Morgunblaðið - 07.05.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.05.2018, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2018 ✝ Ástdís BjörgStefánsdóttir fæddist á Sval- barðseyri, S-Þing- eyjarsýslu, 31. ágúst 1954. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspít- alans í Fossvogi 27. apríl 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ágústa Kristín Ágústsdóttir, húsmóðir, f. í Vestmannaeyjum, 14. sept- ember 1908, d. 20. janúar 2004, og Stefán Egilsson, kaupmaður, f. í Hafnarfirði 4. mars 1918, d. 17. september 2009. Systkini Ástdísar sammæðra eru: Kristinn Ágúst Sverr- isson, f. 23. desember 1932, d. 9. maí 1957. Börn hans og Sig- ríðar Kristjánsdóttur eru Mó- eiður, f. 10. mars 1952, d. 19. desember 1954, og Sigurður Júlíus, f. 12. maí 1953. Barns- móðir Kristins er Sigþrúður Jóhannesdóttir og áttu þau Kristin, f. 1. september 1957. Annar bróðir Ástdísar var Sig- urður Júlíus Sverrisson, nemi, árum að Fitjaási 8 í Reykja- nesbæ. Ástdís og Sveinbjörn eru barnlaus. Ástdís ólst upp í foreldra- húsum í Keflavík við mikið ástríki og umhyggju foreldra sinna. Sótti grunnskóla í Keflavík og fór í Húsmæðra- skólann á Löngumýri í Skaga- firði. Ástdís fæddist með al- varlegan hjartagalla. Leitað var lækninga fyrir hana á Rík- issjúkrahúsinu í Kaupmanna- höfn 1960. Fékk hún þar nokkra bót en gallinn var meiri en læknavísindi þess tíma réðu við. Árið 1992 fara þau Sveinbjörn til Gautaborg- ar til að bíða eftir líffærum og 9. september 1994 kom kallið og fór hjarta- og lungna- skiptaaðgerð fram á Sahlgrenska háskólasjúkra- húsinu í Gautaborg þann dag. Eftir heimkomu frá Gauta- borg vann Ástdís í Bókasafn- inu í Garði, Sparisjóði Kefla- víkur og nágrennis og eftir yfirtöku SK hjá Landsbanka Íslands. Áður hafði hún unnið í Apóteki Keflavíkur, Olís, Skipaafgreiðslu Keflavíkur og um tíma hjá varnarliðinu. Hún var virkur félagi í kvenfélag- inu í Garði meðan hún bjó þar og í Inner Wheel Görðum. Útför Ástdísar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag 7. maí 2018, og hefst athöfnin klukk- an 13. f. 14. ágúst 1934, d. 16. febrúar 1953. Systir Ást- dísar er Alma Val- dís Sverrisdóttir, f. 18. janúar 1943. Maki Egill Jónsson og eiga þau fjögur börn, Ágúst Sverri, Jón Helga, Svandísi og Sigurð Kristin. Ástdís giftist sambýlismanni sínum frá 1978 þann 31. ágúst 1986, Svein- birni Sigurði Reynissyni, pípu- lagningameistara, f. 28. apríl 1956. Foreldrar Sveinbjörns eru Sigurlaug Sveinbjörns- dóttir, f. 19. september 1927, og Reynir Ölversson, f. 14. júní 1927. Fósturfaðir Svein- björns er Kári Rafn Sigur- jónsson, f. 1. október 1933. Kjörbræður Sveinbjörns eru: Sölvi Rafn, Sigmundur Rúnar og Snæbjörn Reynir. Sveinbjörn og Ástdís hófu búskap 1978 og bjuggu fyrsta árið í skjóli foreldra Ástdísar í kjallaranum á Hafnargötu 82 í Keflavík. Fluttu síðan á Mel- braut 2 í Garði og fyrir fimm Þeir segja mig látna, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem að mun ykkur gleðja. (G. Ingi) Ástdís litla systir mín fæddist á Svalbarðseyri í heimahúsi. Fæðingin var erfið, sóttur var læknir frá Akureyri og hún var líflítil þegar hún fæddist. Fljót- lega kom í ljós að hún var með al- varlegan hjartagalla. Ástdís var að eðlisfari bjartsýn og glaðlynd. Frá upphafi sýndi hún ákveðni og sterkan vilja til sjálfstæðis. Hún vildi ekki láta vorkenna sér og væri hún spurð hvernig hún hefði það var svarið ætíð: „Ég hef það bara gott, en þú?