Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.06.2018, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 28.06.2018, Qupperneq 18
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Hin siðferði- legi vandi er æpandi þegar kemur að heimsmeist- arakeppn- inni í fót- bolta í Katar árið 2022. Síðasta sumar hófu Íslandsstofa og samstarfs­aðilar í íslenskri ferðaþjónustu herferð sem hvatti ferðamenn til að vinna þess heit að ferðast um landið með ábyrgum hætti. Heitið, sem gengur undir nafninu „The Icelandic Pledge“, nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun, svo sem að bera virðingu fyrir nátt­ úrunni, skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, eða koma sér ekki í hættu­ legar aðstæður við að taka myndir; að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum sem og að vera vel útbúinn á ferðalagi um Ísland og reiðubúinn öllum veðrum. Við teljum að það hafi jákvæð áhrif á hegðun ferða­ manna að vinna slíkt heit og hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í sumar. Nú þegar hafa yfir 30.000 manns strengt heitið og koma þau frá yfir 100 löndum. Ísland var fyrsta landið til að bjóða gestum sínum að heita þess að ferðast um landið á ábyrgan og öruggan hátt og að ganga vel um náttúru landsins. Þetta framtak hefur vakið athygli erlendis bæði hjá fjölmiðlum sem og öðrum áfangastöðum með tilliti til sjálf­ bærni. Fyrirtæki í ferðaþjónustu tóku virkan þátt í framkvæmd verkefnisins í fyrra og vonum við að sami áhugi sé í sumar. Isavia mun m.a. hafa stóran hnapp í komusal á flugvellinum þar sem ferða­ menn geta unnið heitið strax við komuna til lands­ ins og Landsbjörg mun dreifa yfir 3.000 heitum um landið til ferðamanna. Í ár viljum við sérstaklega hvetja öll þau fyrirtæki sem taka þátt í Ábyrgri ferðaþjónustu með Festu og Íslenska ferðaklasanum að taka þátt ásamt öllum öðrum sem hafa áhuga. Það er gert með því að deila heitinu á samfélagsmiðlum og vefmiðlum ásamt því að hafa það sýnilegt fyrir gestum og viðskipta­ vinum með sérstökum borðspjöldum sem dreift verður. Við óskum ykkur góðs ferðasumars! Ferðamenn heita ábyrgri hegðun Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmda- stjóri Íslenska ferðaklasans Jóhannes Þór Skúlason framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónust- unnar Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður hjá Íslandsstofu Þeir Íslendingar sem héldu til Rússlands til að styðja landsliðið á HM skemmtu sér konung­lega. Ráðherrar og forseti Íslands voru fjarri góðu gamni, en ríkisstjórnin hafði látið þau boð út ganga að hún myndi ekki senda full­trúa sína á mótið vegna taugaeitursárásar á Skripal­feðginin í Salisbury í Bretlandi sem Pútín er kennt um. Þessi ákvörðun vakti enga sérstaka athygli lands­ manna, fyrir utan megna óánægju hlustenda Útvarps Sögu sem í símatímum fordæmdu fjarveru forsetans á mótinu og sögðu hann kúgaðan af illa innrættri og vonlausri ríkis­ stjórn. Þeir kvöddu síðan með fullyrðingu um að Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki látið bjóða sér slíka meðferð heldur tekið fyrsta flug til Rússlands. Forsetafrúin fór til Rússlands til að horfa á fótbolta og vel má túlka þá ferð sem svo að forsetinn hafi ekki með öllu verið sáttur við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Borgar­ stjórinn Dagur B. Eggertsson mætti einnig galvaskur á leiki íslenska liðsins. Hann hefur örugglega farið á eigin kostnað sem prívat manneskja en um leið getur hann ekki alveg hrist af sér