Morgunblaðið - 05.05.2018, Qupperneq 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018
562 1717
Kletthálsi 2 - bilalif@bilalif.is
bilalif.is
Þú finnur rétta
bílinn
hjá okkur
Skipulagsstofnun er
einkennileg stofnun.
Þar kemur fram í
hverju málinu á fætur
öðru mismunandi af-
staða til sambæri-
legra mála. Vegagerð
í Gufudalssveit er
dæmi um það. Fram-
kvæmdin er á svört-
um lista hjá stofnun-
inni og forstjórinn vill
að ríkið kosti 6 milljörðum króna
meira til af almannafé til þess að
mæta duttlungum og þvergirðings-
hætti. Hins vegar er sömu stofnun
algerlega ósárt um spjöllin sem
verða á helgum reit þjóðarinnar,
eins og segir í lögum, á Þingvöll-
um vegna vegagerðar um miklu
lengri leið um sams konar birki-
svæði. Skipulagsstofnun er alger-
lega ónæm fyrir því að Þingvellir
eru á heimsminjaskrá Sameinuðu
þjóðanna. Telur stofnunin að vega-
gerð þar sé svo léttvæg að ekki
þurfi að gera umhverfismat. Það
er ekki sama hvar birkið vex, eða
kannski ætti að segja það er ekki
sama hvar þörf er á góðum vegi.
Þingvellir eru á Íslandi en Teigs-
skógur er einhvers staðar annars
staðar og þar gilda önnur lög –
segir Skipulagsstofnun ríkisins.
Vegið að hreppsnefnd
Víkur nú sögunni að Árneshreppi
og Hvalárvirkjun. Frá upphafi hef-
ur Skipulagsstofnun sett hornin í
þessi áform og sett fram alls konar
athugasemdir og mótbárur. Verður
ekki með neinni sanngirni borið á
Skipulagsstofnun að hafa greitt fyr-
ir framgangi málsins. Nú þegar
hreppsnefnd hefur afgreitt nauð-
synlegar breytingar á aðalskipulagi
hreppsins og sent þær til staðfest-
ingar er málið sett í 7 vikna bið og
loks sent bréf til baka þar sem
krafist er svara við tveimur atrið-
um sem snúa að hreppsnefnd.
Breytingar á aðalskipulagi
Fyrra atriðið lýtur að því hver
hafi unnið breytingartillöguna að
aðalskipulaginu. Hreppsnefnd-
armenn sem eru andvígir Hval-
árvirkjun gera athugasemd við
þetta og líta svo á að
ekki hafi verið heimilt
að fela fram-
kvæmdaaðila að vinna
að tillögunni. En
framkvæmdin mun
hafa verið þannig að
Vesturverk ehf., sem
óskar eftir breyting-
unum, fékk Verkís
ehf. til þess að vinna
tillögurnar sem voru
svo sendar sveitar-
stjórn Árneshrepps.
Skipulagsstofnun ósk-
ar eftir skýringu á þessu og minn-
ir á í leiðinni „að ekki er í skipu-
lagslögum gert ráð fyrir að aðrir
en sveitarfélagið standi að gerð til-
lagna að aðalskipulagi“ eins og
segir orðrétt í bréfi Skipulags-
stofnunar, sem undirritað er af
forstjóranum Ásdísi Hlökk Theó-
dórsdóttur. Þetta verður ekki skil-
ið öðruvísi en sem beinn stuðn-
ingur við klögumál minnihlutans í
hreppsnefnd. Bæjarstjórinn á Ísa-
firði staðfestir að aðalskipulagi
Ísafjarðarbæjar hafi þrisvar verið
breytt á árunum 2016 og 2017
vegna óska frá virkjunaraðila. Í
öllum tilvikum var tillögugerðin á
hendi framkvæmdaaðila virkjunar-
innar og síðan tekin fyrir og af-
greidd í skipulagsnefnd og bæjar-
stjórn. Það sem meira er að
Skipulagsstofnun hefur með form-
legum hætti staðfest allar þrjár
aðalskipulagsbreytingarnar. Arki-
tektinn sem vann að málinu fyrir
Vesturverk ehf. vegna Hval-
árvirkjunar segist ekki vita annað
en að svona sé framkvæmdin í
sambærilegum tilvikum og bendir
t.d. á Landsvirkjun. Spurningin er
þessi: hvað gengur Skipulags-
stofnun til að ýta undir ásakanir
og reyna að gera framkvæmdina
tortryggilega? Hvers vegna á
málsmeðferð í Árneshreppi að
vera tilefni sérstakrar athug-
ununar þegar Skipulagsstofnun
stimplar sams konar málsmeðferð
góða og gilda annars staðar á
landinu? Það er deginum ljósara
að Skipulagsstofnun er að skapa
sér stöðu til þess að hafna breyt-
ingunum á aðalskipulagi Árnes-
hrepps. Þá fer málið til umhverf-
isráðherra til endanlegrar
afgreiðslu.
