Morgunblaðið - 07.05.2018, Side 19

Morgunblaðið - 07.05.2018, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2018 ✝ GuðmundurEinar Björg- vinsson fæddist á Hörgslandi, Síðu, Vestur-Skaftafells- sýslu, 30. desember 1933. Hann lést 16. apríl 2018. Foreldrar hans voru Pála Katrín Einarsdóttir og Björgvin Pálsson. Systkini hans eru Már Ágúst, f. 1937, d. 2004, og Ragnheiður Björg, f. 1939. Guðmundur giftist Fanneyju Óskarsdóttur, f. 2. mars 1938, þann 30.desember 1958. Þau eignuðust sjö börn sem eru: Einar Páll, f. 30.6. 1958, giftur Láru Halldórsdóttur og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn. Óskar Hrafn, f. 29.10. 1959 , giftur Berglindi Hallmarsdóttur og á hann fjögur börn og sjö barnabörn. Björgvin Smári, f. 15.2. 1962, giftur Þóru Hallgrímsdóttur og eiga þau eitt barn en Björgvin á eitt fyrir. Sigrún Birgitta, f. 26.6. 1963, og á hún þrjú börn og tvö barna- börn. Elín Þuríður, f. 2.11. 1965, og á hún tvö börn. Guðmundur Finnur, f. 16.10. 1969, í sambúð með Kolbrúnu Magnúsdóttur og á hann sex börn. Klara Guðrún, f. 14.8. 1972, í sam- búð með Miles Border og eiga þau tvö börn. Fyr- ir átti Fanney Sig- urð Pétur Sigmundsson, f. 28.2. 1957, sem er giftur Val- gerði Heimisdóttur og eiga þau tvö börn. Hann á auk þess þrjú börn og þrjú barnabörn. Guðmundur var bóndi á Hörgslandi og vann jafnframt við vörubílaakstur í vegavinnu og fjárkeyrslu fram til ársins 1969 er hann brá búi og flutti til Hafnarfjarðar. Þar starfaði hann í átta ár sem vörubíl- stjóri hjá Langeyri hf., fisk- vinnslufyrirtæki í Hafnarfirði og síðan í 25 ár hjá álverinu í Straumsvík þar til hann lét af störfum á sjötugsafmæli sínu. Útförin fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag, 7. maí 2018, klukkan 13. Elsku pabbi. Pabbi sem leiddi lítinn dreng traustri og hlýrri hendi út í fjár- hús að gefa kindunum, niður Skólavörðustíg svo hann sæi borgina og tjörnina; sem breiddi yfir og hlúði að syni sínum þegar hann sofnaði á löngu ferðalagi vestur á Snæfellsnes að sækja skel. Já, minningarnar eru marg- ar sem koma upp í hugann nú þegar leiðir skiljast. Við feðgar unnum á sama vinnustað í nær 15 ár og alltaf var ég stoltur af pabba því hann var bæði vinsæll og vel liðinn af vinnufélögum sín- um enda var pabbi hrókur alls fagnaðar á góðum stundum. Ég minnist pabba af virðingu og stolti og þakka hversu nánir við urðum seinustu ár og ekki hvað síst það hlýlega viðmót sem hann sýndi konu minni, Berg- lindi, og veit ég að það var gagn- kvæmt. Elsku mamma, systkinin öll og aðrir ættingjar sem syrgja, nú er allt breytt. Samúð til okkar allra. Þinn sonur, Óskar Hrafn Guðmundsson. Mín fyrsta minning um pabba er frá Hörgslandi á Síðu. Það er góð minning að hafa verið með pabba sínum í daglegum verkum, heyskap, gegningum og stundum sagði hann sögu þegar hann mjólkaði á kvöldin. Ánægjuleg- ustu stundir pabba í sveitinni voru vorin, sauðburður og veiði- skapur. Hann var léttur á sér og hafði gaman af því að taka sprett á eftir lömbunum með krókstaf- inn hans afa til að marka þau. Hann hafði líka mjög gaman af því að veiða niðri