Morgunblaðið - 05.05.2018, Side 41
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018
minnileg og gæti ég skrifað
heila bók um það en það sem ég
rifjaði oft upp með þér var þeg-
ar þú bakkaðir á kerruna sem
var aftaní bílnum og þú varst
búinn að gleyma og komu þá
blessaðar kvöldbænirnar um að
kerran hefði verið tengd við bíl-
inn. Með árunum þegar ég fór
að fíflast með þetta kom alltaf
sama svarið frá þér og mér þyk-
ir mjög vænt um það.
Þú hlóst nú ekki lítið að því
þegar ég hélt í merina sem átti
að fara undir hest í Helli og ég
varð smeykur og bað um hjálp,
ennþá meira gast þú hlegið þeg-
ar ég og Amanda komum á
hestunum heim traðir og vorum
að rökræða hvað væri að láta
hestinn ganga en þá sagðir þú
að gömlu hjónin væru að koma.
Alltaf þegar ég kom til þín
eða hitti þig fékk ég faðmlag og
koss frá þér, sem var alltaf
mjög gott. Mig langar að þakka
þér fyrir allan þann skilning
sem þú hafðir á mér og hversu
góð nærvera þín hefur alltaf
verið það var gott að vita af því
að afi kom alltaf þegar ég tók
mín reiði- eða frekjuköst þegar
ég var yngri og talaði við mig
þannig að ég róaðist. Það voru
yndislegar stundir sem þú og
Aþena Saga mín fenguð sér-
staklega í nafnaveislunni hennar
og núna um daginn í afmælinu
hjá Áslaugu systur, þar eru til
mjög flottar myndir sem við
munum varðveita alla tíð.
Hvíldu í friði, elsku afi minn.
Við munum alltaf elska þig og
muna eftir þér.
Sverrir, Amanda
og Aþena Saga.
Afi okkar með hjarta úr gulli.
Farinn frá okkur eftir
skammvinn og grimm veikindi.
Við eigum eingöngu góðar
minningar um litla sterka
sveitakarlinn með unglings-
kroppinn sem allt gat.
Þegar sest er niður við skrift-
ir og hugsað til baka væri létti-
lega hægt að smala saman ynd-
islegum minningum um afa í
bók jafn þykka og allar síma-
skrárnar til samans frá árunum
1989-2018. Við fengum allar að
njóta nærveru hans og hann
hafði svo sannarlega mikil og
góð áhrif á okkur systurnar.
Alltaf tók hann á móti okkur
þegar við mættum í sveitina
með faðminn opinn, afalykt og
grófa vanga. Það var gott að
vera með afa, hvort sem það var
við störf eða í öllum þeim bíl-
ferðum þar sem við sátum sam-
an og þögðum. Við minnumst
hinna misgóðu helgarkvikmynda
sem við horfðum á saman á
RÚV um helgar. Oft sofnaði afi
yfir þeim og sagðist þá bara
vera að leggja sig fyrir svefn-
inn.
Nutum við þeirra forréttinda
að afi og amma tóku við okkur
hvert einasta sumar frá því að
við vorum pínulitlar þar sem við
fengum að leika lausum hala í
sveitasælunni. Unglingsárunum
eyddum við með afa úti í haga í
alvöru vinnu, girðingarvinnu,
þar sem við rifum niður ryðg-
aðar girðingar með blóðuga
framhandleggi og hömuðumst
við að slá niður girðingarstaura
með þungri sleggju á meðan
jafnaldrar okkar héngu fram á
hrífusköft og klöppuðu arfa í
unglingavinnunni. Hvern morg-
un sá hann um að útbúa nesti
fyrir okkur af mikilli kostgæfni
til að við fengjum að lúra örlítið
lengur. Þegar við stauluðumst
loks á fætur hlakkaði í okkur
þegar við blasti nýeldaður
hafragrautur að hætti afa á
eldavélarhellunni. Honum tókst
í hvert sinn að ná fram ein-
hverju guðdómlegu sinfónísku
jafnvægi af salti, þykkt og
áferð. Seinna um daginn þar
sem við snæddum úti í móa dró
hann fram mikið notaða rauða
svissneska vasahnífinn sinn, rétt
þurrkaði af honum í skítugar
buxurnar, tók brúnköku sem
amma hafði bakað, skar hana í
sneiðar, gaf okkur og við átum
af bestu lyst.
