Morgunblaðið - 07.05.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.05.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2018 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Loftslagsbreytingar eru nátt- úruvá og þá meiri eftir því sem lengra fram líður enda eru þessar breytingar flóknar, munu standa lengi yf- ir og varða alla heimsbyggð- ina,“ segir Ari Trausti Guð- mundsson, al- þingismaður og náttúruvís- indamaður. Í síðustu viku var kynnt skýrsla íslenskra vísindamanna um loftslagsbreytingar og afleið- ingar þeirra á náttúru og sam- félag á Íslandi. Meginniðurstaða skýrslunnar er að nú á 21. öld geti hitastig á Íslandi hækkað um allt að fjórar gráður og geta því fylgt margvíslegar afleiðingar. Er skýrslunni ætlað að vera gagn stjórnvalda við fræðslu, eflingu vöktunar og aðlögun að þessum breytingum. Sú hækkun hitastigs sem gert er ráð fyrir samkvæmt skýrslunni hefur, segir Ari Trausti, verið ljós í allmörg ár og er byggð meðal annars á lík- anreikningum sem ná til allra heimshorna. En sviðsmyndirnar eru fleiri, líka sú sem gerir ráð fyrir 1,5 til 2 stiga meðalhita- hækkun í heiminum. „Hér á landi hafa fáir mótað raunverulegar aðgerðaáætlanir vegna loftslagsbreytingar, frekar endurskoðað viðmið, til dæmis vegna bygginga við sjó sem stöð- ugt hækkar í. Því er mikilvægt að ríkisstjórn og þing hafi forystu um þverpólitískt- og faglegt sam- starf allra sem ákvarða viðbrögð við náttúruvá,“ segir Ari Trausti. Hann segir orsakir þessa meðal annars að búið sé að skerða bindi- getu gróðurs á heimsvísu og á Ís- landi, með rányrkju eða röngum aðferðum við að afla matar, ýmist vegna vanþekkingar, sem var oft eðlileg út frá stöðu vísinda og tækni, eða vegna skeytingar- leysis, jafnvel af græðgi einni saman. Afneitanir á raunveruleikanum „Samtímis eykst magn kol- efnis í lofti hraðar en þekkist langt aftur í tímann. Þar með get- ur binding í græna ríkinu á landi og í sjó ekki hamlað nægilega gegn hlýnun. Þetta er meðal ann- ars of hörð notkun auðlinda, með- al annars jarðefnaeldsneytis. Um leið hefur ekki verið að slakað á hagvexti, gróðasókn og lífs- gæðakröfum í löndum sem það gætu. Rangar pólitískar ákvarð- anir eða afneitanir á raunveru- leikanum koma líka við sögu. Um- hverfisbreytingar vegna hlýnunar hlífa engum vistkerfum. Sumt er fyrirsjáanlegt, en ekki nema í fáum tilvikum í hve mikl- um mæli. Til dæmis blasa við breytt búmynstur fiskistofna og veruleg tilfærsla á land- dýrastofnum og gróðurbeltum. Fæðukeðjur eru flóknar og ekki þarf miklar breytingar á fáeinum hlekkjum til þess að þær riðlist eða rofni. Atvinnuhættir breytast svo sannarlega af þessum sökum. Í einn stað geta gróðurfarsbreyt- ingar ýtt undir umbætur til dæm- is í korn- og trjárækt á Íslandi, en í annan getum við misst af búbót- um úr fiskistofnun sem færa sig eða hverfa. Aðrir atvinnuvegir finna að sjálfsögðu fyrir þessum breytingum á lífríkinu, líka ferða- þjónustan. Allt er á mikilli hreyf- ingu vegna þessa,“ segir Ari Trausti og heldur áfram: „Gjörbreytt hagkerfi verður að byggja á grænum gildum, sjálfbærni og endurnýtingu hrá- efna fyrst og fremst en stjórnast ekki af peningahagkvæmni, hag- vaxtarsókn og sívaxandi auð- lindanotkun. Í sumum ríkjum er lítil nálgun enn sem komið er við Parísarsamkomulagið í loftslags- málum. Þar skera sig úr hin hratt rísandi iðnríki með súperhagvöxt, nokkur stór olíuríki og sum þró- unarríki þar sem skelfileg fyrri nýlendustefna og innri mótsetn- ingar hafa gert vel meinandi heimamönnum erfitt fyrir við að virkja öfl til efnahagsumbóta.