í Vatnamótum. Pabbi var áhugamaður um skot- fimi og æfði markskot. Þá stóð hann niður við smiðju eða hlöðu og skaut uppí rof, en þegar á æf- ingarnar leið minnkuðu skot- mörkin og þá var sett upp dropa- glas og svo var það meistara- skotið, hóffjöður var tyllt í spýtu sem átti að skjóta inn með byssu- kúlunni. Búskapurinn á Hörgslandi var ekki meiri en það að pabbi rak vörubíl í hálfu starfi og allur húsakostur kominn á tíma. Það var svo árið 1969 sem pabbi og mamma ákváðu að flytja til Hafnarfjarðar á Hringbraut 65 og vann hann sem vörubílstjóri á Langeyri. Þetta var tími vertíða með löngum dögum og litlum svefni. Það var árið 1978 sem pabbi fór að vinna í Straumsvík og var þar til sjötíu ára aldurs og undi sér vel en rætur pabba lágu alltaf austur á Síðu og dvaldi hann á vorin í sauðburðinum sér til heilsubótar og ánægju. Pabbi hafði skemmtilega frásagnargáfu og voru uppáhaldssögur hans þá frá veiðiskap eða afréttarferðum og þá hermdi hann eftir mönn- um. Pabbi hafði afar þægilega söngrödd og hér á árum áður þegar menn höfðu gaman af því að fá sér í glas þá var oft sagt „eigum við ekki að taka lagið?“ og oft var byrjað á „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur“. Pabbi þótti með afburðum lipur dansari en hann sagði þá skrýtnu sögu að hann hefði lært að dansa af gamalli konu frá Hraunbóli. Í sínum fríum tók hann lífinu með heimspekilegri ró, undi sér vel við bókalestur, þá mest fróðleiks- og raunsæisbókmenntir. Hann var ágætlega verklaginn og viss um að þau verk sem þurfti að gera væru líka til staðar á morg- un. Pabbi var mjög heimakær og var eins og hann vildi ekki vera sakaður um að fara neitt í erind- isleysu eins og sagt var stundum í sveitinni, en hann hafði síðan mjög gaman af að sjá staði og hitta fólk og var þá maður manns gaman. Pabbi talaði um að fara í heimsreisu þegar vel lá á honum sú ferð skyldi farin með frænda sínum Ingólfi Guðbrandssyni sem hann taldi vel kunnugan og færan til að skipuleggja slíka ferð. Hann hafði líka undirbúið sig með lestri og einn af sem stöðum sem skyldi koma til var Balí. Hann tók það fram að þetta yrði slík ferð að hann þyrfti ekk- ert að ferðast meira það sem eft- ir væri. Pabbi var aldrei fégjarn maður en hann vildi þó eins og hann sagði hafa borð fyrir báru fjárhagslega og þær óskir sínar fékk hann uppfylltar. Hann var í eðli sínu nægjusamur og vildi aldrei berast á. Pabbi mætti sín- um sjúkdómi af einstöku æðru- leysi og talaði aldrei um sín veik- indi eða að dauðinn væri í nánd eða eins og hann sagði „það fer hver og einn þegar kallið kem- ur“. Einar Páll Guðmundsson. Elsku pabbi okkar, nú ertu farinn eftir stutt en erfið veik- indi, sem höfðu betur. Við sitjum saman systurnar þrjár og minn- umst þín, pabbi. Við horfumst í augu við að þú ert farinn yfir móðuna miklu með söknuði. Svo okkur langar að rifja upp nokkur sameiginleg minningabrot sem koma upp í huga okkar. Pabbi vann mikið og var vel liðinn í vinnu, hann axlaði þá ábyrgð að sjá fyrir tíu manna fjölskyldu með sæmd og dugnaði, og oft var þröngt í búi. En þrátt fyrir það voru þó stundir