Morgunblaðið - 07.05.2018, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 7. M A Í 2 0 1 8
Stofnað 1913 106. tölublað 106. árgangur
ÞÓR/KA HÓF
TITILVÖRNINA
MEÐ STÓRSIGRI RANNSAKAR MANNEÐLIÐ
MAMMA GERÐI
FERMINGARDAGINN
ÓGLEYMANLEGAN
NÝTT LEIKRIT KRISTJÁNS ÞÓRÐAR 26 SAUMAÐI KJÓLINN 12SKORAÐI ÞRENNU ÍÞRÓTTIR
Norræna safnið í Seattle í Banda-
ríkjunum opnaði dyr sínar í nýrri
og glæsilegri byggingu um helgina.
Undirbúningur að flutningi
safnsins úr aflögðu skólahúsnæði
hefur tekið um tíu ár og stór
draumur varð því að veruleika.
Á safninu er yfirgripsmikil sýn-
ing um sögu innflytjenda frá Norð-
urlöndum til Norður-Ameríku, en
einnig forsögu þess fólks um 12.000
ár aftur í tímann. Þjóðminjasafn Ís-
lands lánaði fjóra gripi til safnsins
vegna sýningarinnar.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti
Íslands, og Eliza Reid, eiginkona
hans, voru viðstödd opnun safnsins
og tóku virkan þátt í hátíðarhöld-
unum. »10
Norræna safnið
opnað á nýjum stað
Opnun Klippt á borða við húsnæði Nor-
ræna safnsins í Seattle í Bandaríkjunum.
Höskuldur Daði Magnússon
Ingveldur Geirsdóttir
Alls munu sextán listar bjóða fram í
Reykjavík í sveitarstjórnarkosning-
unum sem haldnar verða eftir nítján
daga. Þetta varð ljóst síðdegis í gær
þegar yfirkjörstjórn úrskurðaði öll
framboð sem bárust gild. Einn fram-
bjóðandi Íslensku þjóðfylkingarinn-
ar hafði ekki kjörgengi og þurfti að
strika hann út af listanum.
Níu flokkar bjóða fram í Kópa-
vogi, einum fleiri en fyrir fjórum ár-
um. Í Hafnarfirði verða átta flokkar í
framboði en voru sex síðast. Það
sama gildir um Reykjanesbæ og
Mosfellsbæ. Sjö flokkar bjóða fram á
Akureyri rétt eins og síðast en í Ár-
borg bjóða sex flokkar fram, voru
fimm síðast.
Engir listar voru lagðir fram í
fimmtán sveitarfélögum. Í þessum
sveitarfélögum verða því óhlut-
bundnar kosningar eða persónukjör.
Í fjórum sveitarfélögum barst að-
eins einn framboðslisti. Halldór
Jónsson, sem situr í kjörstjórn Eyja-
og Miklaholtshrepps, eins þeirra,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
þegar aðeins einum lista væri skilað
inn væri framboðsfrestur fram-
lengdur um tvo sólarhringa. Berist
ekki fleiri framboð er listinn sjálf-
kjörinn.
Hröð endurnýjun fulltrúa
Mikil endurnýjun verður meðal
sveitarstjórnarfólks í vor, alls um
60% samkvæmt rannsókn Evu Mar-
ínar Hlynsdóttur, stjórnmálafræð-
ings og lektors við HÍ. Í rannsókn
hennar, sem gerð var í fyrra, kom í
ljós að aukið álag á sveitarstjórnar-
fólk og fleiri og flóknari verkefni
stuðla að því að tæp 60% snúa ekki
aftur að loknum kosningum hverju
sinni. Konur sitja skemur en karlar.
»4 og 11
Fleiri framboð í flestum
stærstu sveitarfélögunum
Sextán framboð í Reykjavík Persónukjör víða um land
Morgunblaðið/Ómar
Kosið Íbúar í Reykjavík hafa úr 16
framboðum að velja 26. maí.
Byggingakranarnir hímdu og tónlistar- og menningarhúsið
Harpa tók á sig drungalega mynd í einni slydduhríðinni sem
gekk yfir höfuðborgina í liðinni viku.
Bjartara er framundan í veðrinu en von er á suðaustanátt
næstu daga, með mildara lofti en því sem fylgdi suðvestan-
áttinni sem hefur verið yfir landinu undanfarið. Óli Þór Árna-
son veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að hitatöl-
urnar séu á uppleið víðast hvar um landið, það sé helst á
Vestfjörðum þar sem von sé á svalara veðri.
Hiti verður víðast hvar á bilinu fimm til tíu stig þessa vik-
una og von er á rigningu eða súld um allt land, en úrkoman er
að mestu bundin við landið sunnanvert.
„Það verður hægur vindur og úrkoma í flestum lands-
hlutum á hverjum degi,“ segir Óli Þór um vikuna framundan.
„Það verður oft skýjað og þungbúið með einhverri vætu.“
Morgunblaðið/Hari
Byggingakranarnir hímdu upp við Hörpu í hríðinni
200 milljónum
verður varið
aukalega til
bættrar hags-
munagæslu Ís-
lands vegna
EES-samnings-
ins. Guðlaugur
Þór Þórðarson
utanríkisráð-
herra segir brýnt
að Íslendingar
fjölgi stöðugildum í Brussel til að
öll ráðuneytin hafi þar fulltrúa.
Í nýlegri skýrslu utanríkisráðu-
neytisins um bætta framkvæmd
EES-samningsins kemur fram að
Ísland hafi tekið upp 13,4 prósent
þeirra tilskipana, reglugerða og
ákvarðana sem ESB samþykkti á
árunum 1994 til 2016. „ESB-sinnar
hafa reynt að grafa undan EES-
samningnum með því að halda því
fram að við tökum upp 80 til 90 pró-
sent af gerðum ESB en staðreyndin
er að hlutfallið er 13,4 prósent,“
segir Guðlaugur. »2
Embættismönnum
fjölgað í Brussel
Brussel Stöðugild-
um verður fjölgað.