Morgunblaðið - 05.05.2018, Page 39

Morgunblaðið - 05.05.2018, Page 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 ✝ Helga fæddistá Eskifirði 31. október 1929. Hún og lést að Hrafn- istu í Reykjanesbæ 26. apríl 2018. Foreldrar henn- ar voru Þorkell Ei- ríksson járnsmiður, f. 4.11. 1886, d. 8.2. 1972, og Helga Þuríður Indriða- dóttir húsfreyja, f. 16.9. 1891, d. 23.5. 1964. Systkini Helgu voru Björn Guðmundur Þorkelsson, f. 15.12. 1916, d. 29.6. 1979, Krist- ín Elín Þorkelsdóttir, f. 9.12. 1917, d. 22.5. 2004, Eiríkur Þor- kelsson, f. 23.10. 1920, d. 2.9. 1998, Jón Þorkelsson, f. 2.8. 1922, d. 8.2. 1998, Sigurður Þorkelsson, f. 23.6. 1924, d. 20.8. 2011, Helga Valborg Þor- kelsdóttir, f. 11.8. 1927, d. 6.3. 1931, og Ingvar Bergur Þor- 5.3. 2012. c) Ingvi Aron Þor- kelsson, f. 22.4. 1990, búsettur í Svíþjóð í sambúð með Anetu Ki- ankovu. 2) Kristinn Ársæll Þor- steinsson, f. 2.12. 1957. 3) Elín Þuríður Þorsteinsdóttir, f. 29.12. 1961, gift Gísla Will- ardssyni. Þau eiga tvo syni, þá Davíð Þór, f. 29.6. 1988, og Elí- as Orra, f. 6.8. 1995. Helga var yngst systkina sinna sem lifðu til fullorðinsára. Hún fór ung að heiman til að sjá fyrir sér og fór m.a. á vertíð suður með sjó þar sem hún kynntist eiginmanni sínum, Þor- steini Elíasi Kristinssyni, sem á þeim tíma stundaði sjómennsku, en hann lauk námi sem grunn- skólakennari vorið 1955. Þau gengu í hjónaband 1. júní 1954 og settust að í Keflavík. Auk þess að halda heimili þeirra hjóna og sjá um uppeldi barna þeirra starfaði Helga lengst af við verkamannastörf í fisk- vinnslu að frátöldum vetrinum 1978-1979 þegar þau Þorsteinn dvöldu í Kaupmannahöfn þar sem Þorsteinn stundaði nám. Útför Helgu fór fram frá Keflavíkurkirkju 4. maí 2018 í kyrrþey að hennar eigin ósk. kelsson, f. 1932, d. 1934. Helga var gift Þorsteini Elíasi Kristinssyni grunn- skólakennara, f. 20.9. 1928, d. 5.2. 2017. Þau eign- uðust þrjú börn, þau eru: 1) Þorkell Vilhelm Þor- steinsson, f. 12.11. 1956, Hann er kvæntur Þorfinnu Lydiu Jós- afatsdóttur, börn þeirra eru: a) Helga Elísa Þorkelsdóttir, f. 8.4. 1983, gift Bjarna Þór Bjarnasyni. Þau eiga þrjú börn, þau Alexander Aron, f. 29.11. 2010, Elenóru Ósk, f. 18.8. 2012, og Auðun Eðvald, f. 17.6. 2016. b) Margrét Silja Þorkelsdóttir, gift Ragnari Níels Steinssyni. Þau eiga þrjú börn þau Dag Vil- helm f. 12.6. 2008, Arnór Val, f. 21.12. 2009, og Lydiu Björk, f. Á fyrri hluta 20. aldar voru lífskjör almennings með öðrum hætti en í dag. Þá tíðkaðist að ungmenni sæju sér sjálf far- borða og það átti við um mömmu eins og aðra á hennar heimili. Æskuheimili mömmu markaðist af missi tveggja yngstu systkina hennar, þeirra Helgu Valborgar og Ingvars Bergs, sem létust börn að aldri. Sorgin sem því fylgdi var sjald- an rædd og tilfinningar gjarnan settar á ís. Sjálf misstu for- eldrar okkar sitt fyrsta barn í fæðingu og sá missir var sjaldan ræddur né unnið úr sorginni. Þessi jarðvegur markaði mömmu og hún flíkaði sjaldan tilfinningum sínum eða líðan. Engu að síður fundum við systkinin vel fyrir ást hennar og umhyggju þó að ekki væru höfð um það mörg orð. Mamma gekk systursyni sínum, Ingvari Gunn- arssyni, að hluta til í móðurstað, en hann var fóstraður af ömmu og afa eftir að móðir hans flutti til útlanda. Í augum mömmu var Ingvar einn okkar systkinanna. Ingvar lést 29. nóvember 2015. Mamma var gjörn á að segja meiningu sína umbúðalaust og gat verið býsna hvassyrt þó að sjaldan fylgdi þeim orðum mikil alvara. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefn- um en þeir sem til hennar leit- uðu áttu vísa þá aðstoð sem eft- ir var leitað. Mamma var alla tíð glettin og gamansöm og naut samvista við fólk sem tók henni eins og hún var. Hún er eft- irminnileg öllum þeim sem henni kynntust og minnast margir hennar með mikilli hlýju. Mamma var eitt mesta hörkutól sem við höfum kynnst. Hún var harðdugleg, ósérhlífin og samviskusöm og tók sér fyrir hendur hvaðeina sem til þurfti hverju sinni. Hún átti afar erfitt með að sitja kyrr og var sjaldn- ast aðgerðalaus. Hún virtist eiga endalausa orku og það gekk vel undan henni við öll verk. Hún fékk ung áhuga á steinasöfnun og geystist með vinkonu sinni, Arnheiði Hall- dórsdóttur, um fjöll og firnindi á Austfjörðum í leit að fallegum steinum sem urðu uppistaðan í afar merku steinasafni. Mamma og pabbi höfðu gam- an af ferðalögum innanlands og erlendis með fjölskyldunni og í góðra vina hópi auk þess sem þau áttu ótal ánægjustundir meðal vina í bústað sínum í Þjórsárdal. Mamma gleymdi aldrei æsku- stöðvum sínum á Eskifirði og hún og pabbi héldu þangað á hverju sumri með alla fjölskyld- una öll æskuár okkar systkin- anna þar sem hún hélt heimili fyrir bræður sína þá Eika og Sigga sem bjuggu áfram í föð- urhúsum eftir fráfall foreldra þeirra. Þessar ferðir voru ómissandi hluti af æsku okkar og eiga Austfirðirnir sterkar rætur í okkur öllum fyrir vikið, svo sterkar að Kristinn settist þar að og býr þar enn. Til marks um þessar sterku rætur má nefna að alla tíð talaði mamma um að fara heim þegar haldið var austur á bóginn hvert einasta vor þrátt fyrir að hafa átt heima stærstan hluta ævi sinnar í Keflavík. Mamma dvaldi á hjúkrunar- heimilinu að Hrafnistu í Reykja- nesbæ síðasta eitt og hálft árið og fékk þar bestu fáanlega umönnun, sem við erum afar þakklát fyrir. Við þökkum móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu fyrir sam- fylgdina. Megi minning hennar lifa. Þorkell V. Þorsteinsson Lydia Jósafatsdóttir Kristinn Þorsteinsson Elín Þorsteinsdóttir Gísli Willardsson börn og barnabörn. Fyrstu kynni okkar Helgu tengdamömmu minnar voru á þann veg að verðandi eiginmað- ur minn var að sækja foreldra sína á skemmtistað og ég slóst í för með honum. Ég ætlaði að færa mig úr framsætinu í aftur- sæti bílsins þegar hún sagði kímin: „Sittu bara kyrr. Ertu ekki hvort sem er búin að taka þetta allt yfir?“ Tengdamamma lá ekki á skoðunum sínum en ég var frekar fámál í þá daga og svaraði engu. Maðurinn minn hefur síðan undrast að ég skyldi ekki láta hann róa eftir þessi fyrstu kynni af verðandi tengda- mömmu. Næsta skipti sem ég hitti Helgu var ég drifin í fjallgöngu með fjölskyldunni, en tengda- mamma var mikil fjallageit og hljóp upp fjallið sem við ætl- uðum að ganga á en ég var hálf dregin upp. Ég hafði mér það til málsbóta að ég var þarna með astma eins og tengdapabbi sem rölti með mér í rólegheitum. Tengdamamma var mjög kröftug og vinnusöm og vílaði ekki fyrir sér að mála tréverkið heima hjá sér, slá lóðina og klippa trén allt til 85 ára aldurs. Þegar hún kom í heimsókn til Sauðárkróks reyndi ég að hafa allt fínt og nýskúrað. Þó að hún stoppaði ekki nema í tvo til þrjá daga var hún iðulega búin að ryksuga allt húsið og jafnvel skúra áður en hún fór. Eftir að við fluttum til Sauð- árkróks 1980 var reglulega farið í heimsókn til Keflavíkur og á sumrin í Þjórsárdal þar sem Helga