Morgunblaðið - 05.05.2018, Side 22
BAKSVIÐ
Sigurður Nordal
sn@mbl.is
Það sem reynst hefur hvað flóknast
við byggingu Marriott Edition hót-
elsins sem rís við hlið Hörpu, er sú
staðreynd að enginn þeirra innlendu
aðila sem komið hafa að þessu verk-
efni hefur áður tekið þátt í að byggja
fimm stjörnu hótel, að sögn Eggerts
Dagbjartssonar og Richards Fried-
man, forstjóra Carpenter & Comp-
any, sem standa að verkefninu.
Morgunblaðið hitti þá að máli í sér-
stakri aðstöðu í Reykjavík þar sem
væntanleg herbergi hótelsins eru
þróuð í módelum í raunstærð.
Gífurlegur fjöldi ráðgjafa
Eggert segir gerð fimm stjörnu
hótels krefjast gífurlegs fjölda ráð-
gjafa og sérfræðinga. „Fjöldi fólks í
Bandaríkjunum er að vinna í þessu
verkefni frá Edition, frá Marriott,
frá Roman & Williams, ljósahönn-
uðir og fleiri og fleiri. Það er því
ótrúlegur fjöldi ráðgjafa sem kemur
að verkefninu. Enginn hér á landi
hefur reynslu af slíku umhverfi.“
Friedman bendir á að fyrir hótel
af þessum gæðum dugi ekki að
kaupa innanstokksmuni í gegnum
bæklinga. „Allt í módel-herbergjun-
um hérna er sérsmíðað og hannað
fyrir þetta tiltekna hótel. Þetta er
mjög flókið. Röksemdin fyrir að hót-
el fær fimm stjörnur liggur í því að
það er ekki steypt í sama mót og
önnur. Marriott valdi nafnið
„Edition“ á fimm stjörnu hótel sín af
því að hvert þeirra er sérútgáfa.
Engin tvö eru eins.“
Marriott gerir gífurlegar kröfur,
að sögn Friedmans. „Það má segja
að hlutverk okkar felist í raun í því
að smala köttum,“ segir hann og
hlær við. „Það er fjöldi fólks sem
kemur að málum og við þurfum að
samræma það. En það er okkar
starf.“
Eggert bendir á að Marriott
myndi aldrei heimila neinum öðrum
að taka ákvarðanir sem snerta vöru-
merki þess. „Það að fá heimild til
þess að reisa „Edition“-hótel krefst
undirritunar á 30 ára rekstrarsamn-
ingi (e. management agreement) við
Marriott. Í því felst að þeir ráða í
raun nánast öllu og þeir hafa mjög
vel skilgreind gæðaviðmið.“ Eggert
segir þetta ferli hafa tekið töluvert
lengri tíma hér en venja er, enda
takmörkuð reynsla hér á landi af því
að gera 30 ára rekstrarsamning af
þessu tagi.
Það sem skilur Marriott Edition
hótelið frá öðrum hótelum sem rekin
eru undir alþjóðlegum vörumerkjum
hérlendis, svo sem Hilton og
Canopy, er að vörummerkið verður
ekki leigt. „Hópurinn sem stendur
að baki verkefninu mun eiga hótelið
en Marriott mun stýra því.“
Þeir benda jafnframt á að þrátt
fyrir reynslu alþjóðlegu ráðgjafanna
af því að reisa fimm stjörnu hótel,
hafi þeir líklega aldrei komið áður að
slíku verkefni í landi þar sem hótel
af þessu tagi hefur ekki verið reist
áður. Það geri hlutina einnig
snúnari.
Hefur þegar seinkað um ár
Friedman segir að flækjustig
verkefnisins, með þann alþjóðlega
hóp sem að því stendur, hafi valdið
því að það hefur gengið heldur hæg-
ar en að var stefnt. Opnun hótelsins
tefst að minnsta kosti um ár og er
nú áætlað að það verði tilbúið seint á
árinu 2019 eða snemma á árinu 2020.
„Þetta hótel mun standa í að
minnsta kosti hundrað ár. Þótt því
seinki um eitt ár þá mun heimurinn
ekki farast,“ segir Richard Fried-
man.
Ekki reynsla af byggingu
fimm stjörnu hótels hér
Morgunblaðið/Hari
Lúxus Richard L. Friedman og Eggert Dagbjartsson í módeli af herbergi.
