Morgunblaðið - 05.05.2018, Page 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018
ast áfram sem frábærs knatt-
spyrnumanns, en ekki síður góðs
manns sem lét gott af sér leiða í
samfélaginu.
Blessuð sé minning Sigurláss
Þorleifssonar.
Guðni Bergsson,
formaður KSÍ.
Kveðja frá Mennta-
vísindasviði HÍ
Sigurlás Þorleifsson var nem-
andi við Menntavísindasvið Há-
skóla Íslands skólaárið 2017-
2018. Sem reyndur skólastjóri
hafði hann sérstöðu í nemenda-
hópnum og miðlaði af þekkingu
sinni og reynslu á afar örlátan
og auðmjúkan hátt, bæði til sam-
nemenda og kennara. Af honum
stafaði mikil hlýja, björt og ein-
læg gleði og minnumst við hans
sem góðs félaga sem gott var að
eiga samtal við. Við sendum
Guðrúnu Karen Tryggvadóttur
og fjölskyldu innilegar samúðar-
kveðjur, svo og öðrum sem næst
honum stóðu.
Megi ljúfar og fallegar minn-
ingar um góðan mann hugga og
styrkja í sorginni.
Fyrir hönd starfsfólks
Menntavísindasviðs Háskóla Ís-
lands,
Ólafur Páll Jónsson,
deildarforseti Uppeldis- og
menntunarfræðideildar.
Hvað er það í hjarta manns
er kallar fram þá æsku hans,
vinarbrag og fyrri fund
farinn veg og skólastund?
Strembinn lestur, stúdentsvor,
skál og gleði, hliðar spor,
eða bara hversdags hjal,
hugar dæmi er leysa skal.
Við þekkjum vel þann sterka streng
og syrgjum okkar góða dreng.
Örlög vísa veg um slóð,
vak þú minning kyrr og hljóð.
(Stefán Finnsson)
Elsku Karen, Kolla, Jóna
Heiða, Sara, Kristín Erna og
Þorleifur, mínar dýpstu samúð-
arkveðjur. Alla, Lilli, Stína,
Kári, Haffi og Erna og fjölskyld-
ur, megi almættið vaka yfir ykk-
ur.
Kveðja,
Eygló Svava Kristjánsdóttir.
Það er síðla þriðjudags, ég er
á skrifstofunni og sé þyrlu
sveima yfir Heimakletti. Óvana-
legur staður fyrir þyrluna hugsa
ég og stuttu síðar berast fregnir
af því að alvarlegt atvik hafi bor-
ið að á Heimakletti. Síðar þann
dag er staðfest að Sigurlás Þor-
leifsson hafi orðið bráðkvaddur á
klettinum sínum, og þá varð
manni algerlega orða vant. Að
hann Lási, einn af eðalpeyjum
Eyjanna, væri fallinn frá var og
er erfitt að meðtaka. Maður á
besta aldri og vel á sig kominn
og því öllum sem til þekkja mik-
ið áfall.
Ég man fyrst eftir Lása á
knattspyrnuvellinum þar sem
hann var áberandi í liði ÍBV sem
áræðinn markaskorari. Hann
var með eindæmum klókur leik-
maður og boltinn nánast alltaf
límdur við hann. Sama þó að
hann færi í erfið návígi, þá náði
hann oftast að koma með bolt-
ann á tánum út úr slíkum návígj-
um. Ferill hans var farsæll hvort
er sem leikmaður eða þjálfari og
hann lék einnig um tíma í Sví-
þjóð. Það var þá þegar Lási og
Karen fluttu heim til Eyja með
fjölskylduna 1989 sem ég kynnt-
ist Lása fyrir alvöru. Karen
þekkti ég vel áður eftir að hafa
búið á neðri hæðinni á Hásteins-
vegi 56, hún á efri hæðinni og að
passa mig sem barn. Þetta ár
tók Lási við sem þjálfari meist-
araflokks karla ÍBV í næstefstu
deild. Hann breytti allri þjálfun
hjá liðinu og liðið fór að æfa mun
meira og undirbúningstímabilið
varð lengra. Hann kom með nýja
nálgun í leikstíl liðsins og var um
leið spilandi þjálfari liðsins og al-
ger leiðtogi. Skemmst er frá því
að segja að liðið fór upp um deild
það árið og á tímabilinu 1990 var
ÍBV einungis einu stigi frá Ís-
landsmeistaratitlinum. Liðið spil-
aði leikkerfi sem er mjög vinsælt
í dag, mjög sóknarsinnað leik-
kerfi sem hafði mikið skemmt-
anagildi og skilaði mörgum
mörkum. Svo miklu áorkaði Lási
með liðið á þetta stuttum tíma og
undir hans stjórn myndaðist
grunnur leikmanna sem síðar
urðu máttarstólpar í framgangi
ÍBV til Íslands- og bikar-
meistaratitla.