og Steini dvöldu oft og nutu börn okkar þar samskipta við ömmu og afa. Í Keflavík bjuggu þau við íþróttavöll bæjarins og nutu börnin þess í heimsóknum sín- um. Utan við hús þeirra á Faxa- brautinni var stórt plan sem var vinsælt til leikja. Helga lét sig ekki muna um að spila þar fót- bolta við barnabarnabörnin, þá 84 ára gömul. Helga var mikil áhugamann- eskja um íþróttir. Sjaldan var komið í heimsókn án þess að íþróttarásirnar væru á fullum dampi. Hún sýndi íþróttaiðkun barnanna og barnabarnanna mikinn áhuga sama hvaða íþrótt þau iðkuðu. Það lifnaði jafnan yfir Helgu þegar barnabarnabörnin komu í heimsókn og hún fylgdist vel með þeim. Börnin okkar nutu samvista við ömmu sína fram á síðasta dag og kunnu að meta þessa kraftmiklu og líflegu ömmu. Helga var mjög félagslynd og vildi hafa fjör í kringum sig. Aftur á móti var mamma mín mjög róleg og orðvör kona en alltaf var mjög kært með þeim Helgu eins ólíkar og þær voru. Sömu sögu er að segja af frænku minni og vinkonum á Króknum sem kunnu vel að meta þessa líflegu og skemmti- legu konu. Helga var traust og góður vinur vina sinna. Við höfum átt samleið í tæplega 41 ár, eða frá því að ég var 18 ára gömul. Við áttum alltaf ánægjuleg sam- skipti þó að hún léti mig stund- um heyra það ef henni mislíkaði. Hún talaði kjarnyrta íslensku þegar hún ræddi menn og mál- efni og dró þá ekkert undan. Þessar umræður voru oft hin mesta skemmtun þó að ekki væri ég henni alltaf sammála. Fyrstu kynni okkar Helgu voru eftirminnileg og dánardag- ur hennar verður mér sömuleið- is eftirminnilegur, þar sem hún kvaddi á afmælisdaginn minn. Ég kveð þessa litríku tengda- móður mína með söknuði og þakka henni samfylgdina. Megi minning hennar lifa. Lydia Jósafatsdóttir. Helgu frænku kveðjum við með söknuði og hlýhug. Hún átti stóran sess í lífi okkar Hlíðarendasystra og föður okk- ar enda var mjög kært á milli þeirra alla tíð. Helga var mikill dugnaðarforkur og hafði sterkar skoðanir á hlutunum og var lin- kind henni ekki að skapi. Hún var vön að koma austur í fjörð- inn fallega sem henni var svo kær á hverju sumri í uppvexti okkar og beið maður spenntur að sjá þegar búið var að tjalda bláa vagninum í garðinum á Strandgötunni og þá hljóp mað- ur niður brekkuna. Daginn eftir komuna austur var þvottavélin strax farin að snúast, gardínur hengdar út á snúru og sykurkringlur komnar í ofninn. Síðan fóru hún og mamma iðulega í göngutúra um fjöll Austurlands í leit að ger- semum og fengum við þá stund- um að koma með. Helga var höfðingi heim að sækja og þegar við heimsóttum hana og Steina til Keflavíkur þar sem hún og fjölskyldan bjuggu var alveg ótrúlegt hvað hún gat komið með margar kræsingar upp úr kistunni í hvert skipti. Í fyrra kvöddum við Þorstein eiginmann hennar og var það mikið áfall fyrir Helgu því þau voru einstaklega samrýnd hjón. Síðustu árin dvaldi Helga á dvalarheimilinu í Reykjanesbæ og þegar við heimsóttum hana þangað nýlega lék hún á als oddi, skemmtilegar minningar voru rifjaðar upp jafnóðum og flett var í gegnum albúmin, en á meðan rúllaði fótboltinn á skján- um til að Helga missti ekki af úrslitunum því Helga var mikil boltakona og átti hún það sam- eiginlegt með bræðrum sínum. Innilegar samúðarkveðjur sendum við eftirlifandi börnum hennar; Kela, Kidda, Ellu og fjölskyldum þeirra. Blessuð sé minning Helgu frænku, með þökk fyrir allt. Fjörðurinn okkar með fjöllin sín háu, fallega bæinn á austfirskri