Afi var mikill hestamaður
sem við vildum að sjálfsögðu
líkjast. En frasinn að „ríða
montinn eins og afi“ var mikið
notaður til að kenna okkur að
sitja rétt og fallega á baki.
„Láttu hann ganga undir þér!“
heyrðist stundum kallað ef hann
var ósáttur við ganginn hjá
klárnum. Hann gat riðið hvaða
hrossi sem var og eftirlét okkur
alla sína gæðinga á meðan afi
karlinn fékk að skjökta á hálf-
tömdum hrossum eða bikkjun-
um sem enginn nennti að sitja.
Fyrir reiðtúra var hann oft bú-
inn að leggja á hrossið og gera
allt klárt og það eina sem við
þurftum að gera var að hoppa á
bak. Þetta lýsir afa vel því hann
dekraði okkur út í eitt á sinn
hátt og passaði alltaf upp á að
fólkið sitt hefði það sem best.
Við erum svo ótrúlega heppn-
ar að hafa átt þennan einstaka
mann í okkar lífi sem gerði okk-
ur að betri manneskjum með
því að kenna okkur að vinna og
sjá það góða í öllu. Hann var lít-
ill maður með stóra nærveru og
á dýrmætan stað djúpt í hjört-
um okkar.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei, það er minning þín.
(Guðmundur G. Halldórsson)
Unnur, Sigríður og Ólöf.
Tengdafaðir minn Ólafur
Andrésson bóndi í Húsagarði er
nú kvaddur hinstu kveðju.
Söknuðurinn er sár en ég get
ekki annað en glaðst yfir öllum
samverustundunum sem hófust
fyrir rúmlega þrjátíu árum þeg-
ar ég kynntist Gulla mínum.
Þrátt fyrir að hafa verið lítill
maður skilur Óli eftir sig stórt
skarð í Húsagarðsfjölskyldunni.
Tengdafaðir minn var afskap-
lega hlýr maður. Þessi hlýja
einkenndist af jákvæðu hugar-
fari, miklum og innilegum
áhuga á fólkinu sínu og hlýju
viðmóti krydduðu með slatta af
stríðni sem var honum í blóð
borin. Yfirbragð hans var rólegt
og fumlaust, hendur hans hrjúf-
ar og faðmlagið hlýtt.
Ólafur Andrésson var góður
maður, það sáu allir á viðmóti
hans og lífsstíl, en hann lagði
sig líka fram um það. Að slíku
fólki laðast maður og það kunnu
allir sem til hans þekktu að
meta. Óli var bóndi og eðli
starfsins samkvæmt féll honum
sjaldan verk úr hendi og í Húsa-
garði var aldrei setið með hend-
ur í skauti.
Dætur okkar Gulla hafa svo
sannarlega fengið að njóta sam-
vista við afa sinn, lært góð
vinnubrögð og það sem meira
er, vinnusiðferði. Fljótlega eftir
að þær fóru að hafa vit til var
þeim úthlutað störfum við hæfi,
störfum sem uxu með þeim þar
til komið var að fermingarárinu,
þegar kom að stóru stundinni
þar sem þær fengu að fara með
afa sínum í girðingarvinnuna og
fengu laun fyrir. Þetta voru
langir og oft á tíðum strangir
vinnudagar þar sem þær unnu
við hlið afa síns og kynslóðabilið
varð að engu, þetta var verk
sem þurfti að vinna og allir
hjálpuðust að. Girðingarvinnan
hjá Óla afa trónir efst á starfs-
ferilsskránni hjá þeim og er eft-
ir henni tekið og þær oftar en
ekki teknar fram yfir aðra um-
sækjendur starfa sem þær hafa
sótt um.