Vanhæfi sveitar-
stjórnarmanna
Hitt atriðið sem Skipulags-
stofnun tekur upp er spurningin
um það hvort þeir hreppsnefnd-
armenn sem samþykktu aðal-
skipulagsbreytingarnar hafi verið
hæfir samkvæmt sveitarstjórn-
arlögum. Enn er það minnihlutinn
sem ber fram ásakanir, bæði á
hendur hreppsnefndarmönnum og
Vesturverki. Sérstaklega er vegið
að oddvitanum Evu Sigurbjörns-
dóttur og er hún talin vanhæf þar
sem hún er eigandi að hótelinu í
Djúpuvík og auk þess „sek“ um
þann glæp að hafa lýst því yfir að
hún styddi þessar breytingar.
Þetta er svo alvarlegt að Skipu-
lagsstofnun tekur málið upp og
krefst rökstuðnings fyrir hæfi odd-
vitans. Skipulagsstofnun telur ekki
þörf á að spyrja um hæfi þeirra
sem greiddu atkvæði gegn aðal-
skipulagsbreytingunum. Er þó til-
efni til þess. Mætti alveg inna eftir
tengslum og áhrifum auðmanna
sem hlutuðust til um afgreiðslu
málsins á lokastigi þess og buðu
fram stórfé til þess að fá hrepps-
nefndarmenn til þess að hætta við
að afgreiða tillögurnar. Skipulags-
stofnun finnst það ekkert tiltöku-
mál að forríkir utanhreppsmenn
bjóði fram fé gegn atkvæði sveit-
arstjórnarmanna. Eru þeir hrepps-
nefndarmenn hæfir sem hlýddu
því kalli? Skipulagsstofnun er
komin langt út fyrir sitt verksvið.
Valdsviði stofnunarinnar er mis-
beitt. Það er verkefni umhverfis-
ráðherra að grípa í taumana. Hon-
um ber að gera það. Lög og
leikreglur eru ekki tæki sem beita
má að vild og að geðþótta. Stóri
vandinn í málinu er að umhverf-
isráðherra er ekki treystandi.
Skipulagsstofnun
ræðst á Árneshrepp
Eftir Kristin H.
Gunnarsson
» Skipulagsstofnun er
komin langt út fyrir
sitt verksvið. Valdsviði
stofnunarinnar er mis-
beitt. Það er verkefni
umhverfisráðherra að
grípa í taumana.
Kristinn H. Gunnarsson
Höfundur er íbúi á Vestfjörðum.
Dag hvern lenda
tugir flugvéla á
Keflavíkurflugvelli
með þúsundir ferða-
manna sem síðan er
hleypt nær óheft út á
þjóðvegi og lendur
landsins.
Víða erlendis er
þetta í fastari skorð-
um til að koma í veg
fyrir slys og til að
vernda fjölsótta
ferðamannastaði fyrir skemmdum.
Fyrir nokkru sem oftar var ég
staddur á Keflavíkurflugvelli eftir
að hafa ekið Reykjanesbrautina í
því ófremdarástandi sem hún er í
á köflum.
Djúpar slitrásir fullar af vatni
eða krapa við vissar aðstæður eru
víða i brautinni þannig að bílar
nánast fljóta ofan á malbikinu,
einnig hættulegar þverrásir og
holur.
Jafnframt er mikið um að er-
lendir ferðamenn aki um brautina
sem ekki þekkja til nefndra að-
stæðna.
Allt skapar þetta
verulega slysahættu
og veldur jafnvel
skemmdum á bifreið-
um.
Slíkt ástand á þjóð-
braut landsmanna við
lífæð millilandaflugs
er óásættanlegt.
Mér skilst að fjár-
magn hafi verið dreg-
ið til baka í núverandi
fjárlögum varðandi
tvöföldun á brautinni
frá Straumsvík til
Hafnarfjarðar þar
sem tíð slys hafa orðið.
Lágmarks krafa er að þar verði
sett upp sem fyrst vegrið á milli
akreina sem og víðar á vegum til
að draga úr slysahættu.
Nokkrum dögum eftir nefnda
ferð í frekar slæmu veðri var ég
staddur á bensínstöð við jaðar
höfuðborgarinnar.