byggð. Blessaða landið með býlin sín smáu, þér best hefur dugað þín íslenska tryggð. Byggðin þín fríða hér blessist og dafni, bjartsýni og framtak hér eiga sinn vörð. Lánið þér fylgi með lukku í stafni, lífið það blómgist við Eskifjörð. Blessist um aldur þín byggð og þín saga, börnin þín standi um fjörðinn sinn vörð. Lánið þér fylgi með lukku í stafni, ljómi alltaf fegurst við Eskifjörð. (Aðalbjörn Úlfarsson) Sigríður, Helga, Berglind og Inga Bryndís Ingvarsdætur. Helga Guðbjörg Þorkelsdóttir ✝ Sverrir Berg-mann fæddist á Stóru-Hellu við Hellissand 3. des- ember 1920. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Eir 8. apríl 2018. Foreldrar hans voru Daníel Berg- mann, kaupmaður, útgerðarmaður og hreppstjóri, f. í Fremri-Hrafnabjörgum í Hörðudal í Dalasýslu 11.7. 1877, d. 18.2. 1935, og Sigríður Jóns- dóttir Bergmann húsfreyja, f. á Ósi í Skilmannahreppi í Borg- arfirði 22.5. 1895, d. 29.6. 1985. Systkini Sverris voru: Þor- steinn, f. 1913, d. 2002, Margrét Sigríður, f. 1916, d. 2007, Gunn- ar, f. 1918, d. 2012, Daníel, f. 1923, d. 2006, og systir, f. and- vana 1925. Sverrir Egill, f. 25.12. 1960, kvæntur Margréti Pálsdóttur, f. 1.6. 1959, og eru börn þeirra Páll, f. 1986, og Sara Margrét, f. 1990, í sambúð með Tryggva Þór Einarssyni. Sverrir ólst upp á Hellissandi þar til fjölskyldan flutti til Reykjavíkur 1933 í kjölfar veik- inda föður hans sem lést tveim- ur árum síðar. Hann var í kvöld- skóla KFUM, starfaði hjá Otto Arnar og lærði útvarpsvirkjun hjá viðgerðarstofu útvarpsins 1941 og starfaði þar. Árið 1949 fór hann til þjálfunar hjá Decca Radar Company í Englandi í við- haldi og uppsetningu á ratsjám sem þá voru fyrst að koma á al- mennan markað. Hann rak við- gerðarverkstæði og síðar Skip- aradíó í félagi við Sigurbjörn Ólafsson alla tíð, sérhæft í sölu og þjónustu á siglinga- og fiski- leitartækjum. Sverrir var virk- ur í starfi frímúrarareglunnar meðan heilsa og aldur leyfðu. Útför Sverris hefur farið fram í kyrrþey. Sverrir kvæntist 16. apríl 1949 Sig- ríði Lovísu Berg- mann, f. í Reykjavík 25.10. 1928 en hún lést 20.2. 2001. For- eldrar hennar voru hjónin Þorvaldur Valdemar Jacobsen skipstjóri, f. 8.9. 1896 á Eskifirði, d. 16.3. 1970, og Dag- mar Guðnadóttir Jacobsen húsfreyja, f. 5.7. 1899 í Reykjavík, d. 7.8. 1986. Börn þeirra eru: 1) Dagmar Þóra, f. 3.10. 1949, gift Birni Gunnarssyni, f. 29.1. 1950, dæt- ur þeirra eru: Sigríður Lovísa, f. 1973, og á hún þrjá syni; Krist- ofer Thor, Alexander Thor og Gabriel Thor, og Þóra Björg, f. 1977, í sambúð með Bjarna Þór Hafsteinssyni og eiga þau dótt- urina Laufeyju Þóru, f. 2017. 2) Það var á jóladag árið 1983 sem ég hitti Sverri fyrst. Deddi minn átti afmæli og eins og venj- an var þá var haldið upp á það með jólaboði fjölskyldunnar á Ránargötunni. Ég var rétt komin inn þegar Sverrir kom og heilsaði mér, skoðaði mig í krók og kring og sagði fátt. Þegar ég svo kvaddi kom hann til mín og rétti mér bleikt bóka- merki sem þau hjónin höfðu keypt á Jersey, en þangað fóru þau gjarnan í frí. Upp frá þessu höfum við verið vinir og hefur engan skugga borið á þá vináttu í þessi næstum 35 ár sem liðin eru síðan þá. Þegar ég minnist tengdaföður míns er mér þakklæti efst í huga. Það er ekki sjálfgefið að eignast góðan lífsförunaut sem á svo gott bakland að maður eignast nánast aðra foreldra til viðbótar við sína yndislegu sem síðan kvöddu allt of fljótt. Varla er hægt að skrifa um Sverri án