Morgunblaðið - 05.05.2018, Page 53

Morgunblaðið - 05.05.2018, Page 53
Hljómbönd Kassettan sækir í sig veðrið, á sinn naumhyggjulega og auð- mjúka hátt. Hér má sjá 18 snældur æði ólíkar að hönnun og innihaldi. mjög ódýrt fyrir unga tónlist- armenn hér heima að henda í 5, 20 eða 50 kassettur og gefa út.“ Íslensk merki sem hafa helst staðið í kassettuútgáfum eru Vána- gandr, Myrkfælni, Oration, Lady- Boy Records, Óreiða og FALK. Stefnur sem helst hafa verið að koma út á segulböndum eru svart- þungarokk, tilraunakennd raf- tónlist og neðanjarðartónlist af ýmsum toga. Ég ræddi einnig lítillega við Trausta Júlíusson, tónlistarspekúl- ant með meiru, sem benti á að í dag væri þetta form, þ.e. nútíma- útgáfa á kassettum, fyrst og síðast bundið við jaðarinn. „Þetta er nördaformat, algjörlega „main- stream“-frítt. Bolurinn mun aldrei messa neitt í þessu …“ Og þannig standa þá mál. Ég var nánast búinn að gleyma þessu formi er líða tók á tíunda áratug- inn og verð að viðurkenna að ég leit það aldrei sömu fagurfræði- legu augum og ég leit minn elskaða vínyl. Fyrir mér var kassettan fyrst og fremst praktískt form, gott til að taka upp á úr útvarpinu eða afrita tónlist frá vinum og svo gáfu hljómsveitir efni sitt út svona, með ljósrituðum umslögum. Smá ást til þessara krúttlegu fyrirbæra er þó farin að bærast í brjóstinu, líkast til vegna stemningarinnar sem maður finnur og kannski út af einhverri fortíðarþrá sem leggst á okkur sem erum tekin að reskjast. Maður er orðinn alveg snælduvit- laus, sei sei já … » Íslensk merki semhafa helst staðið í kassettuútgáfum eru Vánagandr, Myrkfælni, Oration, LadyBoy Re- cords, Óreiða og FALK. MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 FRÉTTASKÝRING Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Sænska akademían (SA) hefur ákveð- ið að veita ekki Nóbelsverðlaun í bók- menntum í ár, en íhugar þann mögu- leika að afhenda tvenn verðlaun á næsta ári, þ.e. fyrir bæði 2018 og 2019. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu sem SA sendi frá sér í gærmorgun í framhaldi af vikulegum fundi SA á fimmtudagskvöld. 75 ár eru síðan þetta gerðist síðast. „Eftir langar og ákafar samræður er það niðurstaða okkar að veita eng- in verðlaun í ár sökum þess að traust umheimsins er í lágmarki, en við von- umst til að geta veitt tvenn verðlaun að ári,“ segir Anders Olsson, starf- andi ritari SA, í samtali við sænsku fréttaveituna TT. „Aðstæður í ár hafa verið mjög óvenjulegar með ósætti og veikburða akademíu,“ segir Olsson og tekur fram að ákvörðunin sé tekin til að sýna verðlaunahöfum, jafnt í fortíð sem framtíð, virðingu. Örfá fordæmi fyrir frestun Í tilkynningu SA kemur fram að akademían þurfi „rými til að endur- heimta traust“ og tíma til að velja inn nýja meðlimi, en eftir væringar síð- ustu vikna eru samtals átta af 18 sæt- um SA auð. Alls þarf hins vegar 12 atkvæði sitjandi meðlima til að taka allar meiriháttar ákvarðanir, s.s. að velja inn nýja meðlimi og verðlauna- hafa. Eins og Morgunblaðið greindi nýverið frá íhugar Karl XVI. Gústaf Svíakonungur að breyta stofnsátt- mála SA með konunglegri tilskipun til að hægt sé að fullmanna SA velji fólk að hætta, en samkvæmt hefðinni eru meðlimir SA skipaðir ævilangt. Fordæmi eru fyrir því að fresta afhendingu Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum, en frá því þau voru fyrst veitt árið 1901 hefur það sam- tals sjö sinnum gerst að verðlaunum var frestað