“ Hofsjökull er horfinn Í umræðum á Alþingi í síð- ustu viku vakti Ari Trausti at- hygli á miklu undanhaldi íslensku jöklanna, sem á tæpum ald- arfjórðungi hafa gefið eftir 250 rúmkílómetra, sem er rúmlega einn Hofsjökull. Getur þetta haft áhrif á orkubúskapinn, enda eru jöklarnir forðabúr ánna sem aftur knýja aflstöðvarnar. Öllu þessu ber að sýna vakandi athygli enda eru jöklar einn besti mælir lofts- lagsbreytinga. „Vatnsvirkjanir geta verið til í minni skala en nú eftir að jöklar hafa nánast horfið. Jarðhitinn heldur sínu. Hitt er svo annað að náttúra og samfélag hafa klár þolmörk þegar kemur að orku- framleiðslu, líka með nýjum að- ferðum. Ólík þolmörk eiga að hvetja til sjálfbærni og hófs á sem flestum sviðum mannlífs. Frammi fyrir náttúrunni er það gott vega- nesti ásamt sem mestri þekkingu. Við verðum að vinna úr því sem náttúran býður okkur, hvort sem það er súrt eða sætt,“ segir Ari Trausti. Þörf á víðtæku samstarfi vegna loftslagsbreytinga sem eru náttúruvá Morgunblaðið/Sigurður Bogi Náttúra Jöklar landsins eru góð spegilmynd loftslagsbreytinga. Sól- heimajökull í Mýrdal hefur hopað um hundruð metra á síðustu árum. Sjálfbærni og hóf  Ari Trausti Guðmundsson er fæddur 1948, jarðvísinda- maður að mennt. Alþingis- maður fyrir VG frá 2016.  Hefur starfað við margvís- legar rannsóknir og ráðgjöf, kennari um langt árabil, höf- undur fræðrita og skáldverka og hefur gert mikinn fjölda útvarps og sjónvarpsþátta. Formaður Þingvallanefndar frá í mars síðastliðnum. Hver er hann? Ari Trausti Guðmundsson Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Fulltrúar meirihlutans í forsætis- nefnd borgarstjórnar, sem m.a. skipuleggur störf borgarstjórnar, leyfðu ekki á fundi sl. föstudag, 4. maí, að tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Kjartans Magn- ússonar, yrðu á dagskrá fundar borgarstjórnar á morgun, 8. maí. Annarsvegar var tillaga um niðurfellingu lóð- argjalda vegna byggingar hjálp- armiðstöðvar Hjálpræðishersins en hinsvegar tillaga um erindi til Per- sónuverndar, vegna aðgerða borgar- innar til að auka kjörsókn vegna borgarstjórnarkosninga. Í fundargerð nefndarinnar bókar Kjartan, sem áheyrnarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks: ,,Meirihluti borgar- stjórnar neitar að setja framlagðar tillögur Sjálfstæðisflokksins á dag- skrá næsta borgarstjórnarfundar, 8. maí, sem og umræðu um málefni Hlíða, Holta og Háaleitishverfis. Þegar fulltrúum meirihlutans varð ljóst hvaða málefni Sjálfstæðisflokk- urinn ætlaði að setja á dagskrá fund- arins brugðust þeir ókvæða við og ákváðu síðan að einungis eitt mál yrði á dagskrá fundarins.