Morgunblaðið - 05.05.2018, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 05.05.2018, Qupperneq 42
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 Flestir í minni fjöskyldu hafa verið sjómenn og mitt val kom því af sjálfu sér. Það er líka gaman að vera á nýju góðu skipi í góðri áhöfn sem fiskar vel, en núna erum við mikið í bolfiski á Vestfjarðamiðum. Jón Gylfi Kristinsson, háseti á Sólbergi ÓF 1 DRAUMASTARFIÐ Heildsala í Reykjavík óskar eftir fólki í framtíðarstarf í afgreiðslu og létt skrifstofustörf, 50% vinna: vinnutími miðvikudag - föstudag. Umsóknir sendist á box@mbl.is merkt: ,, H- 26345”. FJÖLSKYLDUSVIÐ SVEITARFÉLAGSINS SKAGAFJARÐAR Okkur vantar fleira gott fólk til starfa www.skagafjordur.is Sveitarfélagið Skagafjörður er framsækið sveitarfélag sem veitir framúrskarandi þjónustu á sviði velferðarmála. Fjölskyldusvið sveitarfélagsins er samþætt þjónustueining og til þess heyrir öll félags-, frístunda- og fræðsluþjónusta. Auk þess er sveitarfélagið svo kallað leiðandi sveitarfélag í þjónustu við fatlað fólk á öllu Norðurlandi vestra. Lögð er áhersla á að sérfræðingar fjölskyldusviðs vinni í teymum, þvert á stofnanir og beri ábyrgð á þjónustunni í sameiningu. Við leggjum mikla áherslu á öflugar forvarnir og snemmtæka íhlutun. N Ý P R EN T e h f. Fjölskyldusvið sveitarfélagsins hefur á að skipa breiðum hópi sérfræðinga svo sem talmeinafræðingi, sálfræðingi, félagsráðgjöfum, þroskaþjálfum, iðjuþjálfum, kennsluráðgjöfum, sérkennurum o.fl. Nú vantar okkur fleira gott fólk í hópinn og leitum að öflugum einstaklingum í eftirfarandi störf: • Sálfræðingi með réttindi til sálfræðilegra greininga á börnum. • Sérfræðingi á félags-, eða heilbrigðissviði. Menntun á sviði fræðslu- og uppeldismála kemur einnig til greina. • Náms- og starfsráðgjafa. • Frístundaleiðbeinanda. • Aðstoðarskólastjóra í Varmahlíðarskóla. • Forstöðumanni í Dagdvöl aldraðra. Um öll störfin gilda kröfur um mikinn vilja til að vinna þverfaglega með öðrum sérfræðingum, framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði. Umsóknarfrestur er til og með 27. maí 2018 Nánari upplýsingar um störfin gefur sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Herdís Á. Sæmundardóttir í síma 455 6088 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið has@skagafjordur.is. Nánar um störfin má einnig lesa á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is, undir laus störf. Umsóknum um störfin þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Afrit af prófskírteini þurfa að fylgja umsókn. Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skilað í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Staða æskulýðsfulltrúa við Akureyrarkirkju Akureyrarkirkja í samstarfi við Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastdæmi auglýsir laust til umsóknar starf æskulýðsfulltrúa. Um er að ræða 100% stöðu sem veitist frá 1. ágúst 2018. Æskulýðsfulltrúi skipuleggur og annast barna- og æskulýðsstarf Akureyrarkirkju auk þess að efla samskipti og samstarf í æsku- lýðsstarfi á starfssvæðinu og styðja við það. Jákvætt viðhorf til kirkjustarfs er forsenda fyrir velgengni í starfinu. Umsækjendur skulu hafa menntun og/eða reynslu sem nýtist í starfinu. Nánari starfslýsing er á heimasíðu Akureyrarkirkju, www.akirkja.is Umsækjendur skulu tilgreina tvo meðmælendur og umsóknir sendar í tölvupósti til ritara Akureyrarkirkju á netfangið gyda@akirkja.is. Upplýsingar um starfið má ennfremur fá á skrifstofu. Umsóknarfrestur er til og með 13. maí 2018. Starf rekstarstjóra Auglýst er laust til umsóknar starf rekstarstjóra á skrifstofu yfirstjórnar mennta- og menningar- málaráðuneytisins. Nánari upplýsingar er að finna á vef ráðuneytisins, menntamalaradu- neyti.is Umsóknarfrestur er til og með 22. maí 2018. Bílstjóri óskast til framtíðarstarfa Lítið fyrirtæki óskar eftir bílstjóra til starfa. Starfið felst í útkeyrslu auk almennra lagerstarfa. Hæfniskröfur: Meirarprófsréttindi, íslensku- kunnátta, þjónustulund, stundvísi, góð með- mæli, ADR réttindi og lyftarapróf er kostur. Sendið umsókn ásamt ferilskrá á maggi.g@simnet.is Frekari upplýsingar í síma 892 3901. Óskum eftir að ráða starfsfólk í borframkvæmdir. Viðkomandi þurfa að hafa meirapróf og/eða vinnuvélaréttindi. Unnið er á 12 tíma vöktum 7 daga í senn og 7 dagar í vaktafríi. Upplýsingar um störfin veitir Torfi Pálsson í síma 858 5290 eða torf ip@raekto.is. Umsóknir skal senda á starf@raekto.is fyrir 13. maí næstkomandi. ATVINNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.