um ár vegna þess að SA fannst enginn nógu verðugur til að hljóta þau. Þetta gerðist 1915, 1919, 1925, 1926, 1927, 1936 og 1949. Í önn- ur sjö skipti voru engin verðlaun af- hent. Árin 1914, 1918, 1940, 1941, 1942 og 1943 var það vegna heims- styrjaldanna tveggja, en aldrei hefur fengist upplýst hvers vegna engin verðlaun voru veitt 1935. Ófremdarástandið sem nú ríkir innan SA má rekja til ósættis um það hvernig taka skyldi á málum þegar upp komst að Jean-Claude Arnault, sem kvæntur er Katarinu Frostenson er tók sæti í SA 1992 en hætti í síð- asta mánuði, hefði áratugum saman áreitt fjölda kvenna kynferðislega, ítrekað lekið nafni komandi Nóbels- verðlaunahafa og átt óeðlileg fjár- hagsleg tengsl við SA. Sara Danius, sem fyrst kvenna tók við stöðunni sem ritari SA 2015 en hætti í seinasta mánuði, vildi taka á málum af festu og réð lögfræðistofuna Hammarskiöld & Co til að vinna úttekt á tengslum Ar- nault við alla meðlimi SA og var nið- urstaða lögfræðistofunnar að kæra ætti Arnault til lögreglunnar. Sture Allén, ritari SA 1986-1999, og Horace Engdahl, ritari SA 1999-2009, sem báðir eru vinir Arnault vildu hins veg- ar ekki fara að ráðum lögfræðistof- unnar með tilheyrandi deilum. Á þeirra ábyrgð að sýna þroska Í fyrrnefndri fréttatilkynningu SA kemur fram að vinnan við að velja næsta Nóbelsverðlaunahafa í bók- menntum hafi verið vel á veg komin og verði fram haldið. Frá því verð- launin voru fyrst veitt 1901 hefur ferl- ið við valið á vinningshafa verið frem- ur ógagnsætt, þó er vitað að í febrúar fara meðlimir SA yfir um 200 tilnefn- ingar og setja í maí saman stuttlista. Sumarið er nýtt til að lesa verk þeirra fimm höfunda sem til greina koma og upplýst er um vinningshafa að hausti, en verðlaunin afhent formlega í Stokkhólmi desember. Nóbelsverðlaunin í bókmenntum eru einu Nóbelsverðlaunin sem ekki eru á forræði Nóbelsstofnunarinnar. Í tilkynningu sem Carl-Henrik Held- in, talsmaður Nóbelsstofnunarinnar, sendi frá sér í gær sagðist hann styðja niðurstöðu SA um frestun verðlauna. „Krísan innan SA hefur skert traustið og haft neikvæð áhrif á Nóbelsverðlaunin. Ákvörðunin end- urspeglar alvarleika málsins og stuðl- ar að því að standa vörð um orðspor Nóbelsverðlaunanna til lengri tíma litið. Þetta mál hefur engin áhrif á þau önnur Nóbelsverðlaun sem af- hent verða 2018,“ segir Heldin. „Ég virði þá ákvörðun SA að fresta Nóbelsverðlaunum ársins 2018 til 2019. Þetta er til marks um að SA hyggist einbeita sér að því að end- urheimta orðspor sitt,“ segir í frétta- tilkynningu frá Karli XVI. Gústafi Svíakonungi. Í sænskum fjölmiðlum hefur verið bent á að SA hafi ekki haft val um annað, þar sem litlar líkur séu á því að einhver vilji veita verð- laununum viðtöku meðan ófremdar- ástand ríki innan SA. Bernhard Ell- efsen, bókmenntagagnrýnandi hjá Morgenbladet, bendir á að sama hver vinni fyrir árið 2018 verði ávallt litið á valið sem svar við yfirstandandi krísu og lesið í það eftir því. Alice Bah Kuhnke, menntamála- ráðherra Svíþjóðar, segist hafa skiln- ing á ákvörðun SA, en óttast þau nei- kvæðu áhrif sem þetta geti haft á sænskt menningarlíf. „Þetta er sjálf- stæð stofnun sem ber ábyrgð á því að endurheimta traustið á vinnu sinni. Fyrir bókmenntirnar og listalífið er það sem á undan er gengið afar dap- urlegt,“ segir Kuhnke. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, óttast að málið allt geti skaðað orðspor Svía í alþjóðlegu sam- hengi. „Þetta eru mjög virt og mik- ilvæg verðlaun, fyrir bókmenntirnar og listina, þannig að málið allt er sorglegt,“ segir Löfven við TT og bendir á að það taki mun lengri tíma að endurvinna traust en glata því. „Það er nú á þeirra ábyrgð að sýna þroska og vonandi verður hægt að út- deila tvennum verðlaunum síðar.“ Verðlaunum frestað  Sænska akademían hyggst veita tvenn verðlaun á næsta ári í staðinn  Ráðamenn Svíþjóðar óttast álitshnekki Alvarleg staða Anders Olsson, starfandi ritari Sænsku akademíunnar, Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Karl XVI. Gústaf Svíakonungur. Bandaríska kvikmyndaakademí- an, sem ár hvert útdeilir Óskars- verðlaunum, hefur ákveðið að reka Bill Cosby og Roman Pol- anski úr akademíunni vegna brota á siðareglum hennar sem kveða á um að koma skuli fram við aðrar manneskjur af virðingu. Í 91 árs sögu akademíunnar hafa aðeins fjórir aðrir verið reknir með þessum hætti, þeirra á meðal er Harvey Weinstein sem rekinn var í fyrra í kjölfarið á fjölda ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Cosby var í síðasta mánuði sakfelldur fyrir kynferðislegt ofbeldi og bíður dóms, en tugir kvenna hafa stigið fram og sakað hann um að hafa brotið kynferðislega á þeim. Polanski hefur viðurkennt að hafa nauðgað 13 ára stúlku árið 1977. Hann er eftirlýstur í Bandaríkjunum og dvelur landflótta í París. Vísað úr kvikmyndaakademíunni Reknir Bill Cosby og Roman Polanski. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Sun 3/6 kl. 20:00 48. s Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Mið 6/6 kl. 20:00 49. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Fim 7/6 kl. 20:00 50. s Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Sun 10/6 kl. 20:00 53. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa. Elly (Stóra sviðið) Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Lau 5/5 kl. 20:00 27. s Fös 11/5 kl. 20:00 30. s Lau 19/5 kl. 20:00 33. s Sun 6/5 kl. 20:00 28. s Fim 17/5 kl. 20:00 31. s Fim 10/5 kl. 20:00 29. s Fös 18/5 kl. 20:00 32. s Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Lau 5/5 kl. 20:30 13. s Fös 11/5 kl. 20:30 16. s Fös 18/5 kl. 20:30 24. s Sun 6/5 kl. 20:30 14. s Sun 13/5 kl. 20:30 22. s Lau 19/5 kl. 20:30 aukas. Mið 9/5 kl. 20:30 15. s Mið 16/5 kl. 20:30 aukas. Fim 10/5 kl. 20:30 aukas. Fim 17/5 kl. 20:30 23. s Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Hin lánsömu (Stóra sviðið) Fim 10/5 kl. 20:00 3. s Sun 13/5 kl. 20:00 4. s Mið 16/5 kl. 20:00 5. s Kraftmikil og kómísk saga 8 systkina sem lifa velmegunarlífi Slá í gegn (Stóra sviðið) Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 6.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 7.sýn Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu Stríð (Stóra sviðið) Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l Faðirinn (Kassinn) Sun 6/5 kl. 19:30 49.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 50.sýn Síðustu sýningar komnar í sölu Aðfaranótt (Kassinn) Fös 11/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 8.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn Mið 16/5 kl. 19:30 3.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 7.sýn Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 9/5 kl. 20:00 Mið 16/5 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Oddur og Siggi (Á flakki um landið) Þri 15/5 kl. 11:00 Vestm.eyjar Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.