Morgunblaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 32
Fyrir nokkru efndu Samtök iðnaðarins til fjölsótts fundar um stöðuna á íbúðamark- aðnum, framtíðar- horfur og nauðsynleg skref til úrbóta. Þar kom m.a. fram að okk- ur mun vanta um 45.000 nýjar íbúðir næstu 20 ár en jafn- framt bentu margir á að skipulag væri orðið alltof þungt í vöfum; tæki of lang- an tíma; skilmálar væru alltof strangir, sem allt stuðlaði að um- talsverðum kostnaðarauka. Þetta ítrekaði framkvæmdastjóri SI, Sig- urður Hannesson, í blaðagrein í kjölfarið og benti á að það kerfi sem heldur utan um þessi mál væri óskilvirkt; vinnubrögð ekki samræmd; regluverk allt of flókið og hindraði þetta m.a. nauðsynlega nýsköpun. Afleiðing þessa væri tafir og óþarflega hár fram- kvæmdakostnaður. Dráttur á af- greiðslu mála getur líka sett hvaða framkvæmdaraðila sem er á höf- uðið. Gott skipulag er allt annað en bara að teikna byggingar Skipulagsfræðingar hafa lengi verið á sömu skoðun og bent á nauðsyn þess að taka á þessum málum, án þess að á þær ábend- ingar væri hlustað. Fyrir meira en 100 árum gerðu bestu menn er- lendis sér grein fyrir því að skipu- lag byggðar og landnotkunar væri miklu flóknara mál og annars eðlis en bara að teikna hús. Hér væru líka mjög miklir hags- munir í húfi fyrir all- an almenning. Þess vegna var farið að kenna skipulagsfræði við bestu háskóla bæði austan hafs og vestan til að reyna að tryggja að þeir sem véluðu um þessi mál gerðu það á forsvar- anlegum þekking- argrundvelli. Mikil- vægt væri að þessir aðilar lytu ákveðnum siðareglum og legðu áherslu á að leysa vanda almenn- ings. Skipulagsaðilar þyrftu að geta sýnt fram á helstu afleiðingar af skipulagsákvörðunum; væru ekki að elta einhverjar grillur og hugsuðu bara um að teikna hús, sem svo væri kallað skipulag. Ekki virðist þessi þekking þó ennþá hafa náð til Alþingis, ráðuneytis skipulagsmála eða margra sveit- arstjórna. Skipulagsfræðingafélag Íslands er nú orðið 33 ára gamalt og tryggir bæði að félagsmenn hafi hlotið ákveðna grundvallar- menntun í skipulagsfræðum auk þess sem það setur þeim ákveðnar siðareglur. Til varnar almenningi er starfsheitið skipulagsfræðingur lögverndað. Samt er engin krafa gerð um að íslenskur almenningur fái notið þekkingar þessara sér- fræðinga, sem þó gæti komið í veg fyrir stærstu slysin í skipulagi byggðar og umhverfis. Í staðinn er Skipulagsstofnun falið að útskrifa „skipulagsfulltrúa“ þótt þeir hafi margir hverjir enga formlega menntun í skipulagi. Auðvitað geta ráðamenn líka áfram haldið alþjóð- legar hönnunarsamkeppnir um skipulag íslenskrar framtíðar, en ekki er víst að það leiði til farsæll- ar niðurstöðu. Verulega auknir hagsmunir Undanfarna áratugi hafa þeir hagsmunir sem um er að ræða í skipulagi margfaldast og að sama skapi geta afleiðingar af vondum skipulagsákvörðunum verið mjög afdrifaríkar. Hér nægir að nefna göng gegnum Skólavörðuholtið og Öskjuhlíðina; staðarval Landspít- ala; legu Sundabrautar og Miklubrautarstokkinn. Jafnframt þessu hafa möguleikarnir á stór- felldri spillingu aukist ef ákveðnum siðareglum er ekki fylgt, eins og þeirri að skipulags- aðili þurfi að hafa einhverja lág- marksþekkingu á því sem hann er að fjalla um og sé ávallt óháður hagsmunum framkvæmdaraðila og þurfi að bera faglega ábyrgð á skipulaginu. Ef ég vil leggja bíl- skúrsteikningu fyrir bygging- arnefnd í Reykjavík þarf ég að hafa til þess réttindi; ábyrgjast hönnunina með undirskrift; vera tryggður og með vottað gæðakerfi. Er nokkurt vit í því að enginn til þess bær fagmaður þurfi að taka viðlíka faglega ábyrgð á skipulagi gagnvart íslenskum almenningi, því alltaf fáum við eða afkomendur okkar reikninginn? Ákveðinn sveigjanleiki í skipulagi er nauðsynlegur Eins og SI benda á þá má deili- skipulag heldur ekki vera það nið- urnjörvað að sanngjarnar óskir, mikilvæg nýmæli og þarfir byggj- enda nái ekki fram að ganga, t.d. vegna einhverra óljósra krafna op- inberra starfsmanna um „byggða- mynstur“ eða flöt þök með út- hagagrasi. Hér gætu háhýsin við Höfða, sem voru „skipulögð“ fyrir innsiglingavita Reykjavíkur, verið víti til varnaðar enda mjög ein- kennilegt „byggðamynstur“. Þegar opinberir aðilar fara svo lítið eftir eigin skipulagi eða óljósri „fram- tíðarsýn“ við afgreiðslu mála stendur almenningur oft ráðþrota enda ekki í mörg hús að venda. Að undanförnu hafa átt sér stað miklar umræður um mikilvægi þess að skipa hæfa dómara. Auð- vitað ætti sama að gilda um alla þá sem skera úr um skipulag á efstu stigum stjórnsýslunnar. Hægt er að vísa ágreiningi sem kann að koma upp við framkvæmd skipu- lags til Úrskurðarnefndar um- hverfis- og auðlindamála, en í henni sitja níu manns skipaðir af ráðherra. Einungis einn af þeim skal hafa „sérþekkingu á sviði skipulagsmála“ hvað sem það nú þýðir. Er nema von að margir sem finnst á sér brotið í „skipulaginu.“ fari bónleiðir til þessarar búðar. Kannski er kominn tími til að við förum í smiðju til heimspek- ingsins Karls Popper sem velti fyrir sér eftirfarandi spurningu: „Hvernig getum við skipulagt stjórnmálastofnanir á þann hátt að hægt sé að hindra að slæmir eða óhæfir stjórnendur geti valdið of miklum skaða?“ Skipulag í molum Eftir Gest Ólafsson »Mikilvægt er að skipulagsaðilar lúti ákveðnum siðareglum og leggi áherslu á að leysa vanda almennings. Gestur Ólafsson Höfundur er fv. kennari í skipulags- fræðum við HÍ og fv. formaður Skipu- lagsfræðingafélags Íslands. skipark@skipark.is Fyrirhuguð Borgarlína Áhrifasvæði hennar eða hugsanlegt framkvæmdasvæði er sýnt sem grátt ský meðfram línunni. 32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 fasteignir Til sölu er einstök sumarhúsalóð á landi með eigin hita­ veitu og vatnsveitu ásamt veiðiréttindum í Reykjadalsá og Arnarvatnsheiði. Húshitunar­ og rafmagnskostnaður er 5.000 kr. á mánuði. Lóðin er nr. 11 í landi Sturlureykja 1 í Borgarfirði og er 5.200 fermetra (0,5 ha) að stærð. Verð 8,9 m Síminn okkar er 515 4500 og netfangið nyhofn@nyhofnfasteignir.is Lárus Ómarsson | löggiltur fasteignasali Nýhöfn faste ignasa la ı Borgartúni 25 ı 105 Reyk jav ík ı S ími 515 4500 ı www.nýhöfn. i s Sturlu-Reykir sumarhúsalóð COMO AUDIO DUETTO-Allt f einu tceki, netutvarp meil yfir 30.000 stiiovum. Frabcer hlj6mgceili. Hcegt ail stj6rna meil snjallsfma, NFC Technology o.fi. o.fi. Litir: Svart/hvftt/hnota Ver& fra kr. 59.950.- Facebook/hljomsyn comoaudio.com COMO AUDIO MUSICA Allt f einu ta::ki, netutvarp meo yfir 30.000 stoovum og CD. NFC Technology o.fl. Litir: Svart/hvftt/hnota Vera fra kr. 89.500.- Fraba::r hlj6mga::oi. Ha::gt ao stj6rna meo snjallsfma ■COMOAUOIO 1/:0:> "4 ►/II • Swis�H Pop-+- Pop Gollhard - f.-.tiler le; That Fnouc1t1 7 (CH) <1 li -- " """"... M:MJ/fi ...... ,.• • • ,.. �., COMO AUDIO SOLO-AlIt f einu tceki, netutvarp meil yfir 30.000 stiiovum. Hcegt ail stj6rna meil snjallsfma, NFC Technology o.fi. Litir: Svart/hvftt/hnota Vera fra kr. 49.500.- Utsolustaour: COMO AUDIO AMIGO - Allt f einu tceki, netutvarp meil yfir 30.000 stbilvum, hleilslurafhliiour. Hcegt ail stj6rna meil snjallsfma, NFC Technology o.fi. Litir: Svart/hvftt/hnota Vera kr 54.500.-. HLJOMSYN ARMULA 38 - SIMI 588 501 0 ■ COMO /\UDIO UTVARP HEFUR ALDREI VERl8 BETRA Netutvarp/CD/ Bluetooth / - Yfir 38.000 stoovar Spotify Premium / Tital / NFC
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.