“ Ef hún heyrði um aðra sem voru mikið veikir sagði hún: „Og svo getur maður verið að kvarta,“ en hún kvartaði aldrei, ekki einu sinni síðustu dagana þegar líkaminn var kom- inn í þrot. Hún ætlaði sér aldrei að gera minna en jafnaldrar hennar þrátt fyrir mikla líkam- legu fötlun sem gerði henni ókleift að reyna verulega á sig. Þrátt fyrir að vera 75% öryrki vann hún lengi fulla vinnu og síð- ar hlutastarf. Henni var það mik- ið áfall þegar Landsbankinn í Keflavík, í einni af sínum hag- ræðingum, eftir yfirtökuna á Sparisjóði Keflavíkur, sagði henni upp, en hún hafði unnið í Sparisjóðnum yfir 25 ár. Á heimili okkar bjó fyrstu sex ár Ástdísar bróðursonur okkar Sigurður Júlíus Kristinsson (Bóbó), sem var ári eldri en hún. Á þeim árum dvaldi fjölskyldan mikið í sumarbústað í Sléttuhlíð fyrir ofan Hafnarfjörð. Allt sem hann gat ætlaði hún sér. Ef draga átti mold í beðin fyrir móður okk- ar við sumarbústaðinn vildi hún draga líka. Hún fór til Kaupmannahafnar í fyrra skiptið í rannsókn og í síð- ara skiptið í aðgerð. Læknar töldu að lífslíkur hennar væru til kynþroskaaldurs. Meðan heilsa hennar leyfði fóru hún og Svenni mikið í útilegur, fjalla- og öræfa- ferðir og voru það e.t.v. hennar bestu stundir. Þar fann hún frelsi og vílaði hún ekki fyrir sér að keyra sjálf yfir straumhörð vöð, enda góður bílstjóri. Við Egill fórum í nokkrar fjallaferðir með henni og Svenna og í eitt skiptið, í Þórsmörk, stuttu eftir lungna- og hjartaaðgerðina, gengum við Ástdís á Valahnúk, það var mikill sigur. Börnum okkar Egils var hún eins og stóra systir, gætti þeirra oft á meðan við bjuggum í Keflavík. Mér er einkar minnis- stætt að þegar ég baðaði frum- burðinn, Ágúst Sverri, í fyrsta skipti fannst henni, þá 11 ára, ég ekki hafa réttu handtökin og vildi taka við. Hefur hún ætíð verið sem ein af fjölskyldunni og þátt- takandi í öllu okkar lífi. Þegar barnabörnin og barnabarnabörn- in komu var hún ekki bara frænka með stóru F heldur var hún líka amma eins og spurning- ar hennar um þau báru vitni. Þegar Ástdís var 40 ára gekkst hún undir hjarta- og lungna- ígræðslu; var hún annar Íslend- ingurinn sem fékk slík líffæri. Það var yndislegt að verða vitni að gleði hennar eftir aðgerðina og þegar hún uppgötvaði að blámi vara og fingurgóma var horfinn og húðin hafði tekið á sig eðlileg- an lit. Síðan eru liðin 24 ár. Fyrstu árin eftir aðgerðina upp- lifði hún í fyrsta sinn hvernig það var að vera heilbrigð. Síðustu ár hafa hins vegar verið henni erfið en hún bugaðist aldrei, í mínum huga var hún hetja. Ásdís og Svenni hafa gengið saman gegn- um lífið í 40 ár og hefur hann alla tíð sýnt henni einstaka umhyggju og alúð. Alma V. Sverrisdóttir. Móðursystir mín, Ástdís Björg Stefánsdóttir, kom í heiminn líf- lítið barn. Á fyrstu mínútum æv- innar var henni dýft í kalt vatn og því næst í heitt, hún hrist, strok- in, henni snúið á hvolf og hún rassskellt, allt þetta endurtekið tvisvar, þrisvar og loks … Loks- ins heyrðu þau hana draga and- ann og gráta. Þá sé ég fyrir mér að amma hafi vafið hana ör- þreyttum en ástríkum örmum, öllum viðstöddum var létt um stund. Veikindi hennar síðar hafa kallað fram það besta í öllum, þeim sem stóðu henni næstir. Vonina, seigluna og ekki síst æðruleysið og umhyggjusemina, en einmitt kölluðu erfiðleikarnir fram þá eiginleika í henni sjálfri ásamt sterkum lífsvilja sem ef til vill má líkja við þrjósku eða mót- þróa. Ástdísi þótti ofur vænt um fólkið sitt, þar á meðal mig á öll- um skeiðum frá æsku til fullorð- insára. Passaði upp á mig sem hún væri mér systir. Hún elskaði börnin mín eftir að þau komu í heiminn sem þau væru hennar eigin ömmubörn. Hún var mér á yngri árum fyrirmynd sem aðal- skvísan, á sama tíma algjör nagli í strákaheiminum sem ég ólst upp í og þeim sem við lifum við. Hún var ávallt við