Morgunblaðið - 05.05.2018, Page 27

Morgunblaðið - 05.05.2018, Page 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 Búningadagur í miðbænum Alþjóðlegi stjörnustríðsdagurinn var haldinn hátíðlegur víða um heim í gær, fjórða maí, og í tilefni hans gengu fjórir vaskir félagar í Íslandshópi 501st Legion um miðbæ Reykjavíkur í Stjörnustríðsbúningum. Fjörugir framhaldsskólanemar, sem voru að dimittera í skrautlegum búningum, urðu á vegi þeirra og fengu að smella kossi á stríðsmennina. Eggert Árið 1998 var sam- þykktur í Árósum í Danmörku tímamóta- samningur sem stuðlar að því að sérhver ein- staklingur og komandi kynslóðir hafi rétt til að lifa í umhverfi sem er fullnægjandi fyrir heilsu og velferð hans. Árósasamningurinn svokallaði fjallar því um mannréttindi. Hann veitir þrískipt réttindi þegar kemur að um- hverfis- og nátt- úruverndarmálum: Að- gang að upplýsingum, rétt til þátttöku í ákvarðanatöku og stefnumótun og rétt til þess að bera ákvarðanir stjórnvalda undir óháða úrskurðaraðila. Tæp fimmtíu ríki eru aðilar að samningnum, í Evr- ópu og Mið-Asíu og var hann fullgiltur hér- lendis árið 2011. Á málþingi umhverfis- og auðlinda- ráðuneytisins í aprílbyrjun kynnti ég drög að aðgerðaáætlun um frekari framfylgd samningsins hérlendis. Á næstu vikum mun ég kynna þessi drög fyrir umhverfisvernd- arsamtökum, stofnunum, sveit- arfélögum og samtökum í atvinnulíf- inu. Aukin þátttaka og sátt Þátttaka almennings í ákvarð- anatöku er sérstakt viðfangsefni að- gerðaáætlunarinnar en mikilvægt er að finna leiðir til að auka þátttöku snemma í ferli ákvarðanatöku til að byggja undir aukna sátt um áætlanir og framkvæmdir, og fækka deilu- málum, þar með talið kærum. Sveit- arfélög sem ábyrgð bera á skipulags- gerð og fyrirtæki sem standa í stórum framkvæmdum þurfa að koma hér að málum. Þá verður skoð- að hvernig megi auka þátttöku um- hverfisverndarsamtaka í starfs- hópum og lögbundnum nefndum. Nauðsynlegt er að ráðast í úttekt á fram- fylgd samningsins er varðar réttláta máls- meðferð. Annars vegar þarf að kanna hvernig íslenskur réttur sam- rýmist ákvæðum Ár- ósasamningsins um að brot stjórnvalda eða einkaaðila á landslögum sem varða umhverf- ismál megi bera undir óháða úrskurðarnefnd eða dómstóla. Hins veg- ar þarf að meta svig- rúm kæruaðila til að velja stjórnsýsluleið eða dómstólaleið þegar ákvarðanir stjórnvalda sem varða umhverfis- metnar framkvæmdir eru uppi á borðum. Úrskurðarnefndir styrktar Einn þátturinn snýr að úrskurðarnefndum, en úrskurðarnefnd um- hverfis- og auðlinda- mála hefur þegar verið styrkt með auknum fjárheimildum til að stytta málsmeðferðartíma fyrir nefndinni. Þá þarf að endurskoða lög um upplýsingarétt um umhverfismál og gæta að samræmi við hin almennu upplýsingalög. Eins verður menntun og fræðsla um Árósasamninginn auk- in hjá hinu opinbera og meðal al- mennings og félagasamtaka. Mikilvægi Árósasamningsins fyrir lýðræðislega þátttöku almennings í umhverfismálum verður seint full- metið auk þess sem hann veitir stjórnvöldum og fyrirtækjum nauð- synlegt aðhald. Innleiðing samnings- ins hér á landi var mikilvægt fram- faraskref á sínum tíma og hefur hann þegar skilað miklum árangri fyrir umhverfisvernd og íbúalýðræði á Ís- landi. Með markvissri framfylgd og endurskoðun á innleiðingu hans er ætlunin að auka samtal og styrkja að- komu almennings að ákvarðanatöku um umhverfismál. Eftir Guðmund Inga Guðbrandsson »Mikilvægt er að finna leið- ir til að auka þátttöku snemma í ferli ákvarðanatöku til að byggja undir aukna sátt um áætlanir og framkvæmdir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Umhverfismál og réttindi almennings Frá því að það var lögfest sumarið 2017 að fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri þyrftu að fá jafn- launavottun hafa margir stigið fram, gagnrýnt lögin og fundið þeim ýmislegt til foráttu. Gagnrýnendum hef- ur orðið tíðrætt um kostnað, hátt flækju- stig, aðlögunartíminn of stuttur og svo mætti lengi telja, en ekki er að sjá að þeir sjái neitt jákvætt við það að fyrirtæki sæki sér vottun. Það sem þessir gagnrýnendur eiga sameiginlegt er sú staðreynd að þeir halda þessari skoðun fram án þess að hafa nokkra reynslu af málinu. Enginn þeirra sem hafa haft sig hvað mest í frammi hefur farið í gegnum jafnlaunavottun, þeir nefna engin raunveruleg dæmi máli sínu til stuðnings, en ég veit ekki til þess að þeir hafi haft fyrir því að setja