Morgunblaðið - 05.05.2018, Side 31

Morgunblaðið - 05.05.2018, Side 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 Ilmur hinnar gullnu stundar Terre de Lumière L’Eau Kringlan 4-12 | s. 577-7040 Fyrir fáum misserum sýndi Ríkis- sjónvarpið reglulega stuttar myndir, ætl- aðar börnum og barnalegum áhorfendum, sem sögðu frá ævintýrum ungu stúlk- unnar Tillý og helstu stuðningsmönnum hennar, harðjaxlinum Hektori, bíla- áhugafílnum Tobba, ráðagóðu kanínunni Trítli, nægjusama krókódílnum Dúddu og hinni ódeigu hænu, Prúðu, sem naut mik- ils fylgis á mínu heimili. Nú er hins vegar svo komið að Tillý hefur ekki sést á skjánum mánuðum saman og hefur margt annað barnaefni komið og farið á sama tíma. Því spyr ég fyrir mína hönd og fleiri: Er hægt að fá Tillý aftur á skjáinn? Þolinmóður áhorfandi. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Hvað varð um Tillý? Á raforkureikn- ingnum frá Orkusöl- unni er tekið fram að kjarnorka sé tiltekin % af orkuframleiðslu Ís- lendinga. Trúlega hafa fleiri en ég verið undr- andi á þessari fölsun. Nú virðist vera að koma í ljós skýring á þessum fölsunum. Jó- hönnustjórnin hefur samið Íslendinga inn á sameiginlegan orkumarkað ESB? Er nema von að skjölin frá þessari ólánsríkisstjórn megi ekki koma fyrir augu þjóðar- innar fyrr en að 100 árum liðnum! Ég hef ekki séð neinar sérstakar óskir koma fram um að innihald þessara skjala sé birt. Ég treysti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Mið- flokknum að fara fyrir í þeim málum. Jafnframt treysti ég Morgunblaðinu best fjölmiðla til þess að halda fram kröfum um birtingu allra gjörninga þessarar ólánsstjórnar. Ókeypis ráð Fyrst ég er farinn að stinga niður penna og hripa niður þessar hugleið- ingar læt ég fylgja með góð ráð og ókeypis til Bjarna fjármálaráðherra. Ég ætla alls ekki að eigna mér þessi góðu ráð, Lilja Mósesdóttir kom fyrst fram með þau á dögum Jóhönnu- stjórnarinnar og fékk mjög bágt fyrir hjá Steingrími J. fjármálaráðherra, sem nánast rak hana úr flokknum. Þá var það Ólafur Margeirsson, sem nú er orðinn dr. í hagfræði og er einn efnilegasti hagfræðingur sem þjóðin á í dag, og var með hugmyndir í þessa veru á sínum tíma. 1. Lækka skal ávöxtunarkröfu á líf- eyrissjóðina úr 3,5% í 2%. Það er al- gjörlega óraunhæft að lífeyrissjóð- irnir ávaxti sitt fé út úr öllu lánaumhverfi sem ríkir í Evrópu. 2. Ríkisstjórnin hætti að lána lífeyrissjóðunum skattfé og skattleggi þessar greiðslur um leið og þær falla til, mjög auðvelt er að halda að- skildu einfaldlega sem hlutfalli af ógreiddum lífeyri. Á ársgrundvelli væri hér um að ræða tugi milljarða. 3. Að lokum ræð ég Bjarna fjár- málaráðherra og formanni Sjálfstæð- isflokksins að afleggja ráðgjöf Lee Bucheit. Hann ráðlagði þér að sam- þykkja Icesave 3, sem hefði kostað þjóðina nokkur hundruð milljarða. Þá voru það Frosti Sigurjónsson, Sig- mundur Davíð og Ólafur Ragnar Grímsson sem stóðu í ístaðinu og þjóðin hafnaði þínum ráðum og ráð- gjafa þíns. Síðan voru það „okkar vestrænu vinaþjóðir“ sem allar með tölu gerðust aðilar að máli gegn ís- lensku þjóðinni. Steingrímur J. Sig- fússon hrópaði í gleði sinni: „Nú fær Sigmundur Davíð eina með öllu.