hlið mömmu, tók þátt í lífi fjölskyldunnar, vildi sitt pláss og gaf okkur pláss, kaus helst gæsku, kátínu og hlýju. Ástdís trúði á æðri mátt. Mér finnst bréfin og jólakortin, sam- veran, samtölin, gjafirnar og all- ar óteljandi minningarnar bera þess skýr merki. „Guð blessi þig, elsku frænka mín, vertu ætíð í hendi Guðs, ég vona að þau séu góð við þig þar sem þú ert,“ voru dæmigerðar hlýjar kveðjur í kortum, símtölum og bréfum frá henni. Þær kveðjur umvefja hana og minningar okkar nú. Án gjafmildi óskylds einstak- lings sem lést einhvers staðar í heiminum fyrir tuttugu og fjór- um árum, sem af tilviljun til- heyrði sama blóðflokki og vefj- agerð og Ástdís, væri líf okkar sem nú syrgjum góða konu ekki jafn ríkulegt af hugljúfum minn- ingum. Án lækna og starfsfólks spítala sem sinntu henni af alúð í öll þessi ár hefðum við heldur ekki notið samverustundanna. Hún var þakklát, verið viss um það. Ég sendi þakklætishug minn líka út í kosmosið og vona að hann hitti ykkur fyrir. Mamma og Svenni, megið þið finna gleði og þakklæti í minningunum, styrkur og umhyggja ykkar varð styrkur hennar og bjarg. Elsku stórfrænka mín og vin- kona, ástarþakkir fyrir allt, ég er nú nokkuð viss um að þú hættir ekki að fylgjast með okkur fólk- inu þínu þrátt fyrir að vera komin á annað tilverustig. Það væri ólíkt því sem við þekkjum. Minn- ing þín og arfleifð lifir með okkur. Guð blessi þig og varðveiti. Þín Svandís. Fyrir 63 árum fæddist frænka mín, Ástdís. Sama ár fékk Hall- dór Laxness nóbelsverðlaunin, Rosa Parks neitaði að standa upp fyrir hvítum manni í strætisvagni og lömunarveikisbólusetningin var fundin upp. Þá var kalda stríðið rétt að byrja og heimurinn allt öðruvísi en hann er í dag. Í þessu samhengi finnst manni hrikalega langt síðan Ástdís fæddist. Frænka mín fæddist með hjartagalla sem gerði það að verkum að blóð hennar var alltaf súrefnissnautt. Á þeim tíma var ekki hægt að gera við svoleiðis galla. Því var ekkert annað í stöð- unni en að lifa lífinu til hins fyllsta. Ég held að hún hafi gert það. Hún kynntist góðum manni, Svenna, og voru þau gift í nærri 40 ár. Fyrir 23 árum fór frænka mín í stóra aðgerð þar sem hún fékk nýtt hjarta og lungu. Eftir þá aðgerð var Ástdís orkumeiri og ég man vel eftir því þegar ég fór með henni og Svenna í ferðir á hálendið, í Landmannalaugar og fleiri staði, en það eru einstakar minningar. Mér þótti virkilega vænt um frænku mína og ég dáð- ist að því hversu sterk hún var, því þrátt fyrir að lífið hefði gefið henni óeðlilegt hjarta, þá neitaði hún að lifa öðru en eðlilegu lífi. Það er sárt að hún sé núna farin frá okkur. En það veitir mér ró að vita að Ástdís lifði langa og góða ævi, elskuð af fjölskyldunni og manni sínum. Hún var góð við mig, bræður mína og systur og við vorum heppin að fá að vera partur af hennar lífi. Hún var heppin að fæðast í landi þar sem samfélagið og heilbrigðiskerfið studdi hana frá fæðingardegi til dauðadags við að eiga við þann hjartagalla sem hún fæddist með. Ég mun sakna Ástdísar frænku minnar, en ég veit að það var kraftaverk að hún átti svo langa og góða ævi, og því er ég þakk- látur fyrir þau góðu ár sem ég fékk að eiga svo góða frænku. Egill Almar Ágústsson. Ég minnist Ástdísar, móður- systur minnar, frá því ég var lítil strákur sem bjó með foreldrum sínum í Keflavík enda daglegur samgangur milli heimilis okkar og afa og ömmu. Við fórum í ferðalög saman, upp í bústað til afa og ömmu og vorum ein sam- heldin stórfjölskylda. Hún var sennilega fyrsti unglingurinn sem ég kynntist, sjálfstæð, hlust- aði á háværa tónlist og keyrði eins og glanni og að sjálfsögðu ekki