Morgunblaðið - 05.05.2018, Page 51
DÆGRADVÖL 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018
Velkomin í okkar hóp!
Innritun og nánari upplýsingar
í síma 581 3730 og á jsb.is
Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt
fyrir konur og stelpur sem tekur mið
af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti,
hreysti og vellíðan.
E
F
L
IR
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
Sumarkort og námskeið
á sérstöku vortilboði
Kynntu þér málið á jsb.is
FARÐU
FERSK
inn í sumarið!
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú vinnur af þolinmæði að mark-
miðum sem munu nást í framtíðinni. Líttu í
spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frá-
bær.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú tekur ábyrgðarhlutverk þín alvar-
lega. Farðu fram með lipurð og tillitssemi og
þú munt undrast hversu vel þér verður
ágengt í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Varastu flókinn málatilbúnað því
einfaldleikinn er oft áhrifamestur. Allt sem
maður getur sigrast á í huganum, getur mað-
ur yfirbugað í raunveruleikanum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Samvinna við aðra getur auðveldað
þér að láta drauma þína rætast. Þú gætir
komist að leyndarmáli í trúnaðarsamtali í
dag.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú græðir nákvæmlega ekkert á því að
vera tortrygginn núna. Það skiptir öllu máli
að hafa hlutina í jafnvægi svo gættu þess að
forgangsraða rétt til þess að ná árangri.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Í stað þess að eiga þér stóra drauma
– eins og vanalega – hafðu þá klikkaða. Allar
breytingar eru eðlilegur þáttur af tilverunni
svo taktu þeim fagnandi.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þér finnst sumar persónulegar skoðanir
starfsfélaganna út í hött. Reyndu að sýna
umburðarlyndi og forðast of mikla dóm-
hörku.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það sem þú getur gert án mik-
illar áreynslu gæti reynt mikið á einhvern
annan. Reyndu að hafa ekki of miklar vænt-
ingar til annarra.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Hikaðu ekki við að nota hvert
tækifæri til þess að ná eyrum andstæðinga
þinna. Allt sem til þarf er trú á málsnilld þinni
og málstaðnum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það getur verið gaman að rifja upp
gamlar liðnar stundir í góðra vina hópi. Nú er
komið að þér að leita eftir greiða hjá vini,
sem þú hefur oft hjálpað.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Besta hjálp sem þú getur fengið
er frá einhverjum sem hefur sömu hagsmuna
að gæta og þú. Vinnufélagar þínir sýna þér
óvenjumikinn stuðning og samstarfsvilja.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ný tækni í vinnunni mun hugsanlega
skjóta þér skelk í bringu í dag. Slakaðu á.
Gerðu upp við þig hvað má missa sín og hvað
er þess virði að halda í.
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Fjarðaröldum flýtur á.
Færir graut að munni.
Kapphlaup vísast kalla má.
Kafli úr jarðsögunni.
Þór Björnsson sendi þessa
lausn:
Yfir fjörðinn skeiðin skreið
skálum úr með skeið vil matast.
Hleypur margur hesturinn skeið
og hafa á æviskeiði fatast.
Guðrún Bjarnadóttir svarar:
Skeið á hafi skríður
og skóflar graut í munn.
Skeiðar fákur fríður.
Frumlífsskeiðin kunn.
Helgi Seljan leysir gátuna
þannig:
Lít ég á hafinu skínandi skeið,
skeiðin mér hafragraut óðara færir.
Á skeið hleypir Guðmundur skáldfák
um leið,
skeið yfir tímabil nemandinn lærir.
Jónas Frímannsson á þessa
lausn:
Yfir sæinn öslar skeið.
Etum grautinn helst með skeið.
Vökrum hesti er hleypt á skeið.
Hugur geymir söguskeið.
Þessi er lausn Helga R. Einars-
sonar:
Að yrkja er engin neyð
því allt er hér á hreinu
og auðvitað átt við skeið.
Ekki skeikar neinu.
Sjálfur skýrir Guðmundur
gátuna þannig:
Flýtur skeiðin firði á.
Færir skeiðin graut að munni.
Kapphlaup skeið hér kalla má.