Þegar farið er yfir minning-
arbankann fara hugsanir mínar
að Húsagarði á sunnudags-
morgni, lyktin af lambalæri sem
mallar í ofninum fyllir vitin og
háværar raddir kvenleggjar
ættarinnar enduróma um allt
húsið og Óli situr í horni eld-
hússins og fylgist glottandi þög-
ull með umræðunum. Önnur
minning er þegar stoltur afi
mætti með vatn innan úr klett-
um í glærri flösku til að hella í
kristalsskál. Þetta var dagurinn
þegar Óli hélt á nöfnu sinni
Ólöfu Jóhönnu, dóttur okkar
Gulla, undir skírn og mátti sjá
tár blika á hvarmi.
Það var á haustdögum að
sjúkdómsgreining Óla lá fyrir
og ljóst var að við ramman reip
var að draga. Það var ómet-
anlegt að fá að hafa þau Ólafíu
hjá okkur meðan á meðferðinni
stóð. Hann ætlaði sér að máta
sjúkdóminn. Þrátt fyrir að lyfja-
gjöf og geislameðferð hafi tekið
sinn toll fannst honum erfiðast
að geta ekki kjáð framan í
yngstu afkomendur sína, tekið
þá á hné sér og sungið fyrir þá
heldur orðið að halda sér í hæfi-
legri fjarlægð. Það var því mikið
fagnaðarefni þegar meðferð
lauk snemma í vor og tími faðm-
laga og kossa fékk grænt ljós.
Þetta voru nokkrar virkilega
góðar vikur sem voru notaðar
vel til samvista. Það var síðan
laugardagsmorguninn 14. apríl
sem við kvöddum hann.
Nú er komið að kveðjustund
og er mér þakklæti efst í huga.
Minning Óla lifir með okkur öll-
um um ókomna tíð.
Ingunn.
Undir háu hamrabelti
höfði drjúpir lítil rós.
Þráir lífsins vængja víddir
vorsins yl og sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allan
hjartasláttinn rósin mín.
Er kristallstærir daggardropar
drjúpa milt á blöðin þín.
Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað,
krjúpa niður kyssa blómið
hversu dýrðlegt fannst mér það.
Finna hjá þér ást og unað
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei það er minning þín.
(Guðmundur G. Halldórsson)
Þetta fallega lag sunguð þið
Ólafía til okkar Adda á brúð-
kaupsdaginn okkar og þykir
mér mjög vænt um það.
Þú varst svo yndislegur
tengdapabbi og þú átt stóran
stað í hjarta mínu.
Lífið fer ekki alltaf eins og
við viljum en ég ætla að ylja
mér við yndislegar minningar.
Hvíldu í friði, elsku Óli minn.
Þín tengdadóttir
Kristín (Stína).
Grösin orðin gul og vindur
gnauðar á stuttum degi. Hross-
in okkar Guðna leita oftar upp í
hornið við pípuhliðið á Húsa-
garðsveginum, því þau vita og
hafa skynjun af vini sem í mörg
ár hefur komið með rúllur til
þeirra. Það var lán okkar að
hafa hross í nágrenni við Óla, –
ekki bara vegna þess að hann
gæfi hrossunum – heldur líka
vegna þess að hann fylgdist með
velferð þeirra og ástandi. Það
var mannbætandi að eiga tal við
Óla því þar fór persónuleiki sem
gaf ríkulega af jákvæðni og
smitandi hlátri, þannig að dagur
dimmur að morgni varð allur
sólarmegin eftir símtalið. Óli
var hagur maður og skipulagð-
ur. Því fékk ég að kynnast þeg-
ar hann, í nokkur skipti, greiddi
götu mína með lagfæringar á
girðingum. Þar fór atvinnumað-
ur og bera verk hans þess
merki. Það er gæfa að hafa
fengið að kynnast Óla sem átti
svo auðvelt að lesa í landið og
skepnunnar og huga að velferð
beggja. Ólafíu og börnum vott-
um við samúð okkar.