alltaf við fögnuð afa og ömmu. Það var því líf og fjör í kringum hana. Eftir að við Soffía fluttum til Íslands aftur fyrir um tíu árum þá varð Ástdís aftur tíður gestur á heimili okkar Soffíu og sýndi hún okkur og börnum okkar mikla ræktarsemi alla tíð. Hún kom iðulega í hverri viku úr Keflavík eða Garði til að hitta okkur öll og heyra af eða hitta yngstu drengina, þá Atla Frey og Breka Frey. Hún var stórfrænka þeirra að forminu til en miklu frekar var hún eins og amma og muna þeir hana þannig og minn- ast af mikilli hlýju. Hún var vön að hjálpa þeim við að smíða flug- vélar og bíla úr kubbum og færði þeim gjafir við öll tækifæri. Við sátum oft í eldhúsinu og ræddum um daginn og veginn og þau mál- efni sem brunnu á fjölskyldunni á hverjum tíma og hvernig gengi hjá eldri börnunum og okkur í námi, starfi og leik. Umhyggja Ástdísar fyrir börnum okkar hef- ur í gegnum tíðina náð til allra átta barna okkar og erum við þakklát fyrir alla þá miklu ástúð sem hún hefur sýnt okkur. Ástdís kveður núna alltof snemma. Við fundum að hún var stolt af okkur og við vorum stolt af henni og þrautseigju hennar. Ástdís kvartaði aldrei yfir veik- indum sínum og hennar hugur stóð til að taka fullan þátt í lífinu og vera til staðar fyrir okkur um langa tíð áfram með Svenna sín- um. Við munum alltaf sakna hennar og minnast með hlýjum hug. Ágúst Sverrir Egilsson. Elsku Ástdís mín. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til Ástdísar stórfrænku og Sveinbjarnar í Garðinum. Í minningunni var húsið troðið af allskonar fígúrum, styttum og smádóti og á jólunum var þetta sérstaklega mikill ævintýraheim- ur. Umhyggjan og natnin við hvert smáatriði á heimilinu um- vafði Ástdísi einhverjum ævin- týraljóma. Á sama tíma hafði hún greinilega ástríðu fyrir stórum tryllitækjum, kom keyrandi á breyttum jeppum, umvafin skart- gripum og var aðalskvísan í þorp- inu. Það kannski passaði ekki endilega við umhyggjuna við litlu smáatriðin í ævintýraheiminum. Og þó, þetta var bara hún Ástdís, sterk og sjálfstæð kona sem fór alltaf sínar eigin leiðir og lét ekki segjast. Þrjóskaðist áfram og sigraði. Elsku Ástdís mín, þín verður sárt saknað. Sigurður Kristinn Egilsson og fjölskylda. Ástdís, þú varst góð við okkur og skemmtileg. Það var gott að faðma þig. Þú varst yndisleg og elskuleg. Þú varst sterk inni í þér og vildir alltaf vera góð við alla. Einu sinni fórum við með þér í sumarbústaðinn til að mála litla tréhúsið í garðinum bleikt og brúnt, það var mjög skemmtilegt. Þú komst alltaf til okkar í heim- sókn og gafst okkur fallega hluti. Það er erfitt að þú ert farin og við söknum þín. Þú verður alltaf með okkur. Þetta eru bænirnar sem þú gafst okkur þegar við vorum fjög- urra ára: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson) Þínir Atli Freyr og Breki Freyr. Það er alltaf tilhlökkun fyrir börn að byrja í skóla. Þannig var það hjá mér. Við Valla vinkona fórum saman í skólann. Ekki voru liðnir margir dagar af skól- anum þegar við kynntumst þér, elsku Ástdís, þá 7 ára. Það er sárt að kveðja eftir 57 ára vináttu. En minningarnar eru margar og góðar. Við vorum oft heima hjá þér að leika okkur og alltaf var okkur vel tekið af foreldrum þín- um. Ég man vel hvað þú áttir mikið af fallegu dóti og svo varst þú alltaf svo fín. Svo komu ung- lingsárin, þá var margt gert sem ekki hefði verið vinsælt ef for- eldrarnir hefðu vitað hvað að- hafst var, en við skemmtum okk- ur alltaf vel. Þannig var að við vinkonurnar litum aldrei á þig sem veika stelpu, enda hefðir þú aldrei viljað það sjálf og þegar þú varst spurð hvernig þú hefðir það, þá hlóst þú og sagðist hafa