opinberu persónuna. Það hefði verið fullkomin hræsni af hans hálfu að mæta til Rússlands ef hann styddi í hjarta sínu ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Sennilega er hann á þeirri skoðun að í þessu tilviki hafi verið hæpið að blanda saman íþróttum og pólitík. Samband pólitíkur og íþrótta er flókið og stundum er eins og ekki sé til neitt rétt svar. Á sínum tíma hefði til dæmis mátt færa mjög gild rök fyrir því að ekki væri for­ svaranlegt að senda íþróttafólk á Ólympíuleika Hitlers í Berlín árið 1936. Rökin gegn þeirri skoðun eru að þar var unnið afrek sem komst í heimssöguna þegar blökkumann­ inum Jesse Owens tókst með sigrum sínum að afsanna kenningar nasista um yfirburði hins aríska kynstofns. Þegar stjórnmálamenn byrja að taka ákvarðanir um að senda ekki fulltrúa á íþróttaviðburði í löndum þar sem stjórnvöld fremja fólskuverk þá er erfitt að draga mörkin. Hinn siðferðilegi vandi er æpandi þegar kemur að heims­ meistarakeppninni í fótbolta í Katar árið 2022. Íslendingar eru bjartsýnisfólk og gera vitanlega ráð fyrir þátttöku landsliðs síns í landi þar sem ýmislegt bjátar á. Í Katar er þegar byrjað að vinna að uppbyggingu leik­ vanga fyrir HM og yfirgnæfandi hluti þeirra sem koma að því verki eru far and verka menn frá Suður­Asíu. Fullyrt er að hundruð þeirra hafi þegar látið lífið á vinnusvæðinu. Shar­ an Burrow, formaður Alþjóðasam bands verka lýðsfé laga, segir að svo geti farið að allt að fjögur þúsund verkamenn hafi látið lífið vegna bágra aðstæðna áður en heimsmeist­ aramótið hefst. Íslenskir ráðamenn ákváðu að stilla sér upp við hlið vestrænna þjóða og mótmæla árásinni á Skripal­feðginin í Salisbury með því að senda ekki fulltrúa sína á HM í Rúss­ landi. Nú vill svo til að Skripal­feðginin eru á lífi og sögð við góða heilsu meðan nokkrar þúsundir bíða dauðans í Katar. Það er fórnin sem er færð til að halda HM í Katar. Spurningin sem bíður heimsbyggðarinnar er: Hvernig á að bregðast við? Hvernig á að bregðast við? Sundfólki forðað frá djúpum skít Nokkurt uppnám varð í gær meðal sjósundfólks sem hugðist þreyta árvisst Fossvogssund í dag. Sjóbuslið hefði nefnilega orðið hið mesta glapræði ef Kópavogur hefði fylgt áformum um að taka rafmagn af dælu- stöð í nótt og láta skólp renna í sjóinn á meðan. Hjá bænum fannst tæknileg lausn sem kom í veg fyrir yfirfall í stöðinni og sjósundfólkið andaði léttar. „Þetta er gert til að skapa ekki mengun í sjónum og vegna sjósunds,“ sagði Sigríður B. Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi bæjarins, við frettabladid.is í gær og bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson uppskar þakkir á samfélagsmiðlum. Skoðað í kistuna Landslið Suður-Kóreu afgreiddi það þýska úr HM heldur óvænt í gær. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, fyrrverandi forsætis- ráðherra og formaður Mið- flokksins, hélt þó ró sinni enda greinilega við öllu búinn. „Stóru liðin, Ísland og Þýskaland dottin út. Nú þarf að grafa í kassanum,“ skrifaði Sigmundur á Facebook og birti mynd af enskri lands- liðstreyju. Í ljósi þess að hann er annálaður safnari er allt eins líklegt að hann geti mætt brott- falli hvaða liðs sem er með því að draga þá einfaldlega treyju annars liðs upp úr kassanum. thorarinn@frettabladid.is 2 8 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 2 8 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 4 1 -B 0 6 8 2 0 4 1 -A F 2 C 2 0 4 1 -A D F 0 2 0 4 1 -A C B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.