sig í samband við þau fyrirtæki sem nú þegar hafa fengið vottun og spurt hvernig það hafi gengið. Víst er það svo að þessi lög eru ekki fullkomin, frekar en önnur mannanna verk. Það hefði t.a.m. mátt byrja með stærri fyrirtæki og lengri aðlögunartíma, en að stærstum hluta eru þessi lög til mikilla bóta. Árið 2013 var IKEA fyrst fyrir- tækja á Íslandi til að fá jafnlauna- vottun eftir að fyrirtækið tók þátt í tilraunaverkefni VR. IKEA hefur síðan þá gengið í gegnum árlega endurnýjun á vottuninni, en svo framarlega sem unnið er eftir hug- myndafræði skynsemi og réttlætis er vinna við endurnýjun hvorki tímafrek né óþarflega íþyngjandi. Það tók IKEA sannarlega tíma að fara í gegnum allt innleiðing- arferlið, enda um nokkuð stórt fyr- irtæki að ræða. Það er hins vegar ekki svo að það sé hægt að líta á það sem sokkinn kostnað. Það að fara í gegnum jafnlaunaferlið var holl og góð lexía, þar sem hvert einasta stöðugildi í fyrirtækinu var rýnt og virði hvers einasta hlut- verks metið. Allir ferl- ar voru endurskoðaðir og skráðir niður og býr fyrirtækið nú að því. Án þess að fara djúpt ofan í hvert smáatriði get ég stað- fest eftirfarandi með reynslu og þunga þess sem hefur unnið með vottunina í ein fimm ár. Það fylgir því kostnaður að innleiða og viðhalda jafn- launavottun, en sá kostnaður næst til baka, og margfalt, sé rétt haldið á spilunum. Málið er nefnilega að það fylgja því ýmsar jákvæðar aukaverkanir, sem menn sáu ef til vill ekki fyrir, að reka fyrirtæki sem er jafnlaunavottað. Sú mikilvægasta er tiltrú al- mennra starfsmanna á að það ríki sanngirni, ekki tilviljanakennt mat, þegar kemur að því að ákveða laun. Þú sem starfsmaður þarft ekki að hafa áhyggjur af því að vera mögulega skilinn eftir í launa- málum, af því að þú ert ekki eins duglegur og næsti maður við að berja í borðið og krefjast hækk- unar. Við það skapast ró innan vinnustaðarins, ró sem vart verður metin til fjár. Sú takmarkaða orka sem við sem einstaklingar höfum fer þá öll í að sinna vinnunni og stuðla að framgangi fyrirtækisins, í stað þess að eyða deginum í efa- semdir, óvissu eða pirring um að næsti maður beri meira úr býtum en þú, fyrir sömu vinnu. Þetta er mjög mikilvægt á Ís- landi í dag, þar sem stór hluti vinnuafls er af erlendu bergi brot- inn. Jafnlaunavottun nær að sjálf- sögðu einnig til þess hóps, en það er staðreynd að erlendir starfs- menn bera víða skarðan hlut frá borði. Þegar þeir hins vegar geta gengið að því vísu að þeir njóti sömu sanngirni og aðrir er við- komandi vinnustaður umsvifalaust orðinn mjög eftirsóknarverður meðal þessa dýrmæta starfs- mannahóps. Jafnlaunavottun gefur vinnuveit- andanum jafnframt sterkt tól í hendurnar þegar kemur að því að eiga við ákveðna eða ýtna aðila sem sækja launahækkun stíft. Það er einfaldlega hægt að benda á það með sanni að viðkomandi starfs- maður sé að sinna þessu tiltekna starfi rétt eins og nokkrir aðrir og þetta séu kjörin fyrir þetta til- tekna starf, þar til annað komi í ljós. Að mínu mati er jafnlaunavottun ekki tól til að rétta af launamun kynjanna heldur tól til að tryggja öllum launamönnum sanngirni, burtséð frá kyni, kynstofni eða öðru. Frá því að IKEA tók upp jafn- launastaðalinn hefur eftirfarandi gerst. Samkvæmt ánægjukönnun VR er fyrirtækið í 14. sæti af 1.000 fyrirtækjum, langefst fyrirtækja sem starfa í verslunarrekstri, en fyrirtækið var í 48. sæti árið 2013 áður en það fór í jafnlaunavott- unina. Það þarf ekki að fjölyrða um gildi og verðmæti ánægðra starfsmanna. Starfsmannavelta, sem er lykil- þáttur í mannauðsmálum, hefur minnkað úr 34% niður í 12% frá 2013 til 2018. Þetta gerist þrátt fyrir gríðarlega spennu á vinnu- markaði með tilheyrandi skorti á starfsfólki. Í 400 manna fyrirtæki er sparnaðurinn vegna minni starfsmannaveltu metinn á 132 milljónir á ári, sem er rúmlega tí- faldur kostnaðurinn við innleiðingu jafnlaunavottunar á sínum tíma. Á þessu má sjá að innleiðing jafnlaunastaðals hefur verið mikið gæfuspor fyrir okkur og hvet ég þá kollega mína sem nú þegar hafa farið í gegnum vottun og hafa svipaða sögu að segja að láta í sér heyra. Eftir Þórarin H. Ævarsson » Það fylgir því kostn- aður að innleiða og viðhalda jafnlaunavott- un, en sá kostnaður næst til baka, og marg- falt, sé rétt haldið á spil- unum. Þórarinn H. Ævarsson Höfundur er framkvæmdastjóri IKEA. Til varnar jafnlaunavottun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.