Morgunblaðið - 07.05.2018, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2018
ÁRÉTTING
Myndir með
grein um
ristilkrabbamein
Ásgeir Theodórs ritaði grein um
baráttu gegn ristilkrabbameini í
Morgunblaðið fimmtudaginn 3. maí
sl. Greinin bar yfirskriftina „Að-
gerðarleysi og skert lífsgæði“ og
henni fylgdu tvær teikningar. Það
láðist að geta þess hver væri höfund-
ur teikninganna, en það var Tryggvi
Stefánsson læknir, sérfræðingur í
endaþarms- og ristilskurðlækn-
ingum.
Eftir Newton er
haft að „náttúran
væri einföld“. Hann
skýrði tilvist kraft-
anna sem toga í allt
og alla og halda m.a.
okkur á jarðarkúl-
unni. En þetta var
fyrir tilkomu mikilla
framfara í vísind-
unum. Í dag vitum við
að umsetning orku er
það sem lífið snýst um og byrjar í
græna gróðrinum. Allt lifandi þarf
orku til vaxtar, viðhalds og fjölg-
unar. Orka sólargeislanna klýfur
með hitaniðurbroti vatn (afoxun
eða pýrólýsa) í grænu blöðunum
gróðurs og grænþörunga í loft-
kennt súrefni, sem við öndum að
okkur, og svo vetnisjónir(H+) og
rafeindir. Orkan er í rafeindunum
sem halda vatnssameindinni saman
með samgildum tengjum með
tveim rafeindum í hverju tengi.
Græni gróðurinn notar síðan þessa
orku rafeindanna ásamt tveim
vetnisjónum eftir að hafa millifært
hvort tveggja á sameind sem kall-
ast NADP og verður hún þá tákn-
uð NADPH2 og er mjög orkurík.
Þessi sameind er hjálparhvati
margra oxunarhvata og finnst í
öllu lifandi afbrigði hennar án fos-
fats (NADH2). Þessi sameind get-
ur fært orkuna til annars hjálp-
arhvata eins og ADP sem verður
þá endurstilltur í ATP með est-
erbindingu við fosfat og er þá
kominn aðalorkumiðill allra
frumna. Lífefnahvörf þurfa orku
og hana veitir ATP. Gróður bindur
saman 6 sameindir CO2 og myndar
einsykruna glúkósa en það er eitt
aðalfæðuefni allflestra frumna. Í
raun getur því græni gróðurinn
myndað eina sameind glúkósa úr 6
sameindum CO2 ásamt vetni frá
vatni og notaði til þess alls 12 raf-
einda- og vetnisjónabera og 18
orkubera. En það
mynduðust líka 6 sam-
eindir súrefnis úr
vatninu, okkur lífs-
nauðsynlegt efni sem
er 21% loftsins. Nú
getur gróðurinn notað
orkuna og efnasmíðað
glúkósa í mörgum
þrepum eftir svo-
nefndu Kelvínferli.
Græni gróðurinn hef-
ur það fram yfir ann-
að líf að geta búið til
sinn mat og melt hann
síðan á sama hátt og aðrar líf-
verur. Þegar við mannfólkið brjót-
um niður glúkósa í frumum okkar
fást 38 ATP orkumiðils með hjálp
frumuöndunarinnar með súrefni
loftsins. Rafeindir og vetnisjón-
irnar sameinast súrefninu frá loft-
inu í hvatberunum í vatn og
mynda 24 ATP af þessum 38 en
lokaafurðin úr glúkósanum verður
6 CO2 og vatn. Er þar með búið að
snúa ljóstillífuninni við.Við notum
orkuna úr niðurbrotinu síðan til
efnaskipta, flutnings efna, vöðva-
samdráttar (hreyfingar) og til að
halda á okkur hita. Glúkósinn á
formi mjölva er matur og forðaefni
fyrir gróðurinn og flest lifandi en
líka stoðefni í sumum frumuhimum
(tré). Til að breyta 2.500 kcal orku
hjá manni reiknað sem glúkósi
(625g) þyrfti 284 gramm-mól ATP
sem yrðu samanlagt 144,8 kg ATP
á sólarhring og efnahvörfin gætu
orðið um 1,7 x 10 í 25 veldi (fundið
með hjálp Avogadrotölu) en eitt
ATP væri þá fyrir hvert hvarf. Það
gengur því mikið á í kroppnum
okkar sem hefur að talið er 37,2
billjón (10 í 15 veldi) frumur og 10
sinnum fleiri frjálsar örverur í
meltingarveginum eða um 10 þús-
und efnahvörf samtals á sekúndu í
hverri frumu og örveru til jafn-
aðar. Það var Darwin sem skýrði
þróun tegundanna út frá útliti dýr-
anna sem smám saman aðlöguðust
umhverfinu en allur gróður og
flest lifandi er þrátt fyrir útlitið
með keimlíka og oft svipaða og
jafnvel eins efnastarfsemi sem nær
mun lengra aftur í þróuninni. Sagt
hefur verið að erfðaefnið sem er
sameiginlegt öllum lífverum sé t.d.