þar sem pabbi gerði vel við okkur dæt- urnar. Gaman er að minnast á þegar pabbi fór með okkur syst- ur á Laugaveginn og keypti handa okkur rándýrar leðurbux- ur úr Karnabæ. Eða þegar Klara fékk tölvu sem var nýjung á þeim tíma. Já, þó fátt væri um aurana og haldið væri vel um flestar krónur gáfust slík tækifæri. Eins ein jólin þegar pabbi gaf mömmu okkar mokkajakka og húfu í stíl sem var hátíska þess tíma og verðið eftir því. Þetta var að sönnu ógleymanlegt. Skemmtilegt var svo rófuæv- intýrið sem við áttum með pabba. Hann ræktaði rófur fyrir austan sem enduðu svo í skúrnum uppi á Hringbraut. Þar var góð sam- vinna og oft glatt á hjalla. Við systur vorum duglegar að þrífa, vigta og koma uppskerunni í sölu og við minnumst vel rauðu kerr- unnar sem við drógum rófurnar á og seldum víðsvegar um bæinn. Þetta var góður tími fyrir okkur og höfðum við mikið gaman af og allir græddu vel. Pabbi var hrókur alls fagnaðar þegar hann lyfti glasi, skemmti- legur, ræðinn og með fjöldann all- an af sögum að segja. Oft lék hann á als oddi og eigum við ófáar minningar af dansi á stofugólfinu heima með gömlu góðu lögunum, þar sem hann kenndi okkur polka og ræl. Hann var fróður og las mikið. Og sannarlega var hann ávallt traustur og áreiðanlegur sama hvað á bjátaði. Á hann gat maður treyst, jafnvel á verstu tímum og þannig, elsku pabbi, munum við muna þig. Minningin um þig mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Takk fyrir allt, elsku pabbi, við söknum þín. Ég kveð þig heitu hjarta minn hugur klökkur er. Ég veit að leiðin þín liggur svo langt í burtu frá mér. Mér ljómar ljós í hjarta sem lýsir harmaský. Þá lífsins kyndla kveikti þín kynning björt og hlý. Og þegar vorið vermir og vekur blómin sín í hjartans helgilundum þá hlær mér minning þín. (Jón Þórðarson) Þínar dætur, Sigrún, Ellý og Klara. Guðmundur Einar Björgvinsson ✝ Einara ErlaBlandon fædd- ist 18. október 1930 í Neðri-Lækjardal, A-Húnavatnssýslu. Foreldrar hennar voru Árni Ásgrím- ur Erlendsson Blandon (1891- 1981), fæddur á Fremstagili, Engihlíðarhreppi, og Þorbjörg Jóney Grímsdóttir Blandon (1891- 1983), fædd á Kirkjubóli, Trölla- tungusókn, Strandasýslu. Syst- ur Erlu voru: Sigríður Halling (1917-1968), Ingibjörg Árna- dóttir Blandon (1918-2006), Val- gerður Sigríður Árnadóttir Blandon (1920-2017) og Þor- gerður Árnadóttir Blandon (1921-2011). Eiginmaður Erlu var Einar Hallmundsson húsasmíðameist- ari, fæddur á Blómsturvöllum á Stokkseyri 29. júní 1924, látinn í Reykjavík 2. ágúst 2014. Erla og Einar bjuggu lengst af í Kópa- vogi, síðar í Reykjavík. Börn þeirra eru Árni Blandon Ein- arsson framhaldsskólakennari, fæddur í Reykjavík 23. desem- ber 1950, og Berglind Ein- arsdóttir Blandon hárskeri, ingur, f. 1954; foreldrar hennar: Einar Guðmundsson (1924- 2010), skipstjóri í Njarðvík, og Ása Lúðvíksdóttir húsmóðir, f. 1931. Dóttir Guðrúnar: Ása Lind Finnbogadóttir, djákni og fram- haldsskólakennari, f. 1972; faðir Ásu: Finnbogi Gunnar Kjart- ansson, tónlistarmaður og aug- lýsingateiknari, f. 1952. Börn Árna og Guðrúnar: Erla Rut há- skólanemi, f. 1995, og