“ Hann mótmælti einnig í bókuninni harð- lega vinnubrögðum meirihlutans sem ólýðræðislegum sem gegn verk- lagi, sem hingað til hefði verið án undantekninga, að minnihluti borg- arstjórnar hefði jafnan rétt og meirihlutinn til að setja mál á dag- skrá næsta borgarstjórnarfundar. Forsætisnefnd bókaði að 8. maí hefði verið boðað til aukafundar borgarstjórnar til að ræða ársreikn- ing Reykjavíkurborgar. Löng hefð væri fyrir því að taka ekki önnur mál á dagskrá á þeim fundum. Reglu- legur fundur borgarstjórnar yrði haldinn 15. maí nk. og væri borgar- fulltrúum Sjálfstæðisflokksins þá frjálst að setja öll mál á dagskrá. Tillagan „endurvinnsla“ Morgunblaðið hafði samband við Líf Magneudóttur, forseta borgar- stjórnar, sem fer fyrir nefndinni. Líf ítrekaði efni bókunar nefndar- innar og kvað Kjartan hafa lagt fram eins tillögu um niðurfellingu lóðargjalda vegna hjálparmið- stöðvar Hjálpræðishersins á fundi borgarstjórnar áður sem var felld. Tillagan nú væri „endurvinnsla“ á þeirri tillögu. Ekki væri endurtekið hægt að taka á dagskrá sömu mál og þegar hafa fengið umfjöllun. Tillög- una um erindi til Persónuverndar vegna aðgerða borgarinnar til að auka kjörsókn vegna borgarstjórn- arkosninga kvað Líf hafa verið of almennt og óljóst orðaða til mark- vissrar umræðu. Að lokum vildi Líf bæta við að mál meirihlutans hefðu heldur ekki fengið að fara á dagskrá. Kjartan hafnaði þessum skýr- ingum í samtali við Morgunblaðið, og segir fyrri umræðu verða um árs- reikninginn þriðjudaginn 8. maí í borgarstjórn. Í fyrri umræðu fái að- eins oddvitar að tala og því sé eðli- legt að setja fleiri mál á dagskrá. Hann hafnar því jafnframt að til- laga hans sé endurvinnsla á eldri til- lögu, efnislega sé tillagan ný. Varð- andi hina tillöguna segir hann að algengt sé að almennt orðaðar til- lögur séu á dagskrá. Ólýðræðisleg vinnubrögð „Borgarfulltrúi á ekki að þurfa að eiga það undir öðrum borgarfull- trúum hvort mál komist á dagskrá eða ekki, sama þó þeir myndi meiri- hluta og fundur forsætisnefndar er ekki til að ræða mál efnislega. Ég tel að um brot á reglum og góðum stjórnsýsluháttum sé að ræða og er nú að íhuga að kæra þessa meðferð til samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytisins.“ Þegar leitað er eftir umræddri hefð í fundargerðum borg- arstjórnar, um hvort einungis árs- reikningur borgarinnar væri á dag- skrá við fyrri umræðu um hann í borgarstjórn, kemur í ljós að á árinu 2017 voru fjögur önnur mál á dag- skrá og á árinu 2016 sjö önnur mál. Árið 2006 var aukafundur og fimm önnur mál á dagskrá. Þrátt fyrir að ákveðið hafi verið að einungis árs- reikningurinn yrði til umræðu á fundi borgarstjórnar á morgun, skv. fundargerð forsætisnefndar frá föstudeginum 4. maí sl., bókun nefndarinnar og ítrekun forseta borgarstjórnar á henni, eru tvö mál auk ársreikningsins á dagskrá fund- arins á morgun, sem nú hefur verið birt. Telur vinnu- brögð meirihlut- ans ólýðræðisleg  Tillögur Sjálfstæðisflokks fengu ekki að fara á dagskrá borgarstjórnar Kjartan Magnússon Hafþór Júlíus Björnsson varð í gær sterkasti maður heims. Þetta er í fyrsta skipti sem Hafþór vinnur tit- ilinn en í sjöunda skipti sem hann kemst á verðlaunapall í krafta- keppninni. Hún fór fram í Manilla á Filippseyjum. Í öðru sæti varð Kielszkowski frá Póllandi og Shaw frá Bandaríkjunum varð í þriðja. Hafþór Júlíus er sterkasti maður heims AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.