Morgunblaðið - 07.05.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.05.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2018 Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is Traka 21 lyklaskápurinn skráir hver hefur lykla fyrirtækisins undir höndum hverju sinni. Skápurinn opnast og afhendir lykil aðeins þeim sem hefur leyfi til þess. Þetta sparar utanumhald og eykur öryggi. Lyklar tapast miklu síður og kostnaður vegna þess lækkar. Lyklaskápur sem alltaf veit betur Verð: 179.000 kr. VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Þær breytingar sem eru framundan í fjármálaþjónustu munu ekki gera út af við bankana. Þvert á móti eru hefð- bundnir bankar í góðri aðstöðu til njóta góðs af, jafnvel ef róttækar breytingar eiga sér stað. Þeir búa að því að leika nú þegar mikilvægt hlut- verk í peningakerfinu, og hafa komið upp sterkum vöru- merkjum sem fólk treystir og hægt er að byggja ofaná. Vissulega munu sumir bankar leggja upp laup- ana, en um banka almennt má segja að þeir kunna á regluverkið og hafa alla burði til að halda áfram að vera áhrifamiklir.“ Þetta segir breski framtíðarfræð- ingurinn Rohit Talwar en hann er væntanlegur til landsins um miðjan mánuðinn. Rohit er forstjóri ráðgjaf- arfyrirtækisins Fast Future og hefur um árabil hjálpað fyrirtækjum og stjórnendum að búa í haginn fyrir framtíðina. Mánudaginn 14. maí held- ur hann opna vinnustofu í Hörpu um gervigreind og endursköpun framtíð- arinnar, og þriðjudaginn 15. maí flyt- ur hann erindi á vorráðstefnu Reikni- stofu bankanna. Ráðstefnu RB er einkum ætlað að beina kastljósinu að nýjum greiðsluþjónustulögum innan EES, PSD2-tilskipuninni, sem vonir standa til að muni stuðla að framþró- un og samkeppni í greiðsluþjónustu á bankamarkaði. Þróunin hefur verið ör og á und- anförnum árum hafa fjármálatækni- sprotar af ýmsum toga hrist rækilega upp í bankaheiminum. Rohit bendir þó á að aðeins agnarlítið brot fjár- málatæknisprota verði að voldugum fyritækjum því flest þeirra verða ým- ist undir í samkeppninni eða eru keypt af bönkum sem gera lausnir þeirra að sínum eigin. Segir Rohit að sprotarnir þurfi að yfirstíga mjög há- an þröskuld. „Það munar mest um að bankarnir eru þegar búnir að fjár- festa í að markaðsetja sig og fá fólk til að treysta þeim fyrir peningunum sínum.“ Gervigreindarbankar og dreifstýrðar tryggingar Aðspurður hvað það er sem koma skal segir Rohit að framtíð banka- og fjármálaþjónustu sé nú þegar lent. Hann nefnir þýska bankann N26 sem notar fullkomna gervigreind til að sjá um viðskiptavini sína og hjálpa þeim að halda utan um fjármálin. „Annað dæmi er tryggingafélagið Teambrella þar sem hópar fólks leggja trygg- ingafé í einn pott. Aðrir meðlimir hópsins greiða atkvæði um kröfuna þegar einn meðlimur verður fyrir tjóni, og geta virkjað þekkingu hóps- ins til að lágmarka kostnaðinn við tjónið. Allir hafa sameiginlega hags- muni af því að bótagreiðslurnar séu sanngjarnar og ferlið gagnsætt, og í lok árs eru þeir peningar sem eftir eru í pottinum greiddir út til meðlima. Teambrealla tekur til sín smávægi- lega umsýsluþóknun en þarf ekki að reka dýra yfirbyggingu trygginga- félags og hróflar ekki við pottinum.“ Rohit segir tækifærin ekki bara fólgin í því að nota sjálfvirkni, gervi- greind og hugvitsamlegar lausnir til að sinna þörfum fólks með ódýrari og enn betri hætti, heldur verði fjár- málafyrirtæki líka að bjóða upp á al- veg nýjar tegundir af þjónustu fyrir alveg nýja gerð viðskiptavina: „Reikna má með að á næstu 10 árum eða svo þá muni alþjóðahagkerfið vaxa um meira en helming og af þess- um mörgum tugum milljarða dala sem bætast við mun bróðurparturinn koma frá fyrirtækjum og heilu at- vinnugreinunum sem eru ekki til í dag eða eru nýkomnar fram á sjónarsvið- ið. Þetta verða