Miklar kröfur og flókin samræming ráðgjafar veldur því að opnun tefst um ár
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
5. maí 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 101.93 102.41 102.17
Sterlingspund 138.24 138.92 138.58
Kanadadalur 79.12 79.58 79.35
Dönsk króna 16.356 16.452 16.404
Norsk króna 12.629 12.703 12.666
Sænsk króna 11.531 11.599 11.565
Svissn. franki 102.02 102.6 102.31
Japanskt jen 0.9343 0.9397 0.937
SDR 145.74 146.6 146.17
Evra 121.86 122.54 122.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 147.7752
Hrávöruverð
Gull 1313.3 ($/únsa)
Ál 2268.0 ($/tonn) LME
Hráolía 73.07 ($/fatið) Brent
Útboð á hlutum í
húsaleigufyrir-
tækinu Heima-
völlum hefst á
mánudags-
morgun og verða
boðnir til sölu
750-900 milljón
nýir hlutir í félag-
inu. Hlutafjár-
aukningin nemur
6,7%-7,9% af
hlutafé Heimavalla að útboði loknu.
Stefnt er að skáningu félagsins í
Kauphöll Íslands og er markmiðið
með útboðinu að fjölga hluthöfum
þannig að Heimavellir uppfylli skil-
yrði skráningar varðandi dreifingu
hlutafjár og fjölda hluthafa.
Fjárfestar geta valið um þrjár til-
boðsbækur í útboðinu sem eru m.a.
ólíkar hvað varðar stærð áskrifta,
verðlagningu og úthlutunarreglur.
Tilboðsbók A er fyrir áskriftir á
verðbilinu 100-500 þúsund krónur,
tilboðsbók B fyrir áskriftir á bilinu
550 þúsund til 10 milljónir króna og
tilboðsbók C fyrir áskriftir yfir 10
milljónum. Nánari upplýsingar um
þær má finna á vef Landsbankans
sem hefur umsjón með útboðinu.
Útboðið hefst klukkan 10.00 á
mánudaginn og lýkur klukkan 16.00
á þriðjudaginn.
Útboð
Heimavalla
að hefjast
Heimavellir Útboð
hefst á mánudaginn.
● Ný stjórn HB
Granda var kjörin
á aðalfundi fyr-
irtækisins í gær.
Anna G. Sverr-
isdóttir og Rann-
veig Rist voru
endurkjörnar en
nýir koma inn í
stjórnina þeir Egg-
ert Benedikt Guð-
mundsson, Guð-
mundur Kristjánsson og Magnús M.S.
Gústafsson.
Þá samþykkti aðalfundurinn að
hluthöfum verði greiddar 0,7 krónur á
hlut í arð vegna ársins 2017, alls að
fjárhæð 1,27 milljarðar króna.
Nokkru fyrir aðalfundinn í gær var
greint frá því að uppgjör vegna kaupa
Brims á 34% hlut í HB Granda hefði
farið fram. Þar með hefði stofnast
skylda til að gera öðrum hluthöfum
HB Granda tilboð samkvæmt ákvæði
100. gr. laga um verðbréfaviðskipti.
Eggert, Magnús og Guð-
mundur í stjórn HB Granda
HB Grandi Þrír ný-
ir kjörnir í stjórn.
STUTT
Allt um sjávarútveg
Vegna umfjöllunar um kostnað vegna byggingar Marriott Edition hótels-
ins við Austurbakka sendi stjórn Cambridge Plaza, sem stendur að bygg-
ingunni, út yfirlýsingu í gær þar sem segir að „samkvæmt áætlunum sem
gerðar voru í ársbyrjun 2016 var gert ráð fyrir að kostnaður við byggingu
hótelsins næmi um 16 milljörðum króna. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir
að kostnaður við bygginguna geti numið allt að 17,5 milljörðum króna.
Í erlendum gjaldmiðlum hefur kostnaðurinn aukist meira, þar sem
gengi íslensku krónunnar hefur styrkst umtalsvert á undanförnum árum.
Á móti hefur vænt verðmæti byggingarinnar aukist umtalsvert og allar
forsendur fyrir rekstri hótelsins þróast með jákvæðum hætti.
Þar af leiðandi hafa engar grundvallarbreytingar orðið á verkefninu og
áformum Cambridge Plaza um rekstur hótelsins.“
Áætla kostnaðinn 17,5 milljarða
STJÓRN CAMBRIDGE PLAZA SEGIR ÁFORM ÓBREYTT