Fréttablaðið - 28.06.2018, Side 22
KÖRFUBOLTI Síðustu vikur hafa verði
ansi viðburðaríkar hjá Tryggva Snæ
Hlinasyni, landsliðsmanni í körfu-
bolta, en hann hefur á þeim tíma
ferðast mikið, æft með fjölmörgum
afar frambærilegum körfubolta-
mönnum og tekið þátt í nýliðavali
NBA. Þar var Tryggvi Snær ekki val-
inn, en þrátt fyrir að vera ánægður
með allan þann lærdóm sem hann
hefur dregið af ferlinu í kringum
valið varð hann fyrir vonbrigðum
með að vera ekki valinn.
„Þetta var auðvitað fyrst og fremst
mjög gaman. Það var bæði gagnlegt
og skemmtilegt að sjá hvar maður
stendur í þessum bransa. Að máta
sig við leikmenn í svona háum
gæðaflokki sem eru að spila svipaða
stöðu og ég mun nýtast mér í fram-
haldinu. Þetta tók líka vel á, það var
mikil keyrsla á þessu öllu saman,
mikið um ferðalög og nokkur þeirra
löng. Það rífur líka í þegar það er
mikil óvissa um næstu verkefni og
að vera alltaf á hraðferð. Ég var aldr-
ei viss um það hvernig næsti sólar-
hringur yrði og fékk vanalega bara
að vita samdægurs hvert ég væri að
fara næst,“ sagði Tryggvi Snær sem
æfði í æfingabúðum NBA-liða víðs
vegar um Bandaríkin í aðdraganda
valsins.
„Mér fannst ég standa mig ágæt-
lega og eiga alveg heima á þessu
kalíberi. Það er mikil áhersla á leik-
stöðuna einn á móti einum og þar
átti ég í nokkrum vandræðum. Það
er gott að sjá hvaða vankanta ég
hef og hvar ég get helst bætt mig á
næstu misserum. Það er mikið ein-
angrað í stöðu þar sem menn eiga að
ráðast á körfuna og ég verð að leggja
áherslu á að verða betri í þeim hluta
leiksins. Þetta opnar augun og gefur
manni viðmið um hvað þarf að laga.
Ég fékk leiðbeiningar frá reynslu-
miklum og mjög færum þjálfurum
sem ég get klárlega nýtt mér,“ sagði
Tryggvi Snær aðspurður um hvernig
hefði gengið á æfingum með þessum
hæfileikaríku leikmönnum.
„Flestir þjálfararnir voru jákvæðir
í minn garð og þeir vita að ég hef
líkamlega eiginleika sem geta nýst
vel. Nú er bara að bæta líkamlegan
styrk, tæknina og fínpússa minn
leik. Ég tel mig eiga fullt erindi í
þessa leikmenn og stefnan er að
komast í NBA einn daginn. Það
var vissulega stór stund að komast
í valið að þessu sinni og mögnuð
stund að vera viðstaddur valið. Það
voru hins vegar vonbrigði að vera
ekki valinn. Þegar maður er kominn
svona nálægt þessu er leiðinlegt að
komast ekki alla leið. Ég var hins
vegar alveg viðbúinn því að þetta
gæti farið svona að þessu sinni, en
ég var svekktur að heyra ekki nafnið
mitt,“ sagði Tryggvi Snær um upp-
lifun sína af því að vera viðstaddur
valið sem fram fór í Brooklyn í New
York.
„Hugmyndin er að fylgja þessu
eftir með að fara í sumardeild NBA
eftir landsliðsverkefnið, taka svo
stutt frí og æfa svo á fullu í Santa
Barbara í Los Angeles við toppað-
stæður. Svo er það bara undirbún-
ingstímabil með Valencia þar á eftir.
Ég er samningsbundinn Valencia á
næstu leiktíð og býst ekki við öðru
en að vera þar áfram. Hlutirnir
eru hins vegar fljótir að breytast í
körfuboltaheiminum svo maður
veit aldrei. Mér líður hins vegar vel
í Valencia og langar að vera þar alla-
vega eitt keppnistímabil í viðbót,“
sagði Tryggvi Snær sem er staddur
í Búlgaríu þessa stundina með liðs-
félögum sínum í íslenska lands-
liðinu þar sem þeir eru að búa sig
undir leik gegn heimamönnum í
undankeppni HM 2019 sem leikinn
verður á morgun.
