Morgunblaðið - 05.05.2018, Síða 29

Morgunblaðið - 05.05.2018, Síða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | Opið alla virka daga kl. 10-17 | www.rut.is | Ljósmyndir Rutar og Silju Góð passamynd skiptir máli Fyrir passann ökuskírteinið ferilskrána o.fl. Skjót og hröð þjónusta ENGAR TÍMAPANTANIR Íslendingar unnu til þrennraverðlauna á vel heppnuðuNorðurlandamóti stúlknasem fram fór í Borgarnesi um síðustu helgi. Nansý Davíðs- dóttir varð Norðurlandameistari í flokki keppenda 16 ára og yngri, en Nansý, sem er margfaldur Norðurlandameistari, varð eftir stigaútreikning hlutskörpust þeirra fimm sem fengu flesta vinn- inga. Batel Goitom Haile fékk silfur í flokki keppenda 13 ára og yngri þó að hún hafi unnið gull- verðlaunahafann, Amelíu Nor- dquelle, í innbyrðis viðureign. Þær hlutu fjóra vinninga af fimm mögulegum. Þá hreppti Veronika Steinunn Magnúsdóttir bronsið í elsta flokknum, þar sem keppendur voru 20 ára og yngri. Í flokkunum þremur áttu Ís- lendingar níu fulltrúa en alls voru keppendur 33 talsins. Norðmenn, sem sigla á bylgju mikils skák- áhuga, unnu tvenn verðlaun og Svíar einnig. Finnar fengu ein silfurverðlaun og Danir ein brons- verðlaun. Aðstæður á mótstað voru til mikillar fyrirmyndar. Á mótinu tóku þátt nokkrar kornungar stúlkur sem ekki hafa áður keppt í móti með fullum umhugsunartíma. Lokaorðið á Nansý með fléttu úr 1. umferð: Nansý Davíðsdóttir – Ingrid Skaslien Svartur lék síðast 32. ... Db6-b4 en nú kom … 33. Hxe6+! Kxe6 34. Dd5 mát! Heimsmeistarinn sigraði á minningarmótinu um Vugar Gashimov Magnús Carlsen bætti skraut- fjöður í hattinn er hann vann minningarmótið um Aserann Vug- ar Gashimov sem lauk í borginni Shamkir í Aserbaídsjan um síð- ustu helgi. Jafnteflunum bók- staflega rigndi niður í byrjun en það var Veselin Topalov sem tók af skarið og vann fyrstu skákina í fjórðu umferð. Svo hrökk Magnús Carlsen í gang, vann þrjár mik- ilvægar skákir og mótið. Loka- staðan: 1. Magnús Carlsen 6 v. (af 9) 2. Ding 5½ v. 3. Karjakin 5 v. 4.-7. Radjabov, Mamedjarov, Woj- taszek og Giri 4½ v. 8.-9. Topalov og Mamedov 4 v. 10. Navara 2½ v. Í næstsíðustu umferð vann Magnús hollensku „jafnteflisvél- ina“ Giri, en sá hefur oft reynst honum erfiður. Þeir deildu sigr- inum í Wijk aan Zee í ársbyrjun og margir spáðu jafnteflisúrslitum er þeir mættust nú. En Magnús tefldi frábærlega vel og vann eina bestu skák ársins: Shamkir 2018; 8. umferð: Anish Giri – Magnús Carlsen Enskur leikur 1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Rf3 Rc6 4. g3 d5 5. cxd5 Rxd5 6. Bg2 Rb6 7. O-O Be7 8. a3 a5 9. d3 O-O 10. Be3 Be6 11. Hc1 a4!? Peðsfórn sem áður hafði sést í skák Nepo og Aronjan í fyrra. Ekkert er nýtt undir sólinni. 12. Rd2 f5 13. Bxb6 cxb6 14. Rxa4 Bg5 15. Rc3 e4! Hér er hugmyndin komin fram. 16. Kh1 Dd7 17. Hb1 Had8 18. Rc4 Df7 19. b3 Að hirða b6-peðið væri glap- ræði, 19. Rb6 Bb3 20. De1 exd3 21. exd3 Hfe8 og drottningin á engan reit. 19. ... exd3 20. exd3 f4 21. Re4 Be7 22. gxf4 Dxf4 23. a4 Rb4 24. De2 Dh6 25. Hbd1 Rd5 26. Hg1 Kh8 27. Bf1 Hf4 28. Re5 Hdf8 29. f3 Hh4 30. d4 Rf4! Tínir upp tvö peð, veikleikarnir á svörtu reitunum hafa kostað sitt. 31. Dd2 Bxb3 32. Hb1 Bxa4 33. Bb5 Bxb5 34. Hxb5 De6 35. Db2 Bd8! 36. Rg5 De8 37. Hb3 Bxg5 38. Hxg5 Re6 39. Hg4 Hxg4 40. fxg4 Dd8! Banvæn sending frá enda vallarins! Svartur hótar 41. ... Dd5+. 41. Hh3 Skásta úrræðið var kannski 41. Hf3 en eftir 41. ... Hxf3 42. Rxf3 Dd5 43. Dc3 h6 verður erfitt að ráða við b-peð svarts. 41. ... Dd5 42. Kg1 De4 43. Db4 Hf6! Hótar 44. ... Rf3. Það finnst engin vörn og Giri gafst því upp. Íslensku stúlkurnar hlutu þrenn verðlaun á NM í Borgarnesi Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/SÍ Verðlaunahafar Íslands á NM stúlkna í Borgarnesi, f.v. Batel Goitom Haile sem hlaut silfurverðlaun, Nansý Davíðsdóttir Norðurlandameistari og Vero- nika Steinunn Magnúsdóttir, sem hlaut bronsverðlaun í elsta aldursflokknum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.