Kafli er skeið úr jarðsögunni.
Þá er limra:
Gráni var enginn góðhestur,
geðstirður eins og flóðhestur,
pratinn og þrár
og par ekki frár,
en Pegasus vængjaður ljóðhestur.
Og að síðustu ný gáta eftir
Guðmund:
Morgunkaffið mitt ég drakk
mjög svo hress í anda,
gáta síðan fór á flakk
frá mér, létt að vanda:
Feikna mikið farg hún er.
Farin illa þykir mér.
Heim af engjum bagga ber.
Býsna hratt á teinum
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Margur fer skakkt
á skeiðinu
Í klípu
„FÆRÐU OKKUR BARA HVAÐ SEM ER TIL
Á ELDHÚSGÓLFINU.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„MAÐURINN ÞARNA GAF OKKUR ÞRJÁ ÍSA
Í SKIPTUM FYRIR MYNDAVÉLINA HANS
PABBA.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hann gengur
yfir og spyr hvort þú
viljir dansa.
ÉG KALLA VERKIÐ „ÞRÓUN
SNJÓMANNSINS“
HELLTU ALLRI
OLÍUNNI!
ÞAÐ ER
GRIMMT! MÉR ER SAMA!
ÞÁ MÁTT ÞÚ VERA SÁ SEM SEGIR
MÖNNUNUM AÐ ÞEIR FÁI EKKI
FRANSKAR Í KVÖLD!
Það er gaman að fylgjast með þvíhvernig ýmsir innanhússmunir
komast í tísku og verða eitthvað sem
,„allir“ verða að eignast. Eitt dæmi
er gullröndótti Omaggio-vasinn frá
Kähler. Annar er plakat með tilvísun
í Andy Warhol frá Nútímalistasafn-
inu í Stokkhólmi. „I like boring
things“ segir á einni af vinsælustu
endurprentununum frá þessari
fyrstu sýningu Warhol utan Banda-
ríkjanna árið 1968. En af hverju
kaupir fólk hluti eins og þessa?
Svarið er líkast til að það vill sýna að
það tilheyri ákveðnum hópi; hópi
sem fylgist með á Instagram og
Pinterest.
x x x
Einu sinni mátti ekki mála í öðrumlit en hvítum og eldhúsinnrétt-
ingarnar áttu líka að vera hvítar,
helst háglansandi með engum höld-
um. Síðan breyttist tískan og nú eru
eldhúsinnréttingar gjarnan í dökk-
um litum, dökkbæsaðri reyktri eik
eða blámálaðar. Flísarnar mega
jafnvel vera í einhverjum litum,
marmarinn má vera í öðrum lit en
hvítum. Málin vandast þegar kemur
að þessum dýrari hlutum og innrétt-
ingum því það er augljóslega mjög
dýrt að skipta þeim út. Það er því
mikilvægt að velja eitthvað sem
maður virkilega vill sjálfur og láta
ekki glepjast af tískustraumum.
x x x
Síðan er misjafnt hvað hverjumfinnst fallegt. Það er til dæmis
gaman að bera saman innlitin í Bo
bedre og House & Garden. Í danska
blaðinu er klassísk dönsk hönnun
gjarnan í fyrirrúmi, stíllinn einkenn-
ist frekar af naumhyggju þó plöntur
og litir skipi líka stóran sess í hönn-
unarstraumum nú. Í House & Gar-
den eru innlitin gjarnan í eldri hús
og er mun meira af bólstruðum hús-
gögnum og blómamynstrum. Í einu
innliti í marshefti breska blaðsins,
sem er heldur nútímalegt miðað við
stíl blaðsins, er að finna sígilda
danska hönnun, Y-stólinn eftir Hans
Wegner. Það sem kom þó á óvart við
það er að í hvern og einn var settur
púði, væntanlega til að gera stólinn
hlýlegri. Það myndu Danir ekki gera
en stólinn er fullkominn eins og
hann er. vikverji@mbl.is
Víkverji
En það er hið eilífa líf að þekkja þig,
hinn eina sanna Guð, og þann sem þú
sendir, Jesú Krist.
(Jóh: 17.3)