Morgunblaðið - 07.05.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 07.05.2018, Qupperneq 21
Langmest var spennandi að stel- ast út þegar ekki var útivist. Eftir að ég eignaðist fjölskyldu þá spurðir þú alltaf hvernig börn- in mín hefðu það og hvernig gengi hjá þeim. Mikið á ég eftir að sakna samverustundanna með þér, elsku vinkona. Við gátum setið tímunum saman og spjallað um allt milli himins og jarðar. Ég tel það eina mestu gæfu þína í líf- inu þegar þú kynntist honum Svenna þínum. Hann hefur stutt þig í öllum þínum erfiðleikum og veikindum alla tíð. Sameinað áhugamál ykkar voru ferðalög. Þú ljómaðir öll þegar þú varst að segja mér frá ferðum ykkar, bæði innanlands og utan. Við Valla fór- um til Gautaborgar til ykkar þeg- ar þú varst að bíða eftir nýjum líf- færum. Þið vilduð sýna okkur sem mest af borginni og ná- grenninu. Þar var eitt atriði sem við hlógum endalaust að, þú hafð- ir svo smitandi hlátur og þess mun ég sakna mikið, að geta ekki hlegið með þér að einhverri vit- leysu sem við lentum í. Elsku Svenni minn, Alma, Eg- ill og fjölskylda, missir ykkar er mikill og sár. Ég sendi ykkur öll- um innilegar samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk á erfiðum stundum. Guðrún Þorbjörnsdóttir. Þegar ég keyri Hafnargötuna í Keflavík koma oft upp brot úr minningum liðins tíma, þess tíma þegar ég var „lítil“. Það er dýrmætt að eignast góðar vinkonur og á þessum tíma eignaðist ég Vinkonur með stórum stöfum. Þar á meðal var Ástdís sem ég kynntist þegar ég byrjaði að muna eftir sjálfri mér, því mikill samgangur var með fjölskyldum okkar, þar sem Alma systir hennar var frænka mín. Við vorum að mörgu leyti lík- ar, rólegar, ákveðnar, þverar og þrjóskar og gáfum okkur ekki nema við sæjum málin svart á hvítu en stundum fannst mér Ástdís ekki einu sinni gefa sig þá. Hún bara stóð á sínu, sem ég held að hafi einkennt hana allt hennar líf og komið henni áfram því hún hafði vindinn oft í fangið en gekk alltaf upprétt, sama hvað á gekk. Það var alltaf gaman að leika með henni, fara í sumarbústað fjölskyldu hennar og „afgreiða“ í versluninni Breiðablik, sem þau áttu. Einnig ferðir sem við fórum með mínum foreldrum og fjöl- skyldu en þá var bara hlaðið í bíl- inn, og haldið af stað til að eiga góðar stundir, með nesti og nýja skó og safna góðum minningum. Þegar við urðum unglingar breyttist vinahópurinn þar sem hún var ári eldri en ég, hún kynntist nýjum vinkonum sem voru henni einnig kærar. Svo var það Sveinbjörn, sem hún kynnt- ist og varð eiginmaður hennar og stoð og stytta allar stundir síðan. Við töluðum oft um það á seinni árum að þó við hittumst sjaldnar þá var einhvern vegin alltaf eins og við hefðum hist dag- inn áður, áttum saman gæða- stundir og gátum spjallað um heima og geima tímunum saman. Oft var rætt um fjölskyldu, vini og vinnuna en við unnum í mörg ár saman í Sparisjóðnum í Keflavík. Síðustu ár var það um börn og barnabörn en hún talaði um börn og barnabörn Ölmu systur sinnar eins og sín eigin. Það kom sérstakur kærleiks- ljómi í augu hennar þegar hún talaði um þau. Ég á kærar minningar um Ást- dísi sem ég mun geyma með sjálfri mér og enginn getur frá mér tekið, minningar um kær- leika og væntumþykju. Vináttu sem var alltaf til staðar en þurfti ekkert sérstaklega að hafa fyrir. Ég kveð mína kæru æskuvin- konu með þakklæti fyrir sam- fylgdina og allt það sem hún hef- ur kennt mér. Ég bið góðan Guð að gefa Svenna, Ölmu, Agli og fjölskyldu, trú, von og kærleika