það fínt, en þú? Þegar við vorum á rúntinum þá varst þú algjör glanni og hlóst að okkur þegar við öskruðum og báðum þig að fara hægar. Einnig áttum við góðar stundir saman þegar við fórum í Húsmæðraskólann á Löngumýri. Þar vorum við á heimavist og margt gert skemmtilegt annað en að læra. Ástdís Björg Stefánsdóttir Róbert D. Tur- ton, eða Bobby eins og við vinir hans kölluðum hann, kom fyrst til Íslands 1967 og þá hingað að Hrauni, en hann hafði kynnst fólki héðan sem dvaldi um tíma í Skotlandi. Hann byrjaði að vinna hjá Ólafi og Helgu í vestari bænum á Hrauni við venjuleg bú- störf. Eftir stutta viðdvöl á Ís- landi fór Bobby aftur til Skot- lands, en kom nokkrum árum seinna sumarlangt og starfaði hér á Hrauni og víðar. Bobby var tryggur vinur og fór fljótlega með sumum okkar eldri á sveitaböllin í héraðinu. Bobby átti auðvelt með að laða að sér fallegustu stelpurnar, enda maðurinn myndarlegur og hafði þá þrautseigju og fylgni sem með þurfti. Bobby var kvikur og íþrótta- mannslega vaxinn. Hann var lið- tækur í fótbolta og góður bad- mintonspilari. Hann náði fljót- Robert Daniel Turton ✝ Robert DanielTurton, eða Bobby eins og hann var ævinlega kall- aður, fæddist 26. júní 1941. Hann lést 20. mars 2018. Útför Bobbys var gerð í Birstein 14. apríl 2018. lega tengslum við íslenska spilara og tók þátt í æfingum og mótum með góð- um árangri. Síðar á lífsleiðinni varð það atvinna hans að kenna badminton þegar hann var bú- settur í Frankfurt. Hann eignaðist marga vini hér, sér- staklega í gegnum íþróttina. Á síðari árum þegar hann kom ókunnugur á æfingar í þorpunum hér í kring kom það oft fyrir að honum miklu yngri menn vanmátu getu hans en komust fljótt að því að hár aldur var honum ekki fótakefli. Bobby var sparsamur og fór vel með og var því sannur Skoti. Uppeldi hans og erfið æska mót- uðu sterk einkenni í skapferli hans og setti hann sér það ungur að feta ekki í sömu spor og for- eldrar hans og bragðaði því aldr- ei áfengi. En þrátt fyrir að vera edrú Skoti veitti hann vel af víni í sjötugsafmæli sínu fyrir nokkr- um árum. Þegar Bobby átti erfitt og þurfti að vinna í sínum vanda- málum gat hann jafnan leitað til Helgu móðursystur okkar á Hrauni sem gaf sér ávallt tíma til að hjálpa þeim sem erfitt áttu. Það má segja að Helga hafi geng- ið honum í móðurstað enda kom það berlega í ljós við fráfall henn- ar fyrir nokkrum árum hversu erfitt það var fyrir hann. Þegar Bobby var kominn á miðjan aldur kynntist hann ynd- islegri þýskri konu, Heidi Mohr. Þau bjuggu fyrst í Berlín og síð- ari árin í Frankfurt. Þau byggðu sér sumarhús hér á Hrauni fyrir ríflega 10 árum, en húsið ber gott merki handbragðs hans. Síðan kom Bobby alltaf á sínum Land Rover með Norrænu eins og far- fuglarnir í apríl með síðustu af- sláttarferð vetrarins og yfirgaf landið ekki fyrr en með fyrstu af- sláttarferð Norrænu á haustin. Bobby hafði sterkar skoðanir á því hvernig við ættum að varð- veita náttúruna og ganga um hana. Eftir að hann fór að dvelja hér sumarlangt tók hann að sér að hreinsa fjöruna á Hrauni og síðar alla leið til Þorlákshafnar. Á hverjum degi fór hann á fjórhjóli sínu um fjöruna með sjónum og með Ölfusá og tíndi rusl. Hann sá og oft um veiðieftirlit fyrir Hraunsbændur í Ölfusá og hafði sterkar skoðanir á því hvernig ætti að laða að veiðimenn. Við munum sakna hans, því hann var fyrir löngu orðinn part- ur af tilveru okkar, eins og hinir ómissandi farfuglar sem prýða landið. Systkinin úr eystri bænum á Hrauni; Gunnar Steinn, Vigdís, Hrafnkell, Guðmundur Ingi, Þorlákur og Inga Þóra, Karlsbörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.