85% eins í mús og manni. Þá
mætti ætla að lífhvatar og starf-
semi frumnanna sé eins í sama
hlutfalli. Starfsemi frumna er í
rauninni ekki svo ýkja flókin og
fjölbreytt þegar haft er í huga
fjöldi lífrænna efna og efnahvarfa
sem eru talin vera milli 30-40
milljónir efna (flest tilbúin) en
voru talin 0,6 milljónir fyrir 60 ár-
um. Maðurinn kemur það seint til
sögunnar að hann er meira háður
umhverfi sínu en flest lifandi og
þarf að reiða sig á margar lífs-
nauðsynlegar sameindir í fæðu
eins og t.d. vítamín og amínósýrur
sem margt annað lifandi getur
myndað. Þá eru mörg eiturefni
skeinuhætt heilsu okkar, einkum
með því að gera lífhvata óvirka.
Öll hvörf og hringrásir í nátt-
úrunni leita jafnvægis en mann-
inum hefur tekist að raska jafn-
vægi CO2 í andrúmsloftinu sem
veldur hlýnun, einkum hafsins og
ójafnvægi á CO2-hringrásinni. Gæti
því binding CO2 og um leið mynd-
un súrefnis m.a. vegna jarðvegs-
eyðingar breyst með ófyrirséðum
afleiðingum fyrir ört vaxandi
mannkyn og loks fæðuskortur
stöðvað fólksfjölgunina til lengri
tíma litið.
Er lífið flókið?
Eftir Pálma
Stefánsson »Efnaskipti frumna
lífvera sýna upp-
runa, þróun og orkuum-
setningu sem virðist
einsleitari og minna
frábrugðin án tillits
til útlits tegundanna.
Pálmi Stefánsson
Höfundur er efnaverkfræðingur.
Allt frá því baráttan
hófst fyrir réttindum
alþýðufólks – lág-
launafólks, réttlausra
verkamanna, nauðleit-
arfólks fátæktar og
sjúkdóma, – hefur sú
barátta farið fram á
tvennum vígstöðvum,
vettvangi markaðar
vinnuaflsins milli
launagreiðenda og
launtaka og á vett-
vangi stéttastjórnmál-
anna þar sem stétt-
leysingjarnir sóttu
sinn rétt í hendur
stéttarinnar, sem réði.
Með síðari tíma orða-
lagi á vettvangi kjara-
samninga og á vett-
vangi löggjafar-
valdsins. Þetta er
engin tilviljun. Hags-
munir þeirra, sem
launin taka (sam-
kvæmt eldra orðfæri
„þeirra sem launin
þiggja“) ráðast ekki
bara á vettvangi
starfsins í samningum
milli samtaka atvinnulífsins og sam-
taka verkafólks um kaup og kjör.
Vissulega skipta niðurstöður slíkra
samninga miklu máli. En úrslitin –
líka um hvort niðurstaða slíkra
samninga virkar til ills eða góðs –
ræðst á hinum vettvanginum. Á
vettvangi stjórnmálanna – löggjaf-
arvaldsins. Það skiptir litlu máli þó
að tekist hafi á vettvangi kjara-
samninga að ná auknum kaupmætti
lægstu launa ef slíkur kaupmáttur
er allur tekinn til baka með ákvörð-
unum stjórnvalda um lækkun
vaxtabóta, lækkun húsnæðisbóta,
lækkun barnabóta, hækkun tekju-
tengingar og hækkun á skattbyrði
láglaunafólks jafnhliða því sem
skattar eru lækkaðir á þeim, sem
betur mega. Þetta er það, sem
gerst hefur á Íslandi eftir síðustu
kjarasamninga. Allur ávinningur
láglaunafólksins, sem náðist sátt
um milli launtaka og launagreið-
enda, var tekinn til baka af þeim,
sem valdið höfðu – vald hinnar ráð-
andi stéttar.
Átakavettvangur íslenskra
stjórnmála
Því skal engan undra þó að sumir
nýir talsmenn verkalýðshreyfing-
arinnar rugli saman hlutverkum
þessara tvennra vígstöðva í rétt-
indabaráttu fátæks fólks. Vígstöðva
kjarasamninga og vígstöðva stjórn-
málaátaka, löggjafarvaldsins. Rétti-
lega benda þeir á nauðsyn þess að
bregðast við vaxandi fátækt með
samfélagslegum úrræðum í skatta-
málum, í húsnæðismálum, í fé-
lagsmálum, í réttindamálum, í heil-
brigðismálum, í
starfsöryggismálum. Vettvangur
þeirra úrlausna er hins vegar ekki
við samningaborðið milli launtaka
og launagreiðenda. Hótanir um
skæruverkföll breyta þar engu um.
