þetta, og svo fór ég að skoða þetta fyrir nokkr- um árum og þá var þetta orðið helvíti mikið safn. Ég var búinn að finna sérstaka glerramma á netinu sem taka 80 kúlur hver, til að hafa á vegg, ég var að hugsa um að fá mér nokkra svoleiðis. Svo hirði ég alla jókera úr öllum spilum og er með heila stokka líka, allt íslenskt. Ég á um 350 stokka heila. Svo á ég eitthvað yfir 1.000 spilabök. Það er til mik- ið af íslenskum spilum, allt frá 1925. Svo safna ég líka reikn- ingum og kvittunum, það elsta er frá því um aldamótin 1900, þetta er frá flestum verslunum sem voru á Siglufirði á 20. öld, og þær voru ekki fáar. Þetta er óhemju kássa, allt geymt í plastvösum í möppum.“ Vantar fleiri safnara Á 25 ára afmæli félagsins er hann þó dálítið uggandi hvað framtíðina varðar. „Það er merkilegt að þetta félag skuli vera til ennþá. Nú er ég sá yngsti, fæddur 1961, fjögur eru horfin á braut. Þetta deyr út af sjálfu sér ef það verður engin end- urnýjun. Það er fullt af öðrum söfnurum hérna, sem gaman væri að fá til liðs við okkur. Þeir eru bara úti í horni eins og er, vilja vera einir og sér. En um leið og þú ert kominn í svona félagsskap, ég þekki það af eigin raun, þá kynnist þú svo mörgum söfnurum og færð miklu meiri gleði út úr þessu.“ Spilastokkarnir, sem gerðir hafa verið í tilefni dagsins til styrktar félaginu, verða til sölu á afmæl- issýningunni og kosta 2.000 kr. hver. Þeir eru númeraðir, frá 1 og upp í 100. „Það er skemmtilegra að gera þetta saman“  Þór, félag safnara á Siglufirði, 25 ára í dag  Nefnt í höf- uðið á forsprakkanum  Afmælissýning í ráðhúsinu í dag Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Safnari Þór Jóhannsson með einn spilastokkanna, sem verða til sölu á af- mælissýningunni í dag í Ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði. Safngripur Ríkisdalur frá 1794 er einn af fágætum gripum sem safnararnir á Siglufirði eiga. Á bakhlið seðilsins er ritað: „Thessi Banco-Seðill geingur fyrir 1. Rikisdal eður Nyutiu og Sex Skilldinga i Danskri Courant Mynt i Danmörku, Noregi og Fyrstadæmunum eins og á Íslandi.“ SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.