“ Mitt persónulega ráð til þín, Bjarni Benediktsson. Leitaðu ráða hjá reyndum og hæfum mönnum, t.d. Davíð Oddssyni og tengdaföður þín- um og réttu skráningu á genginu áð- ur en það er of seint. 4. Ekki á að hika við að breyta lög- um í þessu sambandi gerist þess þörf. Hundrað ára þagnarskylda Eftir Gunnar Oddsson Gunnar Oddsson » Jóhönnustjórnin hef- ur samið Íslendinga inn á sameiginlegan orkumarkað ESB? Höfundur er fv. bóndi. Eftirfarandi eru nokkrar ábendingar um missagnir í grein Hálfdanar Henrýsson- ar, formanns sjómannadagsráðs, sem birtist Morg- unblaðinu 17. apríl 2018. Kaflar greinarinnar eru: A) Aldrei verið sagt upp: Að leigjandanum hafi ekki verið sagt upp, sjá bréf. B) Hússjóðurinn: Þrætueplið þar sem misvitrir stjórnarmenn sjó- mannadagsráðs töldu sig ekki þurfa að fara eftir lögum. Það sýnir vel hugsunarháttinn þegar þeir ætluðu að hækka hússjóðinn eftir vísitölu. C) Sameiginleg þjónusta: Það hef- ur ekki komið svar frá Naustavör um hvaða þjónustu þeir veita sem ekki er sérgreitt fyrir eða greitt af Kópa- vogsbæ. Húsvarslan er eingöngu fyr- ir eigandann og húsvörður er með ca 15 tíma viðveru á viku. D) Krafa tiltekinna leigjenda: Ekki skrýtið að það fari fyrir brjóstið á for- manninum að fyrirrennarar hans hafi klúðrað málinu og pínt IB til að leita réttar fyrir eldri borgara þessa lands. E) Krefjast lækkunar: Það er rangt, aðeins var óskað vinsamlegast eftir að farið væri að íslenskum lög- um. F) Samningsgerðin: Vísa í íslensk lög og samþykki ríkisstjórnarinnar, sjá Stjórnartíðindi EB Nr. L 95/31. G) Yfirgnæfandi meirihluti sam- þykkur: Er það furða vegna fjárkúg- unarinnar sem Naustavör beitti, fólk á þessum aldri gat ekki annað en hræðst hana. H) Sex leigutakar fara í mál: Alrangt, þeir voru fimm. Það var fjöl- mennur fundur ÍB sem ákvað að leita réttar síns eftir að sjómannadags- ráð felldi úr gildi samn- inginn sem G. Hall- varðsson handsalaði við lögmann IB. Ein- staklingarnir voru að vinna fyrir íbúana og ekki síst fyrir eldri borgara þessa lands og vekja athygli stjórnvalda á að ekki er allt með felldu hjá aðilum sem byggja fyrir aldraða og auglýsa að vafasöm atriði séu innifalin. I) Hornsteinn þjónustunnar: Þarna er Naustavör að reyna að skýla sér á bak við hina duglegu sjó- menn sem stofnuðu Hrafnistu. J) Þrátt fyrir óánægju þessara ein- staklinga … Alrangt, þeir eru ánægðir með íbúðirnar en sjó- mannadagsráð vill af hefnigirni nokk- urra stjórnarliða reka þá út. Ein- staklingarnir voru að vinna fyrir íbúana en ekki fyrir sig. Þeir brutu ekki lög en kannski hafa aðrir brotið lög. Missagnir ı́ grein formanns Eftir Ólaf Guðmundsson Ólafur Guðmundsson » Vil ég leiðrétta mis- sagnir í yfirlýsingu formanns sjómanna- dagsráðs um samskipti íbúa við íbúðaleigu- félagið. Höfundur er íbúi í Boðaþingi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.