Andstæðinginn, sem leggja þarf til
atlögu við, er ekki að finna þarna ef
finna á viðunandi lausnir. Hann
finnst á þjóðþinginu. Á Alþingi Ís-
lendinga. Á átakavettvangi ís-
lenskra stjórnmála.
Réttur vettvangur
Þó að verkalýðsforingjar af hinni
nýju kynslóð virðist ekki vita það
vissu forverar þeirra það þeim mun
betur. Þeir létu ekki staðar numið
við stofnun verkalýðsfélaga og létu
sér nægja að berjast á þeim vett-
vangi fyrir hagsmunum hinna fá-
tæku og réttlitlu í samfélaginu.
Þvert á móti. Þeir hösluðu sjálfum
sér og hreyfingum sínum jafnframt
völl á löggjafarsam-
komunni, baráttuvett-
vanginum þar sem öll
stærstu réttinda- og
hagsmunamál íslenskr-
ar alþýðu voru borin
fram til sigurs. Al-
mannatryggingar.
Verkamannabústaða-
kerfi. Fjörutíu tíma
vinnuvika. Orlofs-
réttur. Atvinnuleys-
istryggingar. Lífeyr-
issjóðir, Vökulög,
vinnulöggjöf – bara ör-
fá dæmi. Engin þess-
ara réttindamála voru
knúin í gegn með
skæruverkföllum.
Enda voru vinnuveit-
endur ekki fyrirstaðan
– heldur valdastéttin.
Og átökin við hana
fóru fram á löggjaf-
arsamkomunni þar
sem þau hljóta að
verða áfram að fara
fram.
Lítum um öxl
Ef einhver lesenda
hefur áhuga á líti hann
þá til baka og skoði
hvar verkalýðsforingj-
arnir létu til sín taka – þeir, sem
komu þessum málum í höfn. Menn
eins og Jón Baldvinsson, Héðinn
Valdimarsson, Eðvarð Sigurðsson,
Hannibal Valdimarsson, Björn
Jónsson, Guðmundur J. Guðmunds-
son og Karl Steinar Guðnason – svo
nokkur nöfn séu nefnd. Þeir töluðu
ekki á torgum með hótunum um að
beita öðrum fyrir sig í skæruverk-
föllum. Þeir töluðu á Alþingi Íslend-
inga, báru þar fram kröfur sínar al-
þýðu til handa og unnu þar sína
sigra. Þetta gerðu þeir jafnhliða því
að berjast fyrir aukinni hagsæld á
hinum vígstöðvunum – í samn-
ingum við atvinnurekendavaldið.
Hvar er nú slíka foringja að finna?
Þeir síðustu hurfu með Guðmundi
J. Guðmundssyni og Karli Steinari
Guðnasyni. Fyrir tveimur áratug-
um! Stjórnmálaflokkarnir hafa ekki
kallað arftaka þeirra til starfa á sín-
um vettvangi – og arftakarnir upp á
síðkastið hafa haft meiri áhuga á
hótunum sem þeir ættu að vita að
þeir geta ekki staðið við og að láta
á sér bera í fjölmiðlum með kjaft-
hætti en að mæta til leiks á þeim
vettvangi sem máli skiptir.
Þetta getur endað illa
Þjóðarsáttin markaði merkileg
tímamót, sem mörkuð voru af ná-
kvæmlega þeim hópi verkalýðsfor-
ingja, sem ég hef hér rætt um. Hún
tók við af tímabili, sem þeir, sem
yngri eru, vita ekkert um, en okkur
hin langar ekki til þess að endur-
taka. Þjóðarsáttin skilaði launafólki
miklum árangri. Árangrinum hefur
hnignað einfaldlega vegna þess að
hitt meginhlutverkið – hlutverkið
um að takast á við hina ráðandi
stétt á vettvangi löggjafarvaldsins –
hefur verið vanrækt. Þess vegna
hefur árangurinn við samninga-
borðið verið stórskemmdur. Það
verður ekki leiðrétt með innistæðu-
lausum hótunum um aðgerðir, sem
hótandinn hefur engin tök á að
beita og hvorki vit né þekkingu til
þess að ráða neitt við. Einmitt þess
vegna hefi ég meiri áhyggjur af
verkalýðshreyfingunni en flestu
öðru í okkar samfélagi. Hún er
komin á vegferð, sem ég sannarlega
óttast að geti endað illa. Ekki bara
illa fyrir þá, sem þar virðast nú
ráða ferð – af þeim hefi ég minnst-
ar áhyggjur – heldur fyrir fólkið,
sem hreyfingin var stofnuð fyrir.