Vel sé þér, vinur,
þótt vikirðu skjótt
Frónbúum frá
í fegri heima.
Ljós var leið þín
og lífsfögnuður,
æðra, eilífan
þú öðlast nú.
(Jónas Hallgrímsson)
Þormar Ingimarsson,
Guðni V. Jónsson.
✝ Robert DanielTurton, eða
Bobby eins og hann
var ævinlega kall-
aður, fæddist í
Glasgow í Skot-
landi 26. júní 1941.
Hann lést á heimili
sínu í Birstein, Hes-
sen, í Þýskalandi
20. mars 2018.
Banamein hans var
hjartaáfall.
Foreldrar Bobbys voru hjónin
Mary og Robert James Turton.
Hann átti eina systur. Bobby og
Heidi Mohr, eftirlifandi kona
hans, giftust 21. júlí 1994.
Bobby ólst upp við þröngan
kost stríðs- og eftirstríðsáranna
í Glasgow. Um tvítugt kynntist
hann íslenskum ungmennum í
Glasgow og fylgdi þeim til Ís-
lands. Hann ílentist hér um
nokkur ár og dvaldi lengst af hjá
hjónunum Helgu Eysteinsdóttur
og Ólafi Þorlákssyni á Hrauni í
annars þeir síðustu sem náðu að
aka austur yfir Íran þegar bylt-
ingin var gerð þar 1979. Það var
í svipaðri ferð, frá Aþenu til
Amsterdam 1975, að Bobby
kynntist Heidi. Þau héldu sam-
bandi þrátt fyrir mikil aðskilin
ferðalög og síðar stofnuðu þau,
ásamt vinum, ferðaskrifstofu í
Berlín og buðu upp á sérhæfðar
ferðir fyrir hippa og annað
ævintýragjarnt fólk.
Í byrjun níunda áratugarins
kom Bobby aftur að Hrauni og
eftir það dvaldi hann þar ævin-
lega hluta ársins, stundum bæði
vetur og sumar. Hann sá meðal
annars nokkra vetur um gegn-
ingar þegar þau hjón voru ein
og þurftu hvað mest á aðstoð að
halda.
Bobby reisti sér sumarhús í
landi Hrauns og undanfarinn
rúman áratug dvaldi hann þar á
sumrum. Bobby og Heidi áttu
heimili í Frankfurt am Main þar
sem var bækistöð þeirra, en í
Birstein bjuggu þau sér annað
heimili í húsi foreldra Heidi eftir
að faðir hennar lést fyrir fjórum
árum og móðir hennar flutti á
dvalarheimili.
Útför Bobbys var gerð í Bir-
stein 14. apríl 2018.
Ölfusi. Þar gekk
hann til allra verka
og varð sem einn af
fjölskyldunni.
Bobby iðkaði
badminton þegar
hann dvaldist hér
og vann meðal ann-
ars til verðlauna á
mótum TBR. Alla
tíð síðan stundaði
hann badminton og
stofnaði fyrir rúm-
um áratug badmintonklúbb og
skóla í Frankfurt.
Á síðari hluta sjöunda ára-
tugarins lagði hann aftur land
undir fót og hófst þá mikið ævin-
týraskeið í lífi hans. M.a. ók
hann sannkölluðum langferða-
bílum á leiðinni Amsterdam-
Katmandu-Nýja Delhí. Far-
þegar voru hippar að leita
lausnar á lífsgátunni í Austur-
löndum fjær og var rútufyrir-
tækið nefnt „Magic Bus“. Bobby
og félagar hans voru meðal
Bobby var einstakur maður.
Hann var yndislegur og hann var
erfiður – og allt þar á milli! Það er
svo sem ekki að undra, hafandi í
huga hvaðan hann kom. Úr
verkamannahverfi í Glasgow,
fæddur á fyrri hluta stríðsáranna.
