Morgunblaðið - 07.05.2018, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 7. MAÍ 127. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Með stjörnur í augunum yfir pabba
2. „Það er von á stormi vinur“
3. Vann tæpar 36 milljónir í Lottó
4. Sumarbústaður brann til grunna
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Lisa Knapp og Gerry Diver halda
tónleika annað kvöld kl. 20.30 í
salnum Kaldalóni í Hörpu, í boði
Heimstónlistarklúbbsins sem er
styrktur af Reykjavíkurborg og
Tónlistarsjóði. Knapp og Diver eru
meðal þeirra fremstu í flokki þjóð-
lagatónlistar á Bretlandseyjum um
þessar mundir, að því er fram kem-
ur í tilkynningu og hafa bæði sam-
an og sitt í hvoru lagi vakið athygli
fyrir nýstárlega og skapandi nálg-
un á enska og írska tónlistarhefð.
Knapp hefur hlotið BBC 2 Folk
Award, þjóðlagatónlistarverðlaun
enska ríkisútvarpsins, og nýjasta
plata hennar hefur fengið afar já-
kvæðar viðtökur. Írski fiðluleik-
arinn Gerry Diver er samstarfs-
maður Knapp en hann er einnig
virtur og eftirsóttur upptökustjóri í
London.
Meðal þeirra fremstu
í þjóðlagatónlist
Tenórinn Þorsteinn Freyr Sigurðs-
son kemur fram á síðustu hádegis-
tónleikum vetrarins í Hafnarborg á
morgun kl. 12 ásamt píanóleikaranum
Antoníu Hevesi. Þau munu flytja vin-
sælar óperettuaríur
eftir Strauss II, Leh-
ár, Albert Lortzing
og Emmerich Kálm-
án en allar eru þær
ástríðufullar og yf-
irskrift tónleikanna
eftir því en hún er
„Tenór-órar“.
„Tenór-órar“ á loka-
tónleikum vetrarins
Á þriðjudag Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s, skýjað að
mestu og dálítil væta, einkum sunnan og austantil. Hiti 3 til 10 stig
að deginum, svalast á Vestfjörðum.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan og suðaustan 5-13 m/s og víða rign-
ing eða súld, einkum síðdegis, en úrkomulítið á Norðausturlandi.
Hlýnandi veður.
VEÐUR
Tíu mörk voru skoruð í leikj-
unum þremur í Pepsi-deild
karla í knattspyrnu í gær.
Nýliðar Fylkis fengu sín
fyrstu stig þegar þeir lögðu
KA-menn í Egilshöllinni, ÍBV
og Fjölnir skildu jöfn á Há-
steinsvellinum í Eyjum
og í Garðabænum fögn-
uðu KR-ingar 3:2 sigri
þar sem Atli Sigurjónsson
skoraði sigurmarkið þegar
skammt var eftir af leikn-
um. »4-5
Sætur sigur KR í
Garðabænum
Eyjamenn eru komnir í úrslitaeinvígið
um Íslandsmeistaratitilinn í úrvals-
deild karla. ÍBV hafði betur gegn
Haukum í Eyjum og vann einvígið 3:0.
FH jafnaði metin á móti Selfossi og
liðin mætast í hreinum úrslitaleik á
Selfossi á miðvikudagskvöldið. »3
ÍBV mætir Selfossi eða
FH í úrslitum
Chelsea heldur enn í vonina um að ná
sæti í Meistaradeildinni eftir 1:0 sig-
ur á móti Liverpool á Stamford
Bridge í gær. Liverpool, Tottenham og
Chelsea berjast um tvö sæti í Meist-
aradeildinni. Stoke er fallið úr deild-
inni eftir 10 ára viðveru í deild þeirra
bestu en WBA, Swansea og South-
ampton berjast um að forðast fall úr
deildinni. »1
Chelsea heldur í vonina
en Stoke er fallið
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Snædís Karlsdóttir, lögfræðingur
og frambjóðandi Framsókn-
arflokksins í Reykjavík, eignaðist
nýverið barn og hefur verið að
sinna móðurhlutverkinu samhliða
pólitíkinni síðustu daga. „Þetta
gengur allt ágætlega, hún sefur
voða vel á nóttunni og svo kemur
hún bara með mér á alla fundi
þannig að þetta er fínt,“ segir Snæ-
dís og bætir við að barnsfaðir
hennar og maki, Úlfar Kári Jó-
hannsson, hjálpi einnig mikið til.