í þeirra sorg. Oddný Guðbjörg Leifsdóttir. Elsku Ástdís okkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín Sölvi, Ásdís og börn. Góð kona er gengin. Fregnin um að Ástdís okkar hefði látist 27. apríl síðastliðinn kom okkur Inner Wheel-félögum hennar á óvart. Hún sem hafði átt svo góða stund með okkur í ferð Inner Wheel Görðum til Keflavíkur 17. apríl þar sem við héldum sameiginleg- an fund með IW Keflavík. Hún gekk til liðs við okkur í Inner Wheel Görðum árið 2005. Hún sat í stjórn félagsins um tíma sem gjaldkeri. Ástdís var góður liðsmaður í glaðværum hópi kvenna sem starfa í félaginu okkar sem hefur alla tíð haft vin- áttuna að leiðarljósi. Undir merkjum Inner Wheel höfum við átt skemmtilegt sam- starf og vináttu sem ber að þakka. Saman eigum við ljúfar minningar um ánægjuríka sam- veru og vináttu sem ornar okkur á kveðjustund. Minningin um ljúfan félaga okkar í Inner Wheel Görðum var- ir að eilífu. Fjölskyldunni allri sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur Vel sé þér, vinur, þótt vikirðu skjótt Frónbúum frá í fegri heima. Ljós var leið þín og lífsfögnuður, æðra, eilífan þú öðlast nú. (Jónas Hallgrímsson) Góður Guð varðveiti Ástdísi Björgu. Félagar í Inner Wheel Görð- um, Laufey Jóhannsdóttir. Hún passaði mig sem strákpolla í Keflavík. Hún var lífsglöð systir hennar mömmu. Hún og Svenni voru eitt. Hún var ætíð í innsta hring. Árin liðu og alltaf var mér tekið fagnandi. Ef henni fannst of langt líða á milli heimsókna – þá lét hún mig vita. Ástdís fæddist með alvarlegan hjartagalla. Veikindatilfellum fjölgaði og sjúkrainnlagnir urðu æ tíðari undanfarin ár. En eitt breyttist þó aldrei. Þegar ég spurði hvernig henni liði – þá svaraði hún ætíð að henni liði vel og að ekkert amaði að sér. Svör hennar sannfærðu mig sjaldnast. Hún eyddi hvorki tíma í sjálfs- vorkunn né að leika fórnarlamb. Ég sat hjá henni daginn sem hún dó. Tvöfalt hjartaáfall og nýrnastopp. Hún gat ekki tjáð sig enda ofan á mokið komin með súrefnisgrímu. Mig grunar hins vegar hverju hún hefði svarað hefði ég spurt hvernig henni liði. En í þetta sinn var líkami hennar – sem læknar gáfu upphaflega að hámarki 14 ár en urðu 64 – kom- inn á endastöð. Hvíldin var því ef- laust kærkomin. Það var sterkur lífsvilji, glað- lyndi og æðruleysi andspænis ör- lögum sínum sem einkenndu elskulega frænku mína. Það var hennar tromp í lífinu. Þannig fyr- irmynd var Ástdís. Nú er komið að kveðjustund. Hennar er gott að minnast. Jón Helgi Egilsson. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2018 Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Krýsuvíkursamtakanna 2018 Haldinn í húsnæði Stangaveiðifélags Hafnar- fjarðar Flatahrauni 29, Hafnarfirði, þriðjudaginn 22. maí 2018 kl. 17.00. Dagskrá: 1. Formaður setur fund og skipar fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar 3. Skýrsla rekstrarstjórnar 4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram 5. Fyrirspurnir og umræður um reikninga og skýrslur 6. Lagabreytingar 7. Önnur mál Stjórnin Aðalfundur Farfugla Aðalfundur Bandalags íslenskra farfugla verður haldinn mánudaginn 22. maí nk. kl. 19.00 í Farfuglaheimilinu í Laugardal, Sundlaugavegi 34. Venjuleg aðalfundarstörf og lagabreytingar Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Húseigendafélagsins 2018 verður haldinn föstudaginn 18. maí nk. í sal Ásatrúar- félagsins, Síðumúla 15, Reykjavík og hefst hann kl. 16:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórnin Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu vinnustofunni okkar kl. 9, leikfimi í KR kl. 10.30 þar sem hann Guðjón sjúkraþjálfari sér um leik- fimina. Útskurður og myndlist kl. 13 í hreyfisalnum og félagsvist kl. 13 í matsalnum. Jóga kl. 18. Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Ganga um nágrennið kl. 11. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Félagsvist með vinning- um kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir innipútt. Hádegis- matur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir vel- komnir. S. 535-2700. Boðinn Bingó kl. 13. Myndlist kl. 13. Dalbraut 18-20 Brids kl. 14 Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.10. Opin handverks- stofa kl. 13. Botsía kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.40/8.20/15.15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.05. Stólaleikfimi Sjálandi kl. 9.50. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 10.40. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Brids í Jónshúsi kl. 13. Gerðuberg Opin Handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leið- beinanda kl. 9-16. Línudans kl. 13-14. Kóræfing kl. 14.30-16.30. Leik- fimi Helgu Ben kl. 11.15-11.45. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta. Grensáskirkja Vorferð eldri borgara starfsins verður farin miðviku- daginn 16. maí að Sögusetrinu á Hvolsvelli. Þar tökum við nokkur spor í refilinn fræga, skoðum sýninguna og fáum kaffi. Lagt af stað frá Grensáskirkju kl. 12.30 og komið til baka um kl. 17. Þátttakendur greiði 2.500 kr. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 528-4410 í síðasta lagi föstudaginn föstudaginn 11. maí. Gullsmári Postulínshópur kl. 9. Jóga kl. 9.30. Ganga kl. 10. Handa- vinna / brids kl. 13. Jóga kl. 18. Félagsvist kl. 20. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, jóga kl. 10 hjá Carynu, hádgismatur kl. 11.30. Tálgun kl. 13, spilað brids kl. 13, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30, jóga kl. 16 hjá Ragnheiði. Fóta- aðgerðir 588-2320, hársnyrting 517-3005. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, listasmiðjan opin fyrir alla kl. 9-16, línudansnámskeið kl. 10, ganga kl. 10, handavinnuhornið kl. 13, félagsvist kl. 13.15, síðdegis- kaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri, nánari uppl. í síma 411-2790. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9, gönguhópar kl. 10 frá Borgum og Grafarvogskirkju, félagsvist kl. 13 í Borgum. Skartgripagerð með Sesselju kl. 13 í Borgum og tréútskurður kl. 13 á Korpúlfsstöðum. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplest- ur kl. 11, trésmiðja kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl. 14, bíó á 2. hæð kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760. Seltjarnarnes Gler á neðri hæð félagsheimilisins við Suðurströnd kl. 9 og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi- krókur kl. 10.30. Jóga salnum Skólabraut kl. 11. Handavinna Skóla- braut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Á morgun þriðju- dag er farið í Stykkishólm / Breiðafjarðareyjar í sameiginlegri ferð félagsstarfsins og kirkjunnar. Lagt af stað frá Skólabraut kl. 8. Stangarhylur 4, ZUMBA Gold nýtt námskeið hefst í dag mánudag kl. 10.30 undir stjórn Tanyu. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042, Húsviðhald atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Vantar þig pípara? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.