fyrirtæki sem fást t.d. við lífsmíði (e. synthetic biology), sjálfakandi bifreiðar, líkamsbætandi tækni (e. personal augmentation), lífslengingu og geimferðir. Öll munu þessi fyrirtæki þurfa á fjármálaþjón- ustu að halda sem hægt er að sníða að þörfum þeirra og leyfir þeim að vaxa og dafna“. Bankarnir geta lifað af  Ásýnd banka- og fjármálaþjónustu kann að breytast hratt á komandi árum en þar með er ekki sagt að bankarnir sem eru starfandi í dag muni heyra sögunni til AFP Framtíðin Rohit segir bankageirann þurfa að þróast til að koma til móts við þarfir nýrra atvinnugreina sem eru að verða til um þessar mundir. Þar verði verðmætasköpunin. Róboti hellir bjór í glas á vörusýningu í Þýskalandi. Rohit Talwar Seðlabanki Argentínu kom mörk- uðum í opna skjöldu á föstudag með því að hækka stýrivexti úr 27,25% upp í 40%. Vaxtahækkunin varð til þess að gengi argentínska pesóans styrktist mest um 5% gagnvart bandaríkjadal en lauk deginum 2,3% sterkara. Að sögn FT hefur pesóinn nú veikst um nærri 15% gagnvart daln- um það sem af er þessu ári. Seðla- bankinn sá sig knúinn til að hækka vexti enda hafa fjárfestar verið ólmir að losa sig við argentínska pesóa svo að gjaldeyrisforði bankans hefur minnkað um 5 milljarða dala. Argentína er það land sem þykir hafa orðið hvað verst fyrir barðinu á flótta fjármagns frá nýmarkaðs- löndum til að elta sterkara gengi bandaríkjadals og hækkandi stýri- vexti seðlabanka Bandaríkjanna. Mun veiking pesóans valda auknu álagi á aðhalds- og umbótaáætlun ríkisstjórnar hægrimannsins Mauri- cio Macri sem komst til valda 2015 eftir nærri áratug af vinstristjórn Nestors og síðar Christinu Kirchner. Ríkisstjórnin kveðst ætla að leggja sitt af mörkum með enn meira að- haldi. Er ætlunin að minnka halla- rekstur ríkissjóðs úr 3,2% niður í 2,7% af landsframleiðslu og með því minnka lánsfjárþörf ríkisins um 3 milljarða dala á þessu ári. ai@mbl.is Stýrivextir Argentínu upp í 40% AFP Þraut Meðal fyrstu verka Mauricio Macri í embætti var að afnema höft. Breytingar á bókhaldsreglum urðu til þess að Berkshire Hathaway þurfti að afskrifa eignir fyrir 6,4 milljarða dala á fyrsta ársfjórðungi, sem þýddi að samsteypan skilaði 1,1 milljarðs dala tapi. Starfsemi Berkshire geng- ur engu að síður vel, að sögn FT, og jókst rekstrarhagnaður um 49% mið- að við sama tímabil í fyrra og nam 5,3 milljörðum dala á fjórðunginum. Munar þar mest um að viðsnúningur varð í tryggingastarfsemi Berkshire, sem fyrir ári var rekin með tapi, auk þess sem rekstur orku-, lestarflutn- inga- og innviðafyrirtækja samsteyp- unnar batnaði. Aðalfundur Berkshire fór fram í Omaha um helgina og að vanda myndaðist þar lífleg stemning enda alla jafna von á tugum þúsunda fjár- festa á fundinn. Þótti sumum að Warren Buffett, sem er 87 ára gam- all, hefði notað samkomuna til að búa í haginn fyrir brottför sína frá Berk- shire. Hann hefur sagst vilja ferðast minna, og vék í síðasta mánuði úr stjórn matvörurisans Kraft Heinz. Mennirnir sem taldir eru líklegstir til að verða valdir sem arftakar Buffetts, þeir Greg Abel og Ajit Jain, fengu stöðuhækkun í janúar og tóku á sig meiri skyldur í rekstri félagsins. Bloomberg greinir frá því að á aðal- fundinum hafi Buffett reynt að gera lítið úr því að hann hefði náðargáfu á sviði fjárfestinga og sagði að það hefði ekki síst verið stöðugt framboð á fjár- magni, frekar en hann sjálfur, sem hefði gert Berkshire fært að gera góð kaup á óróatímum. „Þetta orðspor til- heyrir núna Berkshire,“ sagði hann. „Við erum þeir fyrstu sem [seljendur] hringja til, og munum verða það áfram.“ ai@mbl.is AFP Lúinn Tal Buffetts á aðalfundinum gæti bent til að hann sé á förum. Bókhaldstap hjá Berkshire  Kann að vera komið fararsnið á Buffett

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.