Ísland er í harðri baráttu um að
komast áfram í milliriðla undan-
keppninnar, en þrjú af fjórum liðum
í riðlakeppni forkeppninnar kom-
ast þangað. Ísland er sem stendur í
öðru til þriðja sæti riðilsins með tvo
vinninga, líkt og Finnland, sem eru
næstu andstæðingar íslenska liðins
í riðlakeppninni á eftir leiknum
gegn Búlgaríu. Búlgaría nartar svo í
hæla Íslands og Finnlands með einn
sigur á botni riðilsins. Tékkland er
hins vegar á toppi riðilsins með
þrjá sigra. Tveir leikir eru eftir af
riðlakeppninni og sigur á Búlgaríu
tryggir sæti í milliriðlunum. – hó
Vonbrigði að vera ekki valinn
þegar á hólminn var komið
Tryggvi Snær Hlinason lítur sáttur en um leið vonsvikinn um öxl þegar hann rifjar upp aðdraganda NBA-
nýliðavalsins og valið sjálft. Tryggvi Snær telur sig standast þeim bestu snúning en áttar sig betur á því hvað
þarf að bæta eftir að hafa æft með leikmönnum í hæsta gæðaflokki. Fram undan eru leikir með landsliðinu.
Tryggvi Snær Hlinason á æfingu með íslenska liðinu, en fram undan eru tveir mikilvægir leikir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Mér fannst ég standa
mig ágætlega og eiga
alveg heima á þessu kalíberi.
Það er mikil áhersla á
leikstöðuna einn á móti
einum og þar átti ég í
nokkrum vandræðum.
Tryggvi Snær Hlinason
Stjarna dagsins á
HM 2018
HM 2018 í Rússlandi í gær
E-riðill
Brasilía - Serbía 2-0
1-0 Paulinho (36.), 2-0 Thiago Silva (68.).
Sviss - Kostaríka 2-2
1-0 Blerim Dzemaili (31.), 1-1 Kendall
Waston (56.), 2-1 Josip Drmic (88.), Yann
Sommer (sjálfsmark) (90.).
F-riðill
Svíþjóð - Mexíkó 3-0
1-0 Ludwig Augustinsson (50.), 2-0 Andreas
Granqvist (víti) (62.), Edson Alvarez (sjálfs-
mark) (74.).
S-Kórea - Þýskaland 2-0
1-0 Young-Gwon Kim (90.), Heung-Min Son
(90.).
Andreas Granqvist er valinn úr
sænska landsliðinu sem kom
mörgum að óvörum með því að
leggja Mexíkó að velli með sann-
færandi hætti í lokaumferð F-riðils
í gær.
Liðsheildin hefur verið aðals-
merki sænska liðsins og Granqvist
hefur, sem fyrirliði liðsins, séð til
þess að það standi saman á mót-
inu. Þá hefur hann sýnt fádæma
öryggi af vítapunktinum og skoraði
úr öðru víti sínu á mótinu þegar
hann kom Svíum yfir,
2-0, í leiknum gegn
Mexíkó.
Svíar skutust
upp á topp
F-riðilsins með
þessum sigri
og mæta þar
af leiðandi
Sviss í 16 liða
úrslitum mótsins.
Mexíkó mætir
svo Brasilíu
í baráttu
Ameríku-
þjóðanna í
norðri og
suðri.
HM í dag
14.00 Japan - Pólland
14.00 Senegal - Kólumbía
18.00 England - Belgía
18.00 Panama - Túnis
Nú er kominn tími á
að yngri leikmenn
taki við keflinu í vörn liðsins.
Bestu þakkir til allra sem
tóku þátt í þessu ferðalagi.
Ragnar Sigurðsson
2 8 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R22 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
FÓTBOLTI Ragnar Sigurðsson, sem
verið hefur í lykilhlutverki í vörn
íslenska karlalandsliðsins í knatt-
spyrnu undanfarin ár, hefur ákveð-
ið að láta staðar numið með liðinu.
