Morgunblaðið - 07.05.2018, Blaðsíða 23
Svona frásögn verkar á ungt fólk
eins og hver önnur lygasaga. En þá
var nú líka öðru vísi um að litast á
þessum slóðum: miklu minni íbúða-
byggð og Reykjavíkurflugvöllur var
ekki lagður fyrr en 1940. Þá urðu
íbúðahús við tvær götu að víkja fyrir
einni flugbrautinni og byggðin í
Skerjafirðinum klofnaði í tvennt.
„Litla-“ og „Stóra Skerjó“ – eins og
það er kallað í dag.
Reykjavíkurflugvöllur var upp-
haflega herflugvöllur í seinni heim-
styrjöldinni en því fylgdu auðvitað
margvísleg og minnisstæð umsvif og
atvik. Eitt sinn kom lítil orrustuvél í
aðflug, náði ekki inn á brautina, skall
niður í fjöruna, hentist upp aftur,
rakst á bátinn hann pabba sem stóð í
vörinni, tók afturhluta bátsins með
sér og hvolfdi loks á túninu, með ann-
an vænginn upp á sjóvarnargarðin-
um. Flugmaðurinn komst út við illan
leik en þá logaði í fötum hans. Pabbi
kom aðvífandi, tók flugmanninn og
dýfði honum ofan í dý sem þarna var
og gat slökkt í fötunum. Skömmu síð-
ar læsti eldurinn sig í væng vélarinn-
ar og hríðskotabyssur hennar fóru að
skjóta að sjálfsdáðum, en við stóðum
þarna skammt frá.“
Kjartan lauk búfræðikandidats-
prófi frá Hvanneyri 1955: „Ég stefndi
alltaf að því að verða bóndi. Við hjón-
in hófum búskap á Ólafsvöllum á
Skeiðum 1959. Jörðin var þá ríkisjörð
en síðan var hún boðin til sölu og þá
festum við kaup á henni. Þetta er
gríðarlega góð jörð og landnámsjörð
í þokkabót því hérna bjó Ólafur
Tvennumbrúni landnámsmaður.“
Kjartan sat tvívegis í hreppsnefnd,
í skólanefnd, var stjórnarformaður
Límtrés á Flúðum í tíu ár og Reið-
hallarinnar í Víðidal. Þá sat hann í
stjórn Félags íslenskra hrossa-
bænda.
Fjölskylda
Kjartan kvæntist 29.1. 1959 Sigríði
Pétursdóttur, f. 3.10. 1934, d. 13.1.
2016, húsfreyju, bónda og hunda-
ræktanda, en hún átti stóran þátt í
því að bjarga íslenska fjárhundakyn-
inu frá útrýmingu. Hún var dóttir
Pjeturs Jóhannssonar, fram-
kvæmdastjóra Netagerðarinnar
Höfðavíkur, búsettur í Reykjavík,
k.h., og Margrétar Guðlaugsdóttur
húsfreyju.
Börn Kjartans og Sigríðar eru
Pétur Kjartansson, f. 11.1. 1960,
verkamaður á Ólafsvöllum; Margrét
Kjartansdóttir, f. 11.2. 1961, hunda-
snyrtir í Reykjavík, gift Agli Berg-
mann vélstjóra og eru synir þeirra
Dagur Egilsson, f. 1988, og Andri
Egilsson, f. 1992; Georg Kjartansson,
f. 11.7. 1970, húsasmíðameistari,
bóndi og verktaki á Ólafsvöllum,
kvæntur Mette Pedersen tamninga-
manni frá Langå á Jótlandi og eru
dætur þeirra Katrín, f. 1996, Rakel, f.
1997 og Rebekka, f. 2005.
Systir Kjartans var Anna Georgs-
dóttir, f. 20.2. 1928, d. 16.1. 2009, hús-
freyja í Reykjavík, var gift Gunnari
Má Péturssyni, deildarstjóra hjá
Sjóvá-Almennum og eru börn þeirra
fimm.
Fóstursystir Kjartans var Hanna
Jóna Sigurjónsdóttir, var gift Þórði
Adolfssyni gjaldkera og eignuðust
þau fjögur börn.
Foreldrar Kjartans voru Þórarinn
Georg Jónsson, f. 24.2. 1895, 24.3.
1981, bóndi á Reynisstað í Skerja-
firði, og Margrét Rannveig Kristjana
Kjartansdóttir, f. 2.8. 1895, d. 5.4.
1960, húsfreyja.