þess að minnast tengdamömmu, Sigríðar Lovísu Bergmann, en saman voru þau óþreytandi við að létta undir með okkur fjölskyldunni þegar börnin voru yngri og við á kafi í vinnu. Sem dæmi fluttu þau alltaf heim til okkar og kölluðu það að koma í „vist“ þegar við foreldrarnir þurftum að fara til útlanda. Börn- in voru hæstánægð með þessa til- högun. Þeir eru ófáir kílómetrarnir sem afi Sverrir skutlaði börnun- um og vinum þeirra út og suður, að maður minnist ekki á sum- arbústaðaferðir og önnur skemmtilegheit. Hægt að segja að þau hjónin hafi verið amma og afi með risastóru a-i. Sverrir var hæglátur maður og hógvær og alltaf var stutt í spaugið. Hann var réttsýnn og lifði eftir eldri gildum án þess að setja sig á móti nýjungum og hann var alla tíð mjög fær að laga öll tæki auk þess sem hann var okkur mikil hjálp við ýmis verk. Það er bæði aðdáunarvert og þakkarvert hversu vel og fallega mágkona mín, Dagmar, hefur annast pabba sinn eftir andlát tengdamömmu. Vakin og sofin yfir velferð hans þessi síðustu ár sem hann dvaldi fyrst í íbúð í Eir- arhúsum, síðan á Eirarholti og loks síðustu níu árin á hjúkrunar- heimilinu Eir. Eins ber að þakka starfsfólk- inu á Eir fyrir frábæra umönnun í öll þessi ár þar sem honum var sinnt af mikilli virðingu og hlýju. Ekki gefinn neinn afsláttur af snyrtimennskunni, skyrta og bindi alla daga fram undir það síðasta. Ég kveð minn góða tengda- föður með þakklæti fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hans. Margrét. Sverrir Bergmann Það var eftir- vænting í loftinu – amma og afi voru á leiðinni með Akra- borginni og þá yrði sko fjör. Amma var ótrúlega góð við okkur systkinin og það var næstum ekki neitt sem hún vildi ekki fyrir okkur gera. Fara í fót- bolta í garðinum þó knattspyrna væri kannski ekki hennar sterka hlið, sauma og prjóna dúkkuföt svo ekki sé minnst á allt fíneríið sem hún bjó til á okkur systkinin. Amma var skemmtileg með svona blik í augunum sem maður gleymir ekki. Hún var alltaf með eitthvað ævintýralegt á prjónunum bæði í yfirfærðri og óyfirfærðri merk- ingu. Þegar við vorum flutt í Kópa- voginn lögðum við á okkur langa hjólreiðatúra til að geta heimsótt afa og ömmu á Hörpugötu og sjáum ömmu fyrir okkur himin- glaða að fá okkur til að dekra við. Hún kenndi okkur að bera virð- ingu fyrir fallegu máli og ekki síður Guðrún Þ. Stephensen ✝ Guðrún Þ.Stephensen fæddist 29. mars 1931. Hún lést 16. apríl 2018. Útför Guðrúnar fór fram 26. apríl 2018. að fara vel með texta og vera skýr í fram- sögn. Alla tíð var hægt að leita til hennar með texta sem þurfti að lesa yf- ir og fá ráðleggingar ef til stóð að halda fyrirlestur meðan á námi mínu, nöfnu hennar, stóð. Amma var líka alltaf tilbúin að hlusta á okkur og ræða allt milli himins og jarðar, trúmál, heimspeki eða stjórnmál. Í eldhúsinu á Hörpugötunni á meðan hún töfraði fram gómsæta rétti eða sneri pönnukökum af meðfæddri list. Samband ömmu við Sigurjón var einnig alveg ein- stakt og var hún honum ómetan- leg hjálp og þar komu mannkostir hennar skýrt fram. Betri og skemmtilegri hjálparhellu hefði hann ekki getað fengið. Bíltúrar, sund, leikir jafnt úti sem inni og jafnvel tannlæknaheimsóknir urðu að gríni og glensi ef amma var með í för. Við erum þakklát fyrir hana ömmu okkar og munum sakna hennar mikið en það sem hún hefur kennt okkur mun fylgja okkur út lífið. Sigurjón, Guðrún og Hafsteinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.