Þar var fyrir hópur erlendra
ferðamanna á misútbúnum bifreið-
um með ferðaáætlun til Víkur í
Mýrdal, að Jökulsárlóni og víðar.
Mér var brugðið að heyra þau
tímamörk sem ferðamennirnir ætl-
uðu sér í ferðirnar og það í slæmu
veðri og hálku, auk þess sem auð-
séð var að margir þeirra voru ekki
með kunnáttu til aksturs við þess-
ar aðstæður.
Ég leyfði mér að benda ferða-
mönnunum á nefndar aðstæður og
hættur og að ferðin tæki lengri
tíma en þeir ætluðu sér, en þeir
töldu sig vera með þær upplýs-
ingar sem þeir þyrftu til ferð-
arinnar og við það sat.
Ítrekað berast fréttir af því að
lokanir vega vegna snjóblindu og
ófærðar séu ekki virtar.
Síðan þegar allt er komið í
óefni, þá er fjölmennt björgunarlið
kallað til með ærnum tilkostnaði.
Birst hafa myndbrot af glæfra-
akstri ökumanna við slæmar að-
stæður á vegum.
Sýna jafnframt að ekkert hafi
verið slegið af í hraða eftir að bíl-
arnir höfðu kastast þvers og kruss
í hálku á milli akreina og lent utan
vegar eftir framúrakstur, sama
ökulaginu samt haldið áfram sem
fyrr.
Bara einhver heppni að ekki
varð úr stórslys í viðkomandi til-
vikum og sýnir glöggt að til
skarpra aðgerða þarf að grípa sem
fyrst.
Til að sporna við þessu ástandi
og válegum atburðum í umferð-
inni, þá þarf að stórbæta vega-
kerfið og efla fræðslu/forvarnir til
ökumanna (innlendra og erlendra
) og koma á öflugu löggæslueft-
irliti á fjölförnum vegum og víðar.
Áhersla á blómlega byggð og
uppbyggingu á ferðarekstri sem
víðast í okkar margbrotna landi
kallar á góðar og öruggar vega-
samgöngur.
Ekki að anað sé áfram að slíkri
uppbyggingu án fyrirhyggju um
undirstöðuþætti eins og oft hefur
verið gert hér, því miður, gegnum
tíðina með ýmsum afleiðingum.
Við hljótum að vera búin að
læra af reynslunni í þeim efnum.
Þá er það fjármögnunin í nefnd-
ar framkvæmdir.
Að sjálfsögðu á að leggja hér á
komugjöld/uppbyggingargjald til
uppbyggingarverkefna á vegum og
ferðamannastöðum sem og til eft-
irlits þ.e. í stað þess að horfa
framhjá framangreindu ástandi ár
eftir ár með döprum afleiðingum
og skemmdum á landi/gróðri.
Fyrir eru landsmenn að greiða
há gjöld af bifreiðum og háa
skatta til vegamála, en það virðist
ekki duga til þarfra úrbóta á veg-
um og fleiru og því þarf að bregð-
ast við nefndum vanda með fram-
angreindri gjaldtöku.
Höldum okkur síðan við við-
haldsgott vegakerfi, góða aðstöðu
á ferðamannastöðum og topp-
ferðaþjónustu eins og víða er og
þá jafnvel með minni áherslu á
fjölda ferðamanna sem og annan
blómlegan rekstur sem víðast í
okkar gjöfula landi.
Tíminn bíður ekki endalaust eft-
ir okkur til úrbóta á þessum þátt-
um, krafan liggur nú þegar fyrir
hjá stjórnvöldum um skjótar úr-
bætur.
Kanna þarf áhættumat vega
(liggur væntanlega fyrir hjá Vega-
gerðinni) og fara síðan í heild-
stæða uppbyggingu á Reykjanes-
brautinni sem víðar á vegum áður
en frekari stórslys verða.
Þörfin blasir víða við t.d. á veg-
um sem verið hafa mikið í um-
ræðunni sl. daga/mánuði og víðar.
Nefndar framkvæmdir/úrbætur
eru þjóðarhagur sem ráðast þarf í
sem fyrst.
Bið þar á getur verið dýrkeypt
landi og þjóð.
Óásættanlegt ástand á
þjóðbraut við millilandaflug
Eftir Ómar G.
Jónsson » Tíminn bíður ekkiendalaust eftir okk-
ur til úrbóta á þessum
þáttum, krafan liggur
nú þegar fyrir hjá
stjórnvöldum um skjót-
ar úrbætur.
Ómar G.
Jónsson
Höfundur er fulltrúi og hvatamaður
að þörfum úrbótum í samgöngum og
fleiru.
Atvinna