Alinn upp í basli og við skort. Það
markaði hann alla tíð.
Örlögin höguðu því svo að hann
kom til Íslands á þrítugsaldri og
fljótt ílentist hann á Hrauni í Ölf-
usi, hjá hjónunum Helgu Ey-
steinsdóttur og Ólafi Þorlákssyni.
Hjá þeim, og þeirra fólki, fann
hann hlýju og væntumþykju sem
entust honum alla ævi. Hann
hafði aldrei farið að heiman þegar
hann kom hingað og lýsir kannski
vel hver umskiptin voru að hon-
um fannst erfitt að trúa því að í
raun og veru væri nóg til af mat!
Bobby var ævintýramaður að
upplagi og eftir nokkur ár hér fór
hann aftur út í heim. Ekkert
heyrðist frá honum um nokkur
ár, en stöku sending barst frá
honum til þeirra Helgu og Óla á
Hrauni, jafnvel án orða eða skila-
boða. Svo einn daginn birtist
hann aftur og eftir það var hann
fastur gestur nokkra mánuði á
ári.
Það var ekki eins og hann væri
byrði á þeim hjónum á Hrauni,
öðru nær. Samband þeirra var
nærri því sem er milli foreldra og
sonar. Sérlega var kært milli
hans og Helgu, þau voru í reynd
sem mæðgin. Bobby var alla tíð
afar hjálplegur á búinu og þegar
þau hjón voru orðin ein kom hann
á vetrum og veitti þeim ómetan-
lega aðstoð við búverkin.
Í minningarorðum við útför
hans í Þýskalandi kom fram að
hann átti þrjár ástríður; trésmíði,
ferðalög og badminton. Ævinlega
þegar hann dvaldi hér iðkaði
hann badminton og komst í blöðin
undir lok sjöunda áratugarins
þegar hann vann mót TBR og allt
til enda spilaði hann badminton
hér og í Þýskalandi, jafnvel
kvöldið fyrir hjartaáfallið sem
dró hann til dauða.
Bobby og eftirlifandi kona
hans, Heidi Mohr, kynntust um
miðjan áttunda áratuginn og
giftu sig nærri tveimur áratugum
síðar. Heidi var fljót að mynda
sterk tengsl við fólkið hans
Bobbys hér á Íslandi og þegar
hann reisti sér sumarhús í landi
Hrauns tók hún virkan þátt í því.
Með árunum kom í ljós að þótt
þau Heidi væru um margt ólík lá
leið þeirra samantvinnuð að einu
leyti. Þau voru sérlega miklir
náttúruunnendur sem báru mikla
og djúpa virðingu fyrir öllu lífi.
Gott dæmi um það er þegar mikill
lirfufaraldur gekk yfir fyrir
nokkrum árum, ertuyglan ógnaði
trjáplöntunum og trjáræktendur
beittu öllum brögðum gegn
henni. Þá tíndi Bobby lirfurnar af
trjánum með fingrunum, setti
þær varlega í ílát og fór síðan með
þær niður að ströndinni þar sem
hann sleppti þeim.
Bobby þoldi illa allt plastrusl á
fjörum og í fjölda ára hélt hann
fjörunni frá ósum Ölfusár að Þor-
lákshöfn hreinni. Þar má segja að
hann hafi verið á undan sinni
samtíð.
Við minnumst Bobbys með
hlýju og þakklæti. Hann var
Helgu og Óla á Hrauni ómetanleg
hjálp og engir tungumálaerfið-
leikar hindruðu þau í að tala sam-
an og njóta samvista. Við biðjum
Heidi blessunar og styrks í missi
sínum.
Þórdís, Guðrún, Þórhildur
og Herdís Ólafsdætur frá
Hrauni, Helgi, Hannes, Þór-
hallur og fjölskyldur.
Robert Daniel
Turton
Elsku besta
mamma mín, núna
ert þú farin frá okk-
ur. Þungt er mér um
hjartað er ég skrifa
þessar línur og með sárum söknuði
kveð ég þig. Þú átt stóran stað í
hjarta mínu og minningin um þig
þar mun lifa þó svo að þú sért núna
farin.