„Pabbi hennar er líka nemi og er
þannig oft laus.“
Snædís, sem er þrítug, segir að
það hafi ekki staðið til upphaflega
að nýta fæðingarorlofið í pólitíkina.
„Ég var ekki búin að ákveða það,
nei. Ég var náttúrulega að klára
laganám fyrir áramót og var búin
að hlakka mjög mikið til að fara
bara í fæðingarorlof og slaka á. Svo
var ég búin að vera mánuð í fæð-
ingarorlofi þegar ég fór í framboð,
þannig að þetta var ekki alveg
planað,“ segir Snædís sem fór í
próf í lagadeild Háskólans í
Reykjavík viku eftir að hún eign-
aðist stúlkuna Maríu í lok desem-
ber. Hún er þó vön því að nýta
fæðingarorlofið vel. „Síðast þegar
ég var í fæðingarorlofi þá byrjaði
ég í námi þannig að núna hugsaði
ég mér að vera bara í fæðing-
arorlofi og það yrði alltaf hreint
heima hjá mér og ég yrði alltaf úti
að labba með vagninn,“ segir Snæ-
dís og hlær við en hún á líka 9 ára
dóttur.
Pólitíkin í fjölskyldunni
Snædís fæddist í Skagafirði en
fluttist til Reykjavíkur 6 ára og ólst
upp í Árbænum. Vigdís Hauks-
dóttir, fyrrverandi þingmaður
Framsóknarflokksins og núverandi
frambjóðandi Miðflokksins í
Reykjavík, er móðursystir Snædís-
ar. Spurð hvort það valdi ein-
hverjum vandræðum í fjöl-
skylduboðum segir hún svo ekki
vera. „Nei, öll stórfjölskyldan er
svo svakalega pólitísk að það hefur
oft komið upp að fólk sé mjög
ósammála og við kunnum bara að
eiga við það og nálgumst það af
virðingu. Ef við erum ósammála
förum við bara tala um hvað mat-
urinn sé góður.“
Hún segir líklegast að pólitíska
umræðan á heimilinu sé ástæða
þess að hún fór í framboð. „Það er
kannski ástæðan fyrir því að það lá
beinast við fyrir mig að fara í
framboð, ég er búin að taka þátt í
ungliðapólitíkinni og öllu. Það er
búið að rífast yfir pólitík í mín eyru
frá því ég man eftir mér.“
Í fæðingarorlofi og framboði
Lauk háskóla-
námi viku eftir
barnsburð
Morgunblaðið/Eggert
Mæðgur Snædís ásamt Maríu dóttur sinni sem er um 4 ½ mánaðar gömul. Hún fylgir mömmu sinni á framboðsfundi.
Snædís fann sig í Framsókn eftir
að hafa skoðað aðra flokka á
yngri árunum. „Stór hluti fjöl-
skyldunnar var í Framsókn þann-
ig að þegar ég fór að hafa áhuga
á pólitík þá tók ég allan hringinn
og ætlaði ekki að enda þar. Þeg-
ar ég var 16 ára þá var það ekki
töff að fara í Framsóknarflokk-
inn þannig að ég skoðaði allt. En
ég er mikil miðjumanneskja, hef
skoðanir sem eru hægra megin
og skoðanir vinstra megin þann-
ig að það hentaði.“
Snædís skipar nú annað sæti
á lista Framsóknar í Reykjavík
og brennur helst fyrir skóla-
málum.
„Það er skólakerfið og börnin.
Ég er í fæðingarorlofi og er ekki
komin með pláss hjá dagmömmu
sem er mjög stressandi og svo
er það manneklan í leikskól-
anum, það er margt sem má
bæta í skólakerfinu. Ég er nátt-
úrulega tveggja barna móðir og
það á hug minn allan,“ segir
Snædís.
Finnur sig best í miðjunni
BRENNUR FYRIR SKÓLAMÁLUM Í BORGINNI