Ég stend í mikilli þakkarskuld
við Lása því hann sýndi mér
traustið sem ungum leikmanni,
sem og öðrum ungum Eyja-
mönnum. Það var alltaf ómæld
virðing á milli okkar og hann
breytti knattspyrnunni til hins
betra hér í Eyjum. Kennarinn í
honum var einnig að verki við að
skapa heilsteypta einstaklinga
utan sem innan vallar. Síðar lágu
leiðir okkar aftur saman þegar
Lási kom heim á ný eftir þjálfun
hjá Stjörnunni og tók við þjálfun
yngri flokka hjá Íþróttafélaginu
Þór. Það voru margir hissa á
þeim tíma enda Lási gegnheill
Týrari eins og allt hans fólk. Það
hafði hins vegar engin áhrif á
hans starf enda fagmaður út í
gegn, og verður minnst sem eins
af þeim merkustu í sögu ÍBV
sem leikmaður og síðar þjálfari
karla og kvenna.
Ég kveð minn kæra vin Lása
og þakka honum fyrir það sem
hann lagði á sig fyrir mig, félaga
mína í boltanum, ÍBV og sam-
félagið í Eyjum. Hann var sann-
ur vinur, mikill og góður leið-
beinandi, staðfastur og umfram
allt mikill fjölskyldumaður.
Ég votta Karenu, börnum,
barnabörnum, foreldrum, systk-
inum og öðrum aðstandendum
innilega samúð. Far þú í friði,
minning þín lifir.
Ingi Sigurðsson.
Öll við færum, elsku vinur,
ástar þökk á kveðjustund.
Gleði veitir grátnu hjarta,
guðleg von um eftirfund.
Drottinn Jesú, sólin sanna,
sigrað hefur dauða og gröf.
Að hafa átt þig ætíð verður,
okkur dýrmæt lífsins gjöf.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Takk fyrir innlegg þitt á upp-
vaxtarárum okkar, þú varst frá-
bær kennari og fyrirmynd.
Sendum samúðarkveðju til
eiginkonu, barna, barnabarna og
fjölskyldunnar allrar. Megi góð-
ur Guð styrkja ykkur á þessum
erfiðu tímum.
Fyrir hönd árgangs 1978 í
Hamarsskóla,
Björn, Elena og Kristín Inga.
Einn af lunknustu framlínu-
mönnum í sögu íslenskrar knatt-
spyrnu er fallinn frá, markaskor-
ari af Guðs náð, Sigurlás
Þorleifsson. Eyjapeyi, landsliðs-
maður, skólamaður, drengur
góður. Lási var erfiður viður-
eignar innan vallar – í þeim
skilningi að það var verulega
krefjandi að reyna að halda hon-
um í skefjum frá markinu. Hann
laumaðist sínar leiðir og kláraði
færin, klókur eins og köttur. En
hann var ljúfur sem lamb utan
vallar, heiðursmaður, heill í
gegn. Þeirri hlið kynntist ég bet-
ur þegar við vorum samherjar í
landsliðinu og síðasta áratuginn.
Einn leikur umfram aðra í
Vestmannaeyjum er okkur í Val
minnisstæður. Við lékum við
ÍBV, fórum með sigur af hólmi,
Sigurlás skoraði gegn okkur en
eftir leikinn þurfti hann að
komast í snarhasti til Reykjavík-
ur af því hann átti von á barni.
Flugvélin var smekkfull en
Gunnar Már Másson, okkar
maður, gaf Lása eftir sætið sitt
og dvaldi í góðu yfirlæti Heimis
Hallgrímssonar og annarra í
Eyjum fram á næsta dag. Sam-
vinna tveggja góðra íþrótta-
félaga sem átti sér djúpar og
traustar rætur.
Samskipti mín við Sigurlás
undanfarinn áratug hafa verið
með þeim hætti að einu sinni á
ári hefur hann sótt mig út á flug-
völl í Eyjum, eldsnemma og ekið
mér í skólann þar sem ég hef
haldið fyrirlestur fyrir krakkana
„hans“. Ástríða hans fyrir eyj-
unni, skólastarfinu, ÍBV, fólkinu
í Vestmanneyjum hefur ætíð
skinið í gegn. Það er einstakt að
sækja eyjarnar heim og mér
þykir vænt um að hafa kynnst
einstaklingum eins og Sigurlási
Þorleifssyni og fleiri eðal- Vest-
mannaeyingum. Þeir eru engum
líkir, ógleymanlegir.