Það er áhyggjuefni!
Eftir Sighvat
Björgvinsson
Sighvatur Björgvinsson
» Allur ávinn-
ingur lág-
launafólksins,
sem náðist sátt
um milli laun-
taka og launa-
greiðenda, var
tekinn til baka
af þeim, sem
valdið höfðu –
vald hinnar ráð-
andi stéttar.
Höfundur er fv. alþingismaður og
ráðherra.
Á hvaða leið
er verkalýðs-
hreyfingin?Fyrir ekki löngulagði Sigríður María
Egilsdóttir varaþing-
maður ásamt fleirum
fram frumvarp til laga
um skattafrádrátt
vegna námslána. Ég
vil hrósa Sigríði Mar-
íu og meðflutnings-
mönnum fyrir fram-
lagningu frumvarpsins
og vona svo innilega
að það nái fram að
ganga. Almennt er talið að aukin
menntun leiði til hærri tekna, en á
Íslandi er það ekki alveg svo skýrt.
Til eru dæmi um að aukin mennt-
un leiði jafnvel til lægri tekna, sbr.
kjör ljósmæðra. Langflestir sem
stunda og hafa klárað háskólanám
hafa tekið námslán til að fram-
fleyta sér meðan á námi stendur.
Almenna reglan er að fólk byrjar
að greiða námslán til baka tveimur
árum eftir námslok.
Þeir sem greiða af-
borganir af náms-
lánum mega búast við
því að greiða ein út-
borguð mánaðarlaun á
ári í afborganir og
vexti af námslánum,
þar sem afborganirnar
eru tekjutengdar.
Fyrir ungt fólk sem
hefur lagt að baki
fimm ára meistaranám
í háskóla getur það
verið þungur baggi að
bera, að skulda millj-
ónir í námslán og hefja endur-
greiðslur sem samsvara einum út-
borguðum mánaðarlaunum á ári.
Þetta sama fólk er oft í „pakk-
anum“, það er að koma sér upp
húsnæði, eignast börn og vinnur
langan vinnudag. Námslánaskuldir
geta dregið úr möguleikum ungs
fólks til að standast greiðslumat til
að kaupa fasteign. Að auki er um
ákveðið réttlætismál að ræða, því
hjá mörgum lánþegum jukust
skuldir þeirra við LÍN vegna fjár-
málahrunsins 2008. Verði frum-
varpið samþykkt mun það hvetja
fólk meir til að fara í háskólanám
og jafnvel framhaldsnám, öllu sam-
félaginu til heilla, því vísindi efla
alla dáð.
Einn aðalkostur frumvarpsins er
sá að gildi menntunar er við-
urkennt. Ég vil því hvetja alla
þingmenn til að styðja þetta mik-
ilvæga mál um leið og ég þakka
Sigríði Maríu Egilsdóttur og öðr-
um flutningsmönnum fyrir að setja
málið á dagskrá.
Endurreisn á gildi menntunar
Eftir Gunnar Alex-
ander Ólafsson » Til eru dæmi um að
aukin menntun leiði
jafnvel til lægri tekna,
sbr. kjör ljósmæðra.
Gunnar Alexander
Ólafsson
Höfundur er heilsuhagfræðingur.
gunnaralexander1212@gmail.com
Okkur hjónin langar að þakka
einkar ánægjulega stund í Grens-
áskirkju á dögunum. Þar sungu með
svásum hreim Kór Félags eldri
borgara og Karlakórinn Kátir karl-
ar. Þarna var fólk upp í 94 ára gam-
alt og ekki aldeilis ellimörk að heyra.
Lagavalið alveg ljómandi og söng-
urinn einstaklega hljómfagur. Söng-
stjóri beggja kóra er Gylfi Gunnars-
son (Þokkabótardrengurinn!) og
hreint ótrúlegt hverju stjórn hans
hefur skilað. Á píanóinu var sá hæfi-
leikaríki Jónas Þórir og samvinna
þeirra félaga frábær. Svanhildur
Sveinbjörnsdóttir söng einsöng með
kór FEB og tókst afar vel upp. Þor-
geir Andrésson töfraði okkur svo inn
í tónanna víðu veröld eins og raunar
þau öll. Þórir Þ. Þórisson prýddi
tónleikana með flottum saxófónleik
sínum. Hafið öll fyrir hjartans þakk-
ir.
Jóhanna Þóroddsdóttir, Helgi Seljan.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Þakkir fyrir seiðmjúkan söng