Kjartan Georgsson
Margrét Kjartansdóttir
húsfr. á Kirkjubóli
Jón Arnfinnsson
b. á Kirkjubóli í
Önundarfirði
Kjartan Jónsson
b. að Efri-Húsum við Önundarfjörð og ráðsm. í Melshúsum í Rvík
Halldóra Jónsdóttir
húsfr. að Efri-Húsum
og í Melshúsum í Rvík
Margrét Rannveig Kristjana Kjartansdóttir
húsfr. og kennari á Reynistað
Ingibjörg Eiríksdóttir
húsfr. á Brekku
Jón Halldórsson
b. á Brekku í Önundarfirði
Ríkharður Jónsson myndskeri
Finnur Jónsson listmálari
arl Jónsson
æknir í Rvík
K
l
Leifur Karlsson
læknir
Anna Georgsdóttir
húsfr. og starfsm. við
Þjóðarbókhlöðuna í Rvík
Kjartan Georg
Gunnarsson
framkvæmda-
stjóri
Kjartan Jónsson lögfr. í
Rvík og b. í Borgarfirði
Jón Kjartansson forstj.
sælgætisgerðarinnar
Víkings og b. á
Helgavatni í Borgarfirði
Anna Guðmundsdóttir
húsfr. á Tunguhóli, af Sandfellsætt
Finnur Guðmundsson
b. og söðlasmiður á
Tunguhóli á Fáskrúðsfirði
Ólöf Finnsdóttir
húsfr. á Strýtu
Jón Þórarinsson
b. og smiður á Strýtu
Lísibeth Jónsdóttir
húsfr. á Núpi
Úr frændgarði Kjartans Georgssonar
Georg Jónsson
b. á Reynistað í Skerjafirði
Eysteinn Jónsson
lþm., ráðherra og
orm. Framsóknar-
flokksins
a
f
Jón Eysteinsson
fyrrv. sýslum. í
Reykjanesbæ
Svava Jakobsdóttir
rithöf. í Rvík
Jökull Jakobsson
leikritaskáld
Guðrún S. Jakobsdóttir
hjúkrunarfr. og írönskufr.
í Kaupmannahöfn
Jón Einar Jakobsson
hrl. í Garðabæ
Þór Jakobsson
veðurfræðingur
Dr. Jakob
Jónsson
sóknar-
prestur í
Hallgíms-
kirkju í
Rvík
Sigríður
Hansdóttir
húsfr. á
Djúpavogi
María
ichards-
dóttir
Beck
húsfr. á
Eskifirði
RHans Beckhreppstj. á
Sóma-
stöðum í
Reyðarfirði
Þórarinn Richarsson Long
b. á Núpi á Berufjarðarströnd
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2018
Verumgáfuð ogborðum
fisk
Plokkfiskur
- Hollur kostur tilbúinn á 5mín.
Kveðja Grímur kokkur • www.grimurkokkur.is
Hollt og
fljótlegt[ ]
ÁNMSG
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Eyvindur Alfreð Clausenfæddist í Reykjavík 7.5.1918, sonur Arreboe Clau-
sen, bifreiðastjóra í Reykjavík, og
Steinunnar Eyvindsdóttur. Hálf-
bræður Alfreðs, samfeðra, voru
íþróttakempurnar og tvíburabræð-
urnir Örn Clausen hrl., faðir Jó-
hönnu Vigdísar, leikkonu og söng-
konu, og Haukur Clausen
tannlæknir. Arreboe Clausen var
bróðir Óskars rithöfundar og Axels
Clausen kaupmanns, afa Andra heit-
ins Clausen, leikara og sálfræðings,
og Michaels Clausen barnalæknis.
Alfreð ólst að mestu upp hjá
ömmu sinni, Maríu Jónsdóttur.
Fyrri kona Alfreðs var Kristín Jó-
hanna Engilbertsdóttir og eignuðust
þau fjóra syni. Seinni kona hans var
Hulda Stefánsdóttir og eignuðust
þau eina dóttur. Þá átti Alfreð dótt-
ur frá því fyrir hjónaband og aðra
milli kvenna.
Alfreð stundaði nám í húsamálum,
lauk sveinsprófi í þeirri grein frá
Iðnskólanum í Reykjavík 1961 og
varð málarameistari 1965.
Alfreð hóf ungur að syngja með
danshljómsveitum í Reykjavík, m.a.
Hljómsveit Björns R. Einarssonar.
Hann hafði mjúka og seiðandi barí-
tónrödd og varð helsti íslenski dæg-
urlagasöngvarinn sem söng inn á
hljómplötur hér á landi á sjötta ára-
tugnum, fyrst fyrir HSH Hljóm-
plötur og síðar fyrir Íslenska tóna á
vegum Tage Ammendrup. Mörg
þeirra dægurlaga sem Alfreð söng
inn á plötur, oft við undirleik snill-
inga á borð við Carl Billich, Josef
Felzmann, Jan Morávek og Aage
Lorange, áttu eftir að verða klass-
ískar dægurlagaperlur.
Á meðal laga sem Alfreð gerði
feiknavinsæl má nefna Kveðjustund,
Æskuminningu, Þórð sjóara, Gling
gló, Luktar-Gvend, Harpan hljómar;
Manstu gamla daga, Brúnaljósin
brúnu sem var titillag kvikmyndar-
innar Moulin Rouge, og Ömmubæn.