Anna Rós, stúdent og tónlistarnemi, f. 1998. Maki og börn Berglindar Einarsdóttur: Hjálmar Árnason rafeindavirki, f. 1953; foreldrar Hjálmars: Árni Friðjónsson (1927-2015), gjaldkeri ÁTVR í Reykjavík, og Helga Ágústa Hjálmarsdóttir (1927-2004), yfirgjaldkeri Ríkisspítala. Börn Berglindar og Hjálmars: Birkir, f. 1980, Fura Sóley lögfræð- ingur, f. 1987, Viðja Rós, f. 1990, og Fífa Eik, f. 1995. Dóttir Furu Sóleyjar: Dagbjört Emma Frið- jónsdóttir, f. 2015, sambýlis- maður Furu: Friðjón Gunn- laugsson viðskiptafræðingur, f. 1984. Dóttir Viðju Rósar: Írena Aronsdóttir, f. 2017; sambýlis- maður Viðju: Aron Andri Sig- urðsson, f. 1989. Erla Blandon lést 3. apríl 2018 í Reykjavík. fædd í Reykjavík 17. maí 1958. Mak- ar og börn Árna: Guðbjörg Þóris- dóttir, fv. kennari og skólastjóri, f. 1952, fv. eiginkona. Foreldrar Guð- bjargar: Þórir Már Jónsson (1922- 2006) póstmaður og Þóra Karítas Árna- dóttir (1928-2013) póstkona; börn Árna og Guð- bjargar: Einar kvikmyndatöku- maður, f. 1978, og Þóra Karítas, leikkona og rithöfundur, f. 1979; börn Einars: Bjartur, móðir Bjarts er Eyrún Magnúsdóttir, f. 1979, og Hildur Karítas, móðir hennar er Árný Ingvarsdóttir, f. 1978, eiginkona Einars. Börn Árnýjar: Guðrún Dís Jóhanns- dóttir, f. 2004, og Álfdís Jó- hannsdóttir, f. 2006. Börn Þóru Karítasar Árnadóttur: Árni Guðjón Sigurðsson, f. 2015, og Drengur Sigurðsson, f. 2018; barnsfaðir Þóru og sambýlis- maður: Sigurður Guðjónsson, myndlistarmaður og kennari við Listaháskólann, f. 1975; barn Sigurðar: Flóki Hrafn, f. 2004. Eiginkona Árna Blandons: Guð- rún Einarsdóttir barnasálfræð- Erla Blandon, móðir mín, bjó fyrstu ár ævi sinnar í torfbæ í Austur-Húnavatnssýslu en flutti síðan ásamt foreldrum sínum í Kaldaðarnes í Flóa, þar sem afi veitti forstöðu drykkjumanna- heimili. Þar kynntist hún föður mínum Einari Hallmundssyni, síðar húsasmíðameistara, og þau bjuggu síðan mestan part ævi sinnar í Kópavogi. Mamma vann ýmis störf; í verksmiðju, við framleiðslu á munum sem hún hannaði sjálf, hún vann við af- greiðslustörf í fatabúð og þegar hún varð leið á því kenndi hún sjálfri sér að vélrita og varð mót- tökustjóri og ritari á geðdeild Landspítalans og á Kópavogs- hæli. Hún vildi vinna áfram eftir sjötugt en fékk ekki. Erla hafði mikinn áhuga á stjórnmálum á miðlínunni, félagsmálum, list- munagerð, ekki síst Tiffanys- glergerð, og svo var það megin- áhugamálið: föt – en smekkur hennar í þeirri deildinni var ein- stakur og frumlegur. En að hluta til var Erla við- kvæm fyrir sjúkdómum og hún var að sumu leyti á langri ævi kraftaverk læknavísindanna með hjartagangráð og ótölulegan fjölda lyfjaskammta við hinum og þessum kvillum. Enginn vistmað- ur á hinu frábæra hjúkrunar- heimili Sóltúni í Reykjavík þurfti að taka jafn margar töflur dag- lega og Erla; við of háum blóð- þrýstingi, krabbameini og svo framvegis. Blóðþrýstingurinn féll að vísu niður í næstum því núll einn daginn og þá var gerð á Erlu kraftaverkaaðgerð á Borg- arspítalanum, svo hún fékk að lifa í nokkur ár í viðbót. Á breytingaaldrinum var Erla fegin að fá hormónalyf