Ég á svo margar góðar og fal-
legar minningar um þig. Þú varst
alltaf svo yndisleg, jákvæð, hlý og
góð, alltaf gat ég leitað til þín og þú
varst ávallt til staðar fyrir mig er
ég þurfti á því að halda. Þú varst
alltaf svo dugleg og sterk og góð
fyrirmynd fyrir mig og aðra. Þú
varst vingjarnleg, skemmtileg,
hress og hláturmild og gerðir alltaf
gott úr öllu. Þú kvartaðir aldrei og
lést þarfir annarra svo oft ganga
framar þínum eigin þörfum.
Þú hafðir alltaf frá svo mörgu að
segja, eitt af því er það hvernig ég
fékk nafnið mitt Árni Þór. Pabbi
minn Þórður vildi láta mig heita
Þóra
Sæmundsdóttir
✝ Þóra Sæ-mundsdóttir
fæddist 30. apríl
1927. Hún lést 24.
apríl 2018.
Útför Þóru var
gerð 3. maí 2018.
Árni Már en þú þver-
tókst fyrir það, því
þig dreymdi það
þrisvar sinnum að ég
ætti að heita Árni Þór
og því varð ekki
haggað. Til gamans
þá man ég það svo vel
eins og það hafi gerst
í gær að þegar ég var
lítill strákur var ég
ekki neitt hrifinn af
Þórsnafninu mínu því
að krakkarnir gátu ekki sagt err
og sögðu alltaf Árni Þó, það hljóm-
aði eins og ég væri að gera eitthvað
af mér. En núna ber ég þetta nafn
með stolti.
Ég man það líka svo vel hvað
það blessaði þig mikið að Karen
elsta dóttir mín skyldi fæðast á af-
mælisdaginn þinn, 30. apríl.
Það er oft sagt við mig: Þú ert
alltaf svo hress og hláturmildur, og
þá svara ég oft og iðulega: Ég hef
það frá móður minni.
Þú innrættir mér það mjög
snemma að trúa á frelsarann Jesú
Krist og biðja til hans. Þetta er
besta gjöfin sem þú gast gefið mér
og sú dýrmætasta af þeim öllum.
Það er mér mikil huggun í sorg
minni að vita til þess að von okkar
nær ekki bara til þessarar jarðvist-
ar heldur mun hún vara um alla ei-
lífð. Því við sem játum Jesú Krist
sem frelsara okkar fáum að vera
með honum um alla eilífð.
Ég er svo þakklátur fyrir þig,
elsku besta mamma mín, fyrir allt
það góða sem þú innrættir mér og
fyrir allar góðu og yndislegu
stundirnar sem við áttum saman.
Ég er einnig svo þakklátur fyrir
það að ég gat beðið með þér og
fyrir þér áður en þú yfirgafst
þessa jarðvist til samfundar við
Drottin.
Eftirfarandi ritningarvers eru
mjög ofarlega í huga mínum núna:
Ef von okkar til Krists nær aðeins til
þessa lífs, þá erum við aumkunarverð-
ust allra manna.
En nú er Kristur upprisinn frá dauðum,
frumgróði þeirra sem sofnuð eru. Eins
og dauðinn kom með manni, þannig
kemur upprisa dauðra með manni
(Jesú). Eins og allir deyja vegna sam-
bands síns við Adam, svo munu allir lífg-
aðir verða vegna sambands síns við
Krist.
(Fyrra Korintubréf 15:19-22)
Það er svo mikil huggun og von
í því að eiga þá fullvissu að núna
þegar þú ert sofnuð og farin heim
til Drottins þá munirðu samt lifa
um alla eilífð með frelsara þínum
Jesú Kristi.
Ég vil að lokum vitna í nokkur
vers úr 23. Davíðssálmi:
Gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína
og í húsi Drottins
bý ég langa ævi.
Árni Þór Þórðarson.