Alfreð hætti á hátindi frægðar
sinnar en þá var farið að styttast í
Bítlana og Bob Dylan.
Alfreð lést 26.11. 1981.
Merkir Íslendingar
Alfreð
Clausen
101 árs
Þórdís Filippusdóttir
95 ára
Gunnar Jónsson
Stella Guðmundsdóttir
90 ára
Guðbjörg Kristjónsdóttir
Sigmundur Guðmundsson
85 ára
Guðríður Tómasdóttir
Hafsteinn Steinsson
Kjartan Georgsson
80 ára
Elísabet Jónsdóttir
Sophia H. Ósvaldsdóttir
Þórir S. Guðbergsson
75 ára
Guðmundur Einarsson
Ingibjörg Hafdís Lórenzd.
Ólafur Bergmann Óskarss.
Sigrún Sigurðardóttir
Sverrir Jörgensson
Viktor Albert Guðlaugsson
Þórhallur Sigtryggsson
70 ára
Árndís Alda Jónsdóttir
Árni Björn Ingvarsson
Magnús Haraldsson
Sesselja Ingibj. Stefánsd.
Steingrímur Færseth
Tryggvi Bjarnason
Veigar Óskarsson
60 ára
Ana Jordan Marchan
Eyjólfur Árnason
Guðlaugur H. Jakobsson
Guðrún Helga Theodórsd.
Gunnlaugur Björnsson
Halldóra L. Þórarinsdóttir
Hákon Leifsson
Hermann Anton Traustason
Kristján Hauksson
Marisa Santiago Sicat
Nanna Þórarinsdóttir
Vilhjálmur Aðalsteinsson
50 ára
Andrew Mark Ashworth
Gyða Guðmundsdóttir
Ólafur Sigurþórsson
Pétur Guðsteinsson
Stefán Pétur Pétursson
Sturla Fanndal Birkisson
Sveinbjörn Finnsson
Þórhallur Víkingsson
40 ára
Augustina Kurlinskaité
Berglind Kristjánsdóttir
Birkir Örn Arnaldsson
Dagmar Atladóttir
Davíð Björgvinsson
Deeja Sam
Hrönn Erlingsdóttir
Lára Tryggvadóttir
Reynir Jónsson
Þóra Ágústsdóttir
30 ára
Arndís Ýr Hafþórsdóttir
Aron Gauti Mahaney
Baldvin Hólm Júlíusson
Bergþór Bjarkarsson
Birgitta Rós Guðbjartsd.
Dainius Teleisa
Egill Rúnar Viðarsson
Hrafnhildur Hekla Eiríksd.
Jón Alex Guðmundsson
Jón Gauti Gautason
Mariusz Pawel Lebiedowicz
Sara Kristín Sigurðardóttir
Snorri Jónsson
Steinar Sindri Jóhannsson
Sunna Björk Ragnarsdóttir
Svava Dögg Guðmundsd.
Tania Sofia Baia Roque
Til hamingju með daginn
40 ára Davíð er Reykvík-
ingur og er verkstæðis-
formaður hjá Orku ehf.
Börn: Ívar Björgvin, f.
2003, Viktor Bjarki, f.
2006, og Gylfi Valur, f.
2009.
Systkini: Anna Clara, f.
1975, Elísabet, f. 1981, og
Sylvía, f. 1993.
Foreldrar: Björgvin
Björgvinsson, f. 1954,
fasteignasali hjá Ársölum,
og Marólína Erlendsdóttir,
f. 1954, tanntæknir.
Davíð
Björgvinsson
40 ára Hrönn er Selfyss-
ingur og er þroskaþjálfi í
Sunnulækjarskóla.
Maki: Steinar Guð-
jónsson, f. 1977, raf-
magnsiðnfræðingur hjá
Landsvirkjun.
Börn: Tvíburarnir Hjörvar,
og Vignir, f. 2006.
Foreldrar: Erlingur Har-
aldsson, f. 1948, húsa-
smiður, og Guðrún Þor-
steinsdóttir, f. 1948,
starfsmaður á leikskóla,
bús. á Selfossi.
Hrönn
Erlingsdóttir
30 ára Birgitta er Ísfirð-
ingur og er þroskaþjálfi og
hársnyrtir að mennt. Hún
starfar á leikskólanum
Eyrarskjóli.
Börn: Ásgeir Yngvi, f.
2007, og Eiður Otri, f. 2011.
Foreldrar: Guðbjartur
Brynjar Ólafsson, f. 1963,
bús. í Noregi, og Jónína
Eyja Þórðardóttir, f. 1968,
verslunarstj. Lyfju á Ísaf.
Stjúpfaðir: Björn Björns-
son, f. 1964, b. á Þóru-
stöðum.
Birgitta Rós
Guðbjartsdóttir