Fréttablaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 10
FINNLAND Hópur vísindamanna við jarðvísindastofnun Finnlands, háskólann í Helsinki og háskólann í Tartu í Eistlandi hefur uppgötvað ævafornan loftsteinsgíg í Mið-Finn- landi. Gígurinn er 2,6 kílómetrar að þvermáli og liggur undir stöðu- vatninu Summanen, sem er í um níu kílómetra fjarlægð frá borginni Saari järvi. Ekki er vitað hversu gamall gígurinn er, eða hver efna- samsetning loftsteinsins var. Lengi hafa verið grunsemdir um að gíg væri að finna á botni stöðu- vatnsins en rafsegulrannsóknir sem gerðar voru á svæðinu í kringum aldamót renndu stoðum undir þess- ar grunsemdir. Á endanum staðfesti vettvangsrannsókn vísindamanna á síðasta ári kenninguna. Þetta er tólfti loftsteinsgígurinn sem fundist hefur í Finnlandi, en þeir eru nú alls 191 sem vitað er um á Jörðinni. Gígurinn undir Summanen-vatni er lítill í samanburði við stærsta gíg sem fundist hefur í Finnlandi. Hann fannst á svipuðum slóðum og er rúmlega 30 kílómetrar að þvermáli. Talið er að hann skollið á jörðinni fyrir um 1.100 milljónum ára. Engu að síður er talið að Summanen-loft- steinninn hafi valdið meiriháttar hamförum, enda fundu vísinda- mennirnir skýr merki um öfluga höggbylgju í bergi. Jafnframt er talið að gígurinn hafi verið mun stærri í fyrndinni en veðrun, skriðjöklar og jarðhræringar síðustu árþúsunda hafi orðið til þess að hann minnk- aði. – khn  Tólfti loftsteinsgígurinn fundinn í Finnlandi Gervitunglamynd sýnir staðsetningu gígsins. FRÉTTABLAÐIÐ/JÜRI PLADO Loftsteinsgígurinn liggur undir stöðuvatninu Summ- anen í Mið-Finnlandi. UTANRÍKISMÁL „Íslensk stjórnvöld eiga að vera staðfastir talsmenn verndar barna á flótta og taka afstöðu gegn hvers konar ofbeldi, útlendingahatri og mismunun, bæði heima fyrir og erlendis,“ segir í bókun sem Logi Einarsson, for- maður Samfylkingarinnar, og Smári McCarthy, fulltrúi Pírata í utan- ríkismálanefnd, lögðu fram á fundi nefndarinnar í gær. „Ég tel að íslensk stjórnvöld hafi ekki stigið nógu fast til jarðar í þessum málum. Þess vegna hvetj- um við forsætisráðherra til að taka þetta upp á leiðtogafundi NATO og mótmæla sérstaklega þessum grófu aðgerðum gegn börnum og fjöl- skyldum á flótta,“ segir Logi. Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra segir að hún muni koma almennt inn á þessi mál í ávarpi sínu á leiðtogafundinum. „Ég mun tala um öryggismál í breiðu samhengi. Ekki bara um hefðbundin varnar- mál, heldur líka um loftslagsmál og málefni flóttafólks. Varðandi mál- efni Bandaríkjanna sérstaklega, þá ræðum við okkar afstöðu til þeirra í tvíhliða samræðum. Afstöðu okkar í þessu máli og mótmælum hefur þegar verið komið á framfæri við bandarísk stjórnvöld,“ segir Katrín. Logi fór í síðustu viku fram á að nefndin kæmi saman til að ræða aðskilnað fjölskyldna á landa- mærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann segir að vissulega hafi orðið vendingar í málinu frá því að fundar beiðnin kom fram. Bandarísk stjórnvöld hafi dregið til baka hörðustu aðgerðirnar en ástandið sé samt enn mjög alvarlegt. Frásögn Elizabeth Warren, öldunga- deildarþingmanns frá Massachu- setts, af skelfilegum aðstæðum fjöl- skyldna sem séu í haldi staðfesti það. Logi segir að mörg samstarfsríki okkar hafi mætt flóttamannavand- anum af grimmd í stað ábyrgðar og skilnings. „Mér fannst rétt að beina þessari hvatningu til ráðherra að taka þetta upp við þessi lönd. Ég mun ekki hika við að óska eftir því að nefndin komi aftur saman bregð- ist stjórnvöld ekki við með skýrari hætti,“ segir Logi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður nefndarinnar, telur líkt og forsætisráðherra að viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafi verið skýr og þessar ómannúðlegu aðgerðir verið gagnrýndar. „Það hefur komið mjög skýrt fram af hálfu stjórnvalda að þessar aðgerðir samræmast ekki þeim gildum sem við aðhyllumst.