Þetta tilkynnti Ragnar í færslu á
Instagram-síðu sinni í gær. Tap
íslenska liðsins gegn Króatíu í loka-
umferð Heimsmeistaramótsins í
Rússlandi var þar af leiðandi síðasti
leikur hans fyrir liðið.
Ragnar lék sinn fyrsta lands-
leik árið 2007, en hann átti ekki
fast sæti í liðinu á meðan það lék
undir stjórn Ólafs Jóhannessonar
og Péturs Péturssonar. Þegar Lars
Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson
tóku við stjórnartaumunum hjá
liðinu lögðu þeir traust sitt á Ragnar
og hefur hann myndað öflugt teymi
með Kára Árnasyni í hjarta íslensku
varnarinnar undanfarin ár.
Kári gaf loðin svör um það hvort
hann væri hættur með landsliðinu
eftir leikinn gegn Króatíu í gær.
Sagði að mögulega væri heppilegast
að láta gott heita, en hann myndi
eiga erfitt með að segja nei við
landsliðinu ef kallið kæmi. Mögu-
legt er því að nýtt miðvarðateymi
mæti til leiks hjá íslenska liðinu
þegar liðið hefur leik í Þjóðadeild-
inni næsta haust.
Ragnar, sem er 30 ára gamall,
lék 80 landsleiki og skoraði í þeim
leikjum þrjú mörk. Eftirminni-
legasta markið er án vafa það sem
hann skoraði í sigrinum á Englandi í
16 liða úrslitum Evrópumótsins árið
2016. Hann lék alla leiki íslenska
liðsins á Evrópumótinu árið 2016
sem og Heimsmeistaramótinu í
sumar. Ragnar lék með rússneska
liðinu Rostov á síðustu leiktíð við
hlið Sverris Inga Ingasonar, en búist
var við því að þeir yrðu miðvarða-
par íslenska liðsins næstu árin. Nú
er ljóst að svo verður ekki.
„Þetta hefur verið ótrúleg veg-
ferð í langan tíma með þessu lið.
Við vildum gera betur á heims-
meistaramótinu, en höfðum ekki
heppnina með okkur. Það hefur
verið heiður að spila með lands-
liðinu með góðum vinum mínum
og njóta þeirrar velgengni sem við
höfum notið. Nú er kominn tími á
að yngri leikmenn taki við keflinu
í vörn liðsins. Bestu þakkir til allra
sem tóku þátt í þessu ferðalagi,“
segir Ragnar í færslu sinni á Insta-
gram um lok landsliðsferils síns. – hó
Ragnar ákveður að leggja landsliðsskóna á hilluna
Ragnar Sigurðsson eftir síðasta leik
sinn fyrir Ísland. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
FÓTBOLTI Þýskaland, ríkjandi
heimsmeistari í knattspyrnu karla,
er úr leik á mótinu sem fram fer
í Rússlandi þessa dagana. Þetta
varð ljóst eftir 2-0 tap liðsins fyrir
Suður-Kóreu í lokumferð í F-riðli
mótsins í gær. Svíþjóð vann á sama
tíma Mexíkó með þremur mörkum
gegn engu og tyllti sér á topp riðils-
ins. Mexíkó fylgir Svíþjóð í 16 liða
úrslitin þrátt fyrir tapið.
Þetta er í fyrsta skipti síðan árið
1938 sem Þjóðverjar komast ekki
áfram úr fyrstu umferð á heims-
meistaramóti, en liðinu hefur aldrei
mistekist að komast áfram eftir að
núverandi fyrirkomulag með riðla-
keppni var tekið upp. Það er hins
vegar engin nýlunda að ríkjandi
heimsmeisturum gangi illa í titil-
vörn sinni. Raunar hafa ríkjandi
heimsmeistarar fallið úr leik í riðla-
keppni í fjórum af síðustu fimm
mótum, það er Frakkar árið 2002,
Ítalir árið 2010, Spánverjar árið
2014 og nú Þjóðverjar. – hó
Titilvörn reynst
þrautin þyngri
2
8
-0
6
-2
0
1
8
0
4
:4
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
4
1
-D
7
E
8
2
0
4
1
-D
6
A
C
2
0
4
1
-D
5
7
0
2
0
4
1
-D
4
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K