sem gerðu henni lífið bærilegra. Það var ekki vitað þá að þetta blessaða lyf, sem nú er bannað, olli krabbameini. Eftir þessar trakt- eringar versnaði heilsan til muna, augnbotnarnir hrörnuðu vegna blóðþrýstingslyfjanna, en það þótti Erlu einna verst þegar sjón- in fór að gefa sig á þann hátt að hún hætti að geta greint á milli andlita og gat ekki lesið, en hún hafði alla tíð verið mikill lestrar- hestur. Þá kom sér vel að fá lán- aða upplestra frá Blindrabóka- safninu og geta hlustað á Útvarp Sögu. Í gegnum þetta allt var Erla þó bjartsýn og naut þess að blanda geði við vinina og starfs- fólkið á Sóltúni. Blessuð sé minning móður minnar, gáfaðrar og göfugrar konu. Árni Blandon Einarsson. Erla Blandon Árnadóttir Með örfáum orð- um vil ég minnast yndislegrar mág- konu minnar Ingi- bjargar Sigurðardóttur. Ingibjörg var mjög vel lesin og fróð og var því, aðeins rétt rúmlega tvítug að aldri, ráðin sem barnakennari í Vatnsdal- inn. Þar lágu leiðir þeirra Þor- steins bróður saman sem átti eftir að reynast þeirra beggja gæfa. Ingibjörg var Skagfirðingur og ólst upp í Sæmundarhlíð- inni. Eftir að þau giftu sig fluttu þau að Varmalandi og tóku við búi foreldra hennar. Ingibjörgu og Þorsteini varð tveggja barna auðið, þeirra Ás- gríms og Ólafar. Eins og áður er getið tók Ingibjörg Sigurðardóttir ✝ Ingibjörg Sig-urðardóttir fæddist 16. febrúar 1934. Hún lést 5. apríl 2018. Útför Ingibjarg- ar fór fram 14. apr- íl 2018. Ingibjörg við barnakennslu í Ás- hreppi sem var að ýmsu leyti flókið þar sem skólatím- anum var deilt nið- ur, þ.e.a.s. til helm- inga var kennt sitthvorum megin í dalnum, á Ás- brekku og á Eyj- ólfsstöðum. En það vafðist ekki fyrir Ingibjörgu enda röggsöm í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var ávallt skipulögð og vinnusöm og hlý í öllum sam- skiptum. Í mörg ár fengu þau hjónin systkinabörn sín yfir sumartímann til snúninga og tengdust þau þar órjúfanlegum böndum. Ég veit að börnin mín eiga margar góðar minningar frá dvöl sinni í sveitinni hjá þeim og vil ég þakka bróður mínum og mágkonu innilega fyrir að hafa tekið svona vel á móti börnunum mínum og veitt þeim gott veganesti út í lífið. Guðrún Ása Ásgrímsdóttir. Okkar ástkæri, MAGNÚS ÞÓR GUNNARSSON byggingartæknifræðingur, verður jarðsunginn frá Lindakirkju í Kópavogi miðvikudaginn 9. maí klukkan 13. Marín Kristjánsdóttir Karl Víðir, Daði Hrafn og Linda Jóhanna, Gunnar og fjölskyldur Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI SIGURÐSSON tónlistarmaður frá Geysi í Haukadal, lést á heimili sínu miðvikudaginn 2. maí. Útförin fer fram frá Skálholtskirkju föstudaginn 18. maí kl. 15:00. Guðrún Soffía Jónsdóttir Sigrún Bjarnadóttir, Karl K. Bjarnason, Bjarni Eiríkur Bjarnason, Elín Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, MAGDALENA THORODDSEN, Aflagranda 40, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans 3. maí síðastliðinn. Útför hennar verður frá Háteigskirkju mánudaginn 14. maí kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Halldóra J. Þorvarðardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.