“ Ákvörðun bandarískra stjórn- valda um að hætta í mannréttinda- nefnd Sameinuðu þjóðanna var einnig rædd á fundinum. Áslaug Arna segir að Bandaríkin hafi lengi verið ósátt við störf mannréttinda- nefndarinnar. „Við vonumst til að Bandaríkin muni snúa aftur í mann- réttindanefndina enda rödd þeirra mikilvæg.“ sighvatur@frettabladid.is Hvetja Katrínu til að ræða mál flóttafjölskyldna á NATO-fundi Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd Alþingis hvetja Katrínu Jakobsdóttir, forsætis- ráðherra, til að vekja athygli á málefnum fjölskyldna og barna á flótta á leiðtogafundi NATO og mótmæla aðgerðum Bandaríkjamanna. Forsætisráðherra ætlar að ræða öryggis- og varnarmál í breiðu samhengi. Utanríkismálanefnd kom saman í gær til að ræða málefni innflytjenda og flóttafólks á alþjóðavettvangi. Samfylking og Píratar hvetja forsætisráðherra til að mótmæla aðgerðum gegn fjölskyldum á flótta á fundi NATO. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Rekstrarland er hluti af Olís Í Rekstrarlandi fæst úrval af ræstivörum fyrir öll heimilisþrif; pappírsvörur og plastpokar, Nilfisk ryksugur, margar gerðir af gasgrillum og ýmsar gas- og grillvörur. Rekstrarland er einnig með mikið af heilbrigðisvörum, náttúruvænar bleiur og ýmsar vörur tilheyrandi umönnun barna. REKSTRAR- VÖRUR FYRIR HEIMILIÐ Rekstrarland verslun Vatnagörðum 10 104 Reykjavík Sími 515 1500 rekstrarland.is PIPA R\TBW A • SÍA • 1824 47 OPIÐ ALLA VIRKA DAGA KL. 8–17. BANDARÍKIN Leiðtogafundurinn sem beðið hefur verið eftir, milli Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútín Rússlandsfor- seta, mun að líkindum fara fram í næsta mánuði. Tilkynnt verður í dag um nákvæman stað og stund fund- arins en þar verða málefni Sýrlands og samskipti þjóðanna tveggja meðal annars í brennidepli. Trump verður á ferð um Evrópu um þetta leyti vegna leiðtogafundar NATO. Þetta verður fyrsti einkafundur forsetanna tveggja en Rússland hefur heldur betur verið samofið umræðunni um Trump undanfarna mánuði, með ásakanir um hin ýmsu afskipti Rússa af niðurstöðum for- setakosninganna, svo fátt eitt sé nefnt. – smj Leiðtogar funda MANNLÍF Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi, David Beckham, er staddur á landinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.is lenti hann á Reykjavíkurflugvelli um tvö- leytið í gær. Beckham er líklega hér í boði góðvinar síns Björgólfs Thors Björgólfssonar en þeir sáust á ferð saman í Reykjavík. Beckham á ferð með Bjögga David Beckham. Ljóst er af Instagram-síðu Beck- hams að hann kom beint af fundi Bretlandsdrottningar í Bucking- ham-höll þar sem hann var á þriðju- daginn. Beckham hefur áður heimsótt Ísland í boði Björgólfs árið 2016, þar sem hann renndi meðal annars fyrir lax. Auðkýfingarnir tveir eru mestu mátar og deila hinum ýmsu áhuga- málum. Þá gengu börn þeirra í sama skóla í London. – smj 2 8 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 4 1 -C 9 1 8 2 0 4 1 -C 7 D C 2 0 4 1 -C 6 A 0 2 0 4 1 -C 5 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.