Morgunblaðið - 07.05.2018, Blaðsíða 13
„Ég fann alveg fullkominn kjól á
danskri síðu og mamma sendi tölvu-
póst á dönsku, en þá kom í ljós að það
þurfti að sauma á mig kjólinn eftir
máli og að það tæki ellefu vikur, sem
var of langur tími, því það voru ekki
nema sex vikur í fermingardaginn,“
segir Anna sem var heldur óhress
með stöðuna. Þá voru góð ráð dýr.
„Mamma tók upp nál og tvinna
og byrjaði að sauma samskonar kjól
og þann danska, án þess að ég vissi,“
segir Anna og hlær.
Steina segir að það hafi ekki ver-
ið þrautalaust að nálgast efniviðinn í
draumakjólinn.
„Saumaskapur frá grunni virðist
vera að leggjast af, því það er ekki
mikið úrval af efnum í álnavörubúð-
um. Ég þurfti að fara í margar búðir
og tína efniviðinn í kjólinn til í mörg-
um ferðum.“ Mesta vesenið var að fá
blúnduefni í efri hluta kjólsins sem
var Önnu að skapi.
„Ég leitaði víða fanga, hafði
meðal annars samband við Álnavöru-
búðina í Hveragerði og lá á netinu.
Loks fann ég blúndu sem Anna var
sátt við í verslun sem var í Hull í
Bretlandi. En þegar hún kom til Ís-
lands var hún ekki í réttum lit. Þá var
óvíst hvort ný sending næði í tíma
hingað svo ég fór á stúfana og athug-
aði á saumastofum, brúðarkjólaleig-
um og fleiri stöðum. Við fórum í ör-
væntingu okkar annan rúnt í álna-
vörubúðir og þegar við vorum á
leiðinni út úr verslun Vouge, varð
mér litið í neðstu hilluna þar sem
voru blúnduefni, og sá þar glitta í lít-
inn stranga með örlitlu efni eftir. Sem
reyndist vera rétta blúndan.“ Þá var
loksins hægt að klára kjólinn en ótal
vinnustundir liggja að baki honum,
mikill handsaumur og nostur, m.a
þurfti að festa örsmá blóm á erm-
arnar og búa til hárskraut úr kjóla-
efninu. Og Steina þurfti að búa til
snið frá grunni út frá ljósmynd af
kjólnum, sem er ekki á hvers manns
færi.
„Ég var svolítið stressuð yfir því
hvernig þetta kæmi út að lokum, hélt
að allt yrði kannski skakkt,“ segir
Anna og hlær.
Skórnir pössuðu ekki
Einnig var nokkurt ævintýri á
bak við það að fá réttu skóna við
kjólinn, því enga fann Anna hér í
búðunum sem hún gat fellt sig
við. En hún fann skó á netinu í
Bretlandi og pantaði þá í
hasti.
„Þegar þeir komu voru
þeir ekki í réttu númeri, pössuðu
ekki. Og aftur var pantað annað par,
en það leið og beið og engir skór
komu. Þeir reyndust hafa týnst á leið-
inni og þá var allt sett í gang til að
finna þá, sem tókst að lokum. Á þess-
um tímapunkti vorum við farnar að
hugsa: „Hvað fer úrskeiðis næst?“
segir Steina og hlær.
„Ég var hringjandi í hverju há-
degishléi í skólanum til að spyrja
hvort skórnir væru komnir. Ég var
orðin frekar stressuð yfir þessu,“ seg-
ir Anna. En allt fór vel að lokum og
kjólinn var tilbúinn viku fyrir ferm-
ingu og skórnir komu í hús
mánudegi fyrir fermingu.
Saumaði allt á sig
frá unglingsaldri
Anna var afar sátt
við afrakstur hins stóra
verkefnis móður hennar,
að sauma fermingarkjól-
inn, og hún tekur fram
með stolti að mamma
hennar hafi aldrei lært
neitt í saumaskap en sé
samt flinkust af öllum.
„Mamma er algjör
atvinnumaður þegar
kemur að því sem þarf
að gera í höndunum.
Vinkonur mínar voru
mjög spenntar á meðan
mamma var að sauma
kjólinn, þær gátu ekki
beðið eftir að mæta í
ferminguna og sjá hann.
En mamma er svo hóg-
vær, hún vildi ekkert
að ég segði frá að
hún hefði saumað
kjólinn, en ég
krafðist þess, enda
vakti hann mikla
athygli í ferm-
ingarveislunni.“
Steina seg-
ist hafa saumað frá því
hún var lítil stelpa. „Ég byrjaði á
að sauma á dúkkurnar mínar og
ég saumaði allan fatnað á sjálfa mig
alveg frá því ég var fjórtán ára. Ég
saumaði á mig stúdentadragtina og
ég saumaði líka íslenska þjóðbúning-
inn á mig alveg frá grunni fyrir Lýð-
veldishátíðina. Ég ólst upp við þetta,
það leikur allt í höndunum á mömmu
og langamma mín var lærð sauma-
kona,“ segir Steina og bætir við að
hún hafi m.a. saumaði skírnarkjólana
á báðar dætur sínar.
„Ég fékk saumavél í fermingar-
gjöf, enda er ég með þetta í blóðinu,
áhugann á að sauma sjálf,“ segir
Anna að lokum.
Stóri dagurinn Anna sker tertuna á fermingunni í kjólnum einstaka.
Flott handverk
Nostrað hefur
verið við hvert
smáatriði. Kjóllinn
er reimaður í bakið
og fer Önnu vel.
Ljósmynd/Ljósmyndastofan Barna-og fjölskylduljósmyndir.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2018
)553 1620
Lauga-ás hefur
frá 1979 boðið
viðskiptavinum
sínum upp á úrval
af réttum þar sem
hráefni, þekking
og íslenskar
hefðir hafa verið
höfð að leiðarljósi.
Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík
laugaas@laugaas.is • laugaas.is
Við bjóðum m.a. upp á:
Súpur
Grænmetisrétti
Pastarétti
Fiskrétti
Kjötrétti
Hamborgara
Samlokur
Barnamatseðil
Eftirrétti
Að svífa um í dansi er ekki aðeins góð
og skemmtileg leið til að hreyfa sinn
skrokk, heldur ekki síður áhugverð
og gefandi leið til að kynnast fólki. Í
tangódansi er mikil líkamleg snerting
og allir vita að hún er bæði holl og
góð. Og það er gaman að tileinka sér
ný spor og auka við danskunnáttuna.
Og nú er aldeilis lag fyrir áhugasama,
því Tangófélagið stendur fyrir opnum
kynningartíma og tangóballi í hinu
hlýlega og sjarmerandi gamla leik-
húsi, Iðnó við Reykjavíkurtjörn, á
morgun, þriðjudag 8. maí. Opni tím-
inn er frá klukkan 20 til 21 og í kjöl-
farið er hefðbundin „milonga“ eða
tangó-ball sem lýkur klukkan 23. Um-
sjón með opna tímanum hefur Svan-
hildur Valsdóttir og DJ á milongunni
verður Laura. Allir eru hjartanlega
velkomnir, reyndir sem lítt reyndir í
dansinum. Opni tíminn kostar 500 kr.
og milongan er innifalin í verðinu.
Nánar á: tango.is
Opinn kynningartími og tangóball
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tangó Sannarlega unaðslega gefandi og fagur dans sem allir geta notið.
Hví ekki að skella sér í sjóð-
heitan tangó í Iðnó á morgun?