Fyrir hönd Knattspyrnu-
félagsins Vals, og okkar gömlu
leikmannanna, votta ég eftirlif-
andi konu hans, Guðrúnu Karen,
börnum þeirra, ættingjum og
vinum, samúð mína.
Þorgrímur Þráinsson,
formaður Vals.
Sigurlás Þorleifsson var Týr-
ari í húð og hár, sonur Öllu á
Reynistað og Lilla pípó sem
voru eðal Týrarar. Hann fæddur
Týrari og bar nafn sigur-
vegarans. Lási var því afkom-
andi afreksíþróttamanna sem
voru holdi klæddir grænum Týs-
búningi með grænt blóð í æðum.
Móðurfrændurnir, Lautarpeyj-
arnir á Reynistað, Eggó, Helgi
og Geir Sigurlássynir og föður-
frændurnir Dolli pípó, Óli, Örn
Óskarssynir og Kári bróðir hans
allt frábærir knattspyrnumenn á
sínum tíma. Þegar við ólumst
upp skiptist samfélagið í Eyjum
í Týrara og Þórara, í grænt og
blátt. Týspúka á tunnubotni eða
Þórspúka á tunnubotni, allt eftir
því hverjum menn tilheyrðu.
Lási var leiðtogi Týrara á vell-
inum, yfirburðamaður upp alla
flokka, fyrirliði sem leiddi sína
menn til margra sætra sigra. Oft
máttum við Þórarar lúta í gras
fyrir sprækum Týrurum leidd-
um af Lása, einum besta knatt-
spyrnumanni Eyjanna fyrr og
síðar. Leiðir okkar lágu saman í
ÍBV þegar við fögnuðum Ís-
landsmeistaratitli í 2. flokki árið
1975. Lási náði alla leið, lék
landsleiki fyrir hönd Íslands,
spilaði sem atvinnumaður í Sví-
þjóð og seinna var hann virtur
þjálfari. Þegar við Þórarar vor-
um í þjálfaraleit fyrir yngri
flokka félagsins datt okkur Frið-
birni Valtýssyni í hug að fá Lása
í starfið. Á þeim árum var hitinn
á milli Týs og Þórs eins og nýr-
unnið hraun úr Eldfelli. Félögin
nýbúin að byggja hús yfir starf-
semi sína og hverjum gat dottið í
hug að leita yfir í Týsheimilið
eftir þjálfara, það var óðs manns
æði. Þær voru því bundnar
mesta trúnaði viðræður okkar
Bibba við Lása um yfirþjálfara-
starfið hjá Þór. Við fórum leynt
á fundi og meira að segja veltum
fyrir okkur hvernig þessu yrði
tekið í fjölskyldu Sigurlásar þeg-
ar Týsstjarnan klæddist Þórs-
gallanum. Reynistaðarfjölskyld-
an var álíka langt frá bláa litnum
á skala litrófsins eins og fjöl-
skylda Bibba frá þeim græna.
Lási var alvöru maður, keppn-
ismaður og þjálfari sem sá tæki-
færið, óhræddur við áskorun
sem var samanlagt eins og allar
þrettándabombur Týraranna
hefðu sprungið í einni bombu.
Hann tók starfið og allt skalf, en
hann var ekki síður farsæll þjálf-
ari en leikmaður, leiðtogi og síð-
ar skólastjóri sem lærði að lægja
öldurnar. Sigurlás kom mér fyrir
sjónir sem hægur maður í sínu
daglega lífi, viljasterkur og vel
gerður. Lási gat verið kæruleys-
islegur í fasi, vaggaði aðeins í
göngulaginu og leit leiftrandi
augum viðmælendur sína, dökk-
ur á brá og brún, viðræðugóður
og sagði skoðanir sínar. Á loka-
degi vildi hann standa við orð sín
þrátt fyrir að honum gæti liðið
betur. Keppnismaðurinn tæki
enn eina ferðina á Heimaklett og
fylgdi foreldrum erlendra nem-
enda á Hettu til að sýna þeim
fegurðina alla, Eyjarnar sem
höfðu verið leikvöllur hans alla
ævi. Á Heimakletti stóð hann
stoltur og þakkaði Eyjunum
samleiðina. Sigurlás var á toppi
lífs síns þegar hann lagðist í
faðm Heimakletts þar sem gras-
ið er grænast og hann tók á móti
kalli Drottins. Lokastundar
sigurvegarans á hæsta tindi
æskustöðvanna var minnst á við-
eigandi hátt. Ég votta foreldrum
Sigurlásar, Karen börnum og
fjölskyldu samúð.
Ásmundur Friðriksson.
Við peyjarnir kepptumst um
að fá vera „Lási“ þegar við vor-
um að leika okkur í fótbolta úti á
bletti á Brimhólabrautinni eða
uppi á skólavelli. Hann var að-
alhetjan okkar enda einn af
máttarstólpum ÍBV og mesti
markahrókur Íslands, landsliðs-
kappi og síðar atvinnumaður. Já,
Lási var náttúrubarn í íþróttum
– auk fótboltans var hann meðal
annars lykilmaður í handbolta-
liði Týs um árabil.
Manni þótti nú ekki ónýtt
þegar Eiríkur skólastjóri Guðna-
son tilkynnti okkur að Sigurlás
Þorleifsson, Lási, tæki við sem
umsjónarkennari bekkjarins
haustið 1980. Eiríkur var upp-
litsdjarfari en nokkrum dögum
fyrr þegar hann hafði tilkynnt
okkur að kennarinn okkar hefði
gefist upp á okkur ólátabelgj-
unum í byrjun skólaársins og
væri farinn upp á land aftur.
Eftir á að hyggja var þetta ef-
laust ekki auðvelt skref fyrir ný-
útskrifaðan kennara. En kennsl-
an lék í höndum Lása og hann
náði fljótt og örugglega tökum á
bekknum. Hann bar virðingu
fyrir okkur og nálgaðist okkur
sem jafningja. Hann lét okkur
finna að honum þætti vænt um
okkur. Þegar þessir eiginleikar
fara í bland við færni og sam-
viskusemi, sem Lási var gæddur
í ríkum mæli, er komin uppskrift
að framúrskarandi kennara.
Lási kenndi okkur í fjögur ár og
sennilega vorum við bekkjar-
systkinin þau einu í Eyjum sem
samglöddust honum ekki þegar
hann fékk tilboð um að gerast
atvinnumaður í Svíþjóð í árs-
byrjun 1984. Við vorum náttúru-
lega bara hundsvekkt.
Það var snjall leikur hjá Lalla
heitnum Kobba, Jóa Ólafs og fé-
lögum þeirra í knattspyrnu-
ráðinu að krækja í Lása þegar
hann var á heimleið frá Svíþjóð
eftir farsælan atvinnumannsfer-
il. Lási tók við þjálfun ÍBV
haustið 1988 eftir að liðið hafði
rétt sloppið við fall í þriðju deild.
Honum fylgdi ferskur blær og
ný vinnubrögð. Árangurinn lét
ekki á sér standa. Liðið komst
upp í efstu deild strax á fyrsta
ári og á því næsta var það aðeins
einu stigi frá Íslandsmeistara-
titlinum.
Eitt af aðalsmerkjum Lása
sem þjálfara var að hann hafði
óbilandi trú á verkefninu og
geislaði þannig frá sér sjálfs-
trausti í allan hópinn. Sjálfum
hefði mér sennilega aldrei skolað
upp í meistaraflokk ef Lási hefði
ekki hvatt mig áfram, gefið mér
tækifæri og sýnt mér traust.
Þannig naut maður þeirra
hlunninda að fá að mótast undir
hans handleiðslu, þessa fag-
manns og ljúfmennis sem Lási
var, sem ungur nemandi og síðar
sem íþróttamaður og einstak-
lingur á leiðinni út í lífið.
Þrátt fyrir að Lási væri hætt-
ur að þjálfa okkur haustið 1992
var ekki erfitt að svara frétta-
manninum sem spurði hverjum
ég tileinkaði mörkin sem ég
hafði skorað í dramatískum loka-
leik liðsins – það kom bara einn
til greina.
Nú hefur verið flautað til
leiksloka þó að seinni hálfleikur
hafi bara verið rétt nýhafinn.
Kennslustundirnar og hvatning-
arorðin verða ekki fleiri en
minningin lifir um mætan mann,
áhrifa- og örlagavald í lífi okkar
margra. Við munum sakna hans.
Lási átti stóra og samhenta
fjölskyldu sem nú tekst á við
mikinn missi, mikla sorg. Við
Eva vottum Karenu, börnum og
barnabörnum – allri stórfjöl-
skyldu Lása okkar dýpstu sam-
úð.
Martin Eyjólfsson.
„Það getur ekki verið, ekki
hann Lási, ekki hann Lási bjarg-
vættur!“ sagði sonur minn þegar
ég hringdi í hann og sagði hon-
um þau hræðilegu tíðindi að Lási
væri dáinn. Og svo sannarlega
var ég sammála syni mínum.
Þetta gat ekki verið! Hressir og
kátir menn, í fullu fjöri eins og
Lási, deyja ekki bara sísvona.
Bláköld staðreyndin blasir hins
vegar við öllum og sorgin hellist
yfir. Lífið er hverfult og sann-
leikurinn ekki flúinn í þetta sinn-
ið.
Mér verður hugsað til góðra
stunda úr Hamarsskólanum, en
þar vann ég öll árin sem við
bjuggum í Eyjum. Þar var
margt mjög skemmtilegt starfs-
fólk og Lási var engin undan-
tekning, alltaf léttur í skapi og
til í sprell og skemmtilegheit.
Gott var að hafa hann með sér í
liði í óvissuferðum enda mikill
keppnismaður og svindlaði
meira en margur þegar til þurfti,
svona rétt eins og flestum
íþróttakennurum er lagið!
Krakkarnir okkar kölluðu
Lása oft Lása bjargvætt og það
ekki að ástæðulausu. Upphafið
mátti rekja til þess að við fórum
einu sinni þrjár góðar fjölskyld-
ur úr Eyjum í skemmtilega æv-
intýraferð til Frakklands. Farið
var í alls kyns utanvegarferðir
og margt nýtt skoðað og upp-
lifað. Meðal annars fórum við í
kanóferð þar sem sigla átti niður
heljarmikið fljót lengst uppi í
fjöllum. Leiðsagan var frekar
óskýr og af skornum skammti,
einungis það að passa okkur á
hinu og þessu og halda okkur til
hægri þegar farið var í fyrstu
flúðirnar. Við röðuðum okkur í
þriggja manna báta og þannig
atvikaðist að Lási tók strákinn
okkar með í sinn bát. Hópurinn
komst klakklaust í gegnum
fyrstu leiðina en svo þegar við
vorum komin dálítinn spöl tók
ferðin skyndilega óvænta stefnu.
Báturinn hans Lása lenti á grjóti
sem leiddi til þess að þeir voru
skyndilega komnir í straummikl-
ar flúðir, tóku dýfu og bátnum
hvolfdi í einu vetfangi. Strák-
urinn okkar fór á bólakaf undir
bátinn en Lási var snar í snún-
ingum. Hann náði í snarhasti og
á einhvern undraverðan hátt
taki á drengnum og tókst að
draga hann upp í bátinn til sín.
Við vorum náttúrulega ólýsan-
lega þakklát bjargvætti okkar en
sáum strax að Lási hafði orðið
fyrir skakkaföllum. Í átökunum
hafði litlifingur hans farið úr liði.
Svo einbeittur var hugur Lása
að bjarga drengnum að hann gaf
sér lítinn tíma til að hugsa um
sín skakkaföll. Nú voru góð ráð
dýr, ekki gátum við kippt fingr-
inum í liðinn og ekki var neinn
möguleiki að snúa við og leita
hjálpar þar. Okkar beið því
klukkutíma sigling þar sem Lási
þurfti að sigla sárkvalinn á leið-
arenda.
Við tók svo langur tími í bíl að
næsta sjúkrahúsi. Þegar langt
var liðið á kvöld fékk Lási svo
loks aðhlynningu. Aldrei taldi
Lási þetta eftir sér þótt fingur
hans hafi, því miður, aldrei borið
þess bætur.
Sárt er að upplifa að ekki
tókst að bjarga bjargvættinum
okkar.
Elsku Karen og krakkarnir,
við vottum ykkur innilegustu
samúð.
Guðbjörg, Jón, Nói Mar
og Una Bóel.
Sigurlás Þorleifsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HELGA GUÐBJÖRG ÞORKELSDÓTTIR,
Njarðarvöllum 2, Njarðvík,
lést á Hrafnistu, Nesvöllum, fimmtudaginn
26. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Nesvalla fyrir
einstaka umönnun og hlýtt viðmót.
Þorkell V. Þorsteinsson Lydia Jósafatsdóttir
Kristinn Á. Þorsteinsson
Elín Þ. Þorsteinsdóttir Gísli Willardsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
LILJA JÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis á Fornhaga 15,
lést fimmtudaginn 26. apríl á Hrafnistu í
Kópavogi. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Ásta Garðarsdóttir Sturla Þórðarson
Helga Garðarsdóttir Sigurjón Sindrason
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg frænka okkar,
GUÐBJÖRG MARÍN STEFÁNSDÓTTIR,
áður til heimilis í Engimýri 7,
Akureyri,
lést 23. apríl á hjúkrunarheimilinu
Lögmannshlíð, Vestursíðu 